Morgunblaðið - 24.10.1947, Síða 12
VEÐURÚTLITI©: Faxaflói:
REYKJAVÍKURSÝNING
Sað-austan eða sunnan ka!dl»
Rigning og sumstaðar þoka.
haldin að sumri. - - Frásögn
á bls. 2.
lijón og tveir
bræður msssa
akigu sína i eldi
FJÖLSKYLDA með tvö börn
sín og tveir bræður mistu aleigu
tána í gærkvöldi, er xbúðarskál-
»nn nr. 8 við Háteigsveg brann
til ösku.
Með hverjum hætti eldurinn
kom upp er ekki vitað. En klukk
an að ganga tólf í gærkvöldi, er
biæðurnir Ólafur og Lárus Jó-
elssynir, verkamenn, en þeir búa
í suðurenda skálans, voru ný-
lega sofnaðir, vaknar Lárus við
að honum finst hann vera að
kafna. I stofu þeirra var þá alt
orðið fult af reyk. Hann vakti
þega-r bróður sinn. Ekki tókst
þeím að bjarga neinu af eignum
sínum, en þeir gerðu tilraunir
til þess að ná fötum sínum, en
urðu frá að hverfa vegna reyks.
Björguðust þeir því fáklæddir.
Þegar þeir komU út varð þeim
strax hugsað til hjónanna er búa
í norðurenda skálans. Þar býr
Ingvi Einarsson með konu sinni
og tveim ungum börnum. Þegar
þeir koma fyrir eldhúsglugga
hjónanna, sjá þeir, að eldhúsið
er alelda. Fleira fólk bar nú að
og kom nokkru síðar I Ijós, að
hjónin voru ekki heima. Hjeldu
nú sumir, að börnin væru þar
inni. Manni nokkrum tókst að
sannfæra sig um að svo var ekki
með því að hann náði niður í
rúm þeirra úr glugganum á
stofu þeirra. Hjónin höfðu far-
ið í bíó og komið börnum sínum
fyrir hjá nágrönnum sínum.
Engu varð bjargað út úr skál-
anum eins og fyrr segir. Þar
inni var alt óvátryggt, bæði það
sem hjónin áttu og eins eígur
bræðranna.
Þegar slökkviliðiö kom var
bragginn alelda. Dáðust menn
mjög að því, að liðinu skyldi
takast að verja nærliggjandi
bragga, sem eru á alla vegu.
Svo mikið var eldhafið að það
sást lengst vestan úr bæ.
19 þús. í Hekluferð-
um Ferðaskrihfof-
unnar
LÁTA mun nærri, að 10 þús-
und manna hafi í sumar farið
austur að Heklu, á vegum Ferða
skrifstofu ríkisins.
Svo sem kunnugt er hefur
skrifstofan efnt til f jölda Heklu
ferða og hafa þær átt miklum
vinsældum að fagna meðal bæj-
arbúa.
Nú fer Ferðaskrifstofan að
hætta Hekluferðum og fer þvi
hver að verða síðastur að kom-
ast-þangað austur, að sinni. Á
sunnudag efnir Ferðaskrifstofan
til Hekluferðar, sem verður með
þeim síðustu.
f fyrrakvöld var óvenjulega
rtiikið hraunrennsli úr fjallinu
og segja menn þar á næstu bæj-
um að það hafi ekki verið öllu
rneira, síðan gosið hófst.
Þessum hvolfdi
Það mun ganga kraftaverki næst, að maður sá er ok þcssuni bíl
er honum hvolfdi, slapp alveg ómeiddur. Bílnum hvolfdi uppi
í Kjós, en maðurinn sern ók honum á þar einhverstaðar heima.
Myndin er tekin fyrir utan hílavcrkstæði Sveins Egilssonar við
Hverfisgötu. (Ljósm. Mhl.: Óli Magg.)
Kosið verður í Stúdenta-
ráð Háskólans 1. nóv.
Fjérir listar komu Iram
STÚDENTARÁÐSKOSNINGARNAR standa nú fyrir dyrum,
en þær eiga að fara fram þann 1. nóvember næstkomandi. í
gærkvöldi var framboðsfrestur útrunninn og höfðu þá komið
fram f jórír listar, Vöku-manna, kommúnista, Alþýðuflokksmanna
og Framsóknarmanna. Á fimta hundrað stúdenta eru á kjörskrá.
