Morgunblaðið - 06.11.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 06.11.1947, Síða 6
6 MORGVN B LAÐ IÐ Fimmtudagur 6, nÓT. 1947 u Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavOc. Framkv^tj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Krlstlnsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 ó mánuði iunanlandf. kr. 12,00 utanlands. i lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Landhelgismálin LANDHELGISMÁLIN hefur undanfarið borið nokkuð á góma og ekki að ófyrirsynju. Frá því hefur verið skýrt að ríkisstjórnin hafi ákveðið byggingu tveggja varðskipa til landhelgisgæslu og björgunarstarfa og er það út af íyrir sig góðra gjalda vert. Skipakostur sá, sem land- helgisgæslan hefur yfir að ráða nú er mikils til of ófull- komin. í raun og veru eiga íslendingar nú aðeins eitt skip, sem hæft er til landhelgisgæslu þ. e. a. s. Ægi. Minni skip má að vísu nota til staðbundins eftirlits með vjelbátaflotanum en reynslan hefur sýnt að við sjálfa vöm og gæslu landhelginnar er nauðsynlegt að hafa stór skip og umfram allt hraðskreiðari en þau veiðiskip, sem verja á landhelgina fyrir. Núverandi ástand landhelgismálanna er með öllu ó- viðunandi, varðskipin of fá og ófullkomin og stjórn þeirra engan vegin eins góð og skyldi. Það skal að vísu ekki dregið í efa að framkvæmdarstjórn Skipaútgerðar ríkis- ins, sem varðskipin heyra nú undir, reyni að gera sitt til að stjórnin fari sem best úr hendi. En hún hefur ekki aðstöðu til þess að sinna landhelgismálunum eins og skyldi. Rekstur strandferðaskipa og flóabáta er allt ann- ars eðlis en stjórn landhelgisgæslu. Annarsvegar er um að ræða stjórn samgöngumála, hinsvegar yfirumsjón með hreinu löggæslustarfi. Þessi störf eru svo fjarskyld að furðu sætir að þau skuli hafa verið sett undir einn og sama hatt. •UCjiINSiLW. * En hvaða leiðir til úrbóta á að fara í þessum málum? Það er ekki nóg að byggja ný skip og fullkomnari og senda þau til landhelgisgæslu. Stjóm landhelgisgæslunnar verður jafnframt að verða öruggari og betur samræmd en nú er. Meðan hún er í horninu hjá samgöngufyrirtæki er ólíklegt að um verði breytt til batnaðar. Á undanförnum árum hafa verið uppi tillögur á Al- þingi um það, að sjerstökum manni yrði falin stjórn land- helgisgæslunnar undir yfirumsjón dómsmálaráðherra. Á það hefur verið bent að sú breyting væri ólíkleg til þess að kosta ríkissjóð aukin útgjöld en hlyti hinsvegar að tryggja betri skipan þessara mála. Þessar tillögur hafa að vísu ekki verið felldar, en þær hafa ekki hlotið afgreiðslu og þessvegna situr allt við það sama um stjórn landhelgisgæslunnar. í sumar samþykkti þing Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, sem háð var á Akureyri, ályktun, þar sem bent var á nauðsyn þess að sjerstakri stofnun undir stjórn dómsmálaráðuneytisins yrði falið þetta verk. Svipuð sam- þykkt var gerð á þingi Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sem nýlega hefur lokið störfum. Landhelgismálin hafa verið mikið rædd meðal sjó- manna. Frá þeim hafa þráfaldlega heyrst raddir um að stefna bæri í þá átt, sem fyrrnefndar samþykktir gera. En ekkert hefur gerst. Það er illa farið. Landhelgis- gæslan er einn veigamesti þáttur íslenskrar löggæslu. Á því veltur mikið að hún sje rekin af festu og stjórnsemi. Sú nauðsvn mun verða stöðugt ríkari þegar erlendum veiðiskipum fjölgar við landið eins og nú er útlit fyrir. Þessvegna verður ekki hjá því komist að gefa þessum málum frekari gaum, hagsmunir og sómi þjóðarinnar krefjast þess. Landhelgismálin heyra nú undir menntamálaráðherra og mun sú skipan að sjálfsögðu