Morgunblaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 2. nóv. 1947 / Útg.: H.í. Árvakur, Reyk/avík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssoc Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristlna«on. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanJands. kr. 12,00 utanlands. 1 iausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Helgir dómar FLESTAR menningarþjóðir eiga margt sögulegra minja írá fortíð sinni, gamlar byggingar, kirkjur, skóla, kastala og forna gripi. Þessi þjóðlegu verðmæti eru varðveitt, sem belgir dómar. Þau eru þjóðunum dýrmætur arfur liðins tíma, sem jafnframt tengja saman nútíð þeirra og fortíð. En engin þjóð vill rjúfa sambandið við fortíð sína, engin þjóð getur það án þess, að bíða tjón á sálu sinni. En það eru ekki aðeins áþreifanlegir hlutir gerðir úr steini eða máli, sem nútíminn erfir frá fortíðinni. Siðir og erfðavenjur ganga frá kynslóð til kynslóðar. En þær eru misjafnlega rótgrónar eftir því, við hvaða stofnanir þær eru tengdar. Með fjölmórgum þjóðum er erfðavenjan í heiðri höfð og áhersla lögð á að halda henni við sem líkastri sinni upprunalegu mynd. En hvaða gildi hafa slíkar venjur og siðir frá liðnum tíma? Eru þær nokkuð annað en kreddur og fordild, sem best færi á að niður væri lögð? Við Ísífendingar erum þjóða fátækastir að þessari arf- leifð liðins tíma. Við eigum sárafáa forna siði og erfða- venjur á lífi. Og ekki verður betur sjeð en að meðal okk- ar ríki jafnvel fullkomið vanmat á gildi slíkra hluta. Jafn vel þær stofnanir, sem með nær öllum þjóðum eiga sjer ævagamalt form og venjur, eru hjá okkur rúnar að svip- móti fortíðar sinnar. Þessi staðreynd giidir fyrst og fremst um íslenska kirkju og skóla. En þótt nokkrar skýringar sjeu til á þessu iyrirbrigði, verður þó ekki komist hjá þeirri niðurstöðu að þessum stofnunum, og menningarlífi þjóðarinnar í neild, sje að því auðsær skaði. Erfðavenjan er nokkurskonar umgerð um starfsemi og hátíðlegar athafnir þeirrar stofnunar, sem hún er byggð upp um. Oft er þessi umgerð fögur og svipmikil og gef- ur því, sem hún lykur um, aukið gildi. Þetta getur eng- mn, sem kynnst hefur t. d. erfðavenjum enskra háskóla, cfast um. \Jihverji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Pjatt og tískutildur. ÞAÐ ER ALTAF VERIÐ að hnýta í kvenfólkið fyrir hvað það sje pjattað, eins og sagt er uppá dönsku. En sannleikurinn er víst sá, að okkur karlmönn- unum þykir ekki eins leitt og við látum. En samt getum við ekki að okkur gert, að við leik- um hlutverk vandlætarans og fussum og sveijum þegar pils- in eru löng samkvæmt tískunni og hneykslumst stórum, þegar þau eru stutt. Það er sama hvort stúlkurnar klippa á sig drengjakoll, klæðast síðbuxum, eða eru ■. í hálfsokkum, alt er þetta karlmönnunum jafnmikil hneykslunarhella. En hitt fer hljóðara, að karl- mennirnir hafa líka sína tísku og elta hana bara ekki síður en kvenfólkið. Byronskyrtur og barðastórir hattar. HVERNIG er ekki með æðið, sem grípur um sig hjá ungu piltunum á stundum. Lubba- hárið var seigt og það gekk illa að uppræta það. Byronskyrtu- móðurinn greip um sig eins og mýrakalda í Egiptalandi og um tíma þótti enginn maður með mönnum, sem ekki átti oxford- buxur. Þá hafa barðastóru hatt arnir og alpahúfur átt sitt blómaskeið, svo ekki sje minst á gula sokka og grænar treyjur. Hver getur svo neitað því, að piltarnir elti tískuna rjett eins