Morgunblaðið - 24.10.1947, Page 2

Morgunblaðið - 24.10.1947, Page 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Föstudagur 24. okt. 1947 ClR HEIMAHÖGVM: Íklir menn — á sina vísu ÞJÓÐVILJINN segir í gær, að aldrei hafi nokkur stjórnarand- stöðuflokkur staðið sig eins vel á Alþingi ei*is og kommúnista- f lokkurinn á þessu þingi. (!) Heyr á endemi! ★ Nýlega hefur öllum þingheimi og allri íslensku þióðinni orðið það ljóst, að hin íslenska deild hins alþjóðlega kommúnista- flokks, hefur tekið að sjer það hlutverk, fyrir hina austrænu húsbændur sína, að berjast gegn því að þjóðin geti ráðið við verðbólguna og afleiðingar henn ar. Þegar þetta kom fyrst á dag- inn með fullri vissu, að komm- únistadeildin hjerna ynni að þessu miður þokkalega starfi, varð Einari Olgeirssyni svo mikið um, að hann þorði ekki að tala í áheyrn alþjóðar. Síðan hefur hann hert upp hugann. Og fengið aðra í lið með sjer af flokksmönnum sín- um, Og nú hefur hann fengið málið að nýju. Og nú hamast hann á hverjum degi við að tala, og vinna að því hlutverki sem forráðamennirnir fyrir austan Járntjaldið hafa falið honum og flokksmönnum hans að inna af hendi, í hinu litla þjóðfjelagi voru. ★ Það þarf nokkuð mikið kald- lyndi til, að geta staðið upp á Alþingi dag eftir d'ag, og masað um áhuga sinn fyrir velferð al- mennings, fyrir hagsæld þjóðar- innar, þegar tilgangurinn með öliu skrafinu, er enginn annar en sá að vera þæg verkfæri í höndum þeirra manna, sem vinna gegn velferð allra þjóða í vestanverðri Evrópu, og hafa sýnt okkur, fámennu eyþjóðinni, þann „heiður“ að gera út sendi- menn sína, til þess að vinna að hinu sama hjer, og flokksmenn- inrir eru látnir vinna, með hin- um stærri og fjölmennari þjóð- um. Að reyna að koma öllum þjóðarbúskapnum í kaldakol. ★ 1 sjálfu sjer er það alvörumál, að 10 þingmenn skuli hafa hundist samtökum um að vinna fyrir erlenda einræðisstjórn, að því að koma íslenskri þjóð á knje, og íslensku sjálfstæði fyrir kattamef. En það er kátbros- legt þegar þeir menn, sem slíka iðju stunda í landsmálum hreykja sjer á háan hest, og segja að aldrei hafi svo skellegg ir menn verið í stjórnarand- stöðu hjer á landi, eins og þessir opinberu stimpluðu föðurlands- svikarar. * Að vísu geta húsbændur þeirra verið ánægðir með þá að því leyti að þá vantar ekki vilj- ann og þeir leggja sig alla fram til að vinna íslenskri þjóð það ógagn, sem þeir geta. En það er almennings að dæma hve lofs- .verður sá áhugi þeirra er. Undirbúningur ú Reykjavíkur- sýningunni næsta sumar er hafinn NEFND SÚ er annast skal allan nauðsynlegan undirbúning að væntanlegri sýningu á þróunarsögu Reykjavíkurbæjar, hefur nú starfað um nokkurt skeið. Gerð hafa verið fyrstu frumdrög að fyrirkomulagi sýningarinnar. Hún á að fara fram hjer í bænum næsta sumar. Þessari bæjarsvningu er**- jafnframt ætlað það hlutverk, að með henni skapist stofn að borgarsafni, þar sem varðveitt- ar sjeu fornar minjar úr bygð og sögu bæjarins. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri er formaður nefndar þeirr ar, er fjallar um undirbúning sýningarinnar. Mbl. inti hann eftir þessum málum í gær. Hann sagði, að enn sem komið er, væri ekki unt að segja nákvæmlega frá sýningunni, þar sem nefndin hefði ekki enn getað gengið frá undirbúningi og tillögum. Hugmyndin um að koma upp Reykjavíkursafni, kom fyrst til tals á fundi í Reyk- víkingafjelaginu. En svo var það Jóhann Hafstein alþingis- maður, er bar fram tillögu á bæjarstjórnarfundi á síðastliðnu vori, þess efnis, að komið skyldi á fót alsherjar Reykjavíkursýn- ingu, þar sem gerð væri grein fyrir ýmsum