Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur ll. nóv. 1947 írripitl>M>it3> Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Aml Garðar Kristinaaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Vonbrigði Tímans TÍMINN hefur bersýnilega orðið fyrir beiskum von- brigðum við að sjá upplýsingar fjármálaráðherra um fjár- hagsafkomu ríkissjóðs árið 1946. Allt s.l. sumar var það megin áhugamál blaðsins að sanna það, að fyrverandi fjár málaráðherra, Pjetur Magnússon, hefði sett ríkissjóð á hausinn. Það er þess vegna ekki að undra, þótt Tímanum verði .dálítið hverft við þær upplýsingar að síðara ár fjár- málastjórnar Pjeturs Magnússonar, árið 1946, hafi rekstr- arafgangur ríkissjóðs orðið tæpar 30 miljónir króna. — Árið 1945 vár hann rúmar 22 milj. kr. En Pjetur Magnússon og Ólafur Thors hleyptu land- mu í skuldir, segir Tíminn, þegar ekki er lengur hægt að veifa með rekstrarhalla. En það er líka ósatt. Á síðustu árum hafa alíar, eða svo til allar erlendar skuldir ríkis- sjóðs verið greiddar upp þannig, að einu erlendu lánin, sem í dag hvíla á ríkissjóði, eru dönsk lán að upphæð rúmar 5 miljónir króna. Þar með er dómurinn kveðinn upp yfir þeim Tímasannleik. Þá er síðasta vígið eftir: Fjármálaráðherrar Sjálfstæð- isflokksins hafa látið ríkissjóð stofna til inlendra skulda til óþarfa eyðslu. Hvernig stenst þessi staðhæfing? í árslok 1945 voru innlendar skuldir ríkissjóðs tæpar 30 milj. króna, en í árslok 1946 39 milj. króna. Skýringin á þessari aukningu innlendu skuldana getur að líta í ræðu núverandi fjármálaráðherra s.l. föstudag: Ríkissjóður hefur s.l. ár og í ár orðið að leggja út fje til margskonar framkvæmda, sem ekki var gert ráð fyrir á fjárlögum, og sem Alþingi hefur heimilað lántöku tjl. Þegar ókleift hefur reynst að fá þessi lán beint til þess- ara framkvæmda, hefur ríkissjóður sumpart orðið að taka lánin sjálfur eða að leggja fram eigin fje til framkvæmd- anna. ★ Fjármálaráðherra gat þess síðan hvaða framkvæmdir þetta væru. Til byggingar strandferðaskipa hefur þannig verið varið 5,2 milj. kr., til landshafna 2,6 milj. kr., til • smíði fiskibáta innanlands 9 milj. kr. til kaupa á Sví- þjóðarbátum 1,3 milj. kr., til símaframkvæmda 6,3 milj. kr., til nýbygginga í Höfðakaupstað 900 þús. kr., til lýsis- hersluverksmiðja 589 þús. kr. o. s. frv. Hjer hafa aðeins verið nefndar nokkrar þær fram- kvæmdir, sem ríkið hefur orðið að leggja fje, ýmist með því að taka sjálfur innlend lán til þeirra, eða leggja fram fje til bráðabirgða beint úr sjóði sínum. En myndu fjár- veitingar til þeirra verða taldar til „óþarfa eyðslu?“ Að þeirri niðúrstöðu getur áreiðanlega engin komist nema Tíminn. ★ En þessar framkvæmdir áttu að bíða, segir Tíminn ennfremur Já hefði ekki verið skynsamlegt að láta byggingu ttrandferðaskipanna bíða þangað til ekki var hægt að fá þau neinsstaðar bygð? Eða t. d. nýsköpunartogaranna, sem nú selja íslenskar afurðir fyrir miljónir vikulega. Hefði ekki verið skynsamlegt að bíða með að parlta þá þangað til Bretar hefðu sett útflutningsbann á skip? Að áliti Timans hefði það verið rjetta leiðin til þess að eignast strandferðaskip og togara. Nei, afturhaldsstefna Tímans hefur dæmt sjálfa sig til dauða. Vegna þess að henni var ekki fylgt, getur þjóðin nú tekið undir þessi niðurlagsorð úr fjárlagaræðu Jóhanns Þ. Jósefssonar fjármálaráðherra: „Við höfum nú betri læknilega aðstöðu en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar