Morgunblaðið - 23.11.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. nóv. 1947 MORGVNBLAÐIÐ 7 AFURÐAVERÐ LANDBÚNAÐARIN í TÍMANUM 13. nóvember birt- ist grein með fyrirsögninni: „Verðlag landbúnaðarafurða", eftir Sverrir Gíslason, bónda í Hvammi, formann framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, formann stjettasambands bænda með meiru. Er grein þessi svar við grein minni í Morgunblaðinu og ísafold um afurðaverð landbún- aðarins. Lætur maðurinn mikið yfir sjer og slær um sig með tölulegum blekkingum, og þyk- ist ná sjer vel niðri á tveim prentvillum í grein minni, svo sem því að prentað er 1914 í stað 1944, en þess er þó getið að það hafi verið árið eftir 1943. Eftir að grein mín kom' út gengu Tímamenn frá einum til annars til að biðja þá, að svara, en hver af öðrum færðist undan og hefur þótt málstaður til þess hæpinn. Loks hefur svo Sverrir tekið að sjer verkíð, en 23 daga hefur það kostað að koma svar- inu savran. Það skal strax tekið fram, að það er alger misskilningur hjá Sverri, að jeg hafi í grein minni sveigt nokkuð að framleiðslit- ráði iandbúnaðarins. Sú stofnun er lítið farin að sýna sig og hef jeg um hana sem slíka ekkert að segja enn sem komíð er. Hitt er því óskylt, að mennirnir, sem þetta ráð skipa eiga misjafna sögu áður í afstÖðu til mála og á hinu á ráðið sem slíkt enga sök, að tilvera þess er byggð á lög- gjöf, sem felur í sjer mesta af- slátt á hagmunalegri afstöðu landbúnaðarins, sem ákveðin hefur verið á síðari árum. * Með þeim lögum var bænda- stjettin ein allra stjetta lands vors sett undir gerðardóm með allan sinn hag. Ekki réglulegan gerðardóm, þar sem meirihluta- vald þarf til úrskurðar, heldur undir dómsvald eins embættis- manns, sem við dómsúrskurð þarf ekki að hafa neinn með sjer. Þessi gerðardómur klofnaði líka í þrennt og í fleiri parta gat hann ekki klofnað, því menn irnir voru ekki nema þrír. Sverrir Gíslason hefur stór orð um það, að þær tölur, sem jeg birti í grein rninni sjeu rangar, ræðir um óvandaðan málflutning o. s. frv. Þær tölur, sem hann birtir sanna þó ekkert 1 þessu efni, þó þær væru allar rjettar, sem jeg tel ólíklegt, en hef ekki að svo stöddu aðstöðu til að fá nokkra vissu um. Þetta er af því, að það verð, sem bænd ur hafa endanlega fengið árin 1945 og 1946 sannar alls ekki það hvort verðlagningin heiur verið rjett samkvæmt visi- tölu á innlendum markaði. — Verðið til bænda stjórnast ekki eingöngu af innlenda verðinu heldur hinu hve mikið þarf að flytja út t. d. af kjötinu, sem Sverrir er hjer að blekkja með. Fyrir útflutta kjötið fæst eins og kunnugt é4 miklu lægra verð og þegar útflutningsuppbætur úr ríkissjóði voru afnumdar, þá hlaut það að hafa í för með ejer lækkað verð til bænda. Væri öllum mismun á erlenda verðinu bætt á innlendu söl- una þá mundi seljast þeim mun minna innanlands, meira þyrfti þá að flytja út og verð- ið þá að hækka að sama skapi á innlendum markaði. Verð- Svar til Sverris Gíslasonar frá Jóni Pálmasyni alþm. lagsnefnd Búnaðarráðs fór á þessu sviði hyggilega að ráði sínu. Er og vissast fyrir