Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur 257. thl. — Þriðjudagur 11. nóvember 1947 ^ísafoldarprentsmiðja h.f. Þjóðir Vestur Evrópu hafa athafnafrelsi Vjelbáfi'r slranJar á Isafirði 1 NORÐ-AUSTAN veðrinu í íyrrinótt, strandaói m.s. Scerán frá Siglufirði, i botni ísafjarðar. Engan af áhöín skipsins sakaði. Þegar veður tók að versna, lögðu skipverjar Særúnu við festar. Vegna jjess hversu botn- inn þar er lítt grýttur, gat ank- eri skipsins hvergi náð góSum haldbotni og rak skipið undan veðrinu upp í f jöruna. 1— Ekki töldu skipverjar sig í neinni hættu og hafa þeir síðan látið fyrirberast í skipinu. Botninn er leirkendur mjög. Varðskipið A2gir er farið á strandstaðinn og eru líkur tald- ar góðar til þess að skipið náist út mjög lítið skemt. Skipstjóri á Særúnu er Jón Jóhannsson. Eigandi er Sncrri Stefánsson. Takmörkun fresfun- arvalds bresku lá- yarðadelldarsnnar London í gærkvöldi, HERBERT Mcrrison lagði í dag í neðri málstofu breska þingsins fram frumv., sem miðar að tak mörkun frestunarvalds lávarða- £ deildarinnar. Er til þess ætlast í frumvarpinu, að frestunarvald ið verði stytt úr tveimur í eitt ár. . Morrison sagði í framsögu- ræðu sinni, að í rauninni væri lávarðadeiidinni ætluð alt of víðtæk völd. Sagði hann, að deildin hefði að vísu ekki ollið íhaldsmönnum neinum erfiðleik um meðan þeir voru við stjórn en afstaða hennar væri ekki hin sama til verklýðsstjórnar. Einn af fulltrúum stjórnar- andstöðunnar talaði á eftir Morrison.‘Hjelt hann því meðal annars fram, að frumvarpið um skerðinguna væri í raun og veru byggt á röngum íorsendum enda hefði lávarðadeildin ekki tafið fyrir neinum þeim málum, sem stjórnin hefði lagt fram. Enginn vafi mun á því, að frumvarp Morrisons verði sam- þykt. — Reuter. leyna eS samræma flllögur sínar Lake Success, N. Y. í gærkvöldi. NOKKUÐ mun nú hafa áunnist við að samræma tillögur Banda- ríkjanna og Rússlands um lausn Palestínudeilumálsins. Sátu full- trúar beggja þjóða á fundi í dag, en samkomulagsumleitanir milli þeirra hafa nú staðið yfir í nokkra daga. Hemlli Ellsabelar og Kounlballens „Windelsham Moor,“ í Surrey, verður fyrst um sinn heimili Elísafoetar Engiandspiiasessu og Philips Mountfoattcns éftir brúð Itaup þeirra, en eins og áður hefur 'verið skýrt frá, brann höll sú, sem upphaflcga hafði verið ráðgert að ungu kjónin byggju í. Hjei er mynd af Windelsham Moor. Nokkur ríki eru andvíg endurreisn álfunnar Marshall gerir grein fyrir hjálpar- ástlun sinni Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. MARSHALL utanríkisráðherra, flutti í dag ræðu fyrir utanríkis- málanefnd beggja deilda Bandaríkjaþings, og skýrði þar frá að- stoð þeirri, sem kennd er við hann og ætlast er til að Bandaríkin láti Vestur-Evrópu í tje. Gat utanríkisráðherrann þess meðal ann- ars, að ætlur.in væri að gera sjerstakan samning við hverja þeirra 16 þjóða, sem á sínum tíma sendu fulltrúa á Parísarráðstefnuna og aðstoðarinnar munu njóta. Mundu* sámningar þessir miða að þvi, að hinni væntanlegu aðstoð yrði varið til sem nytsamlegastra hluta. Um 62 þús. má! síldar haía veiðst tii bræðslu Hingað fsárusf á sunnudag um 11 |ás. æél. ------r--- VEGNA norðanstorms í gær, fóru herpinótabátar ekki tii eiða í Hvalfirði. A sunnudaginn vár hinsvegar óhemju veiði í Hvalfirði og hinn mesti fjöldi skipa að veiðum, eða rúmlega 60. Sem dæmi upp á veiðina á sunnudag, má getá þess, að vjelskipið Helgi Helgason fjekk 1500 mál í þrem köstum á um það bil 5 klukkustundum. En hingað kom skipið með um 1900 mál. Nokk- ur skip sþrengdu nætur sínar. A sunnudag bárust hingað til hræðslu á Siglufirði um 12000 mál síldar. Alls hafa nú aflast í Hvalfirði um 34 þúsund mál síldar. — Reknetabátar munu hafa aflað vel í gær. Ný ganga, Skipstjórar á síldveiðiskip- unum hafa skýrt svo frá, að þeir teldu það skoðun sína, að á sunnudag hafi ný mikil síld- arganga hafist inn í Hvarfjörð. Skipstjórinn á Helga Helgasyni lóðaði nokkrum sinnum er