Morgunblaðið - 21.10.1947, Side 2
2
MORGUXBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. okt. 194/;
Kjölur lagður að þfiðjii
Eimskipafjelagsskipinu
Þannig lítur Eimskipafjelagsskipið út sem verið er að byggja í Danmörku.
LAUGARDAGINN 18. þ.m.
yar lagður kjölur að þriðja
yöruflutningaskipinu, sem Eim
skipafjeíag íslands hefir samið
um smíði á, hjá skipasmíða-
stöð Burmeister & Wain, í
Kaupmannahöfn.
Er það að öllu ieyti samskon
ar skip og hin tvö fyrri, er f je-
Jagið lætur smíða þaf, en hið
fyrsta, nýi „Goðafoss“, hljóp
a.f stokkunum 2. þ.m.
Skip þessi verða 2600 smál.
DW. að burðarmagni, og eiga
að ganga 14sjómílur í venju
legiun siglingum. Þau eru 290
fcta löng, 46 feta breið og 29
feta og 6 þuml. djúp. Djúprist
an er 20 fet og 6 þuml. Til
sarnanburðar má geta þess að
ft s. „Brúarfoss“ er 1500 smál.
DW., 235 fet á lengd, 36 fet
ó breidd og 23 fet og 9 þuml.
að dýpt.
Lestarrúm þessara skipa er
il 50,000 teningsfet, en lestar-
rúm Brúarfoss er um 80,000
teningsfet. Frystirúmið í skip-
tmum er samtals 80,000 tenings
fet, og má frysta það í fernu
lagi og halda mismunandi
kuldastigi í hverju lestarrúmi,
en. auk þess er tveimur af lest
«.num skift með aukaþilfari, til
þiess að betur fari um frystivör
urnar. Ennfremur verða í skip
unum tvö lítil frystirúm 2500
og 4000 teningsfet að stærð,
þannig að hægt er að taka til
flutnings lítið magn ag fryst-
um vörum, án þess að frysta
þurfi meira af lestarrúminu,
en þar sem þær vörur eru. Má
frysta niður í 18 stig á Celcius
við 35 stiga lofthita og 25 stiga
sjávarhita. Við minni loft- og
sjávarhita verður að sjálfsögðu
hægt að frysta enn meira, eftir
því sem hitinn er minni.
Skipin verða með 3700 hest
flfla Dieselhreyfli og auk þess
þremur hjálparhreyflum. Vjel
in í Brúarfossi sem er gufuvjel
er 1382 hestöfl.
íbúð skipshafnarimiar verð-
ur á aðalþilfari miðskipa og
aftur á. Þrjátíu og þriggja
ínanna áhöfn verður á skipinu,
og verða öll íbúðarherbergi
iskipsmanna eins manns her-
liergi.
Á skipunum verður eitt far
rými fyrir 12 farþega í tveggja
maxuia herbergjum og verður
það mjög rúmgott, Þessi far-
þegatala er hámark þess, sem
vöruflutningaskip mega flytja,
án þess að þau teljist farþega-
skip.
Samningur um smíði á skipi
því, er nú hefir verið lagður
kjölur að, var gerður 30 janúar
1946 og var þá ráðgert að það
yrði tilbúið í nóvember þ.á.,
en ýmiskonar tafir, einkum
skortur á vinnuafli, og slæmt
veðurfar urðu þess valdandi að
smíði annara skipa, sem skipa
smíðastöðin hafði með hönd-
um, seinkaði mjög, og var ekki
unt að leggja kjölinn að þessu
skipi fyrr en eftir að nýja
„Goðafossi“ hafði verið hleypt
af stokkunum. Má vænta þess
að smíði þeirra tveggja skipa
fjelagsins af sömu gerð, sem
nú er hafin, gangi fljótara en
smíði fyrsta skipsins, með því
að þegar hefir verið unnið all
mikið að undirbúningi við
smíði þeitra.
Kosningar í Frakklandi
Framh. af bls. 1
flokkurinn hefir fengið tæp-
lega 20% atkvæða.
Hefir mikil áhrif á frönsk
stjórnmál.
Það er þe<<ar sjeð að sigur
de Gaulle mun hafa mikil á-
hrif á frönsk stjórnmál. Flokk-
ur de Gaulle er í meginatriðum
á móti stjórninni og talið er,
að til tíðinda kunni að draga
er franska þihgið kemur sam-
an í næsta mánuði. Var álitið
í París í dag, að ein afleiðing
sigurs de Gaulle myndi verða
sú, að frönsk stjórnmál hneigð-
ust frá vinstri til hægri á næst-
unni.
