Morgunblaðið - 14.11.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.11.1947, Qupperneq 2
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. nóv. 1947 tlEfrnmwarpið tilraun til að láta skynsemina ráða Fyrsta umræða um frumvarp jð um ölgerð og sölumeðferð öls, hjelt áfram í Nd. í gær, og varð ekki lokið. Þegar fundi var frestað kl. rúmlega fimm. voru fimm þingmenn á mæl- endaskrá. Sigfús Sigurhjartarson hjelt-j , áfram ræðu sinni, þeirri er hann hafði hafið er málið var síðast tekið fyrir. Var þessi hluti ræðu hans ekkert annað er endurtekning og útþvnning á því, sem hann hafði sagt í Frá umræðunum á Alþing! í gær fyrri hlutanum. Eina viðbótar- ástæða hans fyrir andstöðu við frumvarpið var sú, að hann hefði fengið vitneskju* um að sumir kjósendur væru því mót- fallnir. y Tiíraun til að láta skynsemina ráða. Steingrímur Steinþórsson, fyrri þingmaður Skagfirðinga, sem er einn flutningsmanna frumvarpsins, tók næstur til máls og flutti ýtarlega ræðu. Hann kvaðst hafa gerst flutn- ingsmaður þess vegna þess að með því væri gerð tiiraun til að láta skynsemina ráða í þessum vandasömu málum í stað öfga og hleypidóma. Mótbárur þær, Bcm hafðar hefðu verið í frammi gegn því af þeim þingmönnum, sem talað hefðu, hefðu styrkt sig í þeirri trú að með frum- varpinu væri stefnt í rjetta átt. Andmælendur þess og þó sjer t staklega Sigfús Sigurhjartar- son, hefðu bókstaflega engin rök flutt fyrir máli sínu, önn- ur en þau að unglingar kynnu e. t. v. að leiðast íil áfengis- neyslu ef þeir ættu kost á á- fengum bjór. En þau rök væru ekki haldgóð. 1 Hvernig stendur á því að uuglingar drekka ekki hinn óá fenga pilsner og bjór, sem nú er framleiddur í landinu en kjósa heldur Cóca Cola og aðra gosdi'ykki? Það er vegna þess að þeim þykir bragðið af hon- um vont. Og bjórbragð er yfir- leitt ekki gott. Hin Ijettu og sætu vín eru að mínu áliti miklu meira freistandi fyrir unglinga en af þeim er þó sára lítið drukkið hjer. ’ í gildi. Ollum fannst að þeir þyrftu að birgja sig upp að vín- föngum, líka þeim, sem aldrei höfðu bragðað þau. Og flestir þeirra komu meira og minna ölvaðir heim. Jeg nefni þetta aðeins sem lítið dæmi um það, hvernig bannið verkaði, jafnvel á reglu samt fólk í myndarlegri sveit. bindindis- sínu áliti Þeir hefðu Skökk leið farin. Forvígismenn málanpa hefðu að farið skakka leið. margir hverjir fyrst og fremst lagt áherslu á eitt boðorð: Valdboðið. þú skalt ekki. Bönn og forboð hefðu verið þeirra eina úrræði. Saga mannkyns- ins frá hinum fyrstu foreldrum þess sannaði að forboðið verk- aði oft öfugt við það, sem því væri ætlað að gera. Eva neytti eplisins af eina trjenu, sem henni var bannað að njóta á- vaxta af, vegna þess að henni var bannað það. Og hver var reynsla íslensku þjóðarinanr af Stóradómi? Bættu hin ströngu hegning- arákvæði hans siðferði fólks- ins? Nei, tilraunir fólksins til þess að brjótast undan okinu, birtust í hrörnandi siðferði. Hver heimskan á fætur annari. Hjer hefði verið framin hver heimskan á fætur annari í á- fengismálunum. Hjer væri því jafnvel af sumum haldið fram að þeir menn, sem hqflegast færu með vínföng, váeru hættu- legustu dýrkendur Bakkusar. Sterk vín mætti ekkí selja nema ?svo stórum flöskum að tryggt væri að menn gætu drukkið sig ofurölvi úr þeim, o. s. frv. íbmnlögin breyttu afstöðu þjóðarinnar til áfengisins.