Morgunblaðið - 21.10.1947, Page 14
14
MORGVJSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. okt. 1947
N A D A L U R
S)háldóacja ej^tir J}ach cddondo
n
34. dagur
Þannig leið hver mánuður-
inn af öðrum og hún hafði alt-
af nóg að gera. En þótt hún
saumaði mikið handa sjer,
gleymd hún ekki Billy. Þegar
fór að kólna í veðri, prjónaði
hún smokka handa honum, og
hann dró þá á úlfliðina um leið
og hann fór að heiman, en stakk
þeim í vasa sinn þegar hann
var kominn út. Hún prjónaði
einnig tvær peysur handa hon-
um, og það þótti honum vænt
um. Hún bjó líka til inniskó
handa honum og krafðist þess
að hann væri í þeim á hverju
kvöldi, þegar hann var heima.
Heilræði A-Iercérdes
Saxon að góðu liði, því að hún
vildi ekki kaupa nema það
besta og fá það þó fyrir lítið
verð. Hún rak sig fljótt á það
að hún hafði tekist þann vanda
á hendur að sjá um heimili á
þeim dögum þegar allt vöru-
verð er hækkandi, en launin
standa í stað.. Þar reyndist
gamla konan henni hjálpar-
hella, því að hún var snilling-
ur í því að kaupa ódýrt og hún
fjekk oft jafn mikið fyrir einn
dollar og nágrannakonurnar
fyrir tvo.
A hverju laugardagskvöldi
kom Billy með vikukaupið sitt
og hellti því í kjöltu hennar.
Hann fór aldrei fram á að hún
gerði grein fyrir því til hvers
hún notaði peningana, en þreytt
ist aldrei á að tala um það hvað
sjer liði nú miklu betur en
nokkru sinni áður á ævinni.
En hún hreyfði ekki við pen-
ingunum fyr en hann hafði tek
ið úr kjöltu hennar vasapen-
inga handa sjer. Og hún krafð
ist þess að hann væri ekki að
spara við sig og segði sjer ekk
ert um það til hvers hann not-
aði peningana.
„Þú ert vanur því að bera
peninga á þjer“, sagði hún, „og
það á engin breyting að verða
á því þótt þú sjert giftur. Ef
þú skorast undan því að taka
það sem þú þarft, þá mundi jeg
óska þess að jeg hefði ekki gifst
þjer. Jeg veit vel hvernig karl-
menn eru þegar þeir hittast.
Fyrst veitir einn og svo verð-
ur annar að veita, og til þess
þarf peninga. Og ef þú getur
ekki verið jefn veitull og hin-
ir, þá er jeg viss um að þjer
líður illa —-svo vel þekki jeg
þig. Það væri líka hart ef þú
værir eftirbátur hinna. Jeg vil
að þú umgangist karlmenn —
þú hefir gott af því“.
Þá faðmaði Billy hana og
sagði að hún væri elskulegasta
kona, sem nokkurn tíma hefði
verið uppi.
„Það er nú eigi aðeins að jeg
fæ betri mat heldur en fjelag-
ar mínir“, sagði hann, „heldur
hefi jeg úr jafn miklu að moða
og þeir. Jeg græði núna á tá
og fingri .— eða rjettara sagt,
þú græðir fyrir mig. Hjer er
fullt af húsgögnum, sem jeg hefi
keypt og borga skilvíslega af-
borganir á hverjum mánuði,
svo á jeg hjer konu, sem jeg
sje ekki sólina fyrir, og auk
þess á jeg innstæðu .1 banka.
Hvað skyldi það vera mikið
núna?“
„Sextíu og tveir dollarar",
sagði hún. „Það er góður vara-
sjóour, ef þú skyldir verða veik '
ur eða eitthvað óhapp henda ’
þig“. I
Nokkru seinna kom Billy i
hálf stúrinn heim. Aldrei þessu
vant þurfti hann að • tala um
peninga við Saxon. Vinur hans,
Billy Murphy, lá í inflúensu,
og eitt barnið hans hafði orð-
ið undir vagni á götunni. Það
hafði meiðst mikið og nú var
Billy Murphy í vandræðum og
hafði beðið nafna sinn að lána
sjer fimmtíu dollara.