haldast í tíð núverandi ríkisstjórnar að öðru óbreyttu. En í eðli sínu eiga þau mál 1 hvergi annarsstaðar heima en í ráðuneyti því, sem dóms- 'mál heyra undir. Mun og sá háttur lengstum hafa verið * a! hafður. Starfsmenn landhelgisgæslunnar vinna lög- gæslustörf en fást ekki við kennslu og varðskipin eru ekki ^ólastofnanir. Það er til athugunar í framtíðinni. \Jíluerji ilripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Trönurnar fara. HINAR fornfálegu fisktrön- ur á Austurvelli eiga að hverfa og dagar þeirra eru senn tald- ir. Bolli Thoroddsen verkfræð- ingur bæjarins sagði mjer frá því að þetta hafi verið ákveðið. Bolli gat þess, að hann bæri enga ábyrgð á trönunum og hvorki hann nje hans menn hefðu sett þær upp. — Áður hafði Sigurður Sveinsson garð-^ yrkjuráðunautur hringt og sagt að ekki bæri hann ábyrgð á trönunum, en ætti hinsvegar bágt með að láta þær niður vegna þess að í þeim hjengju rafleiðslur og það væri ekki í! hans verkahring að fikta við slíkt. En aða’íatriðið er að sprekin fara í burtu og þar með þeirri | skömm ljett af miðbænum og Austurvelli. • Nýr Ijósaútbúnaður. ÞAÐ VAR rafmagnsveitan, sem átti heiðurinn — eða hitt — af þessum fjelegu staurum á Austurvelli. Voru þeir settir upp til bráðabirgða fyrir nokkr um árum til að lýsa lúðrablás- urum bæjarins, eins og áður hefir verið sagt. Rafveitan hefir samt ekki hugsað sjer að láta Austurvöll vera í myrkri nje blinda horna blásara og hefir farið þess á leit við bæjarverkfræðing, að hann láti sína menn gera til- lögur um hvernig best verði komið fyrir ljósum við styttu Jóns Sigurðssonar forseta. Geta nú allir verið ánægðir — en þó ekki fyrr en bannsettir staurarnir eru horfnir. • Gamlar menjar. ÞAÐ ER stundum talað um að það þyrfti að koma upp Reykjavíkursafni. Og víst væri það gaman. En ef menn gefa sjer tíma til að horfa á bæinn, þá kemur í ljós, að hann er hálfgert fornmenjasafn. í einu glæsilegasta húsinu við Austurstræti var fyrir ein- um 10 árum eða meira veit- ingahús, sem hjet „Vífill“. Eig andi þess var framtakssamur og framfeýnn og trúði á mátt auglýsinganna. Hann fjekk leyfi til og ljet greypa í gang- stjettina á aðalgötu bæjarins nafnið ,,Vífill“ og lagði síðan ör er benti á innganginn í veit- ingastoíuna. Þetta stendur enn og er „safn“ út af fyrir sig. • „Johannsens Enke“ o. fl. OG ÞAÐ er ekki svo ýkja langt síðan að vegfarendur um Austurstræti vissu hvar „Jo- hannsens Enke“, H. P. Duus og fleiri nöfn frá dönsku tíðinni blöstu við hjer í bænum, þótt bæði Jóhannsen sálaði og ekkja hans ásamt H. P. Duus og fleir um væri löngu komin undir græna torfu. Og enn má sjá slíkar sögulegar menjar víða í bænum, þar sem ekki hefir þótt taka því, að mála yfir skilti og auglýsingar. Það geta verið áhöld um, hvort þetta stafar af íhaldssemi, löngun til að halda í gamlar menjar, sóðaskap, trassaskap, eða hvorttveggja. Átökin harðna um bjórinn. ÞAÐ FÓR eins og marga grun aði, að það varð hvellur út af bjórnum, eða tillögunni um að leyft verði að brugga á- fengt öl í landinu. Og aðalrök- in gegn bjórnum eru rök kon- unnar, sem jeg gat um hjer á dögunum, sem sagði að nú væri það svart, því það ætti að kenna börnunum að drekka bjór. Áfengisvarnanefnd kvenna hefir í brjefi til þingmanna lát ið þá skoðun í ljósi, að skóla- börn muni hætta við Coca-cola drykkju og snúa sjer að bjórn- um í staðinn. Næsta getgátan verður vafalaust sú, að hinir vondu andbannningar heimti að bjórinn verði seldur á flösk um sem hafa túttur til þess að reifastrangarnir komist á bragðið sem fyrst. Brennivín eða bjór. ÞAÐ ER óhætt að treysta því, að