Morgunblaðið - 05.10.1947, Side 6

Morgunblaðið - 05.10.1947, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. okt. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson ftitstjórj: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.l «lettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mónuði innanlandi. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eirftakið, 75 aura metS Leibók. Smásaga um hugsjónir EINU SINNI varpaði áhrifamikill sósíalistaleiðtogi út á landi, tram þessari spurningu á pólitískum íundi í sjáv- arþorpi: Hvað eru heildsalar? Hann svaraði spúrningunni sjálfur á þessa leið: Það eru nokkrar afætur, sem búa í dýrum villum með bílskúr í Eeykjavik. Nokkru síðar flutti hinn áhrifamikli sósíalistaleiðtogi til Reykjavíkur og settist þar í eitt best launaða embætti landsins mcð skrifstofu í einum sólríkustu herbergjum Arnarhvols. Þetta var fyrsti þáttur sögunnar. Nokkur ár liðu. Heimsstyrjöld hófst, og verslun varð ábatasamari en hún hafði áður verið á Islandi. Þá stofn- r.ði sósíalistaforinginn heilósölufyrirtæki. Og nú á hann h'ka villu með bílskúr í Reykjavík. Það er tírnabært að rifja þessa sögu upp nú. Allmörg undanfarin ár hefur heildsalagrýlan verið meginvopn aiitslegs hóps stjórnmálamanna, jafnvel sumra þeirra sem svipað stendur á um og nefndan embættismann. En þetta vopn er orðið kolryðgað, skörðótt og bitlaust. Almenn- mgur veit, hvað fyrir þeim mönnum vakir sem því hafa beitt. Það eru engan veginn bætt verslunarkjör honum til handa, heldur löngunin til að hneppa verslun og viðskifti a fjötra algerrar einokunar, sem síðan yrði beitt í þágu esvífinnar stjórnmálakúgunar. Þetta er kjarni málsins. Frjálsa samkeppni milli einstaklingsverslunar og fjelags- verslunar ácti að kæfa. Sjálfstæðisflokkurinn og ýmsir frjálslyndir menn úr öðrum borgaralegum flokkum hafa komið í veg fyrir að petta tækist. Með því var ekki fyrst og fremst verið að tryggja hagsmuni verslunarstjettarinnar. heldur almenn- ings í landinu. En kommúnistar og nokkrir aðrir munu halda áfram að boða einokunarstefnuna, ef ekki hreina og ógrímuklædda, þá dulbúna í nýju gerfi. En sagan af sósíalistaleiðtoganum er lærdómsrík. Hún varpar björtu ljósi yfir þæp aðferðir, sem sumir menn beita til þess að framkvæma hugsjónir sínar. Berkla varnadagur í DAG er almennur berklavarnadagur um land allt. Samband ísienskra berklasjúklinga, sem á næsta ári verð- ur 10 ára, hefur nú sem áður all# forustu um þennan dag. Þessi samtök hafa þegai unnið ágætt og merkilegt starf. Vinnuheimili þess að Reykjalundi í Mosfellssveit hefur unnið þjóðnýtt og þýðingarmikið afrek í heilbrigð- ismálum þjóðarinnnar. Það hefur bætt við nýjum þætti í baráttuna við hinn hvíta dauða. Það er mjóg gleðilegt, sem haft er eftir forystumönnum berklavarnanna á Norðurlöndum, að við íslendingar stöndum nú fremstir Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn berklunum. Þetta er því merkilegra, þar sem tiltölu- iega skammur tími er liðinn síðan við gátum hafið þá baráttu við sæmileg skilyrði. Fyrsta berklahælið, heilsuhælið að Vífilsstöðum, tekur tal starfa árið 1910. Árið 1927 er svo Kristneshælið í Eyja- firði bygt. Arið 1938 hefur Samband íslenskra berklasjúk- linga starfsemi sína. Þessi þrjú ártöl eru merkilegustu áfangarnir í berklavarnastarfseminni. Með berklarann- sóknunum, sem fram hafa farið um land