Morgunblaðið - 07.12.1947, Side 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. des- 1947.
o-
MÁNADALUR
Sbá Idóacja efítir J}acb cjCondo
n
«mw- m
WUWÍíp
GULLNI SPORINN
149
Jeg hlýt að hafa verið svolítið efablandinn á svipinn, því
Pottery bætti strax við:
„Þetta er eins satt og jeg stend hjerna, Jack. Jeg lagðist
á magann og kíkti á eftir hcnum og sá smá syllu, sem skag-
aði út um fimmtíu fetum fyrir neðan okkur — jeg geri ráð
fyrir að þaðan liggi einhvcr stígur niður til strandarinnar".
Áður en hann hafði að fullu lokið rnáli sínu, hafði jeg
byrjað að draga reipið upp til okkar. Loks kom endinn upp
á brúnina, og á honum var hnútur. Jeg bjó til langa lykkju,
smeygði henni utan yfir mig og gaf Pottery merki um, að
hann ætti að láta mig síga niður.
„Vertu bara rólegur, strákur minn“, sagði Pottery sam-
stundis, „og haltu þjer vel; en þegar þú vilt, að jeg dragi þig
upp, skaltu bara kippa í reipiö. Þú getur verið alveg ókvíð-
inn — ekki skal jeg missa þig“.
Hann tók traustu taki í reipið, en jeg skreidist frarn af
brúninni og hjekk brátt i lausu lofti.
Mjer fannst eins og klettaveggurinn rynni upp á við,
þegar Pottery byrjaði að láta mig síga niður. Langt fyrir
neðan mig heyrði jeg skyampið í sjcnum, og það mikið var
byrjað að birta, að jeg rjett aðcins sá hvíta öldukambana
þar sem þeir fjellu upp að klettinum. Það var ekki laust við,
að mig byrjaði að svima.
Rjett fyrir neðan brúnina hallaoi kletturinn inn undir sig,
svo jeg hjekk þarna um þremur fetum frá klettaveggnum.
Jeg var búinn að koma auga á sylluna, sem Pottery hafði
minnst á, en í dimmunni virtist hún svo mjó, að jeg hefði
hrópað til Potterys cg sagt honum að draga mig upp, ef
jeg hefði ekki vitað, að hann gat með engu móti heyrt til
mín. 1 staðinn greip jeg því ennþá fastar um reipið og von-
aðist eftir því besta.
Þetta gekk voðalega hægt og bítandi, en að lokum var jeg
þó kominn beint framundan syllunni. Jeg sveiflaði mjer að
henni, náði fótfestu og leit í kringum mig, áður en jeg sleppti
reipinu.
Syllan virtist alllöng og lá til vinstri, þar til hana þraut,
að því er mjer virtist. Ilún var um þrjú fet á breidd.
75. dagur
Billy ljetti ekki fyr en ak-
ureindin var plægð. Bóndi bauð
þeim þá að gista hjá sjer um
nóttina. Hann sagði að þar væri
kofi, sem þau gæti verið í og
þar væri suðuofn, en mjólk gæti
þau ýengið hjá sjer. Og ef Sax-
on langaði líka til þess að læra
sveitavinnu, þá gæti hún æft
sig á því að mjalta kúna.
Henni fórust mjaltirnar ekki
líkt því eins vel úr hendi og
Bill.y hafði farist plægingin.
Hann hæddist mjög að henni og
sagði hún þá að hann skyldi
reyna, en það fór svo að hann
var enn klaufalegri og þá fór
hæðnin af honum.
Saxon varð það fljótt ljóst að
þetta var enginn fyrirmyndar-
bær. Allt virtist þarna úr sjer
gengið. Og hjer var jörðin alls
ekki fullræktuð. Bóndinn hafði
alt of mikið land undir til þess
að hann kæmist yfir að rækta
það. Húsið, hlaðan og gripahús-
in voru komin að hruni, að því
er henni sýndist. Illgresi óx þar
í garýinum, og þar var enginn
grænmetisgarður. Jafnvel á-
vaxtgtrjen virtust vanhirt og
garðurinn þar í niðurníðslu.
