Morgunblaðið - 07.12.1947, Blaðsíða 2
2
MORGIJJSBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. des. 1947.
Síldarflulningarnir:
Greinargerð frá Síldar-
C
verksmiðjum ríkisins og
I.iandssambandi ísl.
útvegsmanna
Frá Isafirði:
Myndorlegœr hafnarfrnmkvæmd-
ir, umbætur í húsnæðismólum,
nýjar skólabyggingar og nndir-
búningnr oð hitaveitu og auk-
imi raforku
Samtal við Ásberg Sigurðsson bæjarstjóra
EINS og kunnugt er hefur und-
anfarna daga veiið norðaustan
stormur fyrir Vesturlandi og
NorSurlandi, sem leitt hefur til
þess að síldarflutningaskipin
hafa orðið fyrir miklum töfum,
og stærsta flutningaskipið True
Knot, sem lestaði 35.000 málum
orðið fyrir áfalli og leitað neyð
arhafnar. Eru horfur á að þetta
skip, sem mest munaði um í síld-
arflutningunum, hætti ferðum,
auk þess sem alt bendir til að
taka verði önnur flutningaskip
til þess að ferma hluta af farmi
True Knot, svo að það skip geti
homist leiðar sinnar til Siglu-
fjarðar.
Af íramangreindum ástæðum
er nú svo komið, að flutninga-
skipastóll sá, er hlaðið getur
bræðslusíld úr veiðiskipum vik-
una 7.—14. des., nemur aðeins
um 40 þúsund málum.
Hinsvegar liggja nú í kvöld í
Reykjavíkurhöín síldveiðiskip
€2 að tölu með um 55 þúsund
.uiála afla, þegar lokið er lestun
e.s. Banan. Það er því sýnilegt
að skip þau, sem síðust eru í
löndunarröðinni geta ekki orðið
affermd í flutningaskip í næstu
viku.
1 þessu sambandi viljum vjei'
taka fram eftirfai andi:
Frá því að síldveiðarnar hóf-
ust í Hvalfirði hafa fengist til
flutninganna öll þau innlend
skip, sem nothæf eru til síldar-
flutninga, og ekki eru bundin
við aðrar nauðsyrdegar siglingar
eða síldveiðar, og lesta skip þessi
samtals í einni ferð um 40.000
mál.
Ennfremur hafa verið ráðin
til síldarflutninganna 7 erlerid
skip, sem lesta um 52.000 og eru
tvö þeirra, sem lesta samtals
24.000 mál, þegar byrjuð flutn-
inga.
í flutningunum eru því nú
skip, sem lesta 64.000 mál, og
erlendu skipin, sem ráðin hafa
verið, koma ekki til landsins f j r
en síoari hluta þessa mánaðar.
En í framangreindu yfirliti er
hið stóra skip True Knot ekki
talið með, þar sem búist er við
að það muni ekki fást til að
halda áfram síldarflutningum.
Það skal tekið fram, að reynt
hefur verið af íremsta vegni að
fá leigð hentug erlcnd skip til
síldarflutninganna alt frá því
er síldveiðin 1 Hvalfirði hófst,
og mun verða unnið kappsam-
lega að því áfram að auka flutn
ingaskipastólinn.
Vegna þeirrar uppgripa síld-
veiði, sem verið hefur undanfar
ið og tafa fluíningaskipanna var
fyrirsjáanlegt að miklar lönd-
unartafir mundu verða hjá veiði
skipunum, á næstunni, og ákvað
því stjórn Síldarverksmiðja rík
isins siðastliðinn fimtudag að
Jcaupa síld af veiðiskipunum til
geymslu í Reykjavík á kr. 22.00
tnálið, og stafar lækkun síldar-
verðsins af þeim kostnaði og
rýrnun á síldinni, sem þessu er
óhjákvæmilega samfara.
Leitaði stjórn Síldarverksm.
ríkisins umsagnar L. í. Ú. um
þessa ráðstöfun, og að athuguðu
máli taldi stjórn L. í. Ú. þetta
eina úrræðið eins og sakir
standa nú, þó að því tilskyldu,
að reyndist kostnaður og rýrn-
un minni en kr. 10.00 pr. mál
við að geyma síldina í lar.di, yrði
mismunurinn endurgreiddur til
síldveiðiskipanna, og fellst
stjórn S. R. á þetta.
