Morgunblaðið - 13.12.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. des. 1947
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
- Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjaló kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Italía næst
iTALlA á bersýnilega að verða það landið, sem kommúnist-
ar næst gera tilraun til að steypa út í algert öngþveiti. Verk-
föllunum og upphlaupunum í Frakkiandi var ekki einu sinni
lokið þegar ítalskir kommúnistar framkvæmdu skipanir al-
þjóðasambandsins um að hleypa þar öllu í bál og brand. Mið-
stjórn þess vildi elcki gefast upp þótt franskir kommúnistar
hefðu verið afhjúpaðir, sém opinberir flugumenn þess.
Allsherjarverkfall það, sem kommúnistar fyrirskipuðu í
Rómaborg kemur í beinu áframhaldi af baráttu þeirra í
Frakklandi. Og orsök þess er hin sama og þar, óttinn við það
að endurreisn Italíu með aðstoð Bandaríkjanna, muni eyði-
leggja áform þeirra um rauða byltingu.
Stjórnmálaþróunin á Italíu síðan að styrjöldinni lauk er
mjög athyglisverð. Þar er nú þriðji stærsti kommúnistaflokk
ur Evrópu, þeir eru fjölmennari í Rússlandi og Frakklandi.
En orsök hinnar háu meðlimatölu ítalska kommúnistaflokks-
ins er dálítið sjerstæð. Mikill fjöldi ítalskra fasista gerði sjer
nefnilega hægt um vik þegar einræðisstjórn Mussolinis hafði
verið steypt af stóli og fór rakleitt yfir í flokk Togliatti, það
er kommúnistaflokkinn. Þangað voru hinir skelfdu fasist,-
ar velkomnir. Og nú stendur þetta fólk fyrir skemmdarstarf-
semi gagnvart hinu unga ítalska lýðveldi.
Þegar að styrjöldinni lauk var sett á laggirnar samsteypu-
stjórn á mjög breiðum grundvelli. Þessi stjórnarsamvinna
rofnaði á s.l. vori í maí. Síðan hefur de Gasperi forsætisráð-
herra haft stjórnarforystuna og stuðst við fylgi hægri flokk-
anna í andstöðu við sósíalistaflokkinn og kommúnista. —
Stærsti hægri flokkurinn er kristilegi lýðræðisflokkurinn,
sem hefur mjög öflugt fylgi og er stærsti flokkur ftaiíu.
Jafnaðarmannaflokkurinn klofnaði á þessu ári í tvo hluta.
Ágreiningsefnið var afstaðan til samvinnu við kommúnista.
Meirihluti flokksins fylgdi róttækasta foringja hans, Pietro
Nenni og myndaði „þjóðfylkingu" með kommúnistum, en
minnihluti hans hjelt sjálfstæði sínu undir forystu Giuseppe
Saragat.
En þrátt fyrir ofsalegar árásir kommúnista virðist stjóm
de Gasperis vera allföst í sessi. 1 októbermánuði voru bornar
íram á þingi hvorki meira nje minna en þrjár vantrausts-
tillögur af jafnaðarmönnum og kommúnistum. En þær voru
allar feldar með töluverðum atkvæðamun. Með stjórninni
voru 271 atkvæði, en á móti 236 þegar tæpast stóð. Þannig
er stjórnmálaviðhorfið á Italíu í dag. Kommúnistar og leyfar
fasistaflokks Mussolinis berjast þar harðri baráttu gegn
endurreisn landsins og svífast einskis í fjörráðum sínum við
hið unga lýðveldi. Allar líkur benda þó til þess að það muni
standast þessa hríð eins og Frakkland hefur gert til þessa.
Landafræði
BLAÐ íslenskra kommúnista talar stundum um það, að
nauðsynlegt sje að vera vel að sjer í landafræði. Það er rjett,
landafræðiþekking er þýðingarmikil og hagnýt. En komm-
únistar framfylgja þessari skoðun sinni sorglega illa. Þeir
eru verst allra að sjer í þessari námsgrein. Þessvegna fara
þeir villur vega. Þeir hafa villst svo herfilega að þeir vita
ekki einu sinni hvar þeir eru staddir. Kommúnistar í Vestur-
Evrópu, og þá einnig á fslandi, halda að föðurland þeirra sje
íyrir austan „járntjaldið“ og þeir halda jafnvel að þeir sjeu
sjálfir staddir þar. Annars myndi þeim ekki koma til hugar
að boða þá stefnu, og beita þeim starfsaðferðum, sem raun
ber vitni um. Starfsaðferðir „austan“manna samræmast ekki
skoðunum íslensks fólks um frumstæðustu mannrjettindi,
hvað þá heidur lýðræði. Það getur enginn maður haldið,
sem er sæmilega að sjer í landafræði.