skipið var á leið hingað til Reykjavíkur og taldist honum svo til að hann hefði orðið var við fimm síldartorfur. Sagði hann þær hafa verið mjög þjettar. Á sunnudag komu síldveiði- skipin er láta afla sinn í flutn ingaskip norður til Siglufjarð ar, með samtals um 12000 mál. Nokkur skip urðu fyrir því ó- happi að nætur þeirra sprungu undan þunga síldarinnar og mistu sum þeirra þannig góð % köst. Hæstu skip. Aflahæstu skip síldveiðiflot ans í Hvalfirði er Fagriklettur frá Hafnarfirði með um 4200 mál. Næst koma Rifsnes og (Framhald á bls. 12) Visktffasamningar Sreta og Rússa London í gærkvöldi. ÁKVEÐIÐ hefur nú verið, að taka upp að nýju samningaum- leitanir milli Bretlands og Rúss- lands um viðskifti þessara landa. Var gerð tilraun til samkomu- lags í sumar, en hún fór út um þúíur. Fullyrt er í Bretlandi að samn inganefnd verði send til Moskva nú um mánaðamótin, en ekkert mun enn ákvcðið um, hverjir verði í neíndiuni. Bretar munu aðallega vilja selja Rússum ýmiskonar vjelar, en fá matvæli i staðinn. -— Reuter. Aukakostna&ur NEW YORK : — Trygve Lie, aðal- ritari S, þ., hefur tjáð frjettamönn um, að það mundi að líkindum hafa um mrlljón dollara aukakostn að í för með sjer að halda næsta alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. HIÐ nýja vitaskip,, Hermóð ur, lagðist að Grófarbryggju milli kl. 10 og 11 í gærlcvöldi. Guðbjartur Olafsson hafn- sögumaður, sagði blaðinu, að sjer virtist Hermóður vera sjer lega glæsilegt skip. Og það sem jeg gat sjeð í fljótlegheit- um, virtist vera mjög vandað, sagði Guðbjartur. Hermóður, er sem kunnugt er eign Vitamálastjórnarinnar, og er skipið bygt í Svíþjóð. Á leiðinni hingað heim hrepti skipið slæmt veður eink- um er nær dró landi, en skip- verjar ljetu mjög vel yfir því. Eisn engin sljórnar- myndun í Danmörku Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. TILRAUNIR til að mynda sam- steypustjórn borgaraflokkanoa og jafnaðarmanna, eða borgara- lega meirihlutactjórn með íhalds mhnnum, vinstriflokknum og radikölum, hafa nú algerlega farið út um þúfur. Strandaði stjórnarmyndunin aðallega á Suður-Sljesvíkur málinu. Athugaðir eru nú möguleikar á því, að íhaldsmenn og vinstri- menn myndi minnihlutastjórn, en ekki er búist við að það beri árangur. Liklegast er nú talið, að Hed- toft Hansen myndi minnihlut.a- stjórn, með eða án þátttöku radi kala. — Páll. LONDON: — Fulltrúar utanríkis- ráðhcrrauna hafa enn ekki getað koraið sjer saman um, hvaða lönd eigi að fá að taka þátt í undirbún- ingi friðarsamrir.ga við Þjóðverja. Hjálp til sjálfshjálpar. Marshall lýsti aðstoðaráætl uninni þannig, að. ætlunin væri í raun og veru að hún yrði hjálp til sjálfshjálþar. Mundu Bandaríkjalánin til hinna 16 þjó$a fara eftir getu þeirra til endurgreiðslu, en aðstoðin ann ars að mestu leyti koma fram í vörulánum. Þó mundu pen- ingálán koma til greina, þar sem Bandaríkin gætu ekki lát ið í tje þær vörur, sem helst væri óskað eftir. Andvígir endurreisn. Marshall vjek nokkrúm orð- um að Parísarfundinum, og á- kvörðun þjóða í Austur-Evrópu um að senda ekki fulltrúa á ráðstefnuna. Sakaði hann and- stæðinga hjálparframlagsins um að vilja ekki endurreisn Ev rópu, en sagði um þær 16 þjóð ir, sem tjáðu sig fúsar til að þiggja hjálpina, að sýnilegt væri, að þær hefðu athafna- frelsi og gætu farið þær leiðir, sem þeim þóknaðist. Stefna að endurreisn. Bandaríski utanríkisráðherr ann sagði og, að þrjár af vold- ugustu bandamannaþjóðunum hefðu sett sjer það takmark, að vinna saman að endurreisn Evrópu, en sýnilegt væri, að ein stórþjóð ætlaði að fara aðr ar leiðir-. Onnur hjálp. Auk aðstoðar þeirrai', sem Marshall fer nú fram á að Bandríkjaþing veiti Evrópu- þjóðunum, tjáði hann fundi ut anríkisnefndanna í dag, að hann mundi biðja um aukafjár 'veitingu til að standa straum af hernámskostnaði Bandaríkj anna, auk þess sem nauðsynlegt. mundi að ljá Kínverjum nokkra aðstoð. (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.