Morgunblaðið - 10.12.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 Þakka innilega vinum og vandamönnum margvíslega auðsýnda velvild og gjafir á sjötugsafmæli mínu 6. þ.m. % Sjerstaklega þakka jeg konum í Borgarnesi höfðinglega gjöf og alla vináttu. Oddný Vigfúsdóítir. lac^a J-^incjeijincja: 1 Milli hafs og heiða Eftir Inc1r!3a Þórkellsson á Fjalli. Þetta er fjórða heftið í liinni miklu Sögu Þingeyinga, en útgáfa hennar hófst með bók Björns Sigfússonar í fyrra. Annað og þriðja bindi ritar Björn Sigfússon einnig, en sú bók, sem nú kemur í bókaverslanir er fjórða bindið. Indriði Þórkellsson vann áratugum sam- an að söfnun og skrásetningu annála og sagna um menn, málefni og atburði í Þingeyjarsýslum. t þessari bók er þessu lýst frá 18. og 19. öld, og jafn vel alt til vorra daga. Er þarna geysimikinn og skemtilegan fróðleik að finna. Indriði, sonur höfundarins hefur búið bókina til prentunar. ^4u&vita& *~J4elaaJellólól? icjaf-eltót ÁSalútsala Garðastræti 17. Aðalstræti 18, Laugavegi 38, Laugavegi 100, Njálsg. 64, Baldursgötu 11, Bækúr og ritföng, Austurstræti 1. DYPTARIVÍÆI.A útvegum við frá Bendix International í New Yorlt. Afgreiðslutími er mjög stuttur. Umloció- ocj. Uaftœlýaueróíun J)óíandó Sími 6459. Hafnarstræti 17. Reykjavik. Best á augfýsa í IVIorgunbfaðinu Frá Finnlandi í VOR sem leið komst jeg í samband við barnaverndarnefnd á Finnlandi, sem hefir það hlut- verk að styðja börn, sem misstu feður sína í ófriðnum og eiga við fátækt að búa. Dvelja þau hjá mæðrum sínum, ef þær eru á lífi, en annars oftast hjá einhverjum ættingjum. Er fólk þetta alloft allslaust flóttafólk úr þeim hjeruðum, sem Rússar tóku frá Finnum. Nefnd 1 þessi heitir á sænsku „Mannerheims krigsfadderuts- kott“, og leitast hún við að fá menn innanlands og utan til að gjörast „fósturforeldrar" þessara barna. Hverjum ,,fóstra“ er ætlað að gefa með sínu barni misseri eða ár í senn. Mánaðarstyrkurinn er sem svarar 30 ísl. kr, — En jafnframt er talið æskilegt að „fóstrar“ skrifi börnunum til að dreifa þunglyndi og kjarkleysi peirra sjálfra og heimilanna. Hefir nefndin 80 sjálfboðaliða til að þýða erlend brjef og finsku brjefin, sem frá börnunum koma. Danir, Svíar, Norðmenn, Sviss- lendíngar og Amerikumenn hafa tekið þessu máli vel og styrkja þúsundir finskra munaðarleys- ingja. Þégar jeg gat um þetta í vor sem leið, tóku ýmsir vel í málið, og fjekk jeg þá nöfn 36 barna og upplýsingar um þau, frá nefnd- inni í Helsingfors. Myndir barn- anna fylgja þeim flestum — en þó ekki öllum. „Engin mynd til af barninu, og það býr svo fjarri myndasmið að efnaleysi lokar leið“, var mjer tjáð um þau. Nú er „ráðstafað“ 33 þessara barna á þann veg að ýmsir góðir menn og konur hjerlendis hafa tekið að sjer að gefa með þeim. Hafa sumir lagt fram misseris- meðgjöf (180 kr.) og aðrir ár- langt eða lengur. Eru til mín komnar alls 9722 kr. í þessu skyni. Og af því er farið til Finn- lands 8142 kr. aðallega í vö'rum, 510 kg ull, fataböglar o. fl. Um þessar mundir býst jeg við að hvert barn fái slíkan böggul sem gjöf frá „fóstra sínum á íslandi". Er þess sjerstakiega getið til þess að enginn ,,fóstrinn“ bregð- ist ókunnuglega við, er hann fær þakkarbrjef frá „barni sínu“ eða aðstandendum þess. Börnin þrjú, sem jeg heif ekki ráðstafað enn, er 11 og 12 ára og engin mynd til af þeim, en von er á fyrir jólin upplýsingum um 10 börn í viðbót og væntanlega verða myndir þeirra með. — Því væri æskilegt að fleiri ,,fóstrar“ símuðu til mín svo að jeg geti látið þá vita er sú sending kemur. Vonandi verður unnt að senda ull hjeðan seinna í vetur. Mjer er tjáð að opinbert söluverð ullar á Finnlandi sje 238 finnsk mörk hvert kg., en því var bætt við: „Ull fæst ekki nema á „svörtum markaði", og þar er hún seld á 1000 til 2000 finnsk mörk. — 22 finnsk mörk jafngilda hjer um bil cinni ísl. krónu. Sendiherrahjónin finnsku, sem hjer voru í haust, sögðu eins og fleiri, að ull kæmi sjer miklu betur en ávísanir þegar um hjálp til þessara barna væri að ræða. Opinberir starfsmenn, bæði í þessari lijálparnefnd og aðrir, segja fátt um hagi Finna um þess ar mundir. 