pjóðar, til að haganýta auðlindir landsins og bægja böli cjtvinnulevsisins fi'á dyrum landsmanna“. (i , Það er á grundvelli þessarar staðreyndar, sem íslenska rjþjóðin mun taka upp baráttuna gegn verðbólgunni, sem nú ógnar afkomu hennar, af fullri djörfung og raunsæi. ÚR DAGLEGA LÍFINU Síldin. ÞAÐ ER líf og fjör í Reykja- víkurhöfn þessa dagana. Bát- arnir koma sökkhlaðnir með silfurfiskinn úr Hvalfirðinum. Við hverja bryggju liggur síld- arskip.'Forvitnir Reykvíkingar hópast í blíðviðrinu til að horfa á þessi undur. Strákarnir ná sjer í nokkrar síldar á kippu til að fara með heim í soðið. Það glitrar á stakka sjómann- anna í haustsólinni, sem eru þaktir síldarhreystri og hreystrið, — þessar litlu silfur- agnir — þekja bryggjur og báta og göturnar næst höfn- inni. • Eins og á Sigló. „ÞETTA ER eins og á Siglu- firði“, segja þeir, sem hafa verið fyrir norðan. Ferðaskrifstofan auglýsir skemtiferðir upp í Kjós fyrir fólk, sem vill horfa á síldar- skipin á Hvalfirðinum um leið og auglýstar eru ferðir að Gaukshöfða til að horfa á eld- ana í Heklu. • Silfurfiskurinn gullsígildi. SÍLDIN hefir undarlegt að»- dráttarafl, því silfurfiskurinn er gullsígildi og honum er breytt í dollara og sterlings- pund. Við höfnina, í kaffihús- um og heimilum ræða menn um þau undur sem hafa gerst. Hvalfjörðurinn fullur af síld. „Þetta er undarlegt", segja sumir, en aðrir setja upp spek- ingssvip og fullyrða, að þeir hafi altaf vitað þetta. „Jeg man“, segja þeir, eða ,,í mínu ungdæmi". En þeir segja ekki hvers- vegna þeir hafa þagað til þessa yfir visku sinni. Beðið eftir löndun. NÆTURNAR SPRINGA und an þunganum og bátar bíða eft- ir löndun. „20 skip á Hvalfirði, 50 skip á Hvalfirði, 70 skip á Hvalfirði“, segja blöðin og fyr- 1 irsagnarletrin stækka með hverjum deginum sem. iíður. ! I Reykjavíkurhöfn koma ný og ný skip með einkennisbók- stafi, sem sjaldan sjást hjer.' .,EA“_ „ÍS“, ,,BA“ og fleiri. I • Herramannsmatur. EN ÞAÐ sem færri vita er að Sundin hjer í kringum Reykjavík eru full af herra- manns-mat. Kollafjarðarsíldin og Hvalfjarðarsíldin er lostæti, sem þó sjest óvíða á borðum hjer í höfuðstaðnum vegna þess að fólk kann ekki að notfæra sjer síld til átu og kann ekki að matreiða hana. .Súrsíld, soðin síld, reykt síld, steikt síld, söltuð síld og fleira og fleira. A dögunum fjekk jeg tæki- færi til að bragða súrsíld úr Kollafirði, sem niðúrsuðu- sjerfræðingurinn Ingimundur Steinsson á Akranesi hafði mat búið. Hversvegna er ekki hægt- að fá slíkan mat á veitingahús- um hjer? Það er gómsætur matur. • Sýnikensla. EN NÚ ER tækifæri fýrir okkar ágætu húsmæðrakennara að kenna okkur síldarátið. Það ætti að fá hjer stóran sal og hafa sýnikenslu allan daginn. Kenna húsmæðrunum að mat- reiða síldina og hafa hana á boðstólum til átu. Fiörefnin, eða vitamínin, sem koma hjer á land eru á við hundruð ávaxtafarma. Hjer er tækifæri, sem ekki má ganga úr greipum. Litlaus jól. GJALDEYRISYFIRVÖLDIN hafa víst alveg gert það upp við sig, að þau ætla eki að veita leyfi fyrir þeim 20.000 krónum, sem þarf til að við fá jólatrje í ár. Það verða fyrstu jólin í fjölda mörg ár, sem íslensku börnin fá ekki að sjá jólatrje. Það er hætt við að mörgum þyki það litlaus jól. Og illa er okkar hag komið úr því við get um ekki veitt okkur og börnun- um okkar þessa ánægju. Fjárhagsráðið veit vafalaust hvað það er að gera, því varla færi það að neita um þetta smá- raéði, nema vegna þess að það má til. En