bæði þeir, sem með bjórnum eru og á móti honum, hafa sínar góðu ástæður til þess og að báðum aðiljum gengur ekki nema gott eitt til. Þess- vegna má ekki koma með neina vitleysu í þessu máli. Allir vilja draga úr drykkju- skapnum eftir því sem mögu- legt er. Það sem um er að ræða er, að flestir trúa því, að ef til væri áfengur bjór í land- inu myndi það draga úr neyslu sterkra drykkja, eins og t. d. brennivíns. Og um það þarf eki að deila, að það er hollara og betra að neyta bjórs með 4% áfengismagni, en svarta dauða með 30% áfengismagni. Og það eru engin rök að halda því fram, að það sje betra fyr- ir unglinga að byrja á því að drekka brennivín en bjór. Það væri meira vit í því að finna ráð til þess að ungling- ar drykkju hvorugt. En það verður víst blaðrað nóg um þetta mál á næstunni, þó hjer verði látið staðar num- ið í bili. • Sprengjuhætta. ENN KEMUR það fyrir, að það finnast gamlar sprengjur frá styrjaldarárunum hingað og þangað og eins og öllum er kunnugt hafa orðið af því hin hræðilegustu slys, er menn hafa fiktað við sprengjurnar. Nú nýlega hafa fundist nokkrar sprengjur í bænum og nágrenni hans. T. d. fannst nýlega sprengja á flugvellinum, önn- ur í skúr við Eiríksgötu og fólk, sem var í berjamó í Mosfells- sveit í haust fann þar sprengj- ur á víðavangi. Þorkell Steinsson lögreglu- þjónn hefir tekið að sjer að eyða sprengjum og gera þær óvirkar og finni menn eitthvað sem þeir gætu trúað að væru sprengur, þá er um að gera að handfjatla það ekki, heldur gera lögreglunni aðvart hið fyrsta. Eftir G. J. A. | Svartur markaður Svartur markaður nærist á skorti og vesaldómi. SENNILEGA er „svartur markaður“ eitt algengasta orð tímanna, sem við lifum á. Það er notað daglega í frettunum, og það yarð til hjá þjóðunum, sem harðast urðu úti í styrjöld- inni. Það er með algengustu orðum í Þýskalandi nútímans. Það hefur verið notað í Rúss- landi urrí fjölda ára og það er hreint ekki svo óalgengt hjerna á íslandh • • Ofrjáls markaður. Svartur markaður er í raun og vfiru ófrjáls markaður, þar sem þú kaupir sjaldsjeðar vör- ur fyrir óheyrilegt verð. Svart- ur markaður nærist á skorti og almennum vesaldómi, og blóð- sugurnar á svarta markaðnum fylla pyngjur sínar á kostnað þeirra, sem styrjöldin hefur svift allri björg. Þeir, sem að staðaldri fylgj- ast með erlendum frjettum, rek ast á þennan markað dags dag- lega. Jeg hefi hjerna fyrir fram an mig nokkrar frásagnir af þessari starfsemi. Þær eru frá Þýskalandi. • • Dollarasala. í Berlín eru breskir og bandarískir embættismenn að reyna að komast að því, hvað orsaki hina sívaxandi dollara- Þinghöllin í Berlín er nú stór- sködduð, cn svartur markað- ur þrífsí í skugga hennár. veltu á svörtu mörkuðunum í borginni. Vitað er, að allmargt flóttafólk selur dollara í rúss- neska Hypotheken bankanum. Sumt þetta fólk selur allt að 1000 dollara í einu, en fær i staðinn ávísun á 4.000,000 ígar ettur hjá rússnesku innkaupa- nefndinni á staðnum. Sígarettur þessar eru seldar í Berlín fyrir 4.000,000 ríkis- mörk, sem eiga að heita að sam svara 200.000 sterlingspundum, en eru í rauninni í mesta lagi 5000 punda virð.i. — En sala þessi á dollurum og síðan sígar ettum gefur svarta markaðs sölumanninum þó um þúsund- faldan hagnað. • • Flóttamannabúðir. Bandaríkjamenn munu nú komnir á þá skocjpn, að eina leiðin til að stöðva ofangreinda dollarasölú, mundi sú að loka flóttamannabúðunum þremur í hinum bandaríska hluta Ber- línarborgar og flytja íbúana, sem eru 16,000, yfir á hernáms svæði Bandaríkjanna. Hvort Framh. á his. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.