1 mesta lagi segja þeir: „Hjartans þakkir til allra þeirra, sem styðja fátæku börn- in okkar, þótt þeir viti varla hvað þörfin er brýn.“ „Hjalp mig nu, — som stor reder jag mig sjálv“, stendur hjá mynd af munaðarlausu ófriðar- barni. Sú hjálparbeiðni er frá j fyrrgreindri nefnd. Sumir hinna, sem engum opin- berum störfum gegna, eru ekki jafhþagmælskir um hagi sína og landa sinna, og set jeg hjer tvo brjefkafla, er tala sínu máli: „Sulturinn er liðinn hjá. Hann var hjer undanfarin ár. Þá var brauð stundum óféanlegt, sömu- leiðis kartöflur. Manni fannst stundum ekkert vera til í matinn. Nú eru hagir vorir miklu betri, og miklu fleira fáanlegt en áður. En vegna verðbólgunnar er allt í svo háu verði að fátæklingar geta fátt keypt. Verkafólk hefir hátt kaup og getur aflað sjer nauð- synja. En gamla fólkið, sem hefir ekki við annað að styðjast en sára lítinn ellistyrk frá sveitar- fjelögunum, á ennþá mjög bágt. Svipað má segja um margt eftir- launafólk. — Jeg skil ekki hvernig það fólk getur dregið fram lífið. Nýlega átti jeg tal við prófessors ekkju, hún hafði 2000 finnsk mörk í eftirlaun um mán- uðinn. Hún mun varla kaupa smjör, 1 kg smjör kostar eftir 1. nóv. 325 mörk, og þrefallt meira á „svörtum markaoi“. Annars fá háskólakennarar minni laun en margur hafnarverkamaður. — En sú stjett er þögul, ber bágindi sín í hljóði“. Ur öðru brjefi: „í dag (6. nóv.) er „Sænski dagurinn“. Hann á að minna oss á Gústaf Adólf og orustuna hjá Lútsen 6. nóv. 1632. Svíar í Finn- landi og allir sænskumælandi Finnar telja hann hátíðisdag. Mál in hjer eru tvö og bæta hvort annað að vissu leyti. Stundum keppa þau um sæti, og senda þá hvort öðru kaldar kveðjur Sænskumælendur eru 400 þús., ekki nema tíundi hluti allrar þjóðarinnar. En þótt vjer sjeum í minni hluta, elskum vjer landið vort og alla þjóðina, og kærum oss ekki um skifti, jafnvel ekki við ísland, „sögueyjuna" frægu. Finnska þjóðin er i raun og veru góð og drenglynd þjóð, þótt nú sje hjer barátta milli góðs og i.lls. Það eru fáir „mitt á milli“. Jeg sje góða og vonda en enga, sem eru á báðum áttum í því tilliti. Drykkjuskapur og ýmiskonar ó- fyrirleitni er því miður víða á- berandi. — En hinsvegar mikil og örugg trú og traust á góðum Guði. Jeg er viss um að þessi rótfasta og barnslega guðstrú hef ir bjargað landinu frá því að lenda í meiri raunum. Þótt hjer sem víðar sje þögul togstreyt,a í austur og vestur, og veður öll válynd, þá hverfur oss hvorki trú nje von. Guð er vort athvarf frá kyni til kyns“. Þannig skrifa Finnar. Sigurbjörn Á. Gíslason. Hemámsgreíðslur Breta Washington í gærkvöldi. STYLES BRIDGES, öldunga deildarmaður og formaður fjár- veitingarnefndar Bandaríkja- þin^s, skrifaði í dag John Sny- der, fjármálaráðherra, og krafð ist þess, að hann færi fram á að Bretar skiluðu 80 miljónum dollara ar þeim 400 miljónum dollurum af innstæðum þeirra, sem þeir voru að fá utleyst, og þeim skyldi varið í setuliðs- kostnað í Þýskalandi. Það er búist við, að bæði Snyder og utanríkismálaráðuneytið sjeu gegn tillögu þessari, sem þó þykir vita á væntanlegar til- raunir republikana um að tefja fyrir frumvarpi um