Morgunblaðið - 10.12.1947, Síða 12

Morgunblaðið - 10.12.1947, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. des. 1947 Lækkuð fargjöld fyrir skólaiólk milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur SÍÐASTLIÐIÐ föstudags- kvöld var haldinn fundur í „Stefni“, fjelagi ungra Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Fundurinn var vel sóttur og var rætt um fjelagsmál og æsku7 lýðsmál yfirleitt. M. a. var sam þykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur í „Stefni“, fjelagi ungra Sjálfstæðismanna, sam- þykkir að fela stjórninni að fara þess á leit við fjelagasam- tök ungra stjórnmálamanna í bænum, að þau hlutist til um það við rjetta aðila, að fargjöld með strætisvögnum verði lækk uð fyrir nemendui úr Hafnar- firði, er stunda nám í Reykja- vík“. Mikill áhugi var ríkjandi á fundinum og bættust nýir fjelag ar í hópinn. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. Bandaríkjamenn eru að vísu litlir tungumálamenn, en nem- endurnir þarna sluppu að minsta kosti við þá raun, að svara, eins og íslenska stúlkan, sem jeg/ í sumar sá benda á myndarlegan mann og segja hróðuga við danska konu: Den der er my husband. Landamæri lokuð BUDAPEST: Landamærin milli Austurríkis og Ungverjalands hafa verið lokuð síðan 15. nóvem- ber, segir í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins hjer og hafa 623 manns verið handteknir fyrir smygl og annað á þessum tima. FAGRI BLAKKUR Kvikmyndavinir hjer fá bráðlega að sjá athyglisverða mynd. Er það sagan um Fagra Blakk (Black Beauty), sem nýlega hefur verið kvikmynduð. Myndin er tekin af 20 th. Century Fox Film Corp. og hefur Nýja Bíó nú fengið myndina og verður hún sýnd þar bráð- lega. Aðalhlutverkin eru leikin af Mona Freeman og Richard Denn- ings og er mynd sú, sem hjer fylgir, af þeim og hestinum, sem leikur Fagra Blakk. — Sagan, sem myndin er gerð eftir er eftir ensku skáldkonuna Önnu Sewell. Hún var í sex ár að skrifa söguna og skrifaði aðeins þessa einu bók. En fyrir þessa sögu hlaut hún heimsfrægð, og hefur bókin komið út í miljónum eintaka. Þetta mun vera fyrsta hestasagan og enn í dag sú langvíðlesnasta. Bókin um Fagra Blakk er nýlega komin út á íslensku í þýðingu Óskars Clau- sens. Fimm mínúína krossgátan SKÝRINGAR: Lárjett: — 1 rispa — 6 stjórn — 8 mælir — 10 atviksorð ■— 11 vafða — 12 fjelagsform — 13 tvíhljóði — 14 tóm — 16 þin^maður. Lóðrjett: — 2 tónn — 3 ó- bundinn — 4 sólguð — 5 græn- meti — 7 stólpi — 9 tóu — 10 vætu — 14 — eins — 15 eins. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 spíra — 6 ósk — 8 ás — 10 ha — 11 spikinu — 12 ká — 13 ét — 14 apa — 16 snati. Lóðrjett: — 2 pó ■— 3 ísskápa — 4 R.K. — 5 páska — 7 tauta — 9 ,spá — 10 hné — 14 an — 15 at. Glæsllsg skemtuii „Fjölnis" í Raugár- árvallasýslu „FJÖLNIR“, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Rangúr- vallasýslu hjelt skemmtisam- komu að Laugarlandi í Holtum s. 1. laugardagskvöld. Skemmt- unin var með afbrigðum vel sótt og er talið að á fimmta hundrað manns hafi þar verið saman komið. Sigurður E. Haraldsson