Við kosninguna fer fram kjör í
Vaka, fjelag lýðræðissinnaðra
stúdenta á nú fimm fulltrúa í
Stúdentaráði, kommar þrjá, Al-
þýðuflokksmenn einn. Fram-
sóknarmenn eiga engan í ráðinu.
Á framboðslista Vöku-manna
eru þessir:
Listi Vökumanna.
1. Tómas Tómasson, stud. jur.
2. Víkingur. Heiðar Arnórsson
stud. med.
3. Bragi Guðmundsson stud.
polyt.
4. Jónas Gíslason stud. theol.
5. Páll Líndal stud. jur.
6. Höskuldur Ólafsson stud.
polyt.
7. Karl Bergmann stud. oec.
8. Sigurbjörn Pjetursson stud.
med.
9. Gísli Jónsson stud. mag.
10. Theódór Georgss. stud. jur.
11. Elín Páhnad. stud. phil.
12. Gísli Júlíusson stud. polyt.
13. Guðjón Steingrímsson stud.
jur.
14. Sigurður Magnússon stud.
med.
15. Gunnar Sigurðsson stud.
polyt.
16. Guðlaugur Þorvaldsson stud
oec.
17. Ásgeir Pjeturss. stud. jur.
18. Geir Hallgrímsson stud. jur.
Alþýðuflokkurinn.
Þrír efstu menn á lista Al-
þýðuflokksmanna eru: Jón P.
Emils stud. jur., Árni Gunn-
lagusson stud. jur. og Sigurjón
Jóhannesson stud. mag.
Framsóknarmenn.
Þessir eru þrír efstu menn á
lista Framsóknarmanna: Jón
Hjaltason stud. jur., Páll Hann-
manna.
esson Stud. pol. og Ingvi Gísla-
son stud. mag.
Kommúnistar.
Efstu menn á lista Kommún-
ista eru: Hjálmar Ólafsson stud.
phil., Árni Halldórsson stud.
jur. og Bjarni Bragi Jónsson
stud. oec.
KvöldfagnaSur
Varðar fyrsfa
vetrardag
LANDSMÁLAFJELAGIÐ Vörð
ur efnir tíl kvöldfagnaðar á
morgun, fyrsta vetrardag í Sjálf
stæðishúsinu.
Húsið verður opnað kl. 7 og
er þá frjást fyrir þá, sem þess
óska, að neyta kvöldverðar, —
en frá kl. 7 y2—9 verður ijett
músik. Klukkan 9 hefst dans-
leikur og er gert ráð fyrir því,
að allir samkomugestir verði
komnir kí. 10, en þá verður hús-
inu lokað.
Havai-kvartett mun skemta
með gítaarleik.
Þessi kvöldfagnaður er fyrst
og fremst fyrir fjelaga Varðar
og gesti þeirra — og geta þeir
keypt aðgöngumiða í dag á skrif
stofu Sjálfstæðisflokksins.
Má gera ráð fyrir, að tilhögun
þessa kvöldfagnaðar mælist vel
fyrir, og er m. a. að því stefnt,
að dansinn hefjist snemma, en
það mun mörgum þykja góð fyr-
irmynd í skemtanalífinu.
Menn ættu að athuga að
tryggja sjer strax aðgöngumiða,
því að vænta má að færri kom-
ist að en vildu.
ftlmennur kirkjufundur kemur
mmm iijer í bænum 2. - 1 nóv.
AÖalmál fnndarins er Leikmannasíarf og
sunnudagaskólar
ALMENNUR kirkjufundur kemur saman hjer í Reykjavik,
cagana 2. til 4. nóv. Boðaðir hafa verið til þessa fundar allir
prestar landsins, safnaðarfulltrúar og sóknarnefndir. Aðalmái
tundarins er leikmannsstarf og sunnudagaskólar.
Mikil síldveiði
í Ísafirði
1 GÆRKVÖLDI bárust þær
'rjettir hingað til bæjarins, að
nikil síldveiði væri í ísafirði.
Ms. Richard fór inn í ísafjörð í
fyrrinótt með 2 snurpunætur og
3 landnætur. Öllum fimm nót-
unum var kastað. Með því tókst
að króa síldina af. Síðan var
kastinu skipt í tvo lása.
Talið var að í hvorum lás væru
mörg þúsund tunnur af síld. —
Búist var við, að í nótt er leið
og í dag myndu næturnar verða
dregnar það mikið saman, að
snurpunæturnar losnuðu og að
síldin verði eingöngu í landnót-
unum.
