Morgunblaðið - 26.09.1947, Síða 15
Föstuclagur 26. sept. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
15
K, F. U. M. og K.
vantar húsvörð í sam-
komuhús fjelaganna við
Amtmannsstíg. Heppilegt
fyrir roskin hjón. Hús-
næði fylgir. — Umsóknir
sendist Bjarna Eyjólfssyni,
Þórsgötu 4, fyrir 28. þ. m.
llllltllllllllllM
Fjelagslíf
Sjálfboðaliðsvinna.
* Haldið verður áfram vinnu
við raflýsingu á skíðaskála
brekkunni í Hveradölura
um helgina. Farið á laugar
dag kl. 2 frá B. S. 1.
/2v Skíöadeild 1. R. Rabbfundur í kvöld kl. 9
11
að Café Höll.
Fundarefni:
Vetrarstarfið.
FRAMARAR 2. fl. Æfing í kvöld á Framvellinum
kl. 6,30. Þjálfarinn.
VlKINGAR
2. 3. og 4 flokkur fjelags
ins eru boðnir á skemti-
fund í fjelagsheimilinu í
Camp Tripoli, sunnudags
kvöldið 28. þ.m. kl. S.
Kvikmyndasýning og fleira.
Stjórnin.
Tapað
Kven-stálúr með leðuról, tapaðist 24.
þ.m. Skilvís finnandi skili því á afgr-
Morgunblaðsins, gegn fundarlaunum.
Kensla
Kenni ensku. I.es mcS skólafólki.
Upplýsingar á Grettisgötu 16, fra
kl. 4—9, sími 7935.
Vinna
HREINGERNINGAR
Vanir menn. — Pantið i tíma.
Sími 7768.
Árni og Þorsteinn.
RÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að
ókkur hreingemingar. Sími 5113.
'Kristján Guómundsson.
S’ökum BLAUTÞVOTT.
Efnalaug Vesturbœjar h.f.
Vesturgötu 53, sírm 3353.
BERGUR JÖNSSON
hjeraSsdómslögmaSur
Sunnuvegi 6, Hafnarfirði, simi 9234
Málflutningur, innheimtur og lög-
fræðisleg fje- og kaupsýsla í Reykja-
vik og Hafnarfirði og Gullbr. og
Kjósars., amiarsstaðar eftir samkomu
lagí. »
Kaup-Sala
Minningarspjöld barnaspítalasjóðs
Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og
Hringsins eru afgreidd í Versluo
I Bókabúð Austurbæjar,
Síxni 4258.
Kaupi gull hæsta verði.
SIGURÞÓR,
Hafnarstræti 4.
MINNINGARSPJ ÖLD
Vinnuhcimilssjóðs S.l.B.S.
fást á eftirtöldum stöðum: Hljóðfæra
verslun Sigríðar Helgadóttur, Bóka-
yerslun Finns Einarssonar, Bókaversl
un KRON, Garðnstræti 2, Bókverslun
Máls og Menningar, Laugaveg 19,
skrifstofu S.I.B.S., Hverfisgötu 78,
Bókaverslun Lauganess og Verslun
Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu
41, Ilafnarfirði.
I.O. G.T.
SKRIFSTOFA
STÓRSTCKUNNAR
frlkirkjuveg 11 (Templarahöllinni).
Stórtemplar til viðtals kl. 5—6,30
llla þriðjudaga og föstudaga.
oóaabóh
269. dagur ársins.
Flóð kl. 16,15 og næstu nótt
kl. 4,35.
Næturlæknir er á lækna-
varðstofunni, s,mi 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúð-
inni Iðunn, sími 1911.
Næturakstur annast Bifreiða
stöðin Hreyfill, simi 6633.
□ Edda 59479267 — 1.
I.O.O.F. 1=1299268% —
Haustfermingarbörn í Lauga
nessókn eru beðin að mæta í
Lauganesskirkju (austurdyr) í
dga kl. 5 e. h. — Sr. Garðar
Svavarsson.
70 ára er í dag Sigríður Jóns
dóttir, Selvogsgötu 14, Hafnar-
firði.
Sigríður Helgadóttir, Ás-
vallagötu 57, er sjötug í dag.