Sverri Gíslason, að geypa ekki mikið um afrek sín í framieiðsluráöi fyr en reikningsskilin koma um vörusöluna á þessu ári. Um þær tölur sem jeg birti í grein minni 21. október er það annars að segja að jeg fjekk þær allar frá forstöðumanni Búreikningaskrifstofu ríkisins, Guðmundi Jónssyni skólastjóra á Hvanneyri. Lætur sá maður ekki frá sjer neinar blekkjandi tölur svo jeg er viss að þessar eru rjettar, þrátt fyrir öll stór- yrði Sverris. Nú hefi jeg líka allgóða sönn un fyrir þessu frá Sverri sjálf- um. Hef jeg fyrir framan mig októberblað ,,Freys“ og þar rit- ar Sverrir all rækilega um starfsemi sexmanna nefndar- innar í sumar. Eru þær skýrsl- ur glöggar og greinilegar. Mun og minna til þeirra lagt frá Páli Zophoníassyni heldur en í Tímagrein Sverris. Þar segir á bls. 303: að verðlagsnefnd land- búnaðarafurða hafi verðlagt vörurnar 10% undir landbún- aðarvísitölu og ,,hafi það hald- ist að mestu síðan.“ Þarna mun ar ekki nema 0.6%, því um hin margumræddu 9.4% er þar að ræða en ekki meira eins og sagt er í Tímagrein Sverris. Hjer talar því Sverrir Gíslason Freys gegn Sverri Gíslasyni Tímans. Þá er það sú talan sem Sverr ir hefir stærst orð um í Tím- anum, sem sje það að dómur hagstofustjórans hafi í haust verið 17.7% lægri en vera mundi samkvæmt sexmanna- nefndar samkomulaginu 1943 og 8.3% lægri en vera mundi eftir reglu Búnaðarráðs. Það vill nú svo vel til að í sexmanna nefndinni í sumar voru frá hálfu framleiðenda tveir hinir sömu menn, sem voru í sexmanna nefndinni 1943, þeir Sigurjón í Raftholti og Steingrímur búnaðarmála- stjóri. Þessir menn hafa eðli- lega viljað halda sig við hið sama samkomulag, sem full- trúar neytenda samþykktu með þeim 1943. Tillaga þeirra og Sverris Gíslasonar var samkvæmt skýrslu Freys sú, að gjöld meðalbúkins skyldi reikna að meðtöldu kaupi bóndans krón- ur 45910.52. Dómur hagstofu- stjórans var eins og segir í grein minni krónur 37686 eða 8224.52 krónum lægri. Nú reiknast mjer svo til að mismunurinn á þessunl tölum sje rúmlega 17.9% af 45910.52 krónum. Ef til vill kann Sverr- ir Gíslason á þessu annan reikn ing eða getur fengið hann að láni. En sje minn reikningur rjettur, þá er þetta í samræmi við þá tölu í minni grein sem Sverrir Tímans segir þetta um: „Af þessari klausu J. P. verður ekki annað ráðið en það, að annaðhvort viti hann ekki hvað hann er að skrifa um, éða að hann er óvandaðri í málflutn- ingi en jeg hafði ætlað“. Þetta er svo sem ósköp hóg- værlega mælt. En sá galli fylgir fyrir Sverri þennan, að hann er hjer að fara vísvitandi með slúður. En minar tölur eru sann aðar af hans eigin skýrslum í öðru blaði. Maðurinn hangir því í sjálfs sins snöi u varðandi þetta mál. Þá segir Sverrir í Tímagrein sinni, að það sje „hreinn spádómur“ að verðlagsnefnd Blnaðarráðs hafi verðlagt eft- ir sömu reglu nú í haust eins og áður ef Búhaðarráðslögin hefðu gilt áfram. Þetta er að nokkru leyti rjett hjá Sverrir. Það er af þvi, að nú átti Fram- sóknar ráðherra að skipa í ráð- ið og mátti búast við því, að mikill meiri hluti hefði orðið Tímamenn og þjónustumenn