og kvenfólkið. • Harmoníkubuxur í % takt. SANNLEIKURINN er sá, að piltarnir þurfa hreint ekki að gera sig merkilega og snúa upp á sig þegar þeir sjá eitthvað tískutildrið hjá stúlkunum, sem þeim kann að þykja kjánalegt. Þeir hafa ekki af svo miklu að státa. Það hefir margoft sýnt sig að þeir eru alveg eins mikl- ar tildurrófur og veika kynið svonefnda. Það má alveg reikna með því, að ef það yrði tíska, að karl- menn gengju í harmoníkubux- um í % takt, þá myndu þeir taka upp þann sið, ekki síður en stúlkurnar elta ,,trekvart“ síddina á kjólunum. Svving-gæjinn 1948. FLOTTRÆFLAR um allan heim fylgjast vel með tískunni .... og það er sama hvort þeir eru eitt árið „Boogie- woogie“- drengir, eða swing- gæjar, þá fara þeir eftir því sem er móð ins i það og það skiftið. Og nú skul um við sjá á i hverju við eigum von í þessum efnum á næst- unni, og það er sama hvort skömtunarstjóri og viðskifta- nefnd ásamt Fjárhagsráði leggj ast á móti því. Það kemur. í erlendu blaði sá jeg lýsingu ásamt meðfjdgjandi teikningu á því hvernig swing-gæjinn 1948 mun líta út. Lýsingin er í stuttu máli þessi: — Aðskorin föt, síð treyja, þröngar buxnaskálmar, byronskyrta og ,,Sinatra-klipp- ingu“ (öfugt við lubbahár) ,,Mokkasínu“-skór og að lokum sólgleraugu á 40 krónur. Nú skulum við sjá, hvort langt verður liðið á næsta ár, þar til við förum að mæta þeim þannig á Austurstræti. • Hvað verður um nylon sokkana upptæku? FÝRIR ALLLÖNGU skýrðu dagþlöðin frá því, að tollyfir- völdin hefðu gert upptækt tals- vert mikið af nylonsokkum, sem reynt hafði verið að smygla inn í landið. Þá má geta nærri að mörg stúlkan hafi andvarpað þungt og inni- lega, er hún hugsaði til allra þessara nylonsokka, sem fóru í tollinn. En hvað hefir orðið af þess-- um sokkum. Það heíir ekki sjest að þeir hafi veri 5 aug- lýstir, en vonandi kemu • ekki til annars en að ríkið láti selja þá áður en þeir verða ónýtir. • Nylon og góðgerða- starfsemi. ÞAÐ ÞARF ekki að lýsta því hvað nylon sokkar eru eftir- sótt vara og margur eiginmað- urinn og unnustinn vildi gefa mikið til að geta glatt kærust- una sína með pari af nylon á afmælisdaginn, eða fyrir jólin. Það er nú tillaga mín, að ríkið selji við kostnaðarverði og að viðbættri tollálagningu ein- hverju góðgerðarfjelagi þá nylonsokka, sem gerðir hafa verið upptækir. Góðgerðarfje- lagið gæti síðan haldið uppboð á sokkunum og selt hæstbjóð- anda og fengið eitthvað í sjóð- inn. Helst hefði mjer dottið í hug, að kvenfjelaginu Hringnum væri gefinn kostur á að kaupa þessa nylonsokka og selja þá til ágóða fyrir barnaspítala- sjóðinn. Eftir G. J. A. | ★ Ekkert dæmi er til gleggra um vanmat íslendinga á minja- og menningargildi fornra dóma, en að sú hugsun skuli yfirleitt hafa getað fæðst, að hinni 100 ára gömlu byggingu Mentaskólans í Rvík skyldi ekið burt í hjólbör- um af grunni sínum eða jafnvel rifin niður. Þessi bygging er eitt sögufrægasta hús landsins og það er meðal elstu húsa höfuðborgarinnar. Það er einnig um langt skeið að- setur eina lærða skóla þjóðarinnar. Ast Islendinga og virðing fyrir fornbókmenntum sín- um, er góðra gjalda verð og ber vott um skilning þeirra á gildi þeirra fyrir líf og menningu þjóðar þeirrar. En nið- urrif eða flutningur lærða skólans, arftaka þeirra stofn- ana, sem í eymd og volæði þjóðarinnar hjeldu uppi skóla- starfi af veikum mætti, væri háðsmerki aftan við slíkar astarjátningar. Um þetta hús