Hjónaband. Síðastl. sunnu-
dag voru gefin saman í hjóna-
band af sr. Sveini Víking ung-
frú Þórhalla Gunnarsdóttir frá
Skógum í Axarfirði og banka-
ritari Sigurður Jóhannesson
(Björnssonar frá Hofsstöðum)
Þingholtsstræti 31.
Hjónaband. Gefin verða sam
an í hjónaband laugardaginn
27. sept. í Belzoni, Miss. U.S.A.
ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir
og mr. Jack Rice. •— Heimili
þeirra verður í Belzoni, Missi-
sippi. U.S.A.
Þeir nemendur Mentaskól-
ans, sem ætla að setjast í
fjórða bekk eiga að koma til
viðtals kl. 2 e. h. í dag.
Gjafir til Blindravinafjelags
íslands. Þann 18. þ. m. barst
Blindravinafjelagi íslands höfð
ingleg gjöf, kr. 4.000,00 til
minningar um hjónin Þórunni
Magnúsdóttur og Gunnar
Guðnason í fimtíu ára hjú-
skaparafmæli þeirra. Gjöfin
var frá börnum þeirra og fóst-
urdóttur. — Fleiri gjafir, sem
fjelaginu hafa hlotnast nýlega:
Kr. 500,00 til minningar um
sjera Pjetur Hjálmarsson, Can-
ada, frá erfingjum Daníels
heitins Hjálmarssonar og gef-
ið samkvæmt ósk hans. Frá
G.G. kr. 50,00, frá ónefndum
kr. 100,00, áheit frá E.B. kr.
50,00, frá ónefndum kr. 10,00,
frá Guðrúnu á Brekku kr.
50,00, og dótturminning kr.
50,00. — Gjafirnar renna allar
í blindraheimilissjóðinn og bið
ur stjórn fjelagsins blaðið að
færa gefendunum innilegustu
þakkir.
Höfnin. Sardon, enskur tog-
ari, kom og tók ís. Ingólfur
Arnarson fór til Englands. Olíu
skipið Halvard kom. Balura,
stórt olíuskip.
Skipafrjettir: — (Eimskip):
Brúarfoss fór frá Gautaborg
24/9 til Reykjavíkur. Lagar-
foss fór frá Leith 24/9 til Gauta
borgar og Kaupmannahafnar.
Selfoss er á Siglufirði. Fjall-
foss kom til Reykjavíkur 24/9
frá New York. Reykjafoss hef-
ir væntanlega farið frá New
York í fyrradag til Halifax.
Salmon Knot fró frá New York
18/9 til Reykjavíkur. True
Knot fór frá Reykjavík 12/9 til
New York. Anne fór frá Leith
16/9 til Stokkhólms. Lublin fór
frá Reykjavík 20/9 til Hull.
Recistance fór væntanlega frá
Antwerpen í gær til Hull.
Lyngaa væntanlegt til Reykja-
víkur í dag frá Leith. Horsa fór
frá Fáskrúðsfirði 22/9 til Hull.
Skogholt fer frá Eskifirði um
hádegi í gær til Norðfjarðar.
ÚtVARPIÐ í DAG:
8.30—9.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.10—13.15 Hádegisútvurp.
15.30—16.30 Miðdegisútvarp
19.25 Veðurfrégnir.
19.30 Tónleikar: Lög leikin á
banjó og balalaika (plötur).
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi: Skýrsla fjárhags-
ráðs og sala sjávarafurða
(Jóhann Þ. Jósefsson fjár-
málaráðherra).
21.15 íþróttaþáttur (Brynjólf-
ur Ingólfsson).
21.35 Tónleikar (plötur).
21.40 Frá útlöndum (Benedikt
Gröndal blaðamaður).
22.00 Frjettir.
22.05 Symfóníutónleikar: Sym-
fónía eftir William Walton.
23.00 Dagskrárlok.
Aðalfundur Presfa-
fjelags íslands
AÐALFUNDUR Prestafje-
lags íslands verður haldinn dag-
ana 30. sept. og 1. okt. dr. Man-
fred Björquist,. Stokkhólmsbisk
up, verður viðstaddur fund
þenna.
Aðalfundurinn hefst með því,
að prestar hlýða guðþjónustu i
Háskóiakapellunni, er sjera
Magnús Guðmundsson flytur.