atriðum úr sögu og þróun bæjarins. En eins og fyrr segir, þá er það og hlutverk sýn- ingarinnar, að komið verði á fót Reykjavíkursafni og felst það einnig í tillögu Jóhanns Hafstein. Bæjarstjórn samþykti tíllögurnar og ákvað að veita 50 þús. kr. til undirbúnings hennar. TiIIögur nefndarinnar Nefndin er með þær tillögur á prjónunum, sagði Vilhjálmur Þ. Gíslason, að sýningunni verði skift niður í margar deildir. Að þar verði t. d. deild, þar sem sýndar verði ýmsar Reykjavík- urmyndir, bæði gamlar og nýj- ar. Þar mundu fyrst koma fram fyrir almenningssjónir hið merkilega Reykjavíkursafn Ge- orgs Ólafssonar bankastjóra, er hann gaf Reykvíkingafjelaginu. Þá verða á sýningunni sögulegir minjagripir úr sögu Reykjavík- ur. Sjerstök deild yrði t. d. fyr- ir listaverk og önnur fyrir hús- búnað reykvískra heimila frá því í gamla daga og fram til vorra daga. Sjerstök deild fyrir ýmsar starfsgreinar og menn- ingargreinar, svo sem skóla, kirkju, íþróttir, heilbrigðismál, bókmentir og önnur skyld efni. Loks er gert ráð fyrir að hin ýmsu fyrirtæki Reykjavíkurbæj ar hafi sjerstakar deildir, þar sem sýnd verður starfsemi þeirra. Þá er fyrirhugað, að í sam- bandi við sýninguna fari fram margskonar gleðskapur, tónlist, leiksýningar og annað. Vilhjálmur Þ. Gíslasori sagði að lokum, að enn sem komið er, væri mál þetta á byrjunarstigi, en að sjálfsögðu mun verða gerð nánari grein fyrir því síðar meir. 1 undirbúningsnefndinni eiga sæti auk Vilhjálms Þ. Gíslason- ar, þeir: Ásgeir Hjartarson bókavörður, Einar Erlendsson húsameistari, Haraldur Pjeturs- son húsvörður, Jóhann Hafstein bæjarfulltrúi, frú Soffía Ólafs- dóttir og Sigurður Halldórsson, trjesmiður. Ritari nefndarinnar og aðstoðarmaður er Guðmund- ur Vignir Jósefsson lögfræðing- ur hjá Reykjavíkurbæ. Víðfræg bók á íslensku „DEN FÖRSTE VOR“, bókin sem skipaði Kristmanni Guð- mu.ndssyni á bekk með skáld- um Evrópu er komin út hjá Helgafelli í þýðingu höfundar- ins. Á íslensku heitir bókin Góu- gróöur. í eftirmála bókarinnar segir Kr. G.: „Sagan Góugróður er skrifuð í Kaupmannahöfn, að Þverfelli í Lundareykjadal og í Oslo, árið 1933. Hún er að sumu leyti bygð á fallegri minningu frá æskuárunum, en persónur hennar eiga sjer þó fæstar stoð í veruleikanum. Um það leyti sem jeg skrifaði bókina var heimþráin tekin að þjá mig all- fast og gætir þess víða í blæ sög- unnar.“ Helgafell, sem gefur bókina út hefur vandað mjög til út- gáfunnar og mun vera ætlunin að gefa út í þessú formi bækur Kristmanns framvegis. Góugróður mun að mestu ó- þekt saga hjer heima, þó hún hafi borið frægð höfundarins víða um lönd, sakir þess að hún seldist strax upp á frumútgáf- unni í Noregi. Semenfsskip til Vesfmannaeyja Vestmannaeyjum í gær. SKIP með sementsfarm er ný- komið hingað til Tömasar Guð- jónssonar, og eru það rúm 400 tonn. — Eftir þessum sements- farmi hefur verið beðið með mik illi óþreyju, þar eð hjer hefur verið svo að segja smentslaust í alt sumar og allar byggingar- framkvæmdir þar af leiðandi stöðvaðar. Þó að þessi farmur sje búbót í því sementshallæri, sem hjer hefur verið, er hjer þó tilfinnanlegur sementsskortur. Og svo framarlega sem ekki ræt ist úr því, er fullvíst að margir sem eru vel á veg komnir með byggingu íbúðarhúsa, geta ekki lokið þeim svo að þær verði íbúðarhæfar. Herferð gegn ofbeldis- seggjum í Burma AÐGERÐIR stjórnaravaldanna í Burma gegn ofbeldisflokkum þeim, sem þar hafa verið á ferð- inni frá því styrjöldinni lauk, virðast ætla að bera góðan ár- angur. Hefur Burmastjórn til- kynt, að ofbeldisverk hafi mink- að um 40 prósent að undan- förnu. — Reuter. Kommúnisiar