Morgunblaðið - 21.10.1947, Side 15
Þriðjudagur 21. okt. 1947
MORGUJSBLAÐIÐ
15
Fjelagslíf
VALUR!
I Æfingar verða í húsi
l.B.R. sem hjer segir,
fyrst um sinn:
Mánud. kl. 6,30 Hand
knattleikur 3. fl.
Þriðjudaga kl. 7,30 Handknattleikur
meistaraflokkur og 2. fl.
Miðvikudaga kl. 9,30 Knattspyrna.
Laugardaga kl. 7,30 Handknattleikur
meistarafl. og 2. fl.
m
SölumannadeilcL V.R.
Aðalfundur deildar-
innar verður haldinn
þriðjudaginn 28. okt.
kl. 8,30 í Fjelags-
heimilinu miðhæð. Dagskrá: 1. venju
leg aðalfundarstörf. 2 Rætt um hreyt
ingu á matmálstíma. 3. Önnur mál.
Áríðandi að allir sölumenn í V.R.
mæti. ,
Stjórnin.
SIÍÓLAMÓT1Ð
í frjálsum íþróttum verður í dag kl.
3 e.h. ef veður leyfir.
Stjórn Iþróttafjelags stúdenta.
'AÐALF UNDUR
Iþróttafjelags stúdenta verður í Há
tkóla Islands 29. þ.m. kl. S e.h.
Dagskrá samkvæmt fjelagslögum.
Stjórn Iþróttafjelags stúdenta.
IO.G.T.
St. VerSandi no. 9.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Inntaka
nýrra fjelaga. Venjuleg fundarstörf.
II. fl. annast Hagnefndaratriði. 1.
Br. Árni Óla, sjálfvalið efni 2. Br.
Steinberg Jónsson, uþplestur. 3.
kenslustund í Lancier undir stjórn
Br. Róberts Þorbjörnssonar.
Æ. T.
íþaka no. 194.
Fundur í kvöld ld. 8,30. Kvikmynda
sýning. —Kaffi.
SKRIFSTOFA
stúrstCkltnnar
Wríkirkjuveg 11 (Tejmplarahöllinni)
Stórtemplar til viðtals kl. 5—6,30
alla þriðjudaga og föstudaga.
Tilkynning
K. F. U. K.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Bjami Eyj-
ólfsson hefir biblíulestur. Allar
konur velkomnar.
Kensla
ENSK ukennsla
Áhersla á talæfingar og skrift. Einn
ig dönskukennsla fyrir byrjendur. •—
Vanur kennari. Uppl. Grettisgötu 16
sími 7933.
Fundið
ÞRÍHJÓL í óskilum á Karlagötu 19
[(kjallara). ,
Kaup-Sala
Þa<f er ódýrara
eð lita heima. Litina selur Hjörtur
Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Simi
4256.
^&ciabóh
Notud húsgögn
og lítið slitin jakkaföt keypt hæsta
verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Sími
5691 Fornverslunin, Grettisgötu 45.
nnntt-----------
Vinna
RÆSTINGASTÖÐlN. Tökum að
okkur hreingerningar. Sími 6113.
Kristján Guimundsson.
HREINCERNINGAR
mir menn. — Pantið í tíma.
Simi 7768.
Arrii og Þorsteinn.
294. dagur ársins.
Flóð kl. 11,00 og 23,30.
Næturlæknir í Læknavarð-
stofunni. Sími 5030.
Næturvörður í lyfjabúðinni
Iðunn. Sími 1911.
Þjóðminjasafnið kl. 1—3.
Náttúrugripasafnið kl. 2—3.
Kínverska sýningin í Lista-
mannaskálanum opin kl. 10.30
til 11.
□EDDA594710217—1. Atkv.
I.O.O.F. = Ob. 1. Pp. =
1291021814 — T.E.
30 ára hjúskaparafmæli áttu
í gær hjónin frú Dagmar Jóns
dóttir og Valgeir Jónsson, húsa
smíðameistari, Hringbraut 75.
Hjónaband. A sunnudag voru
gefin saman í hjónaband af sr.
Bjarna Jónssyni ungfrú Helga
Hansen, frá Danmörku, og Erik
Hallbjörnsson. Heimili þeirra
er að Brautarhblti 34.
Hjúskapur. Síðastliðinn laug-
ardag, 18. þ. m., voru gefin
saman í hjónaband á Mosfelli
í Mosfellssveit ungfrú Ólöf Að-
albjörg Jónsdótir og Hörður
Hjájmarsson, bifreiðarstjóri,
Jörfa á Kjalarnesi. Sr. Hálfdán
Helgason prófastur gaf brúð-
hjónin saman.