allt, undir ágætri forustu Sigurðar Sigurðssonar hefur miklum árangri ver- ið náð. En þótt mikið hafi áunnist í þessum efnum. fer þó fjarri því að ástæða sje til þess að slaka á klónni. Ennþá er mikið verkefni framundan. Fjöldi heimila og einstaklinga á enn þá um sárt að binda af völdum berklaveikinnar. Samband íslenskra berklasjúklinga á því skilið liðsinni hvers ein- asta Islendings í starfi sínu og baráttu. tJííverji óhrlpar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fjölgar í bænum. ’ ÞAÐ HEFIR HELDUR betur lifnað yfir bænum undanfarna daga. Það er skólaæskan, sem setur sinn svip á bæinn þessa dagana, eins og venjulega í byrjun októbermánaðar, þegar skólarnir eru að hefjast. Menn taka eftir þessu fyrst 1 stað, en venjast því svo þegar líða fer á haustið. Ur öllum áttum koma æsku- menn til höfuðstaðarins til að fara í skóla, en eins og kunn- ugt er skifta nemendur þús- undum og það er því ekki ó- eðlilegt, að eftir þeim sje tekið. Það er gaman að taka eftir þessu «unga fólki á götunum. Það er frjálsmannlegt og fjör- legt yfirleitt. Það á framtíðina fyrir sjer og framtíð þess er framtíð íslands. Gamlir siðir. í NOKKRUM SKÓLUM eru gamlir siðir enn við líði, eins og t. d. hinar fevokölluðu toll- eringar í Mentaskólanum. Þar hefir það verið siður í fjölda mörg ár, að tollera busana, yngstu nemendurna. Það er gert á þann hátt, að nokkrir sterkir strákar taka busa og kasta honum hátt í loft upp og grípa hann svo í fallinu. Flestum er illa við að láta tollera sig og reyna að losna undan því. Verður þá oft elt- ingaleikur úr öllu saman, gam- an og grín. I gærmorgun sáust skólapiltar á harða hlaupum um Lækjargötuna og jafn- vel í Austurstræti. Einn businn var svo bjartsýnn, að hann reyndi að komast undan toller- ingu með því að hlaupa kring- um Austurvöll, en hann gáði ekki að því, að einn þeirra, sem var á eftir honum var Haukur Clausen, hinn góðkunni sprett- hlaupari og þarf ekki að spyrja að því, að businn varð að láta í minni pokann. * Skóladagur. REYKJAVÍK er mikill skóla bær, eins og eðlilegt er, þar sem hjer eru allir helstu fram- haldsskólar landsins. Það væri því ekki að ástæðulausu að það bæri enn meira á skólaæskunni, en nú er í bæjarlífinu og með samtökum milli skólanna gæti skólafólkið haft meiri áhrif á bæjarlífið en nú er raun á. Framkoma skólaæskunnar á götum úti og mannamótum gæti orðið til fyrirmyndar, nða öfugt. Og það er því mikils virði hvernig skólafólkið kem- ur fram. Væri það.ekki góð hugmynd, að æskan í skólunum veldi sjer einn dag á vetri, sem kallaður yrði skóladagur. Á þessum degi mætti hafa íþróttakepni milli skólanna, skemtanir fyrir al- menning, þar sem skólafólk eitt skemti o. s. frv. Yrði hagnaður af slíkum skólaskemtunum mætti láta hann renna til stuðn ings einhverju sameiginlegu á- hugamáli skólafólks. • Kvikmyndagagnrýni. „REIÐUR“ sendir mjer eftir- farandi línur: „Þjóðviljinn birtir s.l. föstu- dag eina „kvikmyndagagnrýn- ina“ enn — og á í þetta skifti óvenjulega bágt með sig. Gagn rýnandinn er í þeim vanda staddur, að myndin er bæði leiðinleg .... og rússnesk. En hann kann óneitanlega að halda á penna þessi. Með því að fetta sig og bretta og leika allar þær listir íþróttamanns- ins, sem „Gallharður“ blessað- ur er alltaf annað slagið að fetta fingur út í, tekst gagnrýn andanum að komast hjá því að segja eitt einasta ljótt orð