hafa flestir þeirra manna gengið, sem í heila öld hafa haft forustuna um andlega og efnalega viðreisn í þessu landi. Hver fjöl þess er vígð minn ingum skólakynslóðanna. Þangað hefur íslensk tunga og fræði sótt marga af sínum ágætustu vísindamönnum. Og þar sveimai andi þeirra um sali. Þar svarf til stáls í bar- áttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu, þar var Alþingi háð í þrá áratugi. Hver vill leggja lið sitt til þess að þessu húsi verði ekið burt á hjólbörum? Hver vill taka ábyrgð á þeim verknaði gagnvart ókomnum kynslóðum.? * Nei, hús lærða skólans á að njóta friðar sem helgur dóm- ur á þeim stað, þar sem hornstólpi þess var rekinn í jörð íyrir rúmum hundrað árum. Og þar á áfram að vera lærð- ur skóli, menntaskóli. Ef annars menntaskóla er þörf, sem iíklegt má telja, á að byggja hann á öðrum stað í höfuð- borginni eða á einhverjum hinna fornu skólasetra. Og enn tapa kontmúnlstar 114.187 menn sneru bak- inu vi3 dönskum komm- únistum s.l. þriðjudag. ÞAÐ á ekki af kommúnist- um að ganga! Enn færðu kosn- ingar þedm í vikunni sem leið geysimikinn ósigur. Þingkosn- ingarnar í Danmörku s.l. þriðju dag sýna það svart á hvítu, að tugþúsundir borgara lýðræðis- þjóðanna snúa nú við komm- únistum bakinu — að flokkur þeirra fær aðeins að þróast und ir austræna „lýðræðinu“ og Stalintern, eins og kominternið gamla nú er kallað. Kommúnistar töpuðu í Dan- j mörku hvorki meira nje minna en helmingi fylgis síns. Þeir hlutu níu þirigsæti — höfðu áð- j nr átján — og fengu 141.047 j atkvæði. 114.187 fyrverandi kjósendur þeirra brugðust þeim. Vinstriflokkurinn, sem mun aðallega telja fylgismenn sína j meðal bændastjettarinnar, og; jafnaðarmenn unnu hinsvegar á. Vinstriflokkurinn vann 11 þingsæti og á nú 49 fulltrúa á þingi jafnaðarmenn bættu við sig níu sætum og eru þar með orðnir öflugasti þingflokkurinn með 57 fulltrúa, Sigur beggja þessara flokka má telja allmik- inn, ,þótt enn sje ekki vitað, hverjir taka muni að ser for- ystu um stjórnarmyndun. De Gaullc. Síðastliðinn mánudag krafð- ist De Gaulle hershöfðingi nýrra þingkosninga í Frakk- landi. Sýnt er nú, að ílokkur hans — sameiningarflokkur frönsku þjóðarinnar — er fjöl- mennasti flokkur landsins. Hann hefur þar tekið við af kommúnistum. Hvort þingrof verður þó og nýjar kosningar látnar fara Rússar ldppa í bandið — og leppríkin halda hreinsuninni áfram fram, er með öllu óvíst, þegar þetta er ritað. Ramadier for- sætisráðherra, tókst á fimtudag að knýja fram traustsyfirlýs- ingu, en stjórn hans er ákaflega veik — við atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsinguna fjekk hún aðeins 20 atkvæða meiri- hluta. • • Hreinsun. Hreinsuninni er haldið áfram í leppríkjum Rússa. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar falla einn af öðrum — ekki þó, eins og ætla mætti í þessum miklu „lýð ræðislöndum“ fyrir mótatkvæð um kjósendanna, heldur því nær eingöng'u íyrir hinum op- inberu ákærendum stjórnar- valdanna. Ákæran er ætíð sú sama: Landráð. • • Maniu. Maniu, foringi rúmensku bændanna, er sökudólgurinn þessa dagana. Honum er meðal annars borið það á brýn, að hafa skýrt eftirlitsnefndum Breta og Bandaríkjamanna í Ungverjalandi frá herflutning- um Rússa í landinu. Enginn hefir þó tekið sig til og útskýrt það fyrir almenningi, hvers vegna nokkur leynd skyldi hvila yfir rússnesku herflutn- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.