Stjórnin getur fallið.
Ekki þykir ólíklegt, að þessi
kosningaúrslit verði frönsku
stjórninni að falli, en fylgis-
menn de Gaulle benda á, að
líklegt sje að hann flani ekki
að neinu að svo stöddu. Gæti
komið til mála, að einskonar
miðflokkastjórn setjist að völd-
um, sem framkvæmi stefnu de
Gaulle í aðalatriðum.
Bollaleggingar um að de
Gaulle verði kjörinn forseti
Frakklands eru ekki taldar tíma
bærar ennþá.
Kosinn án framboðs.
í smábænum Columbrey Les
Deux Eglises var de Gaulle kjör-
inn, án þess að hann hefði sjálf-
ur boðið sig fram, eða haft hug-
mynd um að hann væri á listan-
um. í kvöld var það dregið í efa,
að þessi kosning væri gild. —
Franska frjettastofan sagði í
kvöld, að kosningin myndi verða
talin gild, ef de Gaulle sjálfur
samþykti að taka við þeirri
stöðu, sem hann hafði verið kjör
inn til án sinnar vitundar.
Talsmaður innanríkisráðuneyt
isins, sem var spurður að því,
hvort kosningin yrði talin gild,
neitaði að láta uppi álit sitt á því
máli.
Rasmussen ræðir við
Truman forseta
Washington í gærkveldi.
RASMUSSEN, danski utan-
ríkisráðherrann, mun á morg-
un eiga viðræður við Truman
forseta í Hvíta húsinu. Frjetta-
ritarar telja, að hann muni
skýra forsetanum frá þeirri
skoðun sinni, að allur her
Bandaríkjamanna á Grænlandi
skuli fara þaðan eins fljótt og
möguelgt er.
í kvöld mun hann eiga tal
við Robert Lowetþ aðstoðarut-
anríkisráðherra,. Þar verður
einnig viðstaddur Eisenhower
hershöfðingi, en Rasmussen
mun sæma hann Riddarákrossi
Fílsorðunnar. Rasmussen fer
til New York á morgun, þar
sem éiann mun ræða við Mars-
hall. Á föstudagskvöld fer hann
til Englands. — Reuter.
Breskur hermaður
handtekinn.
LONDON: — Breskur hermaðar,
sem fyrir nokkru var á verði
skamt frá frihöfninni í Trieste,
hefur verið tekinn til fanga af
Júgóslövum.
Rjettur Islendinga til upp-
sagnar fiugvallarsamn-
ingnum
ÞAÐ er að sjálfsögðu á valdi
Alþingis og ríkisstjórnar, hvort
Keflavíkursamningnum verður
sagt upp eftir 5 ár.
Núverandi ríkisstjórn mun að
sjálfsögðu halda opnum þeim
rjetti okkar og mun ekki gera
neitt það, sem sviftir okkur
þeim rjetti.
En hvort samningnum verð-
ur sagt upp eða ekki fer að
sjálfsögðu eftir framkvæmd
hans, reynslu okkar á honum
og hvernig ástatt verður bæði
hjer á landi og í heiminum.
Þetta var samhljóða yfirlýs-
ing forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra og menntamálaráð-
herra á Alþingi J gær út af
fyrirspurn frá Gylfa Þ. Gísla-
syni. Miklar umræður hjeldu
áfram í gær um Keflavíkur-
samninginn.
Gylfi Þ. Gíslason hóf umræð-
urnar og flutti langa ádeilu á
framkvæmd samningsins.
Spurði m. a. um reglugerðina,
hvort framkvæmdirnar á flug-
vellinum væru með samþykki
ríkisstjórnarinnar, hvort flug-
fjelagið A.O.A. hefði engan
gjaldeyri selt bönkunum o. fl.
Átaldi hann ríkisstjórnina fyrir
að hafa dregið frarn í dagsljós-
ið vanrækslu og sleifaralag
starfsmanna þeirra, er Áki skip
aði.
Sagði að stjórnin Ijeti sjer
meira umhugað um að kenna
fyrverandi flugmálastjóra um
það sem aflaga færi en að gera
grein fyrir efnisatriðum máls-
ins.