„Það er engin hætta að lána
honum“, sagði Billy. „Jeg þekki
hann, við höfum verið saman
síðan við vorum strákar. Hann
er heiðarlegasti maðurinn á
jarðríki".
„Það kemur ekkert málinu I
málinu við“, sagði Saxon. „Ef
þú hefðir verið ógiftur, mund- !
ir þú þegar í stað hafa lánað
honum peningana. Er ekki
svo?“
Billy kinkaði kolli.
„Þá máttu ekki reynast hon
um ver fyrir það að þú ert gift-
ur. Þú átt þessa peninga Billy“.
„Alls ekki, það eru ekki mín
ir peningar“, sagði hann. „Það
eru okkar peningar. Heldurðu
að mjer hefði nokkurn tíma
komið til hugar að láta nokk-
urn mann fá þá nema með þínu
leyfi?“ j
„Jeg vona að þú hafir ekki.
sagt honum það“, sagði hún
skelkuð.
„Nei, nei“, sagði Billy og hló.'
„Jeg vissi ósköp vel að þú mund
ir ekki kæra þig um það. Jeg j
sagði honum að jeg skyldi at- J
huga hvort nokkur ráð væri til
þess. Annars var jeg alveg sann
færður um það að þú mundir
j ekki hafa á móti því að lána1
peningana“.
„Billy minn“, sagði hún blíð-
1 lega. „Þetta er held jeg það
j fallegasta sem þú hefir sagt síð
an við giftum okkur“.
Eftir því sem Saxon umgekst
Mercedes . lengur, því síður
skildi hún hana. Hún komst
fljótt að því að kerlingin var
1 samansaumuð, og það var eitt-
hvað andstætt öllum sögum
hennar um bruðl og óhóf, að
Saxon blöskraði. Á hinn bóg-
inn var hún forviða á því hvað
Mercedes hjelt sjer til. Nærföt-
in hennar voru öll handsaumuð
og hinir mestu kjörgripir. Mat-
urinn sem hún gaf Barry,. var
að vísu góður, en hvað var
það á móti matnum, sem hún
hafði handa sjálfri sjer. Samt
sem áður bar hún á borð fyrir
þau bæði í senn. Þegar Berry
j fjekk ólseigt kanínukjöt, þá
skamtaði Mercedes sjer ljúf-
fengar kótelettur. Ekki drukku
þau sams konar te. Handa
J Berry notaði hún te, sem kost-
aði tuttugu og fimm cent pund
ið, en handa sjálfri sjer keypti
hún te, sem kostaði þrjá doll-
ara pundið. Berry drakk sitt
te úr stórri leirkrús, en Merced
es drakk sitt te úr gagnsæum
postulínsbolla með rósalit. Kaff
ið, sem hún keypti handa hon-
um, kostaði tuttugu og fimm
cent, og hann fjekk aðeins und
anrennu út i það, en kaffið, sem
hún keypti handa sjer, var
Moccakaffi, og kostaði áttatíu
cent, og hún hafði hnausþykk-
an rjóma út í það.
„Þetta er fullgott í hann“,
sagði hún. „Hann þekkir eng-
an mun á því, og það væri
skammarlegt að sólunda guðs
gjöfum í hann“.
Mercedes hafði kennt Saxon
að leika á Ukulélé svo að hún
varð leikin í því. Þá sagði
Mercedes að hún hefði ekki
neitt gaman að þessu barnagulli
lengur og bauð Saxon að láta
hana fá hljóðfærið í skiftum
fyrir morgunkjól, sem Saxon
hafði saumað og Mercedes dáð-
ist mikið að.
„Þessi ukulclé er að minsta
kosti tveggja dollara virði“,
sagði Mercedes. „Jeg keypti
hann fyrir tuttugu dollara, en
það er langt síðan. En hann er
að minnsta kosti jafn mikils
virði og morgunkjóllinn“.