Hjónaband. Laugardaginn 18.
okt. voru gefin saman í hjóna-
band. af sr. Árna Sigurðssyni,
ungfrú Sússanna Margrjet
Gunnarsdóttir frá Norðurfirði
og Ólafur Yngi Jónsson, Fálka-
götu 10A. Heimili þeirra er í
Eskihlíð 12B.
Hjónaefni. Síðastl. sunnudag
opinberuðu trúlofun sína ung-
frú Þorbjörg Þorbjörnsdóttir
frá Geitaskarði, Langadal, og
Guðbjartur Kjartansson bif-
reiðarstjóri frá Keflavík.
Hjónaefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Grete
Marian Tangen frá Oslo og Pjet
ur Guðjohnsen (Sveinbjarnar
Guðjohnsen) háseti á Lagar-
fossi. 1
Stúkan Verðandi heldur fund
í G.T.-húsinu í kvöld kl. 8,30.
í gær kom til Siglufjarðar
togarinn Elliði eign Siglufjarð-
arbæjar. Flann er af sömu gerð
og stærð og Ingólfur Arnarson.
Eftir að bræðsluáhöldum hefir
verið komið fyrir í skipið, sem
verður gert á Siglufirðir, fer það
á veiðar. Skipstjóri verður Vig-
fús Sigurjónsson frá Hafnar-
firði.
Hlutavelta K. S. í. Sunnu-'
daginn 26. okt. n. k. verður
hin árlega hlutavelta Kvenna-
deildar Slysavarnarfjelags ís-
lands haldin í Reykjavík. Fje-
lagskonur eru vinsamlegast
beðnar að koma munum til
hlutaveltunefndarinnar eða á
skrifstofu fjelagsins í Hafnar-
húsinu.
Eftirfarandi númer komu
upp í Happdrætti Húsamæðra-
fjelagsins: 245 púði, 124 kon-
fektaskja, 003 flatbrauð, 102
sama, 176 stytta, 004 rjóma-
terta, 168 mynd, 074 konfekt-
skál. —- Munanna sje vitjað til
Margrjetar Jónsdóttur, Leifs-
götu 27, sími 1810.
Frá fjelaginu Alvara. Vegna
þess að á síðasta fræðslufundi
fjelagsins var húsið alveg full-
skipað,'mun verða haldinn ann-
ar fræðslufundur innan
skamms.
Próf. Jolivet frá París flytur
síðari fyrirlestur sinn á morg-
un, miðvikudaginn 22. þ. m. kl.
6 í fyrstu kenslustofu. Fyrir-
lesturinn flytur próf. Jolivet á
íslensku. Efni hans er: Norræn
efni í ritum skáldsins Leconte
de Lisle.
kvöld í Gamla Bíó, um líkam-
lingafyrirbrigði. Til skýringar
sýnir hann skuggamyndir.
Samkvæmt frjett frá Skúla
G. Bjarnasyni, í Los Angeles,
andaðist hinn 28. sept. s. 1. í
Los Angelsen Mrs. Kristín Giss
urardóttir Bjarnason Edwards
myndasmiður frá Winnipeg.
Útför hennar fór fram frá
Little Church of the Flowers,
Glendale, California, 2. október.
Það var ekki Sllskostar rjett
hermt í frásögn blaðsins af inn-
broti því er þeir Magnús Aðal-
steinn Aðalsteinsson og Hörður
Lárus Valdimarsson frömdu í
skrifstofu nefndar setuliðsvið-
skifta við Njarðargötu. Var
sagt, að þeir hefðu komið að
peningaskáp skrifstofunnar opn
um. Fyrir þessum skáp eru
tvær hurðir og var sú ytri opin
er þeir frömdu þennan þjófnað,
en hin innri var lokuð og
sprengdu þeir hana upp.
Atvinnuveitendur, sem enn
hafa ekki endursent eyðublöð
þau, er atvinnumálanefnd
Reykjavíkurbæjar sendi þeim
fyrir nokkrum vikum síðan, eru
beðnir vinsamlegast að láta
það ekki dragast. Með því að
draga slíkt á langinn, eru störf
nefndarinnar mjög tafin.
í grein Páls Oddgeirssonar
um fiskafurðasöluna og verk
un fiskframleiðslunnar, sem
birtist hjer í blaðinu 15. þ. m.,
hefir ein setning misprentast,
Þar stendur: „.... fái endur-
gjaldslaust hraðfrystan fisk í
1—2 mánuði en átti að
vera: „.... fái endurgjalds-
laust hraðfrystan fisk einu
sinni til tvisvar í mánuði ....“.
