Morgunblaðið - 29.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. okt. 194.7. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrg8arm.> Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Hvað hefur gerst í hótel málin u ? Á SÍÐARI árum heimsstyrjaldarinnar vaknaði mikill ahugi fyrir því hjer í höfuðborginni, að hafist yrði hjer handa um byggingu nýtísku gistihúss. Um nauðsyn slíkr- ar byggingar voru menn almennt sammála. Ástandið í gistihúsmálum höfuðborgarinnar var og er\ engan veg- mn gott. Mikið brestur á, að hægt sje að veita ferðafólki, erlendu sem innlendu, þær móttökur sem sæmilegar geta talist. Til bess er hótelrými í senn alltof lítið og ófull- komið. Nokkrir fjársterkir einstaklingar hófu undirbúning að því, að ráðast í framkvæmdir í málinu. Þeir Ijetu gera teikningu að myndarlegu gistihúsi, sem búið skyldi þeim þægindum sem á slíkum stöðum tíðkast. En þá gerist það, að ríkið tekur forustu í málinu. Lög- gjöf er samþykkt á Alþingi, þar sem ríkisstjórninni er heimilað að taka 5 miljóna króna lán til þess að byggja gistihús í Reykjavík í samvinnu við bæjarstjórn Reykja- víkur, fjelagasambönd og einstaklinga. Síðan hefur ekkert heyrst um þetta mál. Hvorki ein- staklingar þeir, sem undirbúið höfðu framkvæmdir, nje , heldur ríkið, hafa byrjað byggingaframkvæmdir. Gisti- húsmálið hefur gjörsamlega stöðvast. Ríkið mun þó hafa iátið gera teikningar erlendis af glæsilegu gistihúsi. Hvað þær teikningar hafa kostað, er ekki vitað. Það væri mjög æskilegt að fá þetta mál upplýst fyr en síðar. Þörfin fyrir gistihús er söm og áður. En mögu- leikarnir til þess að ráðast í framkvæmdir eru því miður minni nú, en þegar málið var vakið. Um það skal ekki íullyrt, hvort einstaklingar þeir, sem það gerðu, mundu hafa komið málinu lengra áleiðis en ríkið hefur nú gert. En ef þeir hefðu gert það, eins og að virtist stefnt, hafa afskifti ríkisvaldsins af gistihúsmálinu orðið því til tjóns og tafar. Er það sannarlega illa farið og ómaklega. Á það var bent, þegar Alþingi setti fyrgreinda löggjöf að ríkissjóður hefði ýmislegt þarfara að gera við fje sitt en að verja því í gistihúsbyggingu, ef einstaklingar væru : eiðubúnir til þess að leggja fram fje til þess. Þær athuga- semdir voru ekki teknar til greina. Ríkið vildi hafa for- ustuna og fjekk hana. En höfuðborgin og landið fengu ekki gistihús. En hvað á að gera við hinar glæsilegu teikningar, hvar eru þær, og hvað kosta þær? íslensk löggjöf ÞAÐ verður að telja til merkisatburða, að hið íslenska lagasafn er nú fyrir skömmu komið út í annað skifti. Er það gefið út að tilhlutan dómsmálaráðuneytisins, en rit- stjórn þess hefur hinn vandvirki fræðimaður prófessor Ólafur Lárusson annast. I lagasafninu, sem er í einu stóru bindi, eru öll gildandi íslensk lög fram til vorsins 1945. Mörgum kann að finnast, að löggjafinn hafi á síðustu árum gerst um of afskiftasamur og að löggjöf hafi verið sett um ýmsa hluti, án þess að þörf hafi krafið. Hafa þess- ar raddir við mikil rök að styðjast. En íslendingar verða þó að minnast þess, að þörfin fyrir aukna íhlutun löggjaf- arvaldsins er eðlileg afleiðing gerbreyttara þjóðlífshátta síðustu áratugi. Þjettbýli, myndun borg og bæja, aukin íjölbreyttni í atvinnuháttum, víðtækari viðskifti við um- heiminn, sköpuðu þörf nýrrar löggjafar á fjölmörgum sviðum. Þessi saga hefur ekki aðeins gerst meðal okkar þjóðar, (heldur og í mörgum öðrupa löndum. , En þrátt fyrir. þetta. vprður því.ekki neitað, að löggjaf- ,,;jpn hefur, oft og einatt. sett löggjöf algerlega að