Morgunblaðið - 02.11.1947, Page 2
2
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 2. nóv. 194/' ,
| CR HEIMAHOGUM :
Raðgátur
lijer og þar
BÆNDAFORINGINN og
frelsisleiðtogi Búlgnríu Petkov
hafði ekki legið lengi í gröf
sinni, þegar athygli var leidd
að Póllandi, meiri en verið hef-
ir um skeið. Þegar það frjettist
að leiðtogi bændaflokksins þar,
Mikolajczyk væri skyndilega
horfinn. nánustu ættmenn hans,
og nokkrir áf fylgismönnum
hans. Síðan hafa gosið upp ýms
ar kviksögur um það, hvar hann
sje, tíða hvað af honum hefir
orðið. En engin vissa er fengin
um afdrif hans, hvort hann
heíir sloppið úr landi, ellegar
hann hefir „ horfið“ á sama
hátt og tíðkast mjög í löndum,
þar sem kommúnistar ráða.
Hvarf hins pólska bændaleið
toga gefur mönnum í lýðfrjáls-
um löndum ærið umhugsunar-
efni, hver sem afdrif hans hafa
orðið, eða hvar sem hann er
niður kominn, hvort heldur lífs
oða liðinn.
í lýðfrjálsum löndum er per-
sónulegt öryggi manna jafnt,
hvort heldur þeir eru í stjórn-
arflokki eða ríkjandi stjórn and
vígir. En þar sem kommúnistar
h.afa hrifsað til sín völd, þar er
enginn óhultur um líf og limi,
sje hann á öndverðum meið við
valdhafana. Andstaða gegn
ríkjandi stjórn eru af valdhöf-
unum skoðuð landráð, þar sem
kommúnistum hefir tekist að
koma á fót „austrænu lýðræði“
.sem Björn Fransson nefndi svo.
En síðan hefir hið kommúnist-
iska einræði verið nefnt því
nafni hjer á landi.
Fyrr meir var það siður harð-
stjóra að flæma áhrifamikla
andstæðinga úr landi. En komm
únistiskar harðstjórnir halda
klíkum mönnum í úlfakreppu
heima við. Tilgangurinn með
þeirri innikróun verður ekki
misskilinn, síðan kommúnistar
frömdu rjettarmorðið á Petkov.
Það er og hlýtur ætíð að
verða meginþorra Islendinga
ráðgáta, að nokkur vitiborinn
landi þeirra skuli nokkru sinni
geta aðhylst þá stjórnmála-
stefnu að banna alla andstöðu
gegn valdhöfunum. Að nokkur
íslendingur skuli geta dregið
lífsanda í þeirri myrkvastofu
skoðanakúgunarinnar þar sem
fáeinir menn eiga að ráða öll-
tim skoðunum, orðum og gerð-
um flokksmanna sinna, en þeir
sera eru utan við stjórnarklík-
ima eigi að vera rjettdræpir
skóggangsmenn hvar sem til
Jieirra næst.
Þegar Þjóðviljinn hjerna ber
i bætifláka fyrir hryðjuverk-
vim og ógnarstjórnum í Austur-
Evrópu er það til þess að að-
hyllast og syngja lof og dýrð
aJíkum aðförum.
Afþakkafii böSi'8.
NEW YORK: — Frú Eleanor
ítoosevelt Jiefur afþakkað boð um
nð vera viðstödd giftingu Eliza-
betii prinsessu. Segir forsetafrúin
fyrverandi í svari sínu, að hún
íttuni halda áfram að gseta skyldu-
Ptarfa sinna hjá Sameinuðu þjðð-
iwum meðan allsherjarþingið sit-
3ir, —
anna
FUNDU^. var haldinn í full-
trúaráði Sjálfstæðisfjelaganna í
Reykjavík s. 1. fimtudagskvöld
í Sjálfstæðishúsinu, form. full-
trúaráðsins, Jóhann Hafstein
stjórnaði fundinum.
