Morgunblaðið - 10.12.1947, Side 1

Morgunblaðið - 10.12.1947, Side 1
16 síður 34. árgangur 283. thl. — Miðvikudagur 10. desember 1947 íaaloldarprentsmiðja h.l SIGUR KOMMÚIMISTA í FRAKKLANDI KA UM ÓVINÁTTU VerkfölSunum í Frakk- andi afljett París í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins írá Reuter. VERKFALL5NEFNDIN FRANSKA hjelt skyndifund í dag og samþykti að aflýsa öllum verkföllum í Frakklandi frá og með deginum á morgun. En þá áttu að ganga í gildi ráðstafanir ríkis- stjórnarinnaf gegn skemdaverkamönnum. — Hafa kommúnistar þannig algjörlega gefist upp í verkfallsmálinu. Verkföll hafa staðiö í rúmlega þrjár vikur og' usn tíma voru 2 miljónir manna í verkföilum. SíSustu dagana hefur borið á því að verkamenn Iiafi ekki viljað hlýða fyrirmælum verkalýðssambandsins og hafa þeir horfið til vinnu sinnar í stríðum straumum unflanfarna daga og virt fyrirskipanir kommúnista að vettugi. Óeirðir og mannflráp í dag kom til óeiroa milli lýð- veidisvarðmanna og verkfalls- manna í borginni Arles í Suður- Frakklandi og særðist lögreglu- stjórinn í Erles og átta menn aðrir, en einn lýðveldisvörður fjell. Fjórir verkamenn særðust hættulega. Tilraun var gerð til skemdarverka á járnbrautinni rnilli Amentiennes og Lille í dag, en hún mistókst. Skynsemin varð sterkari. Daniel Meyers, atvinnumála- ráðherra Frakklands ljet svo um mæít er hann heyrði að verkföll- unum hefði verið afljett, að hann gæti ekki dulið ánægju sína. — Það væri auðsjeö að skynsemin hefði í þetta sinn orðið ofbeldinu yfirsterkari og verkamenn hefðu greint á milli hagsmuna sinna og hagsmuna pólitískra ævin- týramanna. — Hann kvað ríkis- stjórnina nú myndi vinna að því að tryggja kjör verkamanna sem best. Tryggja verður verkamönnum viðunandi kjör Leon Jauhoux, au*ar forseti verkalýðssambandsins, sem er jafnaðarmaður og var á móti verkföllum, en studdi kröfur verkamanna um hærri laun, Ijet svo ummælt í útvarpsræðu í kvöld, að nú yrði stjórnin að sjá til þess að verkamenn fengju mannsæmandi kjör og einnig yrði hún að gæta þess, að kaup- máttur frankans minkaði ekki frá því sem nú væri. í ávarpi frá kommúnistunum er sagt, „að verkamenn verði að bíða betri tíma.“ Pólverjar dæmdir H! dauða Hamborg í gær. FJÓRIR Pólverjar voru dæmdir í dag til hengingar af yfirrjetti fyrir að reyna að sprengja í loft upp járnbrautarlest með um sex tíu hermönnum í. — Reuter. Á FUNDI sínum í gær á- kváðy kauplagsnefnd og Hag- stofan að samkvæmt útreikn- ingi vísitölu framfærslukostn- aðar fyrir desembermánuð, skyldi hún vera 328 stig. •— Hefur hún því hækkað um tvö stig síðan í nóv. Á þessum mánaðartíma hafa brauð hækkað í verði, einnig vefnaðarvara og skófatnaður. NÝLEGA tilkyntu Bretar, að þeir hefðu gert verslunarsamn- ing við Svía. Er búist við að við- skipti þessi nemi alt að 50 milj. punda 1948 frá hvoru landinu til hins. Samningur þessi, sem gengur í gildi næstkomandi maí var undirritaður í utanríkis- málaráðuneytinu af M. E. Bohe- man sænska«sendiráðherranum, og Sir Orme Sargent aðstoðar- utanríkisráðherra .Breta. Sjer- stök atriði samningsins verða birt bráðlega. — Reuter. Úl- oö innflufniRgs- möguleikar Þýska- lands ræddir Á FUNDI utanríkismálaráð- herranna var aðallega rætt um útflutnings og innflutnings- möguleika Þýskalands og sam- þyktu þeir tillögu Bevins um að saminn skyldi uppdráttur að þeim. Annars skeði lítið á fund- inum þar sem Bevin fulltrúi Breta hafði ekki mætt á fund- inum í gær og hafði ekki alveg náð sjer í dag þó hann mætti. Russar vísa franskri nefnd úr landi. Neita að veita viðskiftanefnd móttöku MOSEH SHESTOK, foringi Gvð- ingaráðsins hefnr verið vestur í Ameríku á alþjóðaþingi S. þ. til að fylgjast með málum Gyðinga í sambandi við skiftingu Pales- tínu. feroaoann miiii París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSNESKA sendiráðið í París neitaði í