hefði það ekki verið þakk argjörð, sem átti vel við, ef Fjárhagsráð hefði sagt sem svo: — Ú því að síldin kom, þá skul- um við halda upp á það með því að veita innflutning á jóla- trjám að þessu sinni. « Gleðistund. FYRSTA BÓKMENTAKYNN ING Helgafells í Austui’bæjar- bíó á sunnudaginn var tókst ágætlega og varð sannkölluð gleðistund. Þetta var stór við- burður í menningarlífi bæjar- ins og á forstjóri Helgafells þakkir skyldar fyrir frum- kvæði sitt. Upplesararnir voi'u ágætir, enda ekki valið af verri end- anum, þar sem voru þeir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Þorbergur Þórðarson rithöfund ur, en Tómas Guðmundsson skáld kynti. Meira af þessu. • Apótek — * ekki lyfjabúð. FORMAÐUR Apótekarafje- lagsins hefir hneykslast yfir því, að hjer í þessum dálkum var í brjefi talað um Ingólfs lyfjabúð. Telur hann það upp- nefni. — í þessu sambandi send ir hann tímarit, sem heitir Farmasía og er þar haft eftir dr. Birni Guðfinnssyni, að það muni vera rjett að nota apótek og apótekari í stað lyfjabúð og lyfsali. Það er gott að vita það. * MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . !?/#;>. r x A Kommúnistar op erlend hjálp ítalskir kommúnistar og „aðstoðin frá Wall Street“. KOMMÚNISTAR um - allan heim hafa jafnan haft það orð á sjer, að þeir þægju ekki óálit- legar fjárhæðir frá skoðana- bræðrum sínum í Sovjet, sjálf- um sjer til eflingar og „öreig- unum“ til brautargengis. Flokk ar kommúnista utan Rússlands hafa að vísu jafnan neitað þessu, en margur maðurinn hefir þó oft og tíðum átt erfitt með að botna í fjárfúlgum þeim, sem ,,öreigarnir“ ósjald- an hafa haft á milli handa. Ásökunum um fjárhagsiega aðstoð frá Rússlandi hafa kommúnistar stundum svarað með því að saka andstöðu- flokka sína um erlenda hjálp og íhlutun, og itölsku kommún istarnir munu meðal annars hafa gripið til þessa ráðs — illu heilli, að þeim þykir sjálf- sagt nú. • • DoIIaragjafir. Saga þessa máls er sú, að kommúnistaflokkurinn í Ítalíu tók að hrópa það fjöllunum | hærra, að aðrir ítalskir stjórn- málaflokkar hefðu þegið fje . Bandáríkjunum. Voru komm- únistar ekki lítið hróðugir yfir þessum áburði — eða alt þar til skjalfastar sannanir voru lagðar fram fyrir því, að þeir höfðu sjálfir glaðri hendi þegið dollaragjafir. Þegrr De Gasperi-forsætisráð- herra fór í heimsókn til Banda- ríkianna, sögðu kommúnistar, að hann vildi bandaríska íhlut- un í heimalandi sínu. — Nú hef ir verið komið illa upp um kommana Sannanir þessar komu frá Luigi Antonini, formanni ítalsk -bandaríska- verkalýðsráðsins, sem lýsti því yfir í opnu bi’jefi til Umberto Terracini, hins kommúnistiska forseta ítalska þingsins, að hann hefði látið kommúnistaflokki ítaíiu og fylgiflokkum þeirra í tje fjár- hagslega hjálp. • • I Kona kommúnista- leiðtogans. Antonini upplýsir það í brjefi sinu, að hann hafi meðal ann- ars afhent frú Palmiro Togli- atti, konu ítalska kommúnista leiðtogans, 250 doilara. Skýrir Antonini svo frá, að Togliatti hafi sjálfur farið fi'am á þetta, en peningana hafi átt að nota til styrktar ítalska kvennasam bandinu, sem er undir yfir- stjórn kommúnista. Hann bæt- ir því við, að Guiseppe di Vitt- orio, hinn kommúnistiski leið togi ítalska verklýðssambands- ins, hafi verið einn þeirra; sem undirrituðu kvittun fyrir 5000 dollurum, sem ítalsk-banda- ríska verklýðsráðið Ijet af hendi 1944 Til vðibótar ofangreindu, hef ÍFramhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.