Reykjavík 6. des. 1947.
F. h. Síldarverksmiðja ríkisins
Sveinn Benediktsson.
F. h. Landssambands ísl.
útvegsmanna
Jakob Hafstein.
Hu kæmi kjallari
fæðiitgardeildar-
innar sjer vel
HJER á dögunum upplýsir
húsameistari ríkisins, að tekin
verði upp varahitun í fæðinga-
deild Landspítalans, með raf-
magni. „Svo mæla börn sem
vilia“ segir máltækið. Þó tekin
verði upp rafmagnsvarahitun í
fæðíngardeildinni þarf eftir
því sem áður rúm f.yrir katla,
en fyrir þá er ekkert pláss í
deildinni. Má urn leið geta þess
að þar er heldur ekkert geymslu
pláss fyrir birgðir deildarinnar,
svo sem rúmfatnað, sjúkrarúm
og annað. Þau herbergi, sem
ætluð voru til geymslu hafa
verið tekin til íbúðar fyrir
starfsfólk Landsspítalans.
Það kæmi sjer vel nú að hafa
ekki fyllt kjallara hússins með
grióti.
I Landsspítalanum sjálfum
er nú svo komið, þótt kuldar
hafi ekki verið til muna, að
nota verður rafmagnsofna í
röntgendeildinni, til þess að
halda þar nauðsynlegum hita.
Miðstöðvarkatlar spítalans eru
nú svo úr sjer gengnir, að þeir
nægia ekki til að hita spítala-
húsið upp. Ekki hafa enn ver-
ið perðar neinar ráðstafanir til
þess að afla nýrra katla, en það
tekur sennilega 6 til 8 mán-
uði.
Sænsk-ungverskur
verslunarsamnfngur
Búclapest í gærkvöldi.
TILKYNNT var í dag, að Sví
ar og Ungverjar hefðu gert með
bjer verslunarsamning, en sam-
kvæmt honum eiga löndin á
næstu mánuðum að skiftast á
vörum fyrir um 20 miljónir
sænskra króna.
Ungverjar munu meðal ann-
ars selja Svíum rafmagnstæki,
vefnaðar- og járnvöru, en fá í
staðinn blaðapappír og kúlu-
legur. — Reuter.
Yfirmaður hernámsstiórnar.
Berlín — Charles M. La Foll-
ette hefur verið skipaður yfir-
maður hernámsstjórnarinnar í
Wurtenburg-Baden ríkinu. Foil-
ette var áður meðlimur fulltrúa-
deildar bandariska þingsins.
Á ÍSAFIRÐI hafa á þessu ári
staðið yfir miklar framkvæmdir.
Þar er nú verið að byggja einn
lengsta hafnargarð á landinu,
bæjarsjóður er að byggja þar í-
búðir fyrir yfir 70 manns, til út-
rýmingar heilsuspillandi húsnæði
og myndarlegri húsmæðraskóla-
byggingu er að verða lokið.
Morgunblaðið hefur átt tal við
bæjarstjórann á ísafirði, Ásberg
Sigurðsson, um framkvæmdir í
bænum, en hann er staddur hjer
um þessar mundir í erindum
kaupstaðarins.
Hafnarframkvæmdir
í vor var hafin bygging 220
metra langs hafnarbakka í Neðs+a
kaupstaðnum, segir bæjarstjór-
inn. Var byrjað á því að ramma
niður verkpalla frá bátahöfninni
og niður að gömlu bryggjunum
þar niður frá. Gekk það verk
mjög greiðlega. Síðan var byrjað
á að reka niður járnþil og er það
verk tæplega hálfnað. Eftir að
tíð spilltist hefur vinna við það
stöðvast. í haust vann dýpkunar-
skipið Grettir að því að grafa
upp ótraust botnlag við hafnar-
bakkann og var síðan fyllt þar
upp með góðri möl til að styrkja
botninn. Þá var í sumar og unnið
að því að aka uppfyllingarefni
undir væntanlegan akkerisvegg,
sem járnþilið verður fest í. —
Standa vonir til að þessum hafn-
arframkvæmdum verði lokið
næsta haust.