aukið fje til hernámsútgjaldanna í Þýska landi. í brjefi sinu til Snyders, lýsti B'ridgers því yfir að Bret- ar hefðu lofað 8 miljón ster- ling.spunda, sem verja skyldi til setuliðskostnaðarins hve- nær sem þeirra þyrfti við, en síðan hefðu þeir gengið á bak orða sinna. Kvað hann slikar aðferðir alvarlega hnekkja fjárhagslegum endurreisnar- áætlunum Bandaríkjamanna í Þýskalandi. — Reuter. I Seljum út smurt brauð og | I snittur, heitan og kaldan | | veislumat. — Sími 3686. i Brjef: Tjörnln Hr. ritstjóri! JEG er þakklátur brjefritara Morgunblaðsins frá 2. þ. m„ hr, Kjartani Ólafssyni, fyrir að halda vakandi þeim áhuga, sem ein- stöku menn hafa opinberlega látið í ljósi og eflaust er talað fyrir munn fjölda annara. Þessar raddir eru gleðilegur vottur þess, að borgurum Reykja víkur er ant um umhverfi sitt og lýsir það umbótahug og fegurðar þrá, sem er einkenni á menning- ar viðleitni. Lega og umhve’-fi Reykjavík- ur er marg rómað og er Tjörnin eitt af þeim dáserodum, er hún hefir hlotið í vöggugjöf og er oft svo með hið sjálígerða að það er vanmetið og jafnvel forsómað. Hver getur annað en dáðst að Tjörninni, sljettri, þegai um- hverfi hennar og bæði jarðnesk og himnesk ljósadýrð speglast í fleti hennar? Þvílík dásemd fyr- ir þá, sem kunna að meta. Ekki er heldur hægt að hugsa sjfer þægilegri aðstöðu fyrir jafn heilnæma og göfgandi breytingu og skautaíþróttin er og sje vel á haldið, gæti hún komið í stað æskulýðshallar og skautahallar, sem oft hefur verið rætt um, meðan við höfum ekki enn full- nægt ef til vill ennþá nauðsyn- legri byggingum í mannúðar þarfir. Samt sem áður er ekki hægt að líkja henni við annað en forarpoll, eftir þeim aðbúnaði, sem hún hefir og miðað við þá búningsbót, sem hún verður að fá hið bráðasta og á skilið, þó ekki sje miðað við nema byrjunar eða lágmarkskröfui. Jeg ætla nú að leyfa mjer að bera fram þær nuuðsynlegustu umbætur, sem mjei hafa komið til hugar, er jeg hefi dáðst að henni og blöskrað vanhirðan og umkomuleysið. Jeg vil fjölga hólmunum um tvo, svo að þeir verði þrír, og hækka og stækka þann, sem fyr- ir er. Þetta má gera á þann hátt, aS dýpka hana og bvggja hólmana úr uppmokstri þeim, er þannig fæst, og er þá óþarft að færa að nokkurt efni,_ nema síðui sje. A botni Tjarnarinnar er þykkt lag af rotnuðum jurtaleifum, og að runnu og roknu efni, ekki lak. ara til gróðurmyndunar, án þess að nokkuð sjerstakt sje .nefnt. Þetta sýnir best hinn þrótt- mikli starargróður sem er að mynda allstórt undirlendi við suðurbakka hennar, engum til gagns. Umhverfis hólmana þarf auð- vitað að hlaða grjóti til hlífðar fyrir öldugjálpi, en gróðursetja skóg í þá. Umhverfis Tjörnina, út frá landi á að hlaða iiæfilega hall- andi fjöruborð, svo ekki stafi mannhætta að ofmiklu aðdýpi eða hæðarmismun á götunum umhverfis. Með þeim tækjum sem nú eru tiltækileg, ætti þetta að vera auð velt verk, enda þótt það auð- vitað kosti nokkur, fje, en bæj- I arbúar hafa altaf þörf fyrir at- vinnu við að þrífa til og fegra umhverfið. Þessar tillögur mínar birti jeg, ef vera mætti að bær yrðu not- aðar að einhverju leyti, en aðal- atriðið er þó að styðja bá, sem áður hafa hvatt sjer hljóðs, um sama efni cg hvetja til að fram- kvæmdir verði undirbúnar og hafnar hið fyrsta. Rvík 3. 12. 1947. ' II. Ásg. Blaðamaður hanfltekinn BUDAPEST: Impra Deri, blaða- maður, og starfsmaður amerísku sendisveitarinnar hjer, var hand- tekinn nýlega vegna þess að hann gleymdi að skvra fráá þvi. að hann ætti 1000 dollara inni í banka í Ameríku. Mótmæli í )ne- ríska sendiherr.ms vocu hcfð að engu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.