ÚTVARPIÐ í DAG:
8.30—9.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12,10—13,15 Hádegisútvarp.
15,30—-16,30 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 2. fl.
19.00 Þýskukennsla, 2. fl.
19.25 Veðurfreghfr.
19.30 Þingfrjettir.
20.00 Frjettir.
20.20 Tónleikar: Kvartett op.
18, nr. 1 í F-dúr eftir Beet-
hoven.
20.45 Erindi: Frá Parísarráð-
stefnunni (Davíð Ólafsson,
fiskimálastjóri).
21.10 Tónleikar (plötur).
21.20 Upplestur.
21.35 Tónleikar: Symfónía í
D-dúr nr. 96 eftir Haydn.
22.00 Frjettir,
22.05 Jazzþáttur (Jón M. Árna
son).
<^>
Hjartanlega þakka jeg öllum þeim, sem glöddu mig
á 50 ára afmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum, blóm
um og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll.
Erlendur Ólafsson frá Jörfa.
Hjartanlega þakka jeg öllum þeim sem glöddu mig
á 50 ára afmæli mínu með gjöfum, blómum, heimsókn
um og heillaskeytum. Guð blessi j'kkur öll.
Álfur Arason.
100.000.oo útborgun
Vil kaupa, ef um .semst, hæð i hiisi (ekki kjallara) 3—5
herbergi með öllum nýtísku þægindum á hitaveitusvæð
inu. Þarf að vera laust til íbúðar eftir einn til tvo mán
uði. Útborgun alt að kr. 100,000.00. — Tilboð merkt
„3-8-9-2“ leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs fyrir 22.
þ.m., er greini söluverð, stærð íbúðar (fermetrafjölda)
stað og bæð. Fyllstu þagmælsku heitið.
Boðvíkingaféiagið
heldur skemmtifund í kvöld kl. 8,30 í veitingahúsinu
Röðli á Laugavegi 89. Kvikmynd — Dans til kl. 1.
Gjörið svo vel að.mæta tímanlega.
STJÖRNIN
— Átyfcfanir F.F.S.Í.
Framh. af bls. 10
mannasambands íslands telur
nauðsynlegt að nú þegar verði
hafin útsending frjetta á stutt-
bylgjum á morse til íslenskra
skipa, sem stödd eru á fjarlæg-
um slóðum og ekki heyra frjett-
ir Ríkisútvarpsins. Skorar sam-
bandsþingið á Alþingi og ríkis-
stjórn að sjá um að þetta mál
komi sem fyrst til framkvæmda
og feli viðkomandi ríkisstofnun-
um, frjettastofu Útvarpsins og
Landssíma íslands, að annast
framkvæmd málsins eða sjá mál
inu borgið á annan hátt.
Farmanna og
fiskimannasamband íslands.
Rússar banna lieimsókn.
WASHINGTON: — Fyrir nokkru
síðar neituðu rússnesk yfirvöld
nokkrum af meðlimum öldungar-
deildar Bandaríkjanna að ferðast
til Rússlands og- heimsækja Banda
Einar Nielscn flytur erindi í i ríslca sendiherrann í Moskvu.
Dóttir mín elskuleg og móðir okkar
SÍJSANNA INDlA JÓNATANSDÓTTIR
andaðist 20. þ.m. að Landsspítalanum úr heilablæðingu
Sigurlaug IndriÖadóttir,
Sigurlaug Eyberg, GuÖrún Árnadóttir,
Móðir, amma og langamma okkar
SIGRlÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hafnarfirði, Ijest að heimili sínu 19. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda
Jón Helgason.
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir
EINAR JÓNSSON,
andaðist mánudaginn 20. október.
Anna Sigurdardóttir, Rósa Einarsdóttir,
Brandur Jónsson.
SIGURÐUR PÁLSSON
bóndi Auðshaugi, andaðist að heimili sínu 19. þ.m.
A'Östandendur.
Jarðarför mannsins míns,
MAGNUSAR GUÐMUNDSSONAR
fyrverandi verksmiðjustjóra á Raufarhöfn, fer fram frá
Dómkirkjunni kl. 13,30, miðvikudaginn 22 þessa mánað-
ar. Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir mína hönd, harna minna og annara vandamanna.
Jónína Geirmundsdóttir.
Jarðarför
TORGILS TJOFLOT
sem andaðist 9. okt. fer fram frá Dómkirkjunni fimtu-
daginn 23. okt. kl. 1.
Þakka innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar
för móður minnar
BERTHU SÖRENSEN.
Inga Sörensen.