þeirra. Má því rjett vera, að þeir hefðu farið alt aðra og bændum óhollari leið heldur en þeir heiðursmenn fóru sem skipuðu verðlagsnefnd og Bún- aðarráð á árunum 1945 og 1946. Er fyrri reynsla ai liði Tímans þannig að ekki var við góðu að búast. Þó var nú á allan hátt skárra að leggja málið í þeirra hendur, en að fara með það eins og gert var. Eftirgjöf Búnaðarþings haust ið 1944 á 9.4% hækkuninni er svo þrautrætt mál að mjer þykir eigi þörf að þræta um það við menn eins og Sverri Gíslason, sem lýsir heldur litlum mann- kostum með grein sinni í Tíman- um. Enginn gat þó búist við' þvi, að sú eftirgjöf bændafulltrúanna yrði endurheimt síðar. Fyrir Tímamenn og þeirra vini ætti líka ekki mikils við að þurfa í því sambandi, því þeirra helsta átrúnaðargoð og íorystumaður Páll Zoþhoníasson ráðunautur lýsti því skörulega yfir með miklum tölulegum útreikningum í Tímanum á síðasta vori að þessi eftirgjöf hafi orðið stór- kostlegur gróði fyrir bænda- rtjettina. Þarf þá ekki framar vitnarna við og vafalaust verð- ur þessi gróðaleið reynd aftur fyrst Tímamenn hafa fengið enn á ný vald yfir þessum málum. Sverrir Gíslason ljest vera í minni hluta einn út af fyrir sig í gerðardóminum í haust, þó nú virðist hann ánægður með lög- gjöfina og dóminn eftir Tíma- greininni að dæma. Jeg hef nú látið Sverrir Freys afsanna skammirnar frá Sverrir Tímans. Þykir mjer því rjett að leiða fram á sjónarsviðið annað Framsóknarvitni, sem skrifar heiðarlega um gerðardóminn í haust. Það er ritstjóri Freys, Gísli Kristjánsson. Hann segir meðal annars í Frey, októberblaoi b!s. 330: „Það hefur verið úrskurðað, að greiða bændum kaup eins og þeim lægst launuðu við aðrar starfsgreinar og það mætti ef til vill telja, áð litlu væri á bændur hallað með því, ef ekki er lengra gengið“. En með úrskurði yfirnefndar er ekki staðnæmst við lægsta kaupið, þar er dregin af tekjum bóndans upphæð, sem nemur 1500 krónum og kallað „aðstöðu raunur". Manni verður á að spyrja Var ekki tekið tillit til þessa þegar bóndanum var á- k.veðið kaup eins og þeim, sem lægst eru launaðir í bæjum, ó- breyttum verkamönnum með Dagsbrúnartaxta? Eða er hjer verið að setja stimpil á íslenska bændur sem rolur er ekki verð- skuldi afkomu eins og þeir sem eru í lægstu launaflokkum verka I ýðsfjeláganna ?“ Síðar í sömu grein telur sami maður mjólkina hjá meðalbónd- anum ofreiknaða um 1330 kgr. af þvj vanrækt hafi verið að laka tillit til rýrnunar og kálfa- fæðu. Mun fleira vera finnanlegt af sama tagi, sem von er að, þar sem munar 17.7% á samkomu- laginu 1943 og dóminum 1947. Má segja, að lítilþægur gerist þá löggjöf, sem þannig hefur reynst. Get jeg ekki óskað bænd- am til hamingju með þvílíka for ystu og fljótt mundi henni ka^t- að fyrir borð í öðrum stjettar- fjelögum. Jeg geri nú ráð fyrir, að ýmsir þeir sem ókunnugir eru því máli sem hjer er um að ræða hugsi á þá leíð, að nægilega sjeu af- urðir sveitanna dýrar, þó þær væru íærðar nokkuð niður með hinum undarlega gerðardómi. Er mikið til í því, en verðtð grundvallast á cfvexti í kaiip- gjaldi og kostnaði við