nauð- ;■> isynjalausti, lciggjöf, sem aðeins hefur verið pappírsgagn 1 ■'eitt, aldrei verið framkvæmd og- trauðla verið ætlast til þess að hún yrði framkvæmd. ■ ■ r ÚR DAGLEGA LÍFINU Saga danska dátans. DANSKT HERSKIP er kom- ið heim úr „Langfart" og legst við Holmen í kóngsins Kaup- mannahöfn. Blaðamenn hins danska höfuðstaðar keppast um að ná tali af ,,De blaa Drenge“, sem hafa enn einu sinni bætt við blaði í hetjusögu danska flotans. Danska herskipið hefir verið í Norðurhöfum í hálft ár og komið til staða í grænlensku nýlendunni, þar sem danski flotinn hefir aldrei komið fyr. Ferðin gekk vel yfirleitt. Að vísu voru ýmsir erfiðleikar. Það var lítið um grænmeti um borð og áhöfnin varð að borða fisk í flest mál. Ö1 sást ekki, en það var bót í máli, að skipstjórinn átti púns, sem hann veitti við hátíðleg tækifæri. í Grænlandi var bláu drengjunum vel tekið. Eini skugginn á ferðinni var viðkoman á Islandi, þar sem íbúarnir ' sýndu dönsku sjólið- unum „fullan fjandskap“. Þann ig er skýrt frá þessari hetju- ferð í Berlingske Tidende, eftir frásögn dansks dáta, sem var með í förinni. • Dátaveiðar. SAMKVÆMT frásögn góða dátans byrjaði óvináttan á ís- landi í garð dönsku drengjanna á „Heimdal“, en svo heitir her- skipið. með því, að þeim var seld mjólk á kr. 1,90 potturinn. Og „allmikill hluti íbú- anna á íslandi sýndi dönsku sjóliðunum vinsemd til að byrja með, en það var ekki nema á meðan landsmenn hjeldu að þeir væri norskir sjóliðar, því undir eins og það komst upp að þetta voru danskir sjóliðar „kom annað hljóð í strokkinn“, eins og það er orðað í B.T. Reykvíkingar „eltu dönsku sjó- liðana í vörubílum til að gera þeim lífið leitt“ og á veitinga- húsi kom það fyrir eitt kvöld- ið, „að tómum flöskum var fleygt að borði því, sem dönsku sjóliðarnir sátu við. — Fallegar dátaveiðar að tarna. Rólyndi þeirra dönsku. EN ÞAÐ HEFIR sennilega komið í veg fyrir stórvandræði og milliríkjamál, að dönsku sjóliðarnir Ijetu ekki æsa sig upp. Segir B.T., að dönsku dát- 1 arnir hafi ekki látið þetta á sig fá og látið flöskurnar sem vind um eyrun þjóta. Þetta fór mjög í taugarnar á óróaseggjunum íslensku. „Hin virðulega framkoma dönsku sjóliðanna og rólyndi þeirra varð til þess, að ekki kom til „alvarlegra átaka“, segir blaðið að lokum. • „Hýstería“. LÖGREGLAN í Reykjavík kannast.ekki neitt við þenna reyfara hins danska blaðs og minnist þess ekki, að nokkuð sögulegt hafi gerst við komu danska varðskipsins „Heim- dal“, sem lá hjer í höfn inni í nokkra daga í haust. Það verður ekki annað sjeð, að danski dátinn, sem segir írá hafi ofreynt sig í hinni löngu og ströngu ferð norður í höf og að um hreina hysteríu sje að ræða bæði hjá blaðamanninum og bláa drengnum. Þeir ætla, að verða iðnir við kolann og nuddið um „fjand- skap“ íslendinga í garð Dana, kollegar okkar við dönsku blöðin. Það má vera að dönsk- um dátum sje ekki lengur tek- ið hjer með slíkum hætti, að ástæða sje til að yrkja revíu- bragi eins og um árið, er sung- ið var „Gæti jeg krækt i dansk an dáta, sem dálítið borðalagð- ur er“. En hit er slúður, að þeir sjeu ekki eins velkomnir hing- að og aðrir erlendir sjómenn, sem hjer leita hafnar. • Daglegt brauð og sætar kökur. GÍSLI ÓLAFSSON bakara- meistari gefur í eftirfarandi brjefi skýringu á því hvers- vegna brauðaskortur er í bæn- um, þegar sætar kökur fást og ennfremur hvernig á rjóma- kökunum stendur i bakaríun- um. Bakarameistarin segir: „Hvað viðvíkur þvi að bak- aríin sje brauðlaus, en full af sætum kökum, 'þá getur það komið fyrir að brauð r.jeu ekki til