Morgunblaðið - 06.11.1947, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. nóv. 1947
MÁNADALUR
Sí á !L a^a eptLr J}ach cJ}ondo
n
1«
48. dagur
„Ef Henderson deyr, þá verð
ur Otto hengdur“, sagði hún.
„Og hvað á aumingja Hilda þá
að gera? Hún er með æðahnúta
á báðum fótleggjum og getur
alls ekki unnið. Og ekki get jeg
hálpað henni. Er Carl kannske
ekki atvinnulaus eins og aðr-
ir?“
Billy leit á þetta frá enn einu
sjónarmiði.
„Þetta verður ekki til annars
en spilla fyrir okkur, ef Hend
erson deyr“, sagði hann á-
hyggjufullur. „Og þá verður
Frank hengdur undir eins. Auð
vitað verðum við svo að borga
verjanda hans — og það verða
ekki smávegis útgjöld. Þar fer
obbinn af sjóðnum okkar.
Frank hefði aldrei gert þetta
ef hann hefði ekki verið full-
ur. Hann er sá besti og frið-
samasti maður, sem jeg hefi
nokkru sinni þekkt“.
Tvisvar sinnum fór Billy að
heiman þennan dag til þess að
vita hvort Henderson væir lif-
andi. Daginn eftir fluttu morg
unblöðin þá fregn að litlar lík-
ur væri til þess að hann mundi
hafa þetta af, og í kvöldblöð-
unum kom látið hans. Tribune
heimtaði skjótan dóm og
þyngstu refsingu og sagði að
það eitt gæti haft áhrif á þessa
brjáluðu verkamenn. Það tók
jafnvel dýpra í árinni og sagði
að það mundi hafa góð og gagn-
leg áhrif ef vjelbyssur yrði látn
ar tala yfir hausamótunum á
þeim lausingjalýð, sem nú væði
uppi í borginni.
Saxon fann að alt þetta
snerti sig beinlínis. Líf þeirra
Billy, framtíð þeirra og ást var
í hættu. Hún var eins og á nál-
um þegar Billy var að heiman.
Altaf kom til árekstra, en hann
sagði henni ekki neitt frá því,
og þó vissi hún að hann hafði
tekið þátt í þeim. Hún tók eft-
ir því að hann var stundum
hruflaður á hnúunum þegar
hann kom heim, og þá var hann
altaf kuldalegur og fámæltur.
Annað hvort sat hann þá hugsi
langa hríð, eða hann fór rak-
leitt að hátta. Hún var hrædd
við þetta og reyndi með öllu
móti að fá hann til að trúa sjer
fyrir því hvað gerst hafði. Hún
settist á knje hans, lagði hend-
urnar um hálsinn á honum, eða
strauk honum um ennið og hár-
ið.
— Elsku Billy minn“, sagði
hún, „þú hefir ekki verið hrein
skilinn við mig, og það er ljótt.
Manstu það ekki að við hjet-
um því í upphafi að við skyld-
um vera hreinskilin hvort við
annað og segja hvert öðru frá
öllu? Jeg brást því loforði þeg-
ar jeg seldi handavinnu mína,
án þess að segja þjer frá því.
Og jeg iðraðist þess mjög. Jeg
iðrast þess enn. Og jeg hefi
aldrei farið á bak við þig síðan.
En nú ferð þú á bak við mig.
Þú ert ekki hrein'skilinn við
mig. Þú segir mjer ekki alt.
Þú gerir ýmislegt, sem þá læt
ur mig ekkert vita um. Elsku
Billy minn. Þú veist að mjer
þykir ekki vænt um neitt nema
þig, og við eigum að vera eitt.
En nú er það eitthvað sem þú
vilt ekki láta mig taka hlut-
deild í. En jeg segi þjer satt,
að ef þjer er ekki óhætt að
treysta mjer, þá er þjer ekki
óhætt að treysta neinum. Og
þú mátt trúa því að jeg elska
þig svo heitt, að eg mun elska
þig hvað sem þú gerir“.