* Þingmaðurinn ræddi áhrif bánnlaganna á þjóðina og komst þá m. a. að orði á þessa leið: Bannlögin breyttu afstöðu þjóðarinnar til meðferðar á- feiigis. Á æskuárum mínum þótti þáð vansæmd þar sem jeg þékkti til að drekka sig ölvað- an. Eftir að bannið hafði vdt-- ið' ió.gleitt brá svo við að mörg um tók jafnvel að þykja að því sómi. Menn, sem aldrei höfðu neytt áfengis, tóku að bragða það þegar tækifæri gáfust. Mjer er minnisstæður atburð ur úr heimahögum mínum. Um það bil þrjátíu menn úr svpitinni þurftu að skreppa í upstað til Húsavíkur. Fæst- þeirra höfðu neytt áfengis ka ir áðLtr. En bannið var að ganga Frjáls bindindisstarfsemi. Mestu máli skipti, sagði þing maðurinn, að aukin rækt væri lögð við frjálsa bindindisstarf- semi. Hún myndi reynast miklu árangursríkari en bönnin og forboðin. Af þeim hefði þjóð- in dýrkeypta reynslu. Einhvers konar skömmtun áfengis gæti einnig komið til greina. Lárus Pálsson fær frábært lof fyrir leikstjórn í Bersfen yri'Á7! ÞEGAR Lárus Pálsson leik- ari var í Oslo í fyrravetur, við að setja „Gullna hliðið“ á svið í Norska leikhúsinu, kyntist hann m.a. leikhússtjóranum og leikritahöfundinum Steen Bugge, er þá var leikstjóri við þjóðleikhúsið í Oslo. Hræðslan við bjórinn. Þingmaðurin kvað sig furða á þeirri hræðslu, sem reynt væri að vekja við ölgerð hjer á landi. Við höfum haft hjer áfengt öl, það var á boðstólum hjer áður enn bannið var sett. En það gerðust engin stór- merki. Jeg þekkti engan manp, sem það sakaði. Það er að vísu hægt að neyta öls í óhófi þann- ig, að tjón verði að. En það er líka hægt að drepa sig á kjöt- áti og Jóhannes Birkjland seg- ir í bók sinni að of mikil kjöt- neysla hafi eyðilagt sig. Það er meira að segja til fjelags- skapur hjer á landi, sem berst á móti kjötáti. Það er hægt að misnota allar neysluvörur. Jeg get hugsað mjer ýmsar breytingar á þessu frumvarpi, en í höfuðdráttum stefnir það í rjetta átt. Það væri t. d. hugs anlegt að láta ríkið reka hjer ölgerð. Steingrímur Sfeinþórsson kvaðst að lokum vilja taka und ir þau ummæli Sigurðar Bjarna sonar, þingmanns Norður-ís- firðinga, að fylgi sínu við mál- ið rjeði fyrst og fremst sann- færing hans sjálfs. Mótmæli frá fjelagasamtökum eða kjós endahópum breyttu henni í engu. Að sjálfsögðu myndi hann svo hlíta dómi kjósenda sinna um afstöðu sína þegar þar að kæmi eins og tíðkaðist í 'lýðræðislandi. Þann dóm gætu þeir fellt’ frjálsir og óhindraðir. Að lokinni ræðu Steingríms Steinþórssonar var. umræðunni frestað vegna flokksfunda. Bar forseti þá ósk undir atkvæði þingdeildarinnar og var hún samþykkt með 13 gegn 11. Þá kom það til orða að Lárus kæmi bráðlega aftur til Noregs og tæki að sjer að setja jeikrit á svið fyrir Steen Bugge. Nokkru síðar varð Bugge for- (stjóri fyrir Þjóðleikhúsinu í , Bergen. Og síðan varð það að ' samkomulagi, að Lárus kæmi þangað, til þess að stjórna þar sýningu á leikritinu „Á flótta“ eftir Ardey er leikið var hjer Lárus Pálsson. r- átfa Bretar drepnir í Palestínu Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EINN LÖGREGLUÞJÓNN og sjö breskir hermenn hafa látið lífið í Palestínu í dag vegna ofbeldisverka Gyðinga. Breskur lögreglumaður var skotinn til bana er vopnaðir Gyð ingar rjeðust á lögregluflokk, sem var í eftirlitsferð á King George Avenue í Jerúsalem í dag. Nokkrir breskir hermenn og að minsta kosti þrír Gyöing- ar særðust í átökum, sem urðu þarna á götunni. <s>- 7 breskir hermenn fjellu er Gyðingar gerðu sprengjuárás á herbúðir í Jerúsalem í dag. Rjettarhöldum írestaö Hamboxg í gærkveldi. RJETTARHÖLDUNUM yfir Alfred Krupp, sem áttu að hefj ast í miðjum þessum mánuði hefir nú verið frestað til loka mánaðarins. •—Reuter. í Reykjavík fyrir nokkru. Þá stjórnaði Lárus leiksýningunni ,en ljek sjálfur aðalhlutverkið. Lárus fór til Bergen í byrjun október til þess að undirbúa leiksýningu þessa, og er kom- inn aftur fyrir nokkru síðan. Þannig stóð á flugferðum að