Trjein voru kræklótt, mjóvax-
in og þakin gráum mosa. Sax-
an frjetti það seinna að synir
og dætur bónda höfðu flutst í
borgina og áttu þar heima. Ein
dóttirin hafði gifst lækni og
önnur var kennslukona. Einn
sonur bónda var eimreiðarstjóri
annar byggingarmeistari og sá
þriðii blaðamaður í San Franc-
isko. Gamli maðurinn sagði að
þeir kæmu einstaka sinnum að
hjálpa sjer þegar mikið lægi
við.
Þegar þau höfðu snætt kvöld
Verð kveikti Billy sjer í vind-
ling.
„Hvernig líst þjer á?“ sagði
Saxon.
„Það er ekki á að lítast“,
sagði hann. „Gamli maðurinn
og ávaxtatrjein eru alveg eins
— mosavaxin. Hann hefir ekki
minsta vit á landbúnaði. Og
hestarnir hans. Það væri sann-
arlega gustukaverk, bæði gagn
vart þeim og honum, að skjóta
þá, því að þeir eru gjörsamlega
útslitnir. Þú mátt reiða þig á
að Portugalar nota ekki slíka
hésta. Það er ekkert mont að
vilja eiga góða hesta. Það er
hagsýni, því að maður græðir
á þeim. Það er eitt af því allra
nauðsynlegasta fyrir bóndann.
Gamlir hestar eru miklu þyngri
á fóðrunum heldur en ungir
hestar og þeir afkasta ekki jafn
miklu. Hann tapar því hreint
og beint á því að nota þessa
hesta. Þú ættir að sjá hvernig
farið er með hesta í borginni
og hvers af þeim er krafist í
vinnu“.
Þau sváfu vel um nóttina.
Eftir morgunverð bjuggust þau
til ferðar.
„Jeg vildi gjarna fá yður í
vinnu í nokkra daga, en jeg hefi
ekki efni á því“, sagði gamli
bóndinn. „Það gerir ekki betur
en jörðin framfleyti mjer og
konunni síðan börnin fóru að
Heiman. Og það er hreint ekki
altaf að búskapurinn gefur svo
mikið af sjer að við getum lif-
aö á því. Nú eru erfiðir tím-
ar o.g hafa lengi verið. Það hefir
allt gengið í ólestri síðan á dög-
um Grover Cleveland.
Um miðjan dag voru þau
I komin í grend við San José.
i Þar komu þau að bóndabæ og
Saxon stakk við fótum.
„Hjer ætla jeg að fara heim
og tala við fólkið, ef það sig-
ar ekki hundunum á mig“, sagði
hún. „Þetta er fallegasti bónda
bærinn, sem við höfum sjeð“.
Billy samsinti það með
dræmni, því að honum fannst
þetta svo sem ekki tilkomu-
mikill bær þar sem hann sá
enga hesta á beit þar.
„Líttu á grænmetisbeðin og
sjáðu blómin sem vaxa þarna
meðfram girðingunni“, sagði
Saxon.
„Jeg fæ nú ekki skilið hvaða
gagn er í því að rætka blóm“,
sagði Billy. „Væri ekki nær að j
nota jörðina til einhvers ann-1
ars, til dæmis að rækta þar,
grænmeti?“
„Jeg þarf einmitt að vitaj
hvernig á því stendur að fólk-
ið ræktar blóm“, sagði Saxon. j
Svo benti hún á konu, sem var
að stinga upp beð í garðin-!
um; „Jeg veit ekki hvernig hún
kann að vera inn við beinið,
en varla gleypir hún okkur.
Legðu nú baggann þinn nið-
ur og við skulum fara og tala
við hana“.