dag að árita vegabrjef írönsku viðskiptanefndarinnar, sem ætlaði að leggja af stað til Moskva í kvöld. Um sama leyti skipaði hún írönsku flóttamanna- nefndinni, sem var í Moskva að fara þaðan hið skjótasta. Ástæð- an fyrir þessum fáheyrðu atburðum telur rússneska stjórnin „fjandskap" frönsku stjórnarinnar vegna þess að hún hafi vísað úr landi nítján rússneskum borgurum, sem uppvísir urðu að vinna gegn hagsmunum Frakklands, og fyrir að loka flóttamannabúð- unum hjá París. rfkjunuml BRESKUM hermönnum var skipað í kvöld að skjóta þá, sem sæjust á svæðinu milli Tel Áviv og Jaffa, en þar gerðu Arabar mikla árás í gær og drápu um sex Gyðinga og særðu marga. Khalidi aðalritari Arabanefnd- arinnar hefur látið svo um mælt að ekki komi til mála að nokk- ur stjórn Araba verði sett upp nema í Palestínu sjálfri og að Arabar standi reiðubúnir til þess að hefja árás inn í Palestínu ef þörf gerist. — Reuter. BANDARIKJASTJORN hefur farið fram á það við þingið, að hún fái völd til þess að skamta kjöt, og kaupa alla hveitifram- leiðslu landsins ef til vandræða horfir. Stjórnin Ijet þess og get- ið í tilmælum sínum við þingið, að skömtun á kjöti yrði forðast nema ef það yrði algjörlega nauðsynlegt. — Reuter. Kolanám Brefa eyksf. LEIÐTOGI kolanámumanna sagði í dag að eftir tvö ár verði útflutningur kola frá Bretlandi kominn upp í 50 miljónir smá- lesta á ári, en það hefur hann ekki verið síðan 1939. Rússa Ottawa í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. KENZIE KING, forsætisráðherra Kanada, ljet svo um- í þingræðu í dag, að augljóst væri, að Rússar vildu halda við öngþveitinu og erfiðleikunum í Evrópulöndunum, enda hefðu þeir í hyggju að leggja undir sig fleiri Evrópulönd. \ MAC mælt Ætla að koma upp sjerstjórn í Þýskalandi King sagði, að alt benti til þess, að Rússar hefðu í hyggju að koma upp sjerstjórn í Þýska- landi til þess að nota hana sjer í hag og beita honni fyrir sig á meðan þeir væru að ná fast- ari tökum á þýsku þjóðinni. Rússar styddu komúnista í mörgum löndum heims til að koma á vandræðum. Þetta væri meðal annars aug- ljóst af atburðum síðustu dag- ana í Frakklandi. Forseti íslands sendi Svfakonungi árnaðaróskir FORSETI íslands sendi Gustav V. Svíakonungi árnaðaróskir í tilefni 40 ára ríkisstjórnaraf- mælis hans. Forseta barst í gær alúðlegt þakkarskeyti frá Svíakonungi. Samningur „einskisver8tor“. Talsmaður rússneska sendi- ráðsins í París sagði að stjórn sín áliti flóttamannasamning- • inn, sem gerður var í júní 1945 „einskisverðan". Flóttamanna- búðir þær, sem um er að ræða voru skrifstofur umboðsmanna Rússa, sem unnu að því að fá rússneska borgara til þess að snúa aftur til Rússlands. Rússar uppvísir að skemdarverkum. Aftur á rnóti hefur talsmað- ur utanríkisráðuneytis Frakk- lands lýst því yfir ,,að allmargir meðlimir flóttamannanefndar Rússa hafi þegar orðið uppvís- ir að ýmsum verkum, sem eru hættuleg öryggí Frakklands“„ (með öðrum orðum njósnir). Mcðlimir sendiráðsins handteknir. Það upplýstist ennfremur að tuttugasti sovjetborgarinn hefði verið tekinn fastur fyrir ýmis spellvirki, og muni hann verða rekinn úr landi, Sendiherra Rússa í París gekk í dag á fund utanríkisráðuneytisins til þess að mótmæla formlega handtök unni, en þá var kunnugt að þessi síðasti, sem handtekinn var, er meðlimur sendiráðs Rússa í París, og það hátt sett- ur að hvorki nafn hans nje staða var látin í ljósi. Þingmaður krefst umræðu. Einn þingmaður hægrimanna Pierre Montel, krafðist þess að þessir óvæntu atburðir yrðu sem fyrst teknir til umræðu í þinginu til þess að vita um hvaða afstöðu stjórnin tæki. Truman á fteimleið Key West, Florida. TRUMAN forseti er nú á heimleið til Washington en hann hefur dvalið hjer í nokkra daga til þess að ljúka við samning ræðu sinnar um hjálp handa Evrópu. •— Rcuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.