Lárus varð að fara frá Bergen snemma morguns eftir frum- | sýninguna áður en hann gat fengið blaðadóma þar. En síð- an hefir Morgunblaðið fengið blöðin, sem skýra frá leik- sýningu þessari. Kemur þar í ljós að Lárus fær einróma lof fyrir stjórn sína á leiknum. Svo þessi Bergensför hans, hefir orð ið honum bæði til ánægju og hins mesta sóma. Ummæli Bergensblaðanna um leikstjórn Lárusar fara hjer á eftir. f Morgenavisen segir (L.K.) „íslenski leikstjórinn Lárus Pálsson liefur sett „Á flótta“ á svið, og hann gat með góðri samvisku tekið á móti hinum óvenjulegu fagnaðarlátum sem áhorfendur ljetu honum í tje, þegar hann korri fram eftir að tjaldið var fallið. Hann hefur skapað leiksýningu sem gerir leikritið lifandi og fullgilt. Það er orðið föst og örugg heild, þar sem lítilvægir ágallar frá hendi höfundar verða aðeins til þess að gera það ennþá sann- ari. Llann notar allan tónstiga tilfinninganna, frá bliðu til styrks, frá beiskri örvæntingu til viðkunnanlegrar glettni. Leikararnir hafa látið leika á sig eins og hljóðfæri; eins og leikarar eiga að láta innblásinn leikstjóra gera, — án þess að láta þurka sjálfa sig út. . . . É Fagnaðarlátunum ætlaði ekki að linna og listamennirnir voru kallaðir fram hvað eftir annað, en einkum hylltu menn leikstjórann hjartanlega. Bergen Tidende segir m.a. (Herbrand Lavik): Lárus PSlsson kaus fjórðu leiðina að leggja hlustirnar vi5 því sem er almenns mannlegs eðlis í leikritinu, að finna sjer eina undirstöðu og fyllt út í formið úr þeim auðuga undir-i straumi meðaumkunarinnar og virðingar fyrir mönnunum sem leikritið geymir. Hve sjálf sögð úrlausn Lárusar Pálssonar var, uppgötvaði jeg ekki fyr em jeg sá leikritið. ... Það sem framar öllu gefur þessari leiksýningu þetta ó- venjulega gildi, er innsæi leik- stjórans og strangheiðarlegur tilgangur. Þetta kom fram í öllum atriðum. Hvert einasta hlutverk var stillt á þennan tón hvert einasta hlutverk var súla undir fögrum loga meginhugs- unarinnar. Það er engum til minnkunar að segja að Lárus Pálsson hlýt, ur að vera mikill- stjórnandi. Samvinna hans við leikara hef ur hlotið að mótast af óvenju- legu innsæi. Leikurinn var lát- laust og óbrotinn, en bjó yfir máttugri innri þenslu. Sú til- finning að persónurnar væru ekki Launverulegar kom einnig aðdáanlega í ljós.... Heppilegri sviðbúning hefði „Á flótta“ tæpleg getað íengið hjá okkur. Undir stjórn Lárus ar hefur leikritið fengið ein- falt og stórbrotið r:i,, þrungið ástríðu, ipeðaumkunaf og feg- urð trúar. Mörg og löng ár eru síðan jafnmikið og erfitt verk hefur fengið eins fullgilda með ferð á leikhúsi okkar. Bergens Arbeiderblad segir: (Olav Simonnæs): Það skal strax tekið fram a5 þetta var verulega mikilvæg frumsýning, — mikill sigur fyrir Þjóðleiklnisið, íslenska leikstjórann, Lárus Pálsson, og leikarana....... Lárus Pálsson hefur tekið alt leikritið föstum tökum, sem brugðust ekki eitt andartak, Hann ræður jafnvel við hin erfiðu umskifti inn á landa- mæri draums og veruleika án þess að heyrist falskur eða skerandi tónn. Að þessu leyti hafði kvikmyndin vissa kosti vegna yfirburða sinna í tækni. En leikritið hrífur mann meir ó leiksviði, einmitt af því að leikstjórinn gefur aðeins hlut ina í skyn með mestu varúð, j stað þess að láta persónurnar og alla viðburðarásina fá á sig blæ óveruleikans. Þessum ó- veruleikablæ slær aðeins yfir í lok fyrsta þáttar og örfáum sinnum siðar. En því áhrifa- meiri er hann. Ljósameistarinn veitti lijer góðan stuðning. . . . Nú hef ég í stuttu máli minst á alla leikarana. En eftir er að geta þess að þeir rnynduðu Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.