Til umræðu var viðhorf lands
málanna og gerðu þeir ráðherr-
ar flokksins Bjarni Benedikts-
son, utanríkisráðherra, og Jó-
hann Þ. Jósefsson, fjármálaráð
herra, grein fyrir undirbúnings
athugunum og ráðagerðum í
sambandi við lausn dýrtíðar-
málanna. All-miklar umræður
urðu um þessi mál.
Meðal Sjálfstæðismanna rík-
ir eindreginn áhugi fyrir því
að styðja þing og stjórn til
þeirra ráðstafana, sem miða að
því að vinna bug á verðbólg-
u.nni og færa niður dýrtíðina í
landinu.
Alliance Francaise
kveður prófessor
Jolivef
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag hjelt
Alliance Francaise fyrsta fund
sinn á þessu hausti í Oddfellow-
húsinu. — Ýmsum utanfjelags-
mönnum hafði verið boðið, m. a.
háskólakennurum.
Alfred Jolivet, kennari við há-
skólann í París, flutti erindi, en
áður en það hófst, mælti Magnús
G. Jónsson ritari f jelagsins nokk
ur orð. Mintist hann á það, hve
mikið gagn A. Jolivet hefði unn-
ið málstað íslands með starfi
sínu og færði honum heillaóskir
í tilefni af því, að forseti íslands
hafði veitt honum íslensku
Fálkaorðuna. Síðan flutti A. Joli
vet fyrirlestur um franska leik-
ritaskáldið Jean Anouilh. Var
fyrirlcsturinn allur hinn fróð-
legasti og prýðilega fluttur, því
að A. Jolivet er maður mjög
mælskur. Fengu menn mjög
glögga hugmynd um rit þessá
franska höfundar. M. a. benti A.
Jolivet á það, að Jean Anouilh
minti óft á Ibsen. Að loknu er-
indinu var A. Jolivet óspart
klappað lof í lófa.
Var nú sest að kaffidrykkju,
en nokkuru áöur en hófinu var
slitið kvaddi Pjetur Þ. J. Gunn-
arsson, stórkaupmaður, forseti
fjelagsins, sjer hljóðs og beindi
orðum sínum til A. Jolivet. —
Þakkaði hann honum fyrir að
hafa sýnt f jelaginu þá velvild að
verja síðasta kvöldinu á íslandi
að sinni hjá því. Færði hann
honum að gjöf hið nýja rít Magn
úsar Jónssonar, háskólakennara,
um Hallgrím Pjetursson og ósk-
aði honum að lokum góðrar ferð
ar og farsællar heimkomu. A.
Jolivet mælti að lokum nokkur
þakkarorð, en síðan var hófinu
slitið.
Jarðskjáfffi í Líma
New York í gærkvöldi.
FREGNIR hafa borist frá
Rio de Janeiro um að mikill
jarðskjálfti hafi orðið 1 Lima,
höfuðborg Peru í dag. Engar
frjettir hafa birist frá Lima um
jarðskjálftann eða hvort hann
hefir valdið tjóni.
— Reuter.
HausScúpy^iSgerðir með
plaslik
Amerískwr heilasjerfræðingur,
dr. Hunter J. Mackáy, sem m. a.
vav hei'Iæknir á Gnam í stríð-
inn, 'hcfir ftmdið upp aSfcrð til
aS iiota plastik-efni viS haus-
kúptihrot og til að ,,bæta“ havls
kúpur tnanna, sem orðið hafa
fyrir slvsum. Sjest læknirinn
hjer á myndinni með hauskúpu
og plastik-plötu.
-----»---------
Ðíífear í siað mniagð-
ar uiiar ekki skðmt-
marskyidir
NÝLEGA bar Fjelag ísl. iðn-
rekenda fram fyrirspurn um
það til skömmtunarstjóra hvort
Klæðaverksmiðjan Álafoss h.f.
og aðrar slíkar verksmiðjur,
sem tekið hafa móti ull frá
bændum og unnið úr ullardúka,
þyrftu að taka skömmtunar-
seðla af bændum við afgreiðslu
dúkanna.
