Morgunblaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: IÍEYKJAVÍKURBRJEF ei % Finnar kveðja effirltfsnefnd Rússa Fyrir nokkrum dög-um fór hin opinbera eftirlitsnefnd Rússa frá I'innlandi og má nærri gcta að Finnum hefir Ijctt við. Ríkis- Stiórnin bauð til kvöldveislu til að kveðja eftirlitsnefndina og var þar margt stórmcnni saman komið. Myndin hjer að ofan \ ar tekin í veislunni og sjást á henni, talið frá vinstri, Tokarev, rússneskur hershöfðingi, Carl Encell ráðherra, Abramov sendi- heira Rússa og Paasikivi forseti. ílRSaey fekk 311 In. 900 flláið kðSt í s.l. viku seldu 9 togarar og eitt vjelskip, ísfisk á markað í Bretlandi, fyrir samtals um kr. 2 525.G16 krónur. Alls var land- aft' úr skipum þessum 34.239 kit - Afla- og söluhæstur skip- anna er Kaldbakur frá Akur- ey-ri, en næst hæstur er Reykja víkurtogarinn Akurey. Togarinn Júpíter seldi í Giimby 2396 kit, fyrir 8597 rJerlingspund., Faxi seldi þar 2531 kit fyrir 7030 pund. Kald- bakur seldi þar einnig og hef- uj verið skýrt frá sölu hans hjer>í blaðinú. Hann seldi 4406 fcít fyrir 12009 pund. Hvalfell seldi þar 4318 kit fyrir 11165 pund. Belgaum seldi í Hull 2624 kit fyrir 8136 pund, Bjarni Ólafsson 3636 kit fyrir 10140 og Egill Skallagrímsson 4096 fcit fyrir 10565 pund. Hauka- nes seldi í Fleewood 1800 kit fyrir 6392 pund og ms. Hrafn- kell. 444 kit fyrir 2098 pund. Akurey seldi í gærmorgun rúm 4200 kit fyrir rúmlega 11800 pund. BEN S ÍN AFGREIÐSLU STÖÐV- ARNAR við Grófina verða lagð- ar niður næsta sumar og verður ]>:ir bílastæði. Mál þetta var til umræðu ’á fundi bæjarráðs í fyrradag. Var þá lögð fram umsögn hafnar- stjóra um málið. Svæði þetta er á milli Vesturgötu, Grófarinnar og Tryggvagötu. Hafði lögreglu- stjóri farið fram á að svæðið verði gert að bílastæðum svo fJjótt sem auðið er. Á þessum sama fundi var lögð fram um- sögn bæjarverkfræðings um þetta sama mál. Bæjarráð samþykti að beina því til hafnarstjórnar, að segja upp leigumálum um lóðir á þessu svæði, að þar verði lögð niður bensínsala og þ. h. starf- semi eigi síðar en 1. júní n.k. Samningar fakasf iniilli Kfa^Sskera- Erseislðrafjelðgsins ð| Skjaldborgar I GÆR voru undirritaðir samningar milli samninga- nefndar Klæðskerameistarafje- lagsins og Klæðskerafjelagsins Skjaldborg, en klæðskerasvein- ar hafa verið í verkfalli und- anfarið, eins og kunnugt er. Fundir verða haldnir í fjelög unum í dag, og ef samningarn- ir verða samþyktir þar, hefst vinna hjá klæðskerum aftur á mánudag: lífrar Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum. VESTMANNAEYJATOGAR- INN Elliðaey kom hingað inn í dag eftir 12 daga veiðiferð á Halamiðum. Skipið var með um 4500 kit fiskjar og 311 tunnur lifrar. Mun þetta vera eitt al- mesta liírarmágn sem íslenskur togari hefur fengið í einni veiði- ferð, nú hin síðari ár. í nótt fór togarinn áleiðis til Englands. Lðgreglusfjóra heimilað að kaupa umferðarspegil BÆJARRÁÐ hefur heimilað lög reglustjóra að festa kaup á um- ferðarspegli til reynslu. Lögreglustjóri leggur til að spegill þessi verði settur upp á gatnamótum Barónstígs og Lauf ásvegar. Slíkir speglar eru