Morgunblaðið - 13.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1947, Blaðsíða 2
MORGWSBLAÐIÐ Laugardagur 13. des. 19471 ' 2 Ný bók eftir Armilf • • Overland Sömu einkemi á Rússlandi Sfalins og Hilters Þýskalandi NÝLEGA er komin út bók eftir Arnulf Överland, sem heitir: Norðurlönd á milli Aust ur- og Vesturlanda. En í Morg unblaðinu í Oslo er ritdómur um bókina eftir Ásmund Bryn- ildsen. Þar segir m. a.: Það er kallað hneyksli að Överland skyldi risa á fætur í ráðhúsinu í Stokkhólmi og tala þar um aðstöðu Finna og nefna SteJ.in og Hitler í sömu and- ránni. Þetta er kallað ,,hneyksli“ af því ‘að Stalin var meðal þeirra, sem vann að frelsun vorri, og yfirvöld þjóð ar vorrar sendu honum ham- ingjuóskir. En Överland getur ekki að því gert, að veruleik- inn er orðinn að hneyksli. Hann hefir einu sinni tekið það í sig, að Stalin sje einræðisherra, og hann gerir ekki mun á ein- ræðisherrum, þar sem það er einkenni þeirra allra, að þeir eru fjandmenn frelsisins. geti kallast sósíalismi og lýð- ræði, að slíkt geti hrifið æsku- lýð og sæmilegt og sannleiks- elskandi fólk geti mælt slíku stjórnarfari bót, er óleysanleg ráðgáta“, segir Överland. Fjárhagsleg samein- ing bresku og banda rísku svæðanna London í gær. ÞAÐ er gert ráð fyrir að fjár- hagsleg sameining bresku og' bandarísku svæðanna muni verða fullgerð í r.æstu viku, eft- ir að skýrslan um hvernig þess- um málum skuli hagað er sam- þykt af stjórn beggja. Eina at- riðið, sem löndin eru enn ósam- mála um, er hvort það landið, sem borgar meira skuli hafa meiri rjettindi. — Reuter. Umræður um Iveggja þilfara logara í Ed, FRUMVARP Gísla Jónssonar um smíði á tveggja þilfara tog- ara í tilraunaskyni var til 2. um ræðu í efri deild í gær. Sjávar- útvegsnefnd deildarinnar lagði til að frv yrði samþykkt og hafði Gísli Jónsson á hendi framsögu. Nefndin hefur rætt málið ýt- arlega á 4 fundum. Sendi hún frv. til umsagnar eftirfarandi að ilum: Fjelagi ísl. botnvörpu- skipaeigenda, hr. skipasmíða- verkfræðingum Ólafi Sigurðs- syni og Viggó E. Maack, skipa- skoðunarstjóra ríkisins, forstj. Skipaútgerð^r ríkisins, Slysa- varnafjelagi íslands, Alþýðu- sambandi íslands, Sjómannafje- lagi Reykjavíkur, Fiskifjelagi íslands, Farmanna- og fiski- mannásambandi íslands og að síðustu sjávarútvegsmálaráð- herra, ásamt innsendum umsögn um ofanritaðra aðila. — Bárust nefndinni umsagnir frá öllum þessum aðilum, nema Sjómanna fjelagi Reykjavíkur, en formað- ur þess á sæti í nefndinni og flutti þar álit fjelagsins á mál- inu. Frh. á bls. 12. Överland álítur að þjóðir læri af reynslunni og að illvíg harð- stjórn geti ekki verið heppileg ur undirbúningsskóli undir lýðræði. Hann er sósíalisti og veit að allir eiga jafnan rjett til lifsins og eiga að fá að njóta þessa rjettar. En meðal þeirra gæða, telur hann frelsið, er hann einmitt metur sjerlega mikils. Överland er ekki neinn draumóramaður. Hann heldur sjer að staðreyndunum, og skýr ir frá þeim, á svo ljósan og skilmerkilegan hátt, að enginn gcrir það betur. í hinni nýút- komnu bók hans dregur hann fram þær ásakanir, sem hrann ast upp við Járntjaldið. Og þær eru svo mikilvægar og svo margar, að þeim verður því að- eins eytt, að hinir ákærðu taki til máls og afsanni þær. Á meðan þær eru ekki hrakt ar — og afsannaðar, þá geta kommúnistarnir og þeir