„Mætti þá ekki alveg eins
kalla morgunkjólinn barnagull
fyrir yður?“ spurði Saxon.
„Jeg ætla ekki að eiga hann
sjálf“, sagði Mercedes hrein-
skilnislega. „Jeg ætla að selja
hann. Jeg sel ýmislegt, sem jeg
bý til, þegar gigtin er ekki að
drepa mig. Þeir hrykki skamt
til fyrir mínum þörfum þessir
fimmtíu dollarar, sem Berry
fær á mánuði. Jeg verð sjálf
að sjá mjer fyrir aukatekjum.
Gamalt fólk hefir meiri þörf
fyrir peninga heldur en unga
fólkinu getur komið til hugar.
Það fáið þjer að reyna þegar
þjer eldist“.
„Jeg er ánægð með skiftin“,
sagði Saxon, „og jeg get saum-
að mjer nýjan kjól, þegar jeg
hefi efni á því að kaupa efníð
í hann“.
„Saumið þjer nokkra kjóla“,
sagði Mercedes. „Jeg skal selja
þá fyrir yður — en jeg vil fá
ómakslaun fyrir það. Jeg skal
ábyrgjast yður sex dollara fyr-
ir hvern. Jæja, við getum talað
um þetta seinna. En þjer get-
ið grætt á þessu og fengið vasa
peninga fyrir yður sjálfa“.
V. KAFLI
Það gerðust fjórir merkisat-
burðir þennan vetur. Bert og
Mary giftu sig og leigðu hús
skamt frá þar sem þau Billy
og Saxon áttu heima. Mánaðar-
keup Billy var lækkað — það
var lækkað kaup allra öku-
manna. Billy þyrjaði á því að
raka sig sjálfur. Og að lokum
þetta, að Sara hafði orðið sann
spárri en Saxon.
Saxon vildi ekki segja Billy
frá því fyr en hún væri öldungis
viss. Fyrst í stað var hún eins
og milli vonar og ótta. Svo
þrengdist í búi hjá þeim og þá
fór hún að hugsa um þau auknu
útgjöld, sem stöfuðu af fjölgun.
Og þegar hún var orðin alveg
viss í sinni sök, þá hurfu áhyggj
urnar fyrir innilegum fögnuði.
Kvöldið sem hún sagði Billy
þessi gleðitíðindi, hafði hann
ætlað að segja henni frá því að
kaup sitt hefði verið lækkað,
en hann hætti við það. Iiann
varð jafn innilega glaður og
hún sjálf.
„Hvernig eigum við að halda
upp á þennan merkisdag?“
sagði hann og faðmaði hana
ástúðlega. „Eigum við að fara
í leikhúsið? Eða eigum við að
vera heima — við þrjú?“
„Við skulum vera heima“,
sagSi hún. „Jeg vil aðeins hafa
þig hjá mjer og finna til þess
að þú ert mín vernd og hlíf“.
BEST AÐ AUGLYSA
í MORGUSBLAÐINU
s**
OTKÍHigí
_ u
GULLNI SPORINN
114.
minn væri frár á fæti, þurfti jeg að halda í við hest minn,
svo ekki drægi sundur með okkur. En það var tunglskin
og heiðskýrt og Pottery skipstjóri hjelt því fram, að við
mundum koma auga á her konungsins fyrir 'sólarupprás.
Jeg fór af baki öðru hvoru og gekk við hliðina á Pottery,
en hann sagði mjer allt, sem skeð hafði frá því við skild-
um. Þegar hann kom til Plymouth með skip sitt, hafði
hann frjett, að uppreisnarmenn hefðu í hyggju að taka
öll skip í höfninni til að nota þau í stríðinu. Pottery
tókst þó um nóttina að iauma skipi sínu út úr höfninni,
og þaðan sigldi hann til Looc, þar sem honum tókst að
fá gott verð fyrir megnið af varningi sínum. Meðan hann
var þarna, ákvað hann að heimsækja frænda sinn í Alt-
arnum. Hann skildi því skip sitt eftir í umsjón Matt
Soamis og lagði leið sína gegnum Liskeard og Launfeston.
