Morgunblaðið - 13.12.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1947, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. des_ 1947 MORGVNBLAÐIÐ 9 KOTIST TIL ÖTLANDA MEÐ „HEKLIT SKYMASTERFLUGVJEL LOFTLEIÐA EFTÍR GISLA ASTÞORSSON MYNDIRNAR TÓK ÓLAFUR K. MAGNÚSSON, LJÓSMYNDARI MORGUNBL. JEG held, að enginn vegur sje betri til að sjá hve veröldin er lítil, en að ferðast loftleiðis. Jeg held einnig, að hvergi megi betur sjá smæð mannfólksins, en einmitt úr flugvjelinni, mitt á milli himinsins og jarðarinn- ar og innan um skýjabólstrana margbreytilegu. Jeg reyndi þetta núna um helgina síðast- liðna, og alla vikuna síðan hef- ur það hálfvegis legið í mjer, að flugfólkið okkar hljóti að vera hamingjusamasta fólkið á íslandi, og þótt víðar væri leit- að. — Því veröldin öll er leik- vangur flugfólksins, og hálfur himininn líka. 60 stunda ferð. Jeg eyddi síðastliðinni helgi í útlöndum. Ljósmyndari Morg- unblaðsins var með mjer, og saman lögðum við uþp til Bret- lands og Danmerkur á sunnu- dagsmorgun, og vorum komnir aftur hingað heim á þriðjudags kvöld. Við vorum 60 klukku- stundir í ferðalaginu og ferð- uðumst alls um 4,700 kílómetra. Við hefðum raunar getað gert þetta á 18 til 20 stundum, en við erum heldur rólegir í tíðinni •— nú og urðum svo auðvitað að halda okkur við ferðaáætl- un flugvjelarinnar, sem Við fór- um með. Og þó höfðum við tíma til að heimsækja kunnirigja okk ar í kóngsins Kaupmannahöfn, og skoða skemmtistaðina og verslanirnar og jólaskreyting- arnar á „Strikinu“ og Ráðhúss- plássinu. I þessu ferðalagi vorum við farþegar Loftleiða h.f., en flug- vjelin, seiri við fórum með, var Hekla, Skymastervjel fjelags- ins, sem nú mun vera á leið til Bandaríkja. Við lögðum upp af Reykjavíkurflugvellinum klukkan rúmlega át.ta um sunnu dagsmorguninn, komum til Prestwick um eitt íeytið og lent um á Kastrupflugvellinum ná- kvæmlega níu klukkustundum og tuttugu rriínútum eftir að vegabrjefaskoðunin íslenska hafði lagt blessun sína j'fir það, að við færum til Danaveldis. — Og allan þennan tíma höfðum við hvorki hreyft hönd nje fót, aðeins hallað okkar aftur á bak Hreyflaorka hennar samsvarar vielaafli 25 60 — 80 fonna báfa Vœnghaf Heklu, Skymasterflugvjelar LoftleiSa, er 117 fet. AS liæS er vjelin á horS viS myndarlegt tveggja haSa hús. í þægilegum hægindastólum og öðru hvoru ómakað okkur til þess að drekka kaffi og borða brauð, snæða ljúffenga smá- ~steik, sötra í okkur súpu og reykja og þamba Coca cola- drykkinn, sem flugfreyjurnar á Heklu færðu okkur. Þannig fórum við á milli landa. Farkosturinn var flugvjelin, farartæki tuttugustu aldarinn- ar, og vjelin, sem við ferðuð- umst með, sú flugvjela okkar, sem víðast hefur farið og veg- legust er þeirra allra. Flytur 45 farþega. FIEKLA Loftleiðs er af Dou- glas DC-4 Skymaster-gerð. Flugvjelategund þessi er ein af þeim stærstu, sem nú eru not- aðar til farþegaflugs í heimin- um, mun stærri en ýms flug- fjelög Evrópu nota á langflug- leiðum sínum, geysimikið bákn, | sem getur á örfáum klukku- ' stundum flutt 45 farþega og farangur þeirra milli heimsálfa. Flugmennirnir á Heklu hafa gefið mjer ýmsar upplýsingar um vjelina og notagildi hennar. Fullhlaðin vegur hún yfir þrjátíu tonn Hún er 93 feta löng, en vænghaf bennar hvorki meira nje minna en 117 fet, eða sem samsvarar lengd um þriggja myndarlegra íbúðar- húsa. Að hæð til er flugvjelin á borð við tveggja hæða hús með kjallara og nshæð — hún er tæplega tuttugu og átta feta há. 5,000 hestöfl. HEKLA er knúin fjórum hreyílum. Samanlögð orka Tvœr flugþernur annast farþegana á ferS Hekluvjelarinnar milli landa. FœSan er hœSi góS og mikil. Flugþernumar heita Elinborg Ólndóltir og SigríSur Pálsdóltir. Kristinn Olsen er flugstjóri Skyniastervjelarinnar á fcrS hennar til I\'eu> Yoric. hreyflanna er 5,000 hestöfl — orka, sem við getum