iram- leiðsluna. Þegar farið verður að fær-a niður á jafnsljettuna þann < f- vöxt, sera ætla má, að<*seyw* verði fyr eða síðar, þá-’feesrew#- innlendar aíurðir eðlilega niður í rjettum hlutföllum við læek- aða kostnaðarliði. Þess vegn<*. er ekkert undarlegt víð þáð;,þó oss bændum þyki nóg kon.fð með 9.4% eftirgjöfinni,"þó*?eig» sje fært niður með dómi. -una 8.3% tii viðbótar frá samkomv*- lags grundvelli framleiðenda .ug neytenda árið 1943. Annars er það megina,fet'ið4 þessa máls, að örugg sön»u« hefur enn fengist um allaTþá hræsni og ofstopa, sem-lá- áfvd* við árásir Tímamanna og-þjona þeirra á Búnaðarráð og stati- form. stjettasambands bænda, | semi Þess* sem gerist varnarmaður fyrir ’ 14. nóvember ’47. Ingibjörg Danlelsdótlir Stóra -Búrfelli MINNINGA R ORÐ Ingibjörg Rannveig Daníels- dóttir fyrrum húsfrú á Stóra- Búrfelli í Húnavetnssýslu var fædd á Hörghóli í Vesturhópi 20. október 1860, dóttir hjón- anna Rósu Jónsdóttur og Daníels Markússonar. Hún var systir .Daníels Daníelssonar dyravarðar í stjórnarráðinu. Ingibjörg ólst upp með móð- ur sinni til 7 ára aldurs, en fluttist þá að Ási í Vatnsdal til föðursystur sinnar Ingibjargar Markúsdóttur og var þar fram undir tvítugs aldur, var svo eitt ár á Undirfelli hjá sjera Hjörleifi Einarssyni, en fluttist þaðan að Stóra-Búrfelli sem vinnukona hjá Þcrleifi bónda Erlendssyni Pálmasonar í Tungunesi. Skömmu síðar misti Þorleif- ur konu sína Ósk Jónsdóttir frá Stóradal frá 4 börnum. Tók Ingibjörg þá við búsforráðum á hinu niðurbrotna heimili og bjó með Þorleifi til dauðadags, en hann dó árið 1920. Þau áttu saman sjö börn og eru fimm þeirra á lííi. Eitt dó á unga aldri, Guðrún að nafni. Eitt dó fullorðið, var það Jónína þá húsfreyja á Geithóli í Hrúta- firði. Systkinin sem lifa eru: Ósk, kona Gunnlaugs Björns- sonar bónda á Harastöðum á Skagaströnd, Ingibjörg, ekkja Páls H. Jónssonar á Blöndu- ósi, Guðbjörg kona Hannesar Einarssonár fastelgnasala i Reykjavík, Daníel og Erlendur bændur á Búrfelli. Ingibjörg Daníelsdóttir .and- aðist heima á Stóra Búrfelli 17. ágúst s. 1. 87 ára að aldri, Æfi hennar þó löng væri, var að ytra útliti ekki margbreytt eða viðburðarík, en verkið sem eftir hana lá var mikið og ÖFð- ugt. Það var unnið í kyrþey -á fámennu sveitaheimili við.aHa þá örðugleika, sem sveitafólk- ið hafði við að stríða á síðará hluta liðinnar aldar og fyrstu áratugum þeirrar núverandi. Uppcldi margra stjúpbarn.a og eigin barna og stjófn á öfð- ugu heimili var mikil vinna, sem kostaði mikla árvekni og fórnarlund enda voru þeir kostir ríkir i eðlisfari Ingibjarg ar sálugu. Hún var greind kon.a og glaðlynd vel skáldmælt og glöggsæ á kosti og galla þeirra manna er hún fj'ekk kynni ;f. Orðheppni hennar vár vlð- brugðið, og gat hún verið jnein- leg og óhlífin í orðum ef því var að skifta. % Hún var gestrisin og hafði mikla ánægju af því að taka móti vinum og sveitungum. Kunni og vel að meta þá til- breytingu í fásinninu sem koraa aðkomumanna hefir stundum i för með sjer. „7 Hún var sívinnandi alla.æfi Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.