Það kom efasemdasvipur á
Billy.
„Svona, dyldu mig nú ekki
neins“, sagði hún. „Mundu það
að jeg er með þjer hvernig sem
fer og á hverju sem gengur“.
„Ætlarðu þá ekki að álasa
mjer?“ spurði hann.
„Hvers vegna ætti jeg að gera
það? Þú veist að jeg hefi ekki
reynt að gera mig að húsbónda
yfir þjer, og síst af öllu dytti
mjer í hug að segja þjer fyrir
hvernig þú eigir að haga þjer.
Jeg mundi ekki elska þig eins
heitt og jeg geri, ef jeg þætt-
ist eiga yfir þjer að segja“.
Hann íhugaði þetta stundar-
korn og sagði svo:
„Viltu þá lofa því að verða
ekki reið?“
„Reið við þig? Hvenær hef-
irðu sjeð mig reiða? Segðu
mjer nú hvernig á því stendur
að þú hefir hruflað á þjer hnú-
ana í dag“.
„Jæja, jeg skal segja þjer
frá því hvernig það vildi til“,
sagði hann og hló ofurlítið eins
og drengur, sem er montinn af
einhverjum hrekk, sem hann
hefir gert. „En þú mátt ekki
verða reið við mig. Við erum
neyddir til að gera ýmislegt
til þess að sýna að okkur sje
alvara. Já, nú skal jeg segja
þjer hvernig það var. Jeg rakst
á sveitadurg, risa að vexti, með
hendur eins og krof og fætur
eins og hnyðjur. Hann hefir
líklega verið helmingi þyngri
en jeg, og hann er ungur. Hann
ætlaði svo sem ekki að eiga í
illindum við neinn — það er sá
meinlausasti verkfallsbrjótur,
sem jeg hefi sjeð. Hann hefir
sjeð auglýsingar frá húsbónda
okkar og er kominn til borgar-
innar til þess að fá þessa góðu
vinnu. Og svo rekumst við Bud
Strothers á hann. Við erum alt-
af tveir og tveir saman á verk-
fallsverðinum, og stundum
fleiri. Jeg kallaði í sveitardurg-
inn: „Ertu að leita þjer at-
vinnu?“ segi jeg. „Já“, segir
hann. „Kantu að fara með fjóra
hesta?“ segi jeg. „Láttu mig
sjá þá fjóra hesta?“ segir hann.
„Engan barnaskap, ertu viss
um að þú viljir taka að þjer
ökumensku?“ segi jeg. „Já, jeg
er hingað kominn til þess“, seg
ir hann. „Þá ertu einmitt mað-
urinn, sem við erum að leita
að“, segi jeg. „Komdu hjerna
og þá skaltu fá nóg að gera,
einn — tveir •—• þrír •—“. En
við vildum nú samt ekki gera
upp reikningana við hann þarna
því að rauðhærði lögregluþjónn
inn, hann Tom Scanlon, er
lengra niður í götunni og hann
blæs pipu sína til merkis um
það að við skulum hypja okk-
ur í burt. En hann þekkir okk-
ur ekki. Og svo göngum við all-
ir þrír inn í húsasundið á bak
við grænmetisverslun Camp-
wells. Þar sjer enginn til okk-
ar og þar nemum við staðar.
„Jeg held að hann langi ekk-
ert til að aka“, segir Bud þá.