setti samkomuna og stjórnaði henni. Ingólfur Jónsson alþm. flutti ávarp, en Stefán Stefáns- son alþm. frá Fagraskógi flutti ræðu. Sigurður Magnússon frá Mosfelli söng einsöng, undir- leik annaðist F. Weisshappel. Viggó Nathaníelsson sýndi ís- lenskar kvikmyndir í eðlileg- um litum og Lárus Ingólfsson leikari söng gaganvísur. Að síð- ustu var svo dansað. Starfsemi „Fjöinis“ fer nú stöðugt vaxandi og er mikill áhugi ríkjandi rneðal ungra Sjálfstæðismanna í Rangár- þingi og fylgi Sjálfstæðisflokks ins þar vaxandi. Dr. Helfi Pjeturss.: Hekla. Gosmyndanir og ffeira i. HIKLAUST tel jeg myndina af Heklu vera merkilegustu kvik- myndina sem jeg hefi sjeð. Hversu furðulegt — svo að jeg nefni það eitt, þó að margs ann- ars væri að geta — er að sjá renna fram hið rauðglóandi fljót, sem á upptök sín i fjallinu, og verður að hraungrjóti þegar það frýs, eða, með öðru orði, storkn- ar. Og ekki þótti mjer síður merkilegt að sjá mennina sem voru þarna að verki, með þeim árangri, að miklu fullkomnari vitneskja rnun verða til um þetta gos en nokkurt annað hjer á landi. Og þarna hefir þurft við ekki einungis áhuga og kunnáttu, heldur einnig það sem engar ýkjur eru að kalla hetjuhug. Hefir það því miður, einsog kunnugt er, sorglega sannast, með hve miklum háska verk þetta hefir verið unnið. Þarna hafa af- bragðsmenn að verið, og jeg er að vona að hin aðdáanlega fram- koma þeirra gagnvart þessum merkilegu tíðindum í jarðsögu Islands, geti orðið til að greiða fyrir því, að komið verði upp þessari stofnun til rannsókna á jarðfræði íslands, sem svo mjög er nauðsynleg, og mikla þýðingu mundi geta fengið, ekki einungis fyrir íslenska menningu, heldur einnig alþjóðleg vísindi. Jeg skrifaði um þetta mál grein sem kom í Lesbók Morgunblaðs- ins í júlí 1946, en hafði því mið- ur ruglast svo í setningu, að varia er öðrum en miklum gáfumönn- um trúandi til að hafa komist fram úr henni. Gat jeg þar um, hversu góðu iði íslensku, er hjer nú á að skipa til jarðfræðirannsókna, og nefndi þá menn held jeg flesta; og eins, að nú er til í þessum efnum, sum áríðandi sjerþekking, sem vjer hinir eldri jarðfræðingar íslensk- ir, höfðum ekki til að bera, og að vísu meðfram af því, að hún er að verulegu leyti, nýtilkomin. II. Hekla er sjerstaklega eftir- tektarvert eldfjall. Um Heklu- gos er ekki getið fyr en rúmum 200 árum eftir landnám Ingólfs (1104), og býsna ólíklegt, að ekki hefði verið í frásögur fært, ef hún hefði gosið áður, eftir að land bygðist. Vjer getum í hömr- um og brekkum glögglega sjeð hvernig gosaldir og aldir sem ekki gaus, hafa skifst á í jarð- sögu landsins, síðustu aldaþús- undirnar áður en Island bygðist. Og ýmislegt bendir nú til þess, og þarámeðal saga Heklu, einsog vikið var á, að það hafi verið í upphafi slíkrar gosaldar, eða um endalok hvíldaraldar, sem land- námið varð. Arið 1783, gaus hjer einsog aldrei áður eftir að ís- lensk þjóð varð til, og munaði þá minstu að landið yrði með öllu óbyggilegt. Sprungusvæðið suðvestur af Vatnajökli, þar sem gos þetta varð, er eitt hið yngsta hjer á landi, og virðist