Nótabassi var Pietur Njarð-
vík.
Huginn II. sem að undanförnu
hefur stundað síldveiðar þar
vestra fjekk í gær, einnig á ísa-
firði, í einu kasti á sjötta hundr-
að mál. Þá fjekk Ólafur Guð-
jónsson ísafirði gott kast í land
nót sína, sem hann dró í ísaf jörð
að þessu sinni.
Tveir vjelbátar frá Akureyri,
Narfi og Njörður komu í gær
til ísaf jarðarkaupstaðar, en þeir
munu byrja snurpunótaveiðar í
dag og eru tveir um nót.
Fanney er nú að taka síld úr
Huginn II. og fleiri bátum og
fer með um 1000 mál í dag til
Sigluíjarðar.
SKRIFSTOFUFÓLK Tóbaks-
einkasölu ríkisins ög starfsmenn
í vörugeymslu hennar, vilja láta
fella niður matmáltstímann og
að skrifstofutími verði frá kl. 9
tii 4, í stað 9 til 5.
Þessi vilji starfsfólks Tóbaks
einkasölunnar kom fram við
skoðunarkönnun fyrir nokkru
síðan. Tuttugu manns tóku þátt
í atkvæðagreiðslu, er fram fór.
Alt fólkið greiddi atkvæði með
breytingunni.
Skógareldar vegna þurrka.
NEW YORK: — Meir en 100 skóg
areldar hafa lcomið upp í Miðríkj-
unum vegna gífurlegra hita og
þurrka. Er álitið að tjón þeirra
nema um 2 milljónum dollara.
í stað þeirra sóknarnefnda,
sem ékki geta sótt fundinn, er
heimilt, að kjósa jafnmarga
fulltrúa. Þar sem sjerstök
kristfjelög eru starfandi innan
safnaða, er hverju fjelagi
heimilt að kjósa tvo fulltrúa,
til þess að mæta á fundi þéss-
um.
Undirbúningsnefnd kirkju-
fundarins, boðar til hans, en Ás-
mundur Guðmundsson próf. er
nú starfandi formaður í stað
Gísla Sveinssonar sendiherra.
Fundurinn
Fundarstaðir verða Dóm-
kirkjan og hús K. F. U. M.
Kirkjufundurinn hefst í Dóm-
kirkjunni kl. 10 árd. 2. nóv.
með gu^jrsþjónustu. Sr. Helgí
Konráðsson prjedikar, en fyrir
altari þjóna Friðrik A. Friðriks-
son og sr. Árelíus Nielsson.
Klukkan 1,30 fer fram fundar-
setning, en síðan 'verður aðc.l-
málið tekið fyrir, en það er eins
og fyrr segir: Leikmannastarf
og sunnudagaskólar. Sr. Sigur-
björn Á. Gíslason og Þórcur
Kristjánsson kennari frá Sandi
eru framsögumenn.
Klukkan fimm um dagiin.
fara fram messur í öllum kirk.j-
um bæjarins og flytja þær prsst
ar utan af landi sem þátt taka
í fundinum.
Um kvöldið flytur sr. Vakli-
mar Eylands útvarpserindi í
Dómkirkjunni um leikmanna-
starf meðal Vestur-íslendinga.
Mánudaginn 3. nóv. koma
prestar saman til morgunbæn-
ar í K. F. U. M. húsinu, sem
Brynleifur Tobiasson annast.
Að því loknu hefjast umræður
um aðalmál fundarins og munu
þær standa næstum allan dag-
inn. Um kvöldið flytur Snorrí
Sigfússon námsstjóri útvarps-
erindi í Dómkirkjunni, er hann
nefnir: Hinn vígði þáttur.
Þriðjudagur, síðasti dagur
fundarins, héfst með morgun-
bæn í húsi K. F. U. M., sem Jón.
Þorvarður Júlíusson hagfr. ann
ast. Klukkan 9,30 hefjast um-
ræður um þjóðkirkjuhús. Síð-
ar um daginn verða önnur mál
rædd og mun Jón Arason flytja
erindi um kirkju og kristni. Þá
fer og fram kosning stjórnar-
nefndar hinna almennu kirkju-
funda.
Fundinum lýkur þetta kvöld
með samsæti í K. F. U. M. hús-
inu.
„Fljúgandi vængur“
WASHINGTON: — „Fljúgandi
vængur" útbúinn átta þrýstilofts-
hreyflum, verður reyndur í Banáa-
ríkjunum á næstunni.