sem kallá sig „róttæka sovjetvini“ halcTlð áfram, orðaskaki sínu og æfingatilraunum við að afsaka og mæla bót og neita staðreynd um, sem þeir eiga erfitt með að sætta sig við, ef þeir eiga að halda áfram að lifa lífi sínu í þjóðfjelagi okkar. En þessi árangurslausa fyrir- höfn þeirra, þessi Sysifusar- vinna, getur ekki komið í veg fyrir, að heimurinn skoðar Stalins-Rússland sem ríki af sömu tegund og Hitlers-Þýska- land var, og kommúnistana og áhangendur þeirra. sem ofsa- trúarflokk. með öllum ofsatrúar innar einkennum. Afstaða þeirra mun verða með hverjum degi óbærilegri, vegna þess, að þeir sífellt verða að leiðast út í hæpnari málamiðlanir á milli hugsióna frjálslyndra manna, og aðferða einræðisstjórnanna. „Flokkseinræðið, hin einráðu flokksblöð, leynilögreglan, leyni dómstólar, fjöldarefsingar í hefndarskyni, fangabúðir, þrælkunarvinnan, persónudýrk unin. hið blinda ofstæki, hræðsl an við þefara og hin fullkomna lítilsvirðing ríkisvaldsins fyrir hag einstaklingsins, allt þetta eru sameiginleg einkenni á ríkj um Hitlers og Stalins. Að þetta Mjer þótti gaman að hitta heiðlóuna á íslandi - seglr danski teHtn- arínn Falke Bang M.TER þótti gaman að hitta heiðlóuna hjerna á íslandi. Hún er svo að segja útdauð í Dan- mörku. íslensku íuglarnir eru miklu spakari en þeir dönsku. Það er hægt að komast alveg að þeim og virða þá fyrir sjer. Þetta sagði hinn þekkti teikn ari Falke Bang, sem dvalið hef- ur hjer á íslandi síðan um mitt s. 1. sumar við athuganir á ís- lensku fuglalífi. ísland ævintýraland. Mig hafði alltaf langað til að koma til íslands, segir Falke Bang. í æsku minni þekkti jeg íslendinga í Danmörku. Jeg heyrði þá fara með íslensk kvæði og mjer íundust þau falleg. ísland varð að hálfgerðu ævintýralandi í huga mínum. Og svo tók jeg mig upp í sumar og fór til íslands. Ætlaði aðeins að standa við í 14 daga. En jeg er búinn að vera hjer í 6 mán- uði og verð líklega um kyrrt í vetur. Hrafnarnir og lóan aldauða í Danmörku. — Hafið þjer íerðast mikið um landið? * Eiginlega ekki. Jeg var fyrst austur í Grímsnesi en flutti mig þaðan niður að Reykjum í Mos- fellssveit og hefi verið þar mest allan tímann. Mjer hefur þótt afar gaman að fylgjast með fuglalífinu hjer og sjerstaklega að hitta hjer ýmsa fugla, sem eru nær al- dauða í Danmörku, eins og t. d. heiðlóuna og hrafninn. Við er- Falke Bang. um of miklir veiðimenn Dan- irnir. Þið hafið víst minna gam- an af veiðimennsku, þessvegna eru fuglarnir ykkar spakari en okkar. Hafið þjer ekki einnig unnið að teikningum hjer? Jú, jeg hefi teiknað dálítið í barnabækur fyrir ísafoldar- prentsmiðju. Ein þeirra, Haf- meyjan liila, sem cr ævintýri eftir H. C. Andersen, er í þann mund að koma út. Mjer hefir fundist dvölin hjer afar skemmtileg, segir Falke Bang. Athyglisverðast finnst mjer, hversu allir virðast hjer jafnir og framkoma almennings frjálsleg. Falke Bang er þekktur teikn- ari í Danmörku, aðallega fyrir fugla- og dýramyndir sínar. Hefur hann m. a. teiknað í bók er hann gaf út með rithöfund- inum Johannes V. Jenssen, sem fjallar um fugla og dýr á Sjá- landi. Ennfremur í bók um sjera Aaj Munk. S.L. FIMMTUDAG heimsóttu sjerfræðingar frá Alþjóðaflugmála- stofnuninni í Montreal Keflavíkurflugvöllinn og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni eru talið frá vinstri: B. R. J. Hassel, varaforseti IAC, Einar Pálsson skrifstofustjóri Póst- og síma- málaskrifstofunnar, Hector Adam frá fjarskiftadeild ICAO, frú Theresia Guðmundsson veðurstofustjóri, James Dean frá veður- fregnadeild ICAO og Agnar Kofoed Hansen flugvallastjóri. flugmálastofnuniimi í heimsókn á Islandi FYRIR nokkrum dögum komu hingað til lands tveir sjerfræðingar frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (International Civil Aviation Organization) í sambandi við kröfur Islands um endurgreiðslur á útlögðum kostnaði vegna öryggisgæslu í Norður-Atlantshafi undanfarin ár. Sjerfræðingarnir eru Hector Adam frá fjarskiftadeild ICAO og James Dean frá veðurfregna deildinni. Þeir munu fara hjeð- an vestur um haf í næstu viku. Þeir fjelagar hafa kynt sjer hjer ýmislegt er að fagi þeirra lýtur og hefur Agnar Kofoed Handsen flugvallastjóri sjeð um móttökur þeirra. - STRANDIÐ Frh. af bls. 1. á skipinu. Hefur hann sennilega tekið út skömmu eftir strandið. Á hvalbak og í brú Eins og skýrt hefur verið frá hjer að framan, var að flæða að. — Um klukkan sex í gærRvöld var komið háflæði og var þá nokkuð af yfirbyggingu þess í kafi, einkum að aftan. Skipverj- ar voru þá ýmist frammi á hval- bak eða uppi í stjörnpalli. Því nær látlaust gengu sjóar yfir mennina á hvalbaknum, en þeir sem voru í stjórnpalli munu hafa haft þar eitthvert afdrep. Bál kynt Með einhverjum hætti tókst skipbrotsmönnum að kveikja bál á hvalbaknum. Sáu skipverjar á Finnbirni hina bresku sjómenn bera við að eldinum, eftir því sem þeir gátu. Samband næst við skipið 1 allan gærdag reyndu skipin þrjú, sem voru fyrir utan strand staðinn, ' að hafa samband við skipið. Fyrst í stað voru tal- stöðvar skipanna notaðar en án árangurs. Þá var sent til þeirra á morse, en ekki var því heldur svarað. Sennilegt er að loftnet ið hafi bilað skömmu eftir strandið. í gærkvöldi náðu skip - verjar á breska togaranum Brit- his frá Grymsby, sem er annar hinna bresku togara, sem voru þaraa, sambandi við skipbrots- menn. Var það gert með ljós- merkjum. Skipbrotsmenn sögðu þá að einu staðirnir í skipinu, sem menn gætu haldið sig, væri frammi á hvalbak og í stjórn- palli. Ekki gátu þeir þess að neinn þeirra hefði farist í strand inu. Frásagnir sjónarvotta Menn þeir er fóru á strand- staðinn í gær, sögðu að lítil von væri um að takast mætti að bjarga mönnunum, þó veður myndi ekki versna til muna. Ent þegar þetta er skrifað fór veður versnandi þar um slóðir og versn aði í sjóinn. Menn voru einnig hræddir um að skipið myndi ekki þola hin látlausu og þunga áföll. Björgunaráætlanir Alt björgunarstarf úr landi hefur verið skipulagt og að Hval látrum voru í gærkvöldi komnir 15 menn er voru að undirbúa björgun skipbrotsmanna. M<un björgunarsveitin fara á vettvang í bíti í dag. Aðstæður allar til björgunar- starfsins eru erfiðar. Fyrst verð- ur björgunarsveitin að klyfa 50 metra háa svellbungu, en er yfir hana er komið þurfa þeir að koma fyrir bjargsigsköðlum, til þess að komast niður í fjöru- borðið, en bjargið sem síga þarf er um 150 metra hátt. Árið 1936 Á þessum sama stað strandaði breski togarinn Jeria árið 193d« Fórst togarinn með allri áhöfn og aðeins eitt líkanna rak a land. Þetta er einn allra versti strand staður við strendur landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.