Morgunblaðið - 29.10.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. okt’ 1947 MORGUNBL4Ð1Ð 5 Elli- og hjúkrunarheimiiið Grund 25 ára í dag Halldér júlíusson íyrv. v sýslumaður siötugur t' ð L.' fap slofnunarinnar í stórum dráttum Þessi niyntl var tekin fyrir nokkru af nokkrum konum og körluin, sem nú tlveija í Elliheimilinu. í DAG eru liðin 25 ár, síðan Elliheimilið Grund tók til starfa, en það var 29. okt. 1922, að Elliheimilið Grund tók til starfa í húsi því, sem nú er barnaheim- ilið Vesturborg. Vegna þessara tímamóta í starfsemi heimilisins, 'mun stjórn fjelagsins hafa móttöku fyrir vini og velunnara stofnun- arinnar-frá kl. 3—G í dag. Tildrögin nð slofnun þess Fyrstu tildrög að stofnun Elliheimilisins Gruíid, voru þau, að á árunum 1913 til 1922, var hjer starfandi f jelag er Samverj- ínn nefndist. Þetta fjelag ann- aðist matgjafir handa fátækum börnum og gamaimennum hjer í bænum á vetrum, þessi 10 ár. Ennfremur hjelt fjelagið uppi sumarskemmtunum fyrir gam- alt fólk sumarið 1921, og hjelt því áfram í all-mörg ár. Árið 1922 var ágóði af slíkri skemmt- un kr. 541 og var þessi upphæð lögð til hliðar, sem stofnfje handa Elliheimilinu. Þetta sama haust gaf Jón Jónson, beykir, kr. 1500 til byggingu elliheim- ilis og tók þá að safna fje í þessu skyni. Á einum mánuði safnaðist á 9. þúsund krónur. Var þá fest kaup á nýlegu stein- húsi og kallað Grund. Þetta hús er nú kallað Vesturborg. Kauþ- verð hússins voru kr. 35 þús. Ýmsar umbætur voru gerðar á því og þann 27. okt. flytjast þangað fyrstu 6 vistmennirnir, en tveim dögum síðar var húsið vígt að viðstöddu miklu fjöl- menni. Hús þetta gat tekið 24 menn og varð brátt fullsetið. — Ráðskona þess var frú María Pjetursdóttir og tvær hjú!;runar stúlkur henni til aðstoðar. Húsið reyndist brátt of lítið. Tóku þá forráðamenn Elliheim- ílisíns að íhuga möguleika á stækkun hússins, eða að reisa nýtt hús. Gáfu þá ýmrir vel- unnarar heimilisins góoar gjafir í þessu skyni. Grund við Ilringbraut reist Fyrir forgöngu Knud Zimsen, þáverandi borgarstjóra, sam- víkur 90 þ 's. krónur til bygg- ingarinnar á lóð þessari. Vorið 1928 hefst bygging Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund og kostaði húsið 700,000 þús. kr. og er þar innifalið verð hús- gagna. Vígsla hússins fór fram 2S. sept. 1930. Voru vistmenn þá 56, en gat þá tekið 120, auk starfsfólks. Síðan voru gerð smáherbergi í rishæð, vegna vaxandi eftir- spurnar. Stuðningur R eykjn víkurb æ jn r Upp frá þessu veitir Reykja- víkurbær. C00 þús. kr. á ári hverju til heimiiisins. Alþingi veitíi því 10000 kr. árið 1930 og 4 til 5 þús. næstu 4 árin, en árið 1935 er styrkur Alþingis aheg íelldur niður og ekki tek- inn upp áftur fyr en 1939 að ársstyr lairinn er 5 íil 7000 kr. Hjer má geta þess, að stærsta gjöf, sem stoínuninni hefur bor- ist er írá gömlum sjámanni, Hall dóri Þorlákssyni frá Möðruvöll- um í Kjós, er hann gaf érið 1938 60 þús. krónur. Fvrstu árin eítir að heimilið tekur til starfa í hinum nýju