Billy lagði frá sjer byrðina,
en ekki vildi hann fara á fund
konunnar. Saxon gekk þá ein
inn í garðinn og þegar hún kom
þangað sá hún að þar voru
líka tveir menn að vinnu. Ann-
ar þeirra var sýnilega gamall
Kínverji og hinn var einnig
útlendingur. Þarna var sjer-
stakur snyrtibragur á öllu og
frjómoldin var notuð út í yztu
æsar. Konan rjetti úr sjer þeg-
ar Saxon kom. Hún var mið-
aldrc,. fátæklega en þó þokka-
lega til fara. Hún var með hlífð
argleraugu svo að Saxon sá
ekki vel svip hennar, en sýnd-
ist hún þó viðkunnanleg.
„Jeg kaupi ekki neitt í dag“,
sagði konan áður en Saxon
heilsaði henni.
„Við erum ekki farandsalar",
sagði Saxon.
„Þá bið jeg yður afsökunar“,
sagði konan. j
Hún brosti vingjarnlega og j
beið þess að Saxon bæri fram
erindi sitt.
Saxon var heldur ekki að tyí.
nóna við það. |
„Við erum að leita okkur að
jarðnæði“, sagði hún. „Okkur
langar til að fara að búa, en
við viljum ekki kaupa jörð fyr
en við vitum hvaða gagn við
getum haft af henni. Þess vegna
var bað, þegar jeg sá þennan
fallf^a stað, að mig langaði til
þess að fræðast af yður. Sann-
leikurinn er sá að við höfum
ekki neitt vit á búskap. Við
höfum átt heima í borginni alla
okkar ævi, en nú höfum við
yfirgefið hana og ætlum að
leita .gæfunnar í sveitinni“. j
Hún þagnaði því að einkenni-
legur svipur kom á konuna, en
hún var þó jafn vingjarnleg og
áður.
„Hvernig stendur á því að
þið haldið að þið munuð finna
gæfuna í sveitinni?“ spurði
hún.
„Því get jeg ekki svarað. En
hitt veit jeg að fátækt fólk
öðlast enga gæfu í borginni, þari
sem eru sífeld verkföll og þess-
háttar. Og ef það getur svo ekki
fundið gæfuna í sveit, þá finnst
mjer að það þurfi ekki að
hugsa um neina gæfu í þessu
lífi. Finnst yður það ekki rjett
ályktað?11
„Jú, að vissu leyti er þetta
alveg rjett ályktað hjá yður,
stúlka mín. En jeg segi yður
það alveg satt, að í sveitunum
er líka margt fólk og gæfu-
snautt“.
„Ekki sjer það á yður“, sagði
Saxon brosandi.
Saxon sá að konan roðnaði
af gleði og hún sagði:
„Það getur nú verið vegna
þess, að jeg sje best fallin til
þess að eiga heima í sveit og
vinna sveitavinnu. Jæja, þjer
hafið átt heima í borginni alla
ævi og þekkið ekki sveitalífið,
en eruð hikandi að breyta um?“
Saxon varð hugsað til þeirra
hræðilegu daga, sem hún hafði
átt í Pine Street.
„Jeg veit það eitt, að jeg má
ekki hugsa til þess að eiga
heima í borginni. Ef til vill líð-
ur mjer ekki betur í sveitinni,
en hún er mín eina von. Og for
feður mínir áttu allir heima í
sveit og jeg held að það liggi í
blóðinu að okkur líði best þar.
Og nú er jeg. komin hingað og
það sýnir að sveitin hefir seitt
mig til sín og sennilega á því
hið sama við mig eins og yð-
ur að jeg muni best fallin til
þess að vera í sveit — annars
væri jeg ekki komin hingað“.
Konan kinkaði kolli.
„Ep ungi maðurinn--------?“
„Það er maðurinn minn.
Hann var ökumaður áður en
verkfallið hófst. Jeg heiti Sax-
on Roberts og maðurinn minn
heitir William Roberts11.