Hefir það töluvert tíðkast uin
langt árabil að b'ændur hafa
lagt inn ull til verksmiðjarma
og tekið út dúka í staðinn, er
samsvara að efni til ullarmagn-
inu. Eftir skömmtunarreglunum
mátti ætla að ullarverksmiðj-
unum væri óheimilt að afgreiða
nokkra ldæðavöru nema gegn
skömmtunarseðlum. Fjelag ísl.
iðnrekenda bar fram áður-
nefnda fyrirspurn til þess að
taka af allan vafa í þessu efni
og, ef unnt væri, að fá þessu
máli komið á skynsamlegan
grundvöll.
Svar skömmtunarstjóra barst
F.Í.I. hinn 30. okt. s. 1. svo-
hljóðandi:
„Viðvíkjandi fyrirspurn yð-
ar, dags. 23. okt. 1947, viljum
vjer hjermeð tilkynna yður, að
skömmtunarstjóri hefur ákveð-
ið, að klæðaverksmiðjum skuli
vera heimilt að afgreiða ullar-
dúk til bænda, úr ull þeirra,
sem þeir láta verksmiðjunum í
tje, til þess að vinna úr fyrir
sig, án þess að verksmiðjan
þurfi að taka skömmtunarseðla
af þeim við afhendingu vörunn-
ar.
Skömmtunarskrifstofa ríkis-
ins“.
Lílil sem engin veiði í
Kollafirði •
SVO einkennilega brá við í gær,
að síldveiðiskipin, sem lögðu rek
net sín í Kollafirði í fyrrinótt og
í gærmorgun fengu mjög litla
veiði.
Stílla á Kisiufossbrún
eða jarðgöng irá
Kistufossi að Ljósa-
fossi
RAFMAGNSSTJÓRI Stein-
grímur Jónsson hefir farið
fram á það við bæjarráð, að
Rafveitan fengi lánaðan jarð-
bor um tíma austur að Sogi til
þess að bora við Ljósafossstöð
ina í þeim tilgangi að fá vit-
neskju um jarðlögin þar.
Þannig er mál með vexti, að
allar líkur eru til, að hin nýja
rafstöð, sem bygð verður við
Sogið, verði bygð neðanjarðar,
og frárennslisvatnið frá hinni
væntanlegu stöð verði leitt í
jarðgöngum niður fyrir Kistu-
foss. Ráðgert hefir verið, að
hafa hina væptanlegu stöð und
ir Kistufossbrúninni, eða þar
mjög nálægt. En þá þarf að
gera stíflu í Sogið á fossbrún
þeirri.
En önnur lausn á málinu er
hugsanleg. Að gera stöðina neð
anjarðpr, rjett við Ljósafoss-
stöðina, og láta þá frárennslis-
vatnið frá núverandi stöð steyp
ast niður í hina nýju stöð. En
þá þarf að hafa' neðanjarðar-
göngin alla leiðina frá Kistu-
fossi og upp að Ljósafossi.
Spurningin er þessi: Hvort
ódýrara verður, að reisa stífl-
una á Kistufossbrúninni, ell-
egar lengja jarðgöngin alla leið
að Ljósafossi. Sú framlenging
verður um 70 metrar. Til þess
að gera út um þetta, þarf að
gera þær rannsóknir á jarðlög-
unum með borunum, sem raf-
magnsstjóri fer fram á að gerð
ar verði, með einhverjum hita-
veitubornum.
Hekla fór 12 ufan-
iandsferðir í okt.
„HEKLA“ Skymaster flug-
vjel Loftleiða h.f. hefir í okt.
farið 5 ferðir til Kaupmanna-
hafnar, 1 fer til Parísar 1 ferð
til London og 5 ferðir til New
York. I þessum ferðum hefir
hún flutt 260 farþega milli
Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar, 77 förþega milli Kaup-
mannahafnar og New York, 40
farþega milli Parísar og New
York, 34 farþega milli London
og New York og 79 farþega
milli Reykjavíkur og New
York.
Samtals farið 12 millilanda-
ferðir og flutt 490 farþega.
Amerísk blað-hjón
landræk úr lúgó-
slafíu
Belgrad í gær.