En pilturinn rýkur upp og seg-
ir: „Jú, það geturðu bölvað þjer
upp á“. „Ertu alveg viss um að
þú viljið fá atvinnu hjerna?“
segi jeg. Jú, hann var alveg
handviss um það. Hann er kom
inn hingað einmitt í þeim er-
indagerðum að útvega sjer
vinnu, og hann vill byrja nú
þegar. „Jæja, vinur minn“,
segi jeg, „fyrst svo er þá er
það raunaleg skylda mín að
segja þjer frá því að þú ert á
rangri leið“. „Hvernig þá?“ seg
ir hann. „Það skal jeg nú strax
sýna þjer“, segi jeg. Og svo —
einn — tveir — þrír, og jeg er
illa svikinn ef hann hefir ekki
sjeð stjörnur og flugelda. Þetta
er fljótgert þegar tveir æfðir
menn eru saman. En auðvitað
slítur það skinninu af hnúun-
um. En jeg skal segja þjer það,
Saxon, að ef þú hefðir sjeð
þennan pilt fyrir og eftir tusk-
ið, þá hefðirðu haldið að hann
kynni að skifta ham. Og þú
hefðir hlegið. Maður gat rifnað
af hlátri af því að horfa á
hann.
Nú skellihló Billy. Saxon hló
honum til samlætis en henni
var þó ekki hlátur í huga. Merc
edes hafði rjett að mæla. Verka
mennirnir voru svo heimskir
að þeir börðust um atvinnu
eins og bein. En hinir vitru herr
ar óku í bifreiðum og þeim
datt ekki í hug að bítast og
berjast. Þeir leigðu heimska
menn til þess að berjast fyrir
sig, menn af sama tagi og Bert,
Otto Frank, Chester Johnson,
gamla ístrumaga og varðmenn-
ina, Ilenderson og alla aðra
verkfallsbrjóta, sem ýmist voru
rotaðir, skotnir eða hengdir.
Jú viti'u mennirnir voru mjög
hyggnir. Þeir urðu ekki fyrir
neinu hnjaski. Þeir höfðu ekki
annað að gera en aka í hinum
skrautlegu bifreiðum sínum.
„Þið eruð óþokkar“, sagði
sveitaruxinn þegar hann komst
á fætur aftur“, sagði Billy.
„Langar þig enn til þess að fá
þessa atvinnu?“ spurði jeg.
Hann hristi höfuðið. Þá hjelt
jeg þrumandi ræðu yfir hon-
um. „Það er ekki nema um eitt
að gera fyrir þig, lagsi“, sagði
eS! !,og það er að flýta þjer
heim aftur. Skilurðu það? Þú
átt strax að fara til járnbraut-
arstöðvarinnar og kaupa þjer
farmiða. Og ef þú kemur aftur
til borgarinnar þá skaltu fá
verri útreið. Þetta núna var
aðeins vingjarnlegt klapp. En
ef við rekumst á þig aftur þá
skulum við lúskra þjer svo
duglega að hún mamma þín
þekki þig ekki“. Þú hefðir átt
að sjá hann þegar hann fór. Jeg
er viss um það að þegar hann
kemur heim og segir sólarsögu
sína, þá langar engan úr hans
sveit til þess að koma hingað
í atvinnuleit — nei, ekki þótt
þeim væri boðnir tíu dollgrar
fyrir klukkustund“.
„Þetta er ljótt að heyra“,
sagði Saxon og gerði sjer upp
hlátur.
| til leigu fyrir þann, sem \
\ getur lánað 50 þús. kr. í \
I 1—2 ár. íbúðin verður |
| laus eftir einn mánuð. Lág f
i leiga. — Umsóknir merkt- 1
i ar: „Steinhús — 629“ send- f
| ist afgreiðslunni fyrir há- |
| degi á laugardag.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuii
Ef Loftur getur það ekki
— Þá hver?
GULLNI SPORINN
127.
Duftið var gult, og er jeg stóð þarna með það í hend-
inni, varð jeg hræddur um, að það væri það, sem gefa ætti
merkið til skútunnar um að sigla burtu. Jeg leit til Settles,
sem strax sá hvað mjer bjó í huga.
„Þjer skuluð ekkert vera hræddur,“ sagði hann, „svo
mikil hetja er jeg ekki, að jeg selji líf mitt fyrir örlítið af
dufti. En flytið yður nú, því þessi heyrnarlausi hjerna
virðist mjög óvarkár með skotvopn.“
Jeg hikaði nú ekki lengur, en fleygði duftinu á eldinn.