Með þessari hafnargerð hefur
skapast viðlegupláss, þar sem 4
nýtísku togarar gætu athafnað
sig samtímis. Dýpi við hafnar-
bakkann verður 6 1/2 meter. —
Jafnhliða skapast með uppfylling
unni geysimikið land, þar sem
hægt er að hafa fyrirtæki útvegs-
ins á staðnum, svo sem væntan-
legt fiskiðjuver og aðrar bygg-
ingar útgerðarinnar. Mun verða
mjög mikil bót að þessum fram-
kvæmdum, þar sem bátahöfnm
og bryggjurnar eru alls ófull-
nægjandi fyrir þann skipakos^,
sem nú er gerður út frá ísafirði.
Marzelíus Bernhardsson, skipa-
smíðameistari, stjórnar þessum
framkvæmdum.
Bæjarbyggingarnar
Þegar haustið 1946 byrjaði bær
inn byggingu 12 íbúða, þriggja
herbergja, auk eldhúss. Er gert
ráð fyrir að þar fái húsnæði yfir
70 manns. Eru þessar bygginga-
framkvæmdir liður í rtefnu
bæjarstjórnarinnar í að útrýma
heilsuspillandi húsnæði í bænum,
en samkvæmt skýrslu, sem heil-
brigðisnefnd safnaði á s.l. ári, var
talið að þar væru 32 heilsuspill-
andi íbúðir. Er það tilætlun bæj-
arstjórnarinnar að halda bygg-
ingarframkvæmdum þessum á-
fram þar til byggðar hafa verið
nýjar íbúðir í stað þeirra. Felix
Tryggvason, húsasmíðameistari,
er yfirsmiður við þessar bygging-
ar. Bygging sú, sem nú er 1 smíð-
um, er þriggja hæða og er fyrir
skömmu lokið við að steypa hana
upp. Nýtur bærinn aðstoðar rík-
issjóðs samkvæmt lögum um
þessar framkvæmdir.
Skólabyggingar
Á s.l. ári var lokið við að
stækka gagnfræðaskólann um
Ásberg Sigurðsson.
helming og eru nú í honum um
230 nemendur. Hefur verið hægt
að framkvæma hina nýju fræðslu
löggjöf vegna hins bætta húsnæð
is skólans.
Á þessu ári var einnig tekinn
til afnota nýr og glæsilegur i-
þróttasalur, sem er sambyggður
sundhöll bæjarins. Eru nú allir
fimleikar skóla og íþróttafjelaga
kenndir þar. Þá er og að verða
lokið byggingu húsmæðraskóla,
sem rúmar 32 nemendur í heima-
vist. Mun hann taka til starfa
næsta haust.
Þessar skólabyggingar hafa
kostað bæinn mikið fje, sem
mjög erfitt hefur verið að afla.
En með þessum byggingum er vel
sjeð fyrir húsnæðismálum skól-
anna í náinni framtíð. Húsnæði
barnaskólans er þó ekki full-
nægjandi. Ennfremur vantar hús-
næði fyrir sjómannakennslu og
iðnfræðslu. Er ekki vansalaust
að sjómannabær eins og ísafjörð-
ur og raunar önnur sjávarpláss á
Vestfjörðum, skuli ekki hafa
betri aðstöðu til þess að mennta
sjómenn sína, en raun ber vitni.
Er mikill áhugi fyrir því í bær,-
um að þar verð.i á næstunni
byggður sjómannaskóli og hefur
þegar verið safnað nokkru fje í
því skyni.
Barnaleikvöl lur
í sumar var gerður fyrsti
b'arnaleikvöllurinn, sem byggður
hefur verið á ísafirði. Var honum
valinn staðui við hlið gagnfræða-
skólans á Riis-túni. Hefur verið
komið þar fyrir nauðsynlegustut
áhöldum. Þótt vellinum, sje ekki
fulllokið, er hann þegar orðinn
vinsæll hjá börnum í bænum.