Þar komst hann á snoðir um, að Stamford lávarður hjeldi
her sínum í norðurátt, auk þess sem hann rakst á gamla
kunningja sína frá norðurströndinni. Er þeir töluðu um
stríðið, vildi svo til að þeir minntust á mig og þátt þann,
sem jeg hafði átt í sigrinum við Braddok. Þessar frjettir
ollu því, að hann leitaði Sir Vevill uppi, „og nú veistu,
hvernig á því stendur, að jeg er hingað kominn“, lauk
hann svo frásögn sinni.
Það var komið miðnætti, er við gengum inn í Launces-
ton. Þó tók jeg eftir því, að ljós voru í þvínær hverjum
glugga, og að fjöldi fólks var enn á ferli á götunum.
Við töfðum ekkert í bænum en gengum í gegnum hann
og hjeldum áfram för okkar alla nóttina. Um sólarupprás
sofnaði jeg í söðlinum og vaknaði ekki fyr en Pottery
greip í annað hnjeið á mjer. Jeg opnaði augun og sá, að
hann benti framfyrir sig.
Sólin var komin upp, og við vorum staddir efst á hárri
hæð, en fyrir fótúm okkar lá djúpur dalur. Hinum megin
við dalinn var stór bakki, en á honum stóð fjöldi tjalda.
Þetta voru uppreisnarmennirnir. Jeg heyrði lúðrablásar-
ana þeyta horn sín og kalla hermennina til vopna, og enda
þótt sólin væri nýkomin upp, var þarna sægur af mönn-
um á ferli.
Jeg leit niður dalinn og sá í fyrstu ekkert til herja
— Ekki veit jeg hvaÖ við
gætum gert, ef við hefðum ekki
þessi ágætu rafmagnsljós.
★
í lcit að lífshamingju.
Maður nokkur hafði verið að
skýra fjelögum sínum á skrif-
stofunni frá því, að sjer gengi
svo ill^ að finna konu sem sjer
líkaði vel við. Þá sagði vinur
hans. — Þú ættir að reyna
mína aðferð. Farðu eitthvert
kvöldið, þegar framorðið er,
upp til Westport, og bíddu á
járnbrautarstöðinni þar til lest!
in kemur. inn. Þar muntu sjá
margar konur, sem hafa komið .
á móti mönnum sínum, þegar
1 þeir koma úr vinnunni. En það
eru altaf nokkrir menn sem
missa af lestinni. Þú skalt því
I snúa þjer að einni þeirra, sem
j ekki hefir náð í manninn sinn,
i og spyrja hana hvort þú eigir
ekki að fylgja henni heim. Og
þú getur verið viss um, að hún
verður svo vond, að maður
hennar skuli hafa misst af lest-
inni, að hún þiggur boðið undir
eins.
Honum leist nú heldur en
ekki vel á þessa ráðleggingu.
Og strax næsta kvöld fór hann
af stað. En leið hans lá gegnum
Stamford-járnbrautarstöðina,
svo að hann hugsaði sem svo.
— það er best að jeg fari ekki
lengra, hjer er einnig járnbraut
arstöð, svo það er best að jeg
leiti hamingju minnar hjer.
Hann beið nú eftir næstu lest,
og þar fóru eiginmennirnir út
og fóru heim með konum sín-
um ,en þó var ein yndisleg
stúlka, sem varð eftir. Hann
fór til hennar og spurði hvort
hún vildi ekki borða með sjer,
og hún þáði það undir eins. Síð-
an borðuðu þau saman, drukku
og dönsuðu og fóru heim til
hennar. En einmitt þegar skemt
unin var sem mest, kom hús-
bóndinn heim og byrjaði að
skamma konu sína. En skyndi-
lega tók hann eftir því hvar
maður var að stökkva út um
gluggann.
— Svo það ert þú, bölvaður
þrjóturinn þinn, öskraði hann.
— Jeg sagði þjer að fara tii
Westfort, en ekki Stamfort.