fyrst á morgnana og undir lokun á kvöldin, en aftur á móti eitthvað til af kökum á sama tíma, en það er ekki þar með sagt að ekki sje yfirleitt nóg til af brauðum ílesta daga vikunnar, aðra en sunnudaga. í sambandi við þessar aðfinslur finst mjer skína i það að bak- arar vanræki brauðabaksturinn á kostnað sætabrauðsins, slík- ar ásakanir gætu ef til vill kom ið til greina, ef alt öðruvísi stæði á en hjer gerir. Sannleikurinn er sá, að altaf siðan skömtun á sykri hófst í fyrstu, hafa bakarar fengið minna en þeir hefðu getað not- að vegna þess hvað eftirspurn eftir kökum hefir verið mikil. En fyrir rúmum 2 árum var sykurskamturinn til bakara minkaður um rúm 50% frá því sem hann hafði verið, og er það augljóst .mál hvað kökufram- leiðslan hlaut að minka við það. Þannig erum við algjörlega fjötraðir rneð kökuframleiðsl- uná og höfum enga möguleika til að auka hana þó við vildum. Þess vegna eru mjög ranglátar allar upphrópanir um það, að nóg sje til af sætum kökum, en ekkert af brauðum, þar sem líka daglega er kvartað undan því hvað lítið við höfum til af kaffibrauði og hvað það er fá- breytt það sem til er, og er það því miður rjett og iðnaðarlega er það mjög bagalegt. • Rjómakökurnar. HVAÐ viðvíkur rjómakök- unum, þá get jeg fullyrt það, að bakarar fá aldrei rjóma, ef ekki er sendur rjómi í mjólk- urbúðirnar, aftur á móti íaum við oft engan rjóma, þó rjómi sje sendur í mjólkurbúðirnar, ef svolítið er til, að ekki þykir nóg að skifta honum. En svo fáum við líka oft einhverja úr- lausn og þegar nógur rjómi er til þá fáum við — eins og aðr- ir — alveg eins og við viljum, án þess að við sjeum skyldaðir til að nota hann allan sama daginn. Þess vegna eru líka margir, sem geyma rjóma í góð um kæli, stundum í marga daga, þannig getur því vel ltomið fyrir að rjómakökur sjeu til sölu í bakaríi, þó engan rjóma sje að fá í mjólkurbúð þann sama dag, alveg án þess að nokkuð órjettlæti hafi átt sjer stað hjá þeim, sem dreifa rjómanum um bæinn“. I MEÐAL ANNARA ORÐA .... - --—----j Eftir G. J. Á. |---—---—-----------+ Óvænl afleiðing nashtahreinsunar bandamanna Hin óumflýjanlega nas- ista-hreinsun í Þýska- landi, hefir komið banda mönnum í þann vanda, að þá skortir nú alla þýska forystu til endur- reisnarstarfa. BLÖÐIN flytja altaf öðru hvoru fregnir af því, að þessi og þessi nazisti í Þýskalandi hafi verið dæmdur fyrir. flokks starfsemi sína fyrir styrjöldina og á meðan á henni stóð. Þá er það einníg orðin alltíð frjett, að konur fyrverandi nasistaleið- toga sjeu dregnar fyrir rjett og dæmdar fyrir stuðning sinn við flokkinn og þýsku stríðsstefn- una. .Fáir. munu ,þó gera sje'r ljóst, hversu langt bandamenn hafa gehgið í áð hréihsa ti'l' í’ h'reíðri nasístanna; Hundruð sVokall- áðra nasistadómstóla starfa á af.höfuðpaurunum — en hundr að þúsunda minni nasista hafa einnig orðið að svára íil ’síika. hernámssvæðunum, og sá dagur líður ekki, að tugir og jafnvel hundruð Þjóðverja sjeu sviftir rjetti sínum til opinberra emb- ætta, og enn aðrir dæmdir í fangelsi. Sýnilegt er, að bandamenn eru staðráðnir í, að ganga frá nasistahreyfingunni í Þýska- landi dauðri. • • Nasistahreinsunin. A síðasta fundi sínum, en hann var haldinn í Moskva, gáfu utanríkisráðherrar fjór- veldanna skýrslu um nasista- hreinsunina á hernámssvæðum sínum. Bevin gaf eftirfarandi upp- Ivsiiígar: ‘ ' ( Siðan í aþfíl 1946, Ííl február loka í ár, haía 250 nasistad’óm- stólsr : átarfáð' á hérnáhisövæði Brota. Dómstólar þessir höfðu (Framháld á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.