um myndina, og svo fimur er þessi náungi, að honum tekst jafnvel að lauma inn einu og einu hrós- yrði. Raunar endar þessi fur ~ulega „gagnrýni“ á því, að því r lýst yfir, að söguþráður myr ’arinn ar sje aukaatriði, og segir svo orðrjett, „enda skilja víst fæst- ir það, sem fram fer, alt á rúss- nesku og engar skýringar, hvorki á dönsku nje íslensku“. Dálagleg mynd það! Axlabandaskömtun. ÝMSAR RADDIR hafa heyrst um það, að mörgu sje miður farið í skömmtunarfyrirkomu- laginu nýja. Hvað á það til dæmis að þýða, að skamta axla- bönd? Getur nokkur gert sjer í hugarlund, að einhver fari að kaupa meira af axlaböndum en hann þarfnast? Eða mikið má sá maður að minsta kosti hafa í vösunum, sem notar þrenn eða fern axlabönd — og ef til vill belti líka! í MEÐAL ANNARA ORÐA Balkan og Palestína - Hjálparþörf Evrópu o. fl, BALKANMALIÐ var enn forsíðufrjett. flestra hjerlendra blaða s. 1. viku. Tölur þær, sem birtar voru í Aþenu á mánudag um manntjón Grikkja, voru svo geigvænlegar, að óhug mun hafa slegið á flesta blaðlesend- ur, sem með þessum málum fylgjast. Hafa hvorki meira nje minna en 45.000 grískir borg- arar og 3.000 lögreglumeQn fall ið frá því stríðinu lauk — en engar tölur hafa verið gefnar um manntjón stjórnarhersins, sem þó hlýtur að vera mikið. Þrátt fyrir þetta hafa skæru- liðar ekki verið aðgerðarlausir undanfarna sjö daga. Svo er að sjá, sem boð stjórnarinnar um ! sakaruppgjöf hafi haft lítil á- hrif, og það enda þótt stjórnin hafi sýnt það í verki, að hún er j staðráðin í að láta alla þá póli- | tíska fanga lausa, sem ekki j hafa framið meiriháttar afbrot. Sýnt er einnig, að stjórnin sjer fram á nauðsyn þess, að friður fáist í landinu — fyr er ekki hægt að hefja endurreisnar- starfið, og vissulega er það margt, sem byggja þarf upp frá grunni í Grikklandi. Má t. d. geta þess, að gríska járnbraut- arkerfið, sem fyrir stríð var mun fullkomnara en hjá Balk- anþjóðunum, er nú í mestu ó- reiðu. Má segja, að allir hafi keppst við að eyðileggja það — gríski herinn, er Þjóðverjar rjeðust inn í landið', skærulið- ar, meðan á styrjöldinni stóð, Þjóðverjar á undanhaldi sínu og loks uppreisnarmenn í dag. Markos hershöfðingi, foringi Marshall utanríkisráðherra, Thor Thors og fru uppreisnarmanna, er þó ekki af baki dottinn. Hann krefst þess nú kinnroðalaust, að „hin frelsuðu hjerúð Grikklands“ fái að senda fulltrúa á þing Sameinuðu þjóðanna. Hvort aðstoðarmenn hans frá Júgó- slavíu, Búlgaríu og Albaníu eigi að vera i „frelsisnefndinni“ lætur hershöfðinginn hins veg- ar ekki getið. ★ HJÁLPARÞÖRF Evrópuþjóð anna var enn á döfinni í vik- unni sem leið. Er talið líklegt, að Frakkland, Ítalía og Aust- urríki þarfnist 580 miljón doll- ara til vörukaupa til marsloka, eigi ekki nauðsynjaflutningur til ofangreindra landa alger- lega að stöðvast frá Bandaríkj- unum. I þessu sambandi hefir Bidault, utanríkisráðh. Frakka, rætt við Truman forseta, og eru nú taldar líkur fyrir því, að Bandaríkin láti Frakklandi í tje vörur fyrir um 50 miljónir næstu tvær vikurnar. Dollara- eign Frakka verður runnin til þurðar í nóvember, en ítalir og Austurríkismenn eru jafn- vel ver staddir. Bretar eru taldir geta þraukað eitthvað lengur. ★ HJER á íslandi hefir það sjálfsagt vakið hvað mesta at- hygli í sambandi við Palestínu- vandamálið, að Thor Thors, Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.