Bjarni Benediktsson, utan-
ríkisráðherra, tók næstur til
máls og svaraði ræðu Gylfa
ásamt ræðu Einars Olgeirsson-
ar frá því á föstudaginn.
Góð lausn á þessu máli.
Utanríkisráðherra minnti á í
upphafi, að meginþorri þjóðar-
innar hefði talið samninginn
góða lausn á miklu vandamáli.
Að vísu væru andstæðingar
hans sífellt að tala um miklar
„hættur“ í sambandi við þenn-
en samning, en margar af þess-
um hættum þeirra eru af erlend
um toga spunnið.
Jeg hefi sjeð erlend blaða-
skrif .um þetta mál og er þar
sumt rjett frá skýrt, annað
rangt, eins og gengur og gerist.
Það skiftir okkur litlu máli.
Aðalatriðið er að við höldum
okkur nákvæmlega við ákvæði
samningsins.
í sambandi við hina miklu
andstöðu gegn samningnum,
sem Gylfi fjölyrti um, þá mynti
ráðherra á undirskriftasöfnun-
ina frægu í fyrra, er aðeins Va
íbúa Reykjavíkur fjekkst til að
skrifa undir (þar með talin börn
og utanbæjarmenn), þrátt fyrir
mikinn áróður.
Sala gjaldeyris.
Um gjaldeyrisviðskipti við
A.O.A. kvaðst ráðherra ekki
geta gefið upplýsingar, en það
gæti viðskiptamálaráðherra
gert. Hefði hann látið semja
greinargerð um það mál.
Annars væri það misskilning
ur hjá Gylfa að öllum starfs-
mönnum flugvallarins væri
borgað í íslenskum peningum.
Meginhluta launa þeirra er
greiddur út í Bandaríkjunum,
Fjöldi starfsmanna.
Ekki er það rjett að fleiri
starfsmenn sjeu á flugvellin-
um en skv. samningnum. Starfs
menn eru nú 603, en það var
gert ráð fyrir í samningnum að
fleiri menn þyrftu ef til sjer-
stakra framkvæmda kæmi á
vellinum. En það er gaumgæfi-
lega fylgst með því, að engir
dveljist þar nema þeir hafi
landsvistarleyfi, og er í þessum
efnum strangara eftirlit með
Bandaríkjamönnum en nokkr-
um öðrum útlendingum.
Vilja hörku.
Ráðherra kvað það rjett, að í
þessum samningi, eins og flest-
um öðrum gætu falist vafa-
atriði.
En þótt samningurinn skerði
á engan- hátt sjálfstæði okkar,
þá er hann þó milliríkjasamn-
ingur, sem verður að fara eftir
alþjóðalögum.
Það verður ekki vilji annars
heldur vilji beggja aðilja, sem
ræður og íslensk stjórn-
völd hafa farið samningaleiðina
og orðið vel ágengt. Varðandl
t. d. tolla- og skattamálin hef-
ur náðst samkomuiag í megin-
atriðum. ,Það er alltaf tími til
að setja hörku í málið með því
að setja það fyrir alþjóðadóm-
stól. Andstæðingar samnings-
ins vilja nú þessa hörku.
Hagnaður Islendinga.
Ráðherra ræddi nokkuð um
hina tollfrjálsu innflutnings-
heimild, er Bandaríkjamenrs
hafa. Þegar litið er á hinn mikla
fjárhagslega hagnað, er íslend-
ingar munu hafa af framkvæmd
um Bandaríkjanna á flugvell-
inum, þá eru hinar tiltölulega
litlu tolla- og skattgreiðslur
ákaflega þýðingarlitlar.
Það væri fremur óeðlilegt að
Islendingar tækju skatta og
tolla af því, sem byggt er á
flugvellinum, úr því að þeir eiga
að eignast þetta allt síðar. Fram
kvæmdirnar munu kosta marga
miljónatugi og eru bein verð-
mæti, sem íslendingar munu
eignast.
Ráðherra minnti einnig á að
rekstrartekjur. flugvallarins
rynnu í ríkissjóð íslands, en
ger.gju ekki til viðhalds og
reksturs flugvallarins, eins og
eðlilegast væri.
Ðylgjur Einars.
Ráðherra vjek npkkrum orð-
um að Einari Olgeirssyni fyrir;
Framh. á bls. 5