Að messu lokinni verður gengið
til fundarstarfa. Verða þá flutt
ýms erindi, er varða starfsemi
kirkjunnar og flutt skýrsla fje-
lagsins.
Síðari daginn fer m.a. fram
kosning stjórnar og þá mun
Stokkhólmsbiskup flytja erindi.
Þá verða framhaldsumræður
frá fyrsta degi fundarins. Aðal-
fundinum lýkur með sameigin-
legri altarisgöngu í kapellu Há-
skólans.
„Rússneska
hljómkviSan"
,,Rússneska hljómkviðan“ —
verðlaunasaga í bókmenntasam
keppni Sameinuðu þjóðanna, er
nýkomin út hjá Norðra í Þýð-
ingu Hersteins Pálssonar. Efni
sögunnar er sótt í æviferil rúss
neska tónskáldsins Alexis Ser-
kin, er uppi var á 19. öldinni.
Serkin, viðkvæmui og þung-
lyndur listamaður, er leiksopp-
ur örlaganna, en finnur um
stund hamingju við hlið leik-
,konunnar frönsku, Janinu Lor-
aone. Um sambúð þeirra hefir
höfundur skapað fíngerða og
djarflega ástarsögu. Meðferð
efnisins og form er nýstárlegt,
sniðið eftir tónverki Serkins,
symfóníu í c-moil, hinu eina
verki hans, er umheimurinn
þekkir að ráði.
Innbrof í fefrgSa-
skemmu
í FYRRINÓTT var framið
innbrot í birgðaskemmu Bygg-
ingasamvinnufjelags Reykja-
víkur og var fjórum dyraum-
búðum stolið, ásamt tilheyrandi
hurðum.
Skemmur þessar standa upp
við Rauðavatn. Voru dyraum-
búnaðir þessir úr sænsku timbur
húsunum, sem Byggingasam-
vinnufjelagið hefur í smíðum í
Kleppshólti.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mjer vin-
semd og virðingu á áttræðisafmæli mínu 20. þ.m.
Git8mu.nd.ur Gudmundsson,
Þórsgötu 20.
Mitt hjartanlegasta þakklæti til allra þeirra, er sýndu
mjer hlýjan vinarhug og virðingu á sextugsafmæli mínu
og glöddu mig með heimsóknum, göfum, blómum og
skeytum.
' Sigfús Valdemarsson,
prentari.
UNGLINGA
Vantar okkur tU að bera Morgunblaðið
til kaupanda.
Laugayeg III
Aðalsfræti
Bárugölu
Miobæ
Bergsfaðasfræfi
Við sendum blöðin heim til barnanna.
Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.
Merkjasöludagur Menningar og
Minningarsjóðs kvenna
er á morgun 27. september -
Sjóðurinn hefur starfað í tvö ár og hafa verið veittacý
úr lionum 20.000,00 krónur í námsstyrki til 15 unga
kvenna til háskólanáms og verklegs náms.
Merkin verða afhent frá kl. 9:
' í Austurbæjarskólanum,
í Miðbæjarskólanum,
í Melaskólanum, handavinnustofu, 1. hæð.
og í Þingholtsstræti 18.
Konur og karlar styðjið gott málefni!
Sendið börn og unglinga til a8 selja merki sióSsins.
Góð sölulaun.
U N GU STULKUR !
undir ykkur er það mikið komið hvort sjóður-
inn getur starfað áfram jafn myndarlega og
hingað til.
Komið og seljið merki.
Stjóm Kvenrjettindafjelags íslands.
Jarðarför móður og tengdamóður okkar
MÁLFRlÐAR ÁRNADÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni mánud. 29. þ.m. kl. 2 e.li.
Sigríður Böðvarsdóttir, Ingvar Eindfsson, ......
María Eyvindsdóttir, Árni Böðvarsson.
Jarðarför litlu drengjanna okkar,
GUÐMUNDAR ÁGUSTS SVEINSSONAR
og RÓBERTS GUÐNA EINARSSONAR
fer fram á morgun laugardaginn 7. sept. og hefst með
bæn kl. 3 á heimili foreldra okkár, Austurgötu 17 B.
Jarðað verður frá Hafnarfjarðarkirkju.
Hrefna Guðmundsdóttir, Sveinn Sœmundsson
Jóhanna Pjetursdóttir, Einar Guðmundsson.