Við Austurvöll hefur nokkuð
verið unnið að lagningu gang-
stjetta, en gatnagerð verður yfir-
leitt að bíða þar til lokið hefur
verið við lagningu innanbæjar*
kerfis vatnsveitunnar.
N ýsköpunartogar inn
væntanlegur í mars
Hvenær er von á togara ís-
firðinga?
Afhending' hans hefur því mið-
ur seinkað mjög. Var upphaflega
gert ráð fyrir að hann kæmi á
miðju sl. sumri, en líklega verð-
ur hann ekki tilbúinn fyrr en I
mars n.k. eða jafnvel síðar.
Fiskiðjuver
Hvaða framkvæmdir aðrar eru
á döfinni hjá ykkur?
Mest aðkallandi verkefni á
sviði atvinnulífsins er að bæta a5
stöðu bátaútvegsins, til að hag-
nýta aflann, sem best í landi. Því
miður er hagur bátaútvegsins, eft
ir þrjú síldarleysis sumur mjög
erfiður. Hinsvegar er þörf stórra
átaka til að búa í haginn fyrir
útgerðina. Ráðgert er að byggja
á ísafirði stórt og myndarlegt.
fiskiðjuver, þ.S. hraðfrystihús,
fiskimjölsverksmiðju, lýsis-
vinnslu og jafnvel niðursuðu- eða
fiskþurkunnarstöð. Hafa allir út-
gerðaraðilar í bænum bundist
samtökum um að brinda bygg-
ingu þessa fyrirtækis í fram-
kvæmd og stofnað Fiskiðjusam-
lag ísfirðinga. Hefur stjórn Fisk-
iðjusamlagsins þegar fengið full-
an stuðning fjárhagsráðs og
stofnlánadeildar til framkvæmda
þessara. Er þegar hafinn undtr-
búningur að því að koma upp full
kominni fiskimjölsverksmiðju og
væntanlega verður hafist handa
næsta vor um byggingu hrað-
frystistöðvarinnar.
Vatnsveitan
ísfirðingar búa við algerlega ó-
viðeigandi ástand í vatnsveitu-
málum sínum. Neysluvatn er þar
mjög af skornum skammti mest-
an hluta ársins. Innanbæjarkerfi
vatnsveitunnar er orðið gamait
og úrelt og hefur verið vanrækt
að endurnýjá það. Aðalvatns-
leiðslan til bæjarins flytur held-
ur ekki nærri því nóg vatn og
skilyrði til vatnsmiðlunar hefur
skort.
í sumar hefur verið grafið fyr-
ir 1200 tonna vatnsgeymi fyrir
ofan bæinn og nokkur hluti inn-
anbæjarkerfisins hefur verið
endurnýjað með víðari rörum. —
Annað efni í innanbæjarkerfið er
væntanlegt á þessum vetri. Þá er
ráðgert að leggja á næsta oumri
nýja aðalleiðslu. Ber brýna nauð-
syn til þess að ljúka þessum
framkvæmdum sem fyrst. — Við
núverandi ástand er ómögulegt
að búa.
Aukin raforka og liitaveita.
Rafmagnsskortur er mikill ú
ísafirði. Að vísu hefur bæjarfje-
lagið ráðist í tvæi vatnsvirkjan-
ir við Fossavatn og Nónhorns-
vatn og virkjað um 1250 kw, en
því miður hefur ekki tekist að
koma upp nægilegri vatnsmiðlun
til að koma í veg fyrir rafmagns-
skort á vetrum. Hefur orðið að
skammta rafmagn 1—2 mánuði
á hverjum vetri og hefur hún þó
ekki alltaf náð tilgangi sínum,
þannig að algert rafmagnsleysi
hefur skollið yfir. Hefur oft látið
nærri að framleiðsluvörur, sem
skipta hundruðum þúsunda kr.
að verðmæti hafi legið undir stör
skemmdum og hefði illa farið, ef
íshúsin hefðu ekki haft sínar eig-
in varastöðvar. Þetta ástand í
raforkumálunum hefur og stór
dregið úr eðlilegri notkun raf-
tækja til heimila og verkstæða,
þar sem amast hefur verið við
Frh. á bls. 5. .