notaðir með góðum árangri erlendis. Þeim er þannig komið fyrir, að ökumenn geta, er þeir nálgast gatnamót, sjeð umferðina í hliðargötu og hagað sjer eftir því. Hjer í bænum eru mörg mjög hættuleg gatnamót og er nauð- synlegt að gerðar sjeu þær ráð- stafanir, sem tiltækilegar eru til þess að draga úr slysahætt- unni í sambandi við þau. Bærinn ræður mjólk urfræðing Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var s.l. föstudag, var borgar- stjóra heimilað, að ráða Þórhall Halldórsson mjólkurfræðing til starfa fyrst um sinn, að undir- búningi mjólkurbúreksturs bæj- arins. Þórhallur skal jafnframt vera ráðunautur bæjarins um mjólkurmál. í Hvalfirði í GÆRKVÖLDI bárust þær frjettir hingað til bæjarins, að ms. Rifsnes sem er hjeðan úr Reykjavík, hefði í gærdag feng- ið 900 mál síldar í Ilvalfirði. Rifsnes fór þangað í gærmorg un með herpinót og fyrir hádegi fjekk skiþið 200 mál. Með flóð- inu r gærkvöldi fór aflinn vax- andi og um kl. 7 hafði skipið fengið 900 mál. Þessi síld fer til bræðslu í síldarverksmiðjunni á Akranesi. Skipstjóri á Rifsnesi er Ingvar Pálmason. Fagriklettur var kominn inn á Hvalíjörð með herpinót í gær- kvöldi, en ekki var blaðinu kunn ugt um aflabrögð. Rrjár umferðir búnar á Skákbinginu ÞRJÁR umferðir eru nú búnar í meistara- og I. flokki á Skák- þingi íslendinga og standa leik- ar eins og hjer segir: Meistáraflokkur A: — 1. Kristján Sylveríusson 2 v., 2. Sigurgeir Gíslason lx/> og bið- skák, 3. Steingrímur Guðmunds- son 1 yj v„ 4.—6. Árni Stefáns- son, Jón Ágústsson og Bjarni Magnússon 1 v. og biðskák, 7. Eggert Gilfer V> v. og tvær bið- skákir og 8. Jón Kristjánsson y2 v. og biðskák. Meistaraflokkur B: — 1.—2. Guðmundur Pálmason og Óli Valdimarsson 2V, v., 3. Sveinn Kristjánsson 2 v. og biðskák, 4. Benóny Benediktsson 2 v., 5.—6. Þóróltur Þórðarson og Iljálmar Teodórsson 1 v., 7. Gunnar Ólafs son engan vinning en eina bið- skák og 8. Pjetur Guðmundsson 0 v. í fyrsta flokki eru efstir: Ingi mundur Guðmundsson með 3 v. og annar Arnljótur Ólafsson með 2i/2 vinning. Fjórða umferð verður tefld í dag í samkomusal Alþýðubrauð- gerðarinnar, og hefst kl. 1,30. Ti! þess að bægja kynsjúk dómahætíunni frá verð- ur að stórauka varnir gegn henni HANNES GUÐMUNDSSON húð- og kynsjúkdómalæknir, hefur sent bæjarráði, landlækni og Tryggingastofnun ríkisins brjef, varðandi aukningu varna gegn kynsjúkdómum. Gerir læknirinn ákveðnar tillögur í máli þessu. Með þeim væntir hann þess, að jafnvel megi takast að vinna bug á sjúkdómum þessu.m á næstu árum. nófust jyrir 24 árum. Liðin eru nú 24 ár síðan byrj- að var að veita kynsjúkdóma- sjúklingum ókeypis læknishjálp, er ríkiö kostar. Að lækningunum hefur Hannes Guðmundsson einn unnið þessi ár. Hinni dag- legu læknishjálp til handa kyn- sjúkdómasjúklingum, hefur enn ekki verið sjeð fyrir neinu sjer- stöku hísnæði og hefur læknir- inn lagt lækningastofu sína til. Eihs og að þessum málum er nú búið, verður ekki lengur við unað. og til þess að koma þeim í viðunandi horf, hefur Hannes Guðmundsson læknir gert á- kveðnar tíllögur í máli þessu. ViSunandi húsnœtii Læknirinn leggur til, að