„Jeg heiti frú Mortimer11,
sagði. konan. „Jeg er ekkja.
Kallið á manninn yðar. Við skul
um koma inn og jeg skal reyna
að svara þeim spurningum, sem
ykkur langar til að leggja fyr-
ir mig. Segið honum að láta
dótið inn fyrir hliðið — — Hvað
er bað svo, sem ykkur langar
aðallega til að fræðast um?“
„Það er nú margt11, sagði Sax
on. „Hvernig farið þjer að því
að græða á búskapnum? Hvern
ig fóruð þjer að því að koma
yður svona vel fyrir? Hvað
kostaði landið mikið? Hafið
þjer sjálf látið byggja þetta
fallega hús? Hvað þurfið þjer
að borga vinnufólkinu? Hvern
ig hafið þjer komist að því hvað
arðvænlegast er að rækta?
Hvernig er hægt að fá mark-
að fyrir afurðirnar? Hvernig
seljið þjer þær?“
Saxon hló að sjálfri sjer.
„Jeg hefi ekki spurt um helm
inginn enn“, sagði hún. „Hvers
vegna ræktið þjer blóm með-
fram beðunum? Jeg var að
skoða garðana hjá Portugölum
í San Leandro og þeir blanda
aldre.i saman blómum og græn-
meti“.
„Jeg skal þegar svara sein-
ustu spurningunni11, mælti frá
Mortimer. „Og það er í raun-
inni svar við öllum hinum
spurningunum11.
Nú kom Billy og truflaði
þær, því að Saxon varð að
kynna þau frúna.
AVCLTStNG
ER GVLLS IGILDI
— Er það sonur yðar, seni
fjekk boga í jólagjöf?
★
Langur og heldur ólánlegur
bóndi stóð fyrir utan sam-
kornuhúsið, en stjórnmála-
umræður fóru fram þar.
„Veistu hvcr er að tala núna“,
sagði maður, ei bar að í því,
„eða ertu kannske að koma
eins og jeg?“
„N.ei, jeg var þarna inni11,
sagðj bóndi, og horfði út und-
an sier á aðkomumann. „Smiff-
kins þingmaður er að tala“.
„Um hvað?11
,,Ja“, sagði bóndinn dræmt,
„hann var nú ekki farinn að
segja það“.
Mark Hanna öldungadeildar-
þingmaður var eitt sinn á gangi
um landareign sína, þegar hann
heyrði á tal nokkurra drengja.
Einn þeirra sagði:
„Jeg vildi óska að jeg ætti
alla peninga Hanna, en hann
byggi í hreysinu hjerna11.
Þegar þingmaðurinn kom
heim. sendi hann eftir drengn
um.
„Svo að þú óskaðir þjer alla
peningana mína, en að jeg ætti
heima í hreysinu11, sagði Hanna
hryssingslega. „En segjum nú
að þú fengir ósk þína uppfyllta,
hvað myndirðu þá gera?11
„Ja“, sagði drengurinn með
hægð, eins og hann væri að
gera sjer ljósar þcssar nýju að-
stæður, „jeg geri ráð fyrir að
fyrsta verk mitt yrði að hjálpa
yður úr hreysinu og reisa yð-
ur betra hús“.
Hanna hristist af hlátri. „Sjá-
ið um að þessi drengur fái góða
menntun11, sagði hann við að-
stoðarmann sinn, „hann er altof
góður stjórnmálamaður til þess
að fá ekki tækifæri11.
■fc
— Ilversvegna viltu heldur
hafa gifta menn í vinnu en
ókvongaða?
— Giftir menn taka það
aldrei allt of hátíðlega, þótt
maður skammi þá hraustlega.
KÖTTUR|
gulskjóttur, högni, tapað- =
ist í fyrradag. — Vinsam- 1
lega skilist á Hagamel 18, |
uppi. |