ARTHUR Meyer Brendel,
frjettaritari New York Times
og kona hans, Mary Leuter,
frjettaritari United Press, voru
gerð landræk úr Júgóslavíu í
dag. Brendel var gefið það að
sök, að hann hefði ekki með
skrifum sínum aukið á vináttu
og skilning milli Júgóslavíu og |
Bandaríkanna.
Ameríski. sendiherrann í
Belgrad hefir mótmælt þessum
brottrekstri hjónanna úr landi.
— Reuter.
25 ára afmæii Elii-
heimiiisins
EINS og skýrt hefur verið frá
hjer í blaðinu, varð Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund 25 ára
s.l. miðvikudag.
Daginn áður, hafði stjórn þess
sameiginlega kaffidrykkju fyrir
vistfólk alt. Var þar viðstaddur
Knud Ziemsen fyrv. borgarstjóri
og frú hans, en sem kunnugt er
studdi hann byggingu Elliheim-
ilisins með ráð og dáð, er hann,
var borgarstjóri. Þá var einnig
meðal gesta Jón Jónsson, sonur
Jóns beykis, en faðir hans var
einn af aðalhvatamöhnum að>
byggingu Elliheimilisins. Um
kvöidið var saraeiginlegt borð-
hald fyrir alt starfsfólk stcrfn-
unarinnar. Frú Lovísa Tómas-
dóttir sem var fyrsta starfstúlka
Elliheimilisins fyrir 25 árum
var meðal gesta og frk. Ólafía
Jónsdóttir er lengi var yfir-
hjákrunarkona. Við þetta tæki-
færi var þeim sr. Sigurbirni Á„
Gíslasyni og Flosa Sigurðssyni
trjesmíðam., fært að gjöf frá
stofnuninni útskornir vindla-
kassar. Ræður voru fluttar, en
aðalræðuna hjelt Gísli Sigur-
björnsson forstjóri.
Á afmælisdaginn gekk stjórn
Elliheimilisins og forstjóri þess
út í kirkjugarð og voru lagðir
blómsveigar að leiðum þriggja
Iátinna stofnenda, þeirra Har-
aldar Sigurðssonar, Páls Jóns-
sonar og Júlíusar Árnasonar,
Frá klukkan 3 til 6 um daginn
hafði stjórn Elliheimilisins mót-
töku fyrir gesti og velunnara
stofnunarinnar. Voru meðal
gesta biskupinn yfir Islandi,
borgarstjóri Gunnar Thorodd-
sen, sr. Bjarni Jónsson vígslu-
bískup, prestar í bænum, ýmsir
læknar og aðrir góðir gestir.
í tilefni afmælisins var Elli-
heimilinu færðar góðar gjafir.
Tveir vistmenn, Gísli Gíslason
og Jón Vigfússon íærðu því hvor
um sig 1000 krónur að gjöf, G„
J. Fossberg gaf 1000 kr. og
nokkrir velunnarar 25.000 kr.
— Þá barst Élliheimilisstjórrs
fjöldi skeyta og blóma.
í hverju herbergi heimilisins
voru blóm þennan dag.
Þenna sama dag átti forstjóri
Elliheimilisins, Gísli Sigurbjörns
son fertugsafmæli. Við það tæki
færi færði vistfólkið honum fall-
egan og vandaðan brjefhníf úr
sil’fri, en konu hans hina feg-
urstu blómakörfu. Starfsfólkið
færði honum útskorinn vindla-
kassa. Þá gaf stjórn Elliheimil-
isins honum málverk eftir Ás-
grím Jónsson og skrautritað
skjal, þar sem honum er þakkað
vel unnið starf í þágu stofnun-
arinnar.
Einsiefnuakstur !
um Greitisgötu
LÖGREGLUSTJÓRI hefur gert
það að tillögu sinni til bæjar-
ráðs, að tekinn verði upp ein-
stefnuakstur um Grettisgötu og
Hellusund.
Bæjarráð fjallaði um málið á
fundi sínum í fyrradag og sam-
þykti, að mæla með tillögu lög-
reglustjóra, um að einstefnu-
akstur um Grettisgötu verði frá
vestri til austurs. Um Hellusund
var .sú ákvörðun tekin að vísá
málinu til bæjarverkfræðings.