húsakynnum, var aðsóknin ekki færri hafa fengið þar inni en viljað hafa. Starfsmannahús var reist og það tekið til notkunar árið 1946. Reykjavíkurbær stuðlaði að byggingu þess húss, með fjár- framlögum, en meirihluti Al- þingis lagðist gegn fjárstyrk til byggingarinnar, enda þótt boðið væri, að 30 vistpláss skyldu vera fyrir fólk utan af landi. Nú eru vistmenn í Elli- og hjúkrunarheimilinu 225, þar af 163 konur og 62 karlar. Vist- gjöldin eru kr. 23.50 fyrir sjúkl- inga, en fyrir þá er fótavist hafa kr. 18,50 á dag. Um þessar mundir er verið að reisa viðbyggingu við Elliheimil ið. Reykjavíkurbær hefur lagt fram kr. 400 þús. til byggingar- innar, en þar á að skapast pláss fyrir 20 til 30 vistmenn. Miðar því verki sæmilega áfram, en þegar viðbótarbyggingunni er lokið vdrða vistmenn Elliheim- ilisins uip 250. Á vegum Elliheimilisins hefur verið rekið kúabú, sem nú hefur verið lagt niður. Ennfremur garyrkja um margra ára skeið. ★ Mikill fjöldi manna hjer í bænum hefur lagt af mörkum til starfsemi Elliheimilisins og stutt starfsemi þess á ýmsan hátt. Stofnendur Hjer verður íllra þessara manna ekki getið, en skylt er að geta þeirra er stofnuðu Elli- heimilið: Síra Sigurbjörn Á. Gíslason, formaður; Haraldur Sigurðsson, verslunarmaður, fjehirðir, d. 1934; Páll Jónsson, verslunar- maður, bókari, d. 1938; FIosi Sigurðsson, trjesmiður; Júlíus Árnason, kaupmaður, d. 1934. í stað þeirra þriggja, sem nú eru dánir, komu í stjórn heim- ilisins: Frímann Ólafsson, forstjóri; Hróbjartur Árnason, bursta- gerðamaður; Jón Gunnlaugsson, skrifstofustjóri. Yfirhjúkrunarkonur • hafa lengst vdrið frk: ólafía Jónsdótt ir og frk'. Jaköbíria Magnúsdótt ir,‘ núverandi vfirhjúkrunar- kona. Ráðskona í eldhúsi héfur Framh. á hls. 8 TIL allrar hamingju eru þetta engin eftirmæli, jeg vona að þeirra verði nokkuð langt að bíða. Nei, þetta eru aðeins fá orð — rabb um gamlan bekkjar- bróður, sem er staddur á merk- um tímamótum eða vegamótum — á barðinu eða hólnum þar sem veraldlegu og máske and- legu máttarvöldin hrópa til okk ar og segja: ,,Nú ert þú dæmd- ur úr leik, þínu hlutverki á svið- inu er lokið". — Svo bæta þau stundum við þakklæti fyrir störfin og ósk um farsæla fram- tíð. Halldór Júlíusson er sjötugur í dag; okkur bekkjarbræðrum hans gengur ekki vel að átta okkur á því, hann var yngstur okkar allra og þess vegna fannst okkur sjálfsagt að skoða hann sem yngri bróður, sem vernda bæði og uppala í guðs- ótta og góðum siðum og svo ætluðumst við náttúrlega til að hann liti með tilhlíðilegri virð- ingu upp til okkar eldri mann- anna, en hræddur er jeg um að þetta hvorttveggja hafi farið í hálfgerðum handaskolum, eins og gengur þegar börnin eru bráðþroska og þykjast fær um að standa á eigin fótum. í bókmenntum þessa lands er Halldórs Júlíussonar fyrst getið — það jeg best veit — er hann var tæpra tíu ára, á ferð frá heimili sínu, Klömbrum í Húna- vatnssýslu til Reykjavíkur, hafa tveir rithöfundar skrifað um þessa ferð, þar sem stór hópur