Ijetu uí- greiðsluiólk sitt hvísla um skömmtuninu UMRÆÐURNAR um skömmtunina hjeldu áfram í gær og urðu miklar deilur, sem fyrri daginn. Emil Jónsson, viðskiptamála- ráðherra, sýndi fram á að það hefðu verið „Þjóðviljinn“ og á- róðursmenn kommúnista, sem fyrstir urðu til að hvetja menn til hamsturs. — Svo langt gekk þetta, að eftir að skömmtunin var komin á, birtust greinar í „Þjóðviljanum“ dag eftir dag, þar sem mönnum var kennt hvernig fara ætti í kringum skömmtunarréglurnar. Ljetu afgreiöslufólk sitt hvísla um skó- skömmtunina Þessu til sönnunar las ráð- herra brjef frá skömmtunar- stjóra, sem málum þessum er kunnugastur. Staðfesti skömmtunarstjóri fullkomlega þessar upplýsingar. í brjefi sínu segir skömmtun- arstjóri m.a. að í sumum búðum kommúnista var afgreiðslufólk- ið látið hvísla að ~ viðskipta- mönnum að skóskömtun mundi skella á daginn eítir. Við þessar upplýsingar slepptu kommúnistar sjer af reiði, og hrópaði Sigfús Sigur- hjartarson, að ráðherrann vær! vitlaus. Ráðherra benti á að þetta æði sýndi að samviskan væri ekkí hrein. Vilja kommúnistar rússneska skömmtun? Katrín Thoroddsen væri sí- fellt að stagast á hve erfitt væri að framkvæma skömmtun í auðvaldsskipulagi. Ráðherra spurði hvort hún vildi sækja fyrirmynd skömtun- arinnar til fyrirmyndarríkisins^ þ. e. Rússlands. Þar er almenningi úthlutaður* mjög lítilf jörlegur skammtur, en þeir sem peninga hafa geta. keypt hvaða vörurr sem er á svörtum markaði fyrir fjórfalt verð. Vilja kommúnistar þetta fyrir komulag í stað núverandi kerfis, spurði ráðherra. Katrún fór að upplýsa hvað þetta væri hagstætt, því að þar* rynni allur gróðinn í rússneska ríkissjóðinn. Einar Olgeirsson talaði einnig í gær og fannst það' fjarstæða mikil sú fullyrðing ráðherra, að kommúnistar vildu skapa öng- þveiti í landinu. Umræðum var frestað. víðtækar stafanir spamaðarráð- Breta Hiiæiningaskammlur þjóðarinnar fer minnkandi London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SIR STAFFOR CRIPPS, efnahagsmálaráðherra Breta, skýrðl frá nýjum sparnaðarráðstöfunum í dag, er hann í ræðu í neðri málstofunni ræddi hinn stórhættulega fjárhag Breta. Öll tóbaks- kaup í Bandaríkjunum hafa verið stöðvuð, matvælainnflutningur verður minkaður, sykurskamturinn skorinn niður um tvær únsur á viku (var 10 únsur) og dregið verður úr húsa- og verksmiðju- byggingum. Þá verða og gerðar ráðstafanir til að minka hráefna- kaup á dollarasvæðinu, en til að bæta úr þessu, taldi Cripps Breta verða að leita enn meir til samveldislanda sinna. Kjöt fyrir einn shilling. * Fleskskammturinn, tilkynnti Cripps, verður áfram ein únsa á viku. Kjötskammturinn verð- ur heldur ekki minkaður, en hver einstaklingur fær nú að kaupa kjöt fyrir einn shilling á viku. Sir Stafford sagði í ræðu sinni, að með þessum sparnað- arráðstöfunum mætti telja lík- legt, að verslunarjöfnuður Breta yrði um áramótin 1948 óhag- stæður um ,aðeins“ 250 miljón dollara. Fækkandi hitaeiningar. Um ástandið í Bretlandi hafði Cripps meðal annars þetta að segja: Hver breskur borgari fengi nú um 2870 hitaeiningar á dag, borið saman við 3000 fyrir stríð. Þó væri svo komið, að draga þyrfti úr matvæla- kaupum frá dollaralöndunum, en þetta kynni enn að hafa í för með sjer minnkaðan hita- einingaskammt. --------------- Jolivei sæmdur Fálkaorðunni FORSETI ÍSLANDS hefur þann 22. þ. m. sæmt Alfred Jolivet, prófessor í norrænunj fræðum við Sorbonne háskólann í París, stórriddarakrossi fálka- orðunnar. Prófessor Jolivet hefur unnið mjög að því að kynna íslenskaí bókmentir í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.