ef til vill gert okkur í hugarlund hve mikil er, ef þess er gætt, að hún samsvarar vjelaafli um 25 nýjustu 60—80 tonna bátanna okkar. Þessir hreyflar þeyta vjelinni áfram með 333 kíló- m. meðalhraða á klst. og hraðj og öryggi er svoiil hið sama, enda þótt einn þeirra sje ó- virkur. Auk þess getur flugvjel in svo flogið um 3,700 kíló- metra, án þcss að taka bensín eða hæglega til Skotlands og aftur til baka. Þægilcg ferð. ÞEGAR jeg veltj fvrir mjer utanferð minni um síðastiiðna helgi, get jeg ekki annað en játað það, að mjer hefðj staðið svo innilega á samá, þótt flug- mennirnir á Heklu hefðu tekið unp á þeim skolla að fljúga til Skotlands og aftur til baka, í stað þess að lenda í ferðalokin á Reykjavíkurfiugvellinum. Þægindi vjelarinnar eru svo margvísleg og þjónustan svo góð, að það mætti vera vand- látur maður, sem ckki hefði á- nægju af því, að dveljast í henni nokkrar klukkustundir. Mest- alla leiðina til Kaupmannahafn ar og heim var flogið í átta til tíu þúsund feta hæð, og þótt tíu -stiga frost vær' úti við, var þægilega heitt í flugvjelinni. Flugfreyjurnar tvær, Sigríður Pálsdóttir og Elinborg Óladótt- ir, í gráum smekklegum ein- kennisklæðum og með merki Loftleiða í barminum, snerust í sífellu kringum farþegana, en út um gluggana mátti ýmist sjá endalausar og mjúklegar skýjabreiður, eða örsmáa hnoðra og glitrandi hafflötinn undir þeim. Flugvjelin ruggaði lítið og sjaldan. Kristinn Ólsen, flug- stjóri hennar, hjelt sig í stjórn- klefanum, en öðru hvoru skaust einn af áhöfninni fram til farþeganna og skýrði þeim frá því, hvar þeir væru staddir — við suðurströnd Noregs . . . yf- ir Shetlandseyjum .. . Færeyj- um . . . að nálgast austurströnd- ina íslensku . . . og loks: tuttugu mínútna flug til Reykjavíkur. Auglýsingagildi. AÐ því algerlega öslepptu, hversu sjálfsagt er að við Is- lendingar önnumst sjálfir fiutninga okkar í lofti ekki síð- ur en á sjó, er auglýsingagildi flugvjelanna okkar erlendis heid jeg meira, en við flest ger- um okkur grein fyrir. Banda- rískur flugmaður hefur bent mjer á, að jafnvel ein Sky- mastervjel sje mikil eign fyrir jafn fámenna þjóð og okkuY, og hann vill halda því fram, að eftir því sje tekið erlendis. Jeg held hann fari hjer með ekkert fieipur. Þnð er flughug- ur í fólki eftir styrjöldina, og það þykir vottur um nokkurn framfarahug og framtaksemi að senda þjóðfána sinn fljúgandi tíl fjarlægra landa. Hjer er tæknin á sínu hæsta sviði og framtíð heimsins, góð eða ill, er yfir skýjadreifunurp, þar sem þúsundir hesíafla knúa sí- vaxapdi flugför með síauknum hraða milli stöðugt fjarlægari staða. Því er það að jeg held, að við eigum að styrkja þau íjelög og einstaklinga, sem nú beita sjer fyrir því, að við verð- um þarna uppi við líka og eign- umst fleiri og stærri flugför til að halda af okkar hálfu við sam bandinu við umheiminn. Stálfrðm!ei$sia Þýskafands London í gærkvöldi. ÁKVÖRÐUN utanríkisráðherr- anna um að stálframleiðsla Þýskalands skuli nema 11 miljón og 500 þús. tonnum árið 1948, er yfirleitt tekið með mikilli van- trú, bæði af þýskum og bresk- um stálíramleiðslu sjerfræðing- um. Einn þýskur sjerfræðingur komst þannig að orði um þessa ákvörðun. ,,Ef við getum fram- leitt 4 miljónir og 250 þús. tonn árið 1948 þá þykjumst við heppn Breskir járn og stál sjerfræð- ingar, sem sjá um þýsku fram- lei’rlnna, segja þó að það magn sem utanríkisráðherrarnir gerðu ráð fyrir, verði til þess að minka framleiðsluna, þar sem áður hafi framleiðsla í bresk-amerísku svæðunum verið ætluð um 10 milljón og 700 þús., en þessi nýja tala utanríkisráðherranna virðist vera ætluð fyrir alt Þýskaland. — Reuter. Húsakynnin á Kastrupflugvelli eru hæSi stór og vistleg. Á myndinni siest sá hluti eins salarins, þar sern tollskoSu og farþegaafgreiSsla fer fram. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.