skólapilta lenti í fádæma hrakn- ingum fyrir sextíu árum og virð ist ganga kraftaverki næst að barnið skyldi komast klaklaust úr þeirri svaðilför, en okkur, sem til þekkjum, kemur þetta ekki svo mjög á óvart, því pilt- urinn var ekki og hefur aldrei verið nein skræfa, enda átti hann til þeirra að telja sem ekki bljesu í kaun þótt kólnaði. Júlíus læknir Halldórsson, faðir hans, var orðlagður fjör- og þrekmaður og þeir sem þekktu Halldór .yfirkennara Friðriksson, afa afmælisbarns- ins, vissu að þar var hetja, sem hvorki mundi bregða við sár nje bana. Sem dæmi má geta þess, að eitt sinn vaknaði hann við sáran sting undir síðu, hjelt þetta væri máske lungnabólga og ljet tilleiðast að liggja þangað til Gúðmundur Magnússon kom um morguninn að vitja hans og sagði honum að það væru brot- in þrjú rif í annari síðunni. „Nú það er ekki annað, þá held jeg að jeg klæði mig og fari upp í skóla“, sagði gamli maðurinn. Halldór Júlíusson fyllti flokk góðra manna í skóla og þótti sæti hans vel setið, enda hefur hann aldrei hlaupist undan merkjum þessi tæp 60 ár, sem við bekkjarbræður hans höfum notið vináttu hans. Halldór f jekk góðar einkunnir í skólanum og eins mun vera hvað lífsins skóla snertir. Jeg þekki ekki vel embættis- störf hans, því jeg var á öðru sviði og á öðrum landsenda, en jeg veit að hann hefur verið friðsemjandi sem yfirvald, rjett- látur dómari og trúr ráðsmaður yfir þeim Talentum er honum voru fengnar til varðveislu, geta því yfirboðarar hans sagt við hann eins og einn ágætur húsbóndi sagði nýlega við verka mann sinn eftir langa og dygga þjónustu: „Hjer eftir eru það einu skyldustörf þín að hirða launin þín mánaðarlega“. En Halldór vinnur fleira en taka á móti eftirlaununum, hann fjekk í arf búmannsgleði og búmannsvit og síðast er jeg sá hann í sumar var hann að þurrka hey á túninu sínu inni í Sogamýri með aðstoð ágætrar konu og myndarlegra barna, sem eru nú að vaxa honum yfir höfuð. Halldór hefur mikla ánægju af því að rækta jörðina og hún verður að gefa honum góðan arð hvað sem hún vill eða vill ekki og best gæti jeg trúað að hann hafi eitthvert vald yfir vindinum og hönd í bagga með hvaðan og hvernig þeir blása því töðuna hirðir hann græna og ilmandi hvernig sem ský og skúrir láta. Við bekkjarbræður Halldórs, og sjálfsagt margir, margir fleiri, sendum honum í dag inni- legar árnaðaróskir. þykkti bæjarstjórn Reykjavíkur, næg til að fylla húsið, en hún að láta heimilið fá stóra lóð við fór vaxandi og árið 1940 voru Hringbraut íyrir nytt hús og 150 manns á biðlista og hefur lána Gamalmennasjóð Reykja- það verið svo jafnan síðan, að Með stuðningi Reykjavíkurbæjar, var þetla starfsmannahús EUUteimilisins reist, Með því skapaðist enn tneira. rúpi íyrir hið aldraða fólk í Elliheimilinu. Ing. Gíslason. Nýslátrað Trippa og folaldakjöt í heilum og hálfum skrokkum til sölu. ^JJjöthö m Klömhrum við Rauðarárstig. — Sími 1439 og 6488 Söltum ng reykjum fyrír j>á sem þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.