í fyrstu gaus upp þykkur reykjarmökkur, en andartaki
síðar kastaði bálið frá sjer sterkum grænum bjarma. Eftir
um tvær mínútur dó bjarminn út, og jeg horfði út til
hafsins.
Mennirnír á skútunni höfðu sýnilega tekið eftir merk-
inu, því nú svöruðu þeir okkur með því að slökkva og
kveikja þrívegis á luktinni í mastrinu. Þvínæst sá jeg, að
bát var skotið út og að hann nálgaðist hratt ströndina.
Nú þurfti að láta hendur standa fram úr ermum. Við
leystum Settle og drösluðum honum með okkur upp á
klettinn. Svo sótti jeg hest minn og við hjeldum af stað
niður að ströndinni. Jeg skildi hestinn þó eftir rjett upp
við klettana, til að hann kæmi ekki upp um okkur.
Enda þótt nokkur alda væri, heyrði jeg greinilega til
mannanna í bátnum. Jeg leit í kringum mig og sá, að háir
runnar uxu þarna allt í kring. Jeg ljet Pottery taka sjer
stöðu bak við einn runnann, fjekk honum sverð höfuðs-
mannsins og byssu, en gaf honum merki um að skjóta ekki,
nema hann væri neyddur til þess. Að þessu loknu gekk
jeg um 20 metra upp frá ströndinni og kom mjer og Settle
fyrir bak við háan runna.
Þessu var varla fyr lokið, en jeg heyrði bátinn renna
upp að ströndinni. Þvínæst heyrðist lágt hvísl og fótatak.
Jeg gaf Settle skipun um að kalla til mannanna.
„Halló Dick! Halló Ruben!“ hrópaði hann strax.
Andartaki síðar heyrðist svar þeirra. „Halló höfuðs-
maður — hjer erum við!“
Hann varaði sig ekki á því
að í jurtaríkinu geta einnig ver
ið dýraætur.
★
— Þegar hann gitist dótt-
ur minni lánaði jeg honum 25
þús. krónur.
—. Og hefirðu ekkert fengið
af því aftur?
— Jú, dóttir mína.
★
— Við vorum á kendiríi sam
an nokkrir um daginn, og vor
um sannast að segja nokkuð
hátt uppi. Þá rákumst við allt
í einu á Bjössa Jóns kengfull-
an og dröttuðum honum heim,
og það tókst svo vel að við gát-
um komið honum í rúmið án
þess að konan hans yrði var við
það.
— Það var svei mjer heppi-
legt.
— O, ekki svo mjög. Dag-
in eftir frjettum við að hann
hefði farið tveimur dögum áð-
ur til Englands.
★
— Hversvegna ertu svona
reið út í manninn þinn?
— Nú, jeg sendi honum
reikninginn frá sumarhótel-
inu. Hann sendi mjer ávísun
samtímis, en skrifaði mjer með
og sagði að jeg mætti ekki festa
kaup á fleiri hótelum.
★
Mark Twain hlustaði einu
sinni á fyrirlestur, sem kunn-
ur náttúrufræðingur hjelt.
•— Vitið þjer, sagði náttúru-
fræðingurinn við Twain að fyr-
irlestrinum loknum, að mað-
urinn er eina veran, sem get-
ur roðnað. Getið þjer skýrt
það?
— Ef til vill, sagði Twain,
— jeg geri sannast að segja
ráð fyrir, að það sje eina ver-
an, sem þarfnast þess.
ÍK
Það var í kennslustund í
Líkams- og heilsufræði. Kenn-
arinn spurði börnin að því,
hvort þau vissu, að allt frá því
að maðurinn fæddist ætti sjer
stað bruni í líkamanum. Lítil
stúlka reis upp og sagði:
— Já, jeg hefi einmitt tekið
eftir því, að þegar kalt er úti,
þá ríkur úr manni.
AUGLYSING
ER GULLS IGILDI