þar vera um sjerstaklega ugg- vænlegt hættusvæði að ræða. Og þó að nógar ástæður sjeu til þess aðrar, þá ætti þetta að geta orðið til að ýta mjög undir, að íslenskri jarðfræði rannsóknastofnun væri komið upp. Það væri undireins ipjög mikils vert, ef jarðfræðiþekkingu yrði komið í það horf, að segja mætti fyrir eldgos, og það eigi all- jarðfræðirannsóknastofnun væri gera sjer ennþá stærri vonir um framtíð vísindanna, og jafnvel svo, að þar kæmi, sð nota mætti eldgosaorkuna í þágu mannkyns- ins. Og vilji einhver staðhæfa, að þetta sje ekki einungis ólík- legt, heldur alveg ómögulegt, þá vil jeg biðja menn að íhuga hvernig snúist hafa mundi verið við því, fyrir 100 árum — svo að ekki sje lengri tími tiltekinn — ef einhver hefði sagt, að fossana mætti nota til þess að framleiða ljós og hita í hýbýlum manna, auk • margs annars, sem sumt væri jafnvel óframkvæmanlegt ef ekki nyti afls fossanna við. Leiðrjetting. I grein eftir mig hjer í blaðinu 7. nóv. hafði í fyrirsögninni mis- prentast: sögu og fortíð. A að vera: sögu og framtíð. 28. nóv. 1947. Helgi Pjeturss. Hafmeyjan litla Hafmeyjan litla. Æfintýri eftir H. C. Andersen, með teikningum eftir Falke Bang. Útgefandi tímaritið Syrpa. ALLIR munu kannast við snilld- arþýðingu Steingríms á æfintýr- um og sögum H. C. Andersens. Nú hefur tímaritið Syrpa gefið út æfintýrið um hafmeyna litlu með teikningum eftir danskan listamann, Falke Bang, sem hef- ur dvalið hjer á landi í nokkra mánuði. Falke Bang hefur unnið sjer nafn meðal fremstu lista- manna Danmerkur og hefur með al annars gefið út bók í fjelagi við nóbelsverðlaunaskáldið Jo- hannes V. Jensen. — Hafmeyjan litla er prýdd mörgum teikning- um og útgáfan er vönduð í alla staði. Æfintýrið er tilvalinn lest- ur fyrir börn og unglinga vegna hins heilbrigða og göfuga hugs- unarháttar, sem er uppistaðan í öllum æfintýrum hins fræga skálds. Jón Björnsson. X-f 5W CORRIÓAN CALLlNö! 1-5 MI55 WILPA D0KRAY IN"? I5N'T! UH— 0UT„, THl£ |£ /V1I55- PORRAY^ -5ECRETAKY— VN0ULD YOU CARE T0 LEAVE A ME55A6E'? vVHA-A-T? OH, YE-5 — 0r C0UR5E ^HE'LL t>E HAPPY TQ HEA.R THAT— FROM Y0U, MR. C0RRI6AKI! k YE'S-i WILL YOU PLEA5E TELL HE-R THAT X LOVE HEK— AND WANT T0 /VIAKKY HEKT J t»UT, IN ANOTH&K PART OF THþ ClTV, WILPA ^ WELL, THAT'5 THP 5-KETCH, M\99 D0RRAY.„I'V£ HAP A -5EAT REfBíZVZP/ AC-KBD FOR Y0U 0N THE NI6I-IT 6IO/-PHIPÍ / -* YOU'LL BE IN 0AKPHAPE \N A / ÓLAP! Þetta er Fhil Corrigan, sem talar. Er ungfrú Wilda Dorray við? Rödd í símanum: Nei, hún er ekki við — augnablik — þetta er einkaritari hennar, sem talar. Nokkur skilaboð? Phil: Já, viljið þjer segja henni að jeg elska hana og vilji giftast henni. Rödd: Jú, jeg skal gera það. Hún verður eflaust fegin að heyra frá yður, Corrigan. — En á sama tíma annars staðar í borginni er Wilda að tala við mann. Hann segir: Svona er nú málið ungfrú Dorray ■— hjerna er farmiðinn og þú ferð með ílugvjelinni í kvöld og verður komin til Oakshade eftir nokkra tíma. Wilda: Jeg bað um þetta og jeg er fegin að jeg gerði það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.