kyn- sjúkdómalækningum ríkisins fyr ir þá er fótavist hafa, verði hið allra bráðasta sjeð fyrir viðun- andi húsnæði lijer í bænum. — Frámvegis verði fastráðnir tveir sjerfræðingar, til að starfa að kynsjúkdómalækningum og vörn um gegn þeim. Leggur hann til að ríki og bær greiði læknum laun í sameiningu. Slörf lœknanna. Um störf læknamra leggur Hannes Guðmundsson læknir til að þeir veiti daglega ókeypis j 3 metra Iangur og tveggja metra læknishjálp íslendingum og er- hár. Hann var sleginn á um 3000 lendum farmönnum hjer í Rvík. I krónur. Læknarnir skuli annast læknis- störf við húð- og kynsjúkdóma- deild Landspítalans og vera ráðu nautar annara deilda spítalans í þessum sjúkdómum. Þá leggur hann til að hafin verði kensla við læknadeild Háskólans í húð- og kynsjúkdómum og að hafin Verði alþýðufræðsla um kynsjúk dóma og varnir gegn þeim. Þá, að hafin verði eftirgrenslan um upptök og útbreiðslu kynsjúk- dóma hjer á landi og skipulagn- ing kynsjúkdómavarna, meo hlið sjón af kerfi því, sem tekið hef- ur verið upp á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, eftir stríðið. í brjefi læknisins segir að lok- um: Á stríðsárunum og eftir þau jukust kynsjúkdómar í öll- um löndUm Evróþu stórkostlega og er því mikil hætta á, með hinum stórauknu millilartda sam göngum, að sjúkdómurinn berist ört til landsins á næstu árum. Með auknu starfsliði, bættum vinnuskilyrðum og hinum nýju lækningaaðferðum væntir lækn- irinn þess, að takast megi að bægja þessari hættu frá landinu og jafnvel að verulegu leyti og fjölskyldur þeirra aðgang. Danska fjelagið í Reykjavík er 2S éra á næsfa ári DANSKA FJELAGIÐ (Dét Danske Selskab i Reykjavik) hjelt nýlega aðalfund sinn í Oddfellow-húsinu. Formaðurinn gaf skýrslu um hið liðna starfs- ár og gjaldkerinn las upp reikn- inga fjelagsins og hjálparsjóðs- ins og voru þeir samþykktir. Endurkjörnir voru í stjórn: O. Kornerup-Hansen, K. A. Bruun, varaformaður, E. O. Malmberg aðalgjaldkeri, V. Strange gjaldkeri fyrir fjelags- gjöld og nýkosinn í stjórnina R. Færgemann ritari. Næstkom- andi sumar (þ. 5. júní) verður dartska fjelagið 25 ára. Þann 5. 'þ. m. verður hið vin- sæla „Andespil" og dans haldið í Tjarnarcafé og hafa allir Danir vinna bug á þessum sjúkdómum á næstu árum. Uppboðið í gær við í GÆR FÖR fram opinbert upp- boð á miklu af innanstokksmun- um, skrifstofuhúsgögnum og öðr-u. Uppboðið fór fram við Áhalda hús bæjarins og var mikill fjöldi manna þar saman kominn. Hús- gögnin sem boðin voru upp voru yfirleitt óskemd með öliu, enda gerðu margir góð kaup. Tvö málverk voru boðin upp. Annað þeirra var eftir msnn, sem Axel heitir og er Einarsson og mun vera lítt kunnur málari. Málverk hans var frá Baulu í Borgarfirði og ekki þótti það fallegt. Það var slegið á kr. 450. Málverk eftir hinn þjóökunna iistmálara Engilberts, er nefnist „Ung ást“, var slegið á 350 kr. Var þá ekki laust við að margir brostu. Á þessu uppboði var ennfrem- ur seldur stór ísskápur og var hann boðinn upp í matstofunni Gullfoss í Hafnarstræti. Skápur- inn er innbyggður, um bað bil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.