Þessi bresíur á landfræðikunnáttu kommúnista og þekk-
ingu þeirra á islcnskri þjóð sýnir miklu alvarlegri vanþekk-
ingu en þótt Petsamohjeraðið finnska sje fyrir prentvillu
kent við Potsdam. En það er ekkert að furða þótt kommún-
istum leioist að heyra það nafn nefnt um þessar mundir
meðan varapáfi þeirra, Molotoff, er að svíkja það lið fyrir lið
í London.
UR DAGLEGA
LÍFINU
Tarzan í hlíða-
hverfinu.
BLÖÐIN SEGJA FRÁ manni
nokkrum, sem undanfarið hefir
farið um hlíðahverfið nýja fá-
klæddari en Adam, áður en
hann át af eplinu. Þykja þetta
að vonum tíðindi mikil og undr
ast menn atburð þenna, en
kanski einna mest hvað maður-
inn er harður af sjer, að strípl-
ast .þannig um í bænum um
hávetur. Blöðin, sem getið hafa
um þetta hafa hins vegar vafa-
laust tafið fyrir að maðurinn
yrði handsamaður. Þar sem bú-
ast má við að hann verði nú
varari um sig en áður.
En það er svo sem ekki eins
dæmi, að líkt hafi átt sjer stað
hjer í bænum. Fyrir tveimur
árum óð einn slíkur ,,Tarzan“
um í íbúðarhverfum við Lauf-
ásveginn, þar til að gamall
glímumaður, Vagn Jóhannsson,
komst í tæri við hann og lagði
að velli með hælkrók. Var sá
berstrípaði náungi þar með úr
sögunni, en hann hafði verið á
flakki í nokkrar vikur.
•
Sjúkur maður.
ANNARS er ekki gerandi
grín, að atburðum eins og þess-
um. Hinn nakti náungi, sem
fercjast um Hlíðahverfið eftir að
dimma tekur og sýnir sig á
gluggum er án efa sjúkur mað-
ur, ep ekki sjervitringur.
Átti jeg tal um þetta við
lækni í gabr, sem sagði að vafa-
laust væri um mann að ræða,
sem væri bilaður. Það væri ó-
líklegt að hann væri á nokkurn
hátt hættulegur, eða líklegur
til að gera fólki mein.
Þessi sjúkleiki væri vel þekt
ur og nokkur tilfelli hafa kom-
ið fyrir hjer á landi.
Haldi hinn nakti máður und-
anteknum hætti, þyrfti lögregl-
an að handsama hann til að
koma honum undir læknis-
hendi.
Tómar flöskur.
TÓMAR FLÖSKUR eru nú
aftur orðin verslunarvara og
mjög eftirsóttar. Ölgerð og gos-
gosdrykkjaframleiðendur láta
ekki lengur úti drykkjarföng,
nema að tómum flöskum sje
skilað í staðinn.
Verslanir geta því ekki leng-
ur" „lánað glerin“, ekki einu
sinni þótt flöskurnar sjeu
greiddar fullu verði. En þetta
á fólk bágt með að skilja og
firtist við afgreiðslufólk í búð-
um ef það vill ekki lána flösk-
ur. Tómar flöskur þykja hjer
yfirleitt svo ómerkilegir hlutir,
að menn nenna ekki að skila
þeim aftur.
Nóg til af þeim.
EN NÚ ER ÞAÐ vitað, að í
geymslum manna liggja tómar
flöskur svo þúsundum skiftir.
Það hefir ekki verið hirt um
að koma þeim í peninga, nje
skila þeim til rjettra eigenda. í
þessum tómu flöskum liggur
mikið fje og alls ekki svo lítill
gjaldeyrir.
Þeir, sem eiga tómar flöskur
ættu almennt að gera hreint hjá
sjer. Eftirspurnin er svo mikil
eftir þessari vöru, að þeir, sem
ágirnd hafa á henni senda eftir
glerinu, svo að segja hvert á
land sem er.
•
Herramannsmatur.
BRETAR BORÐA mikið af
síld.. sem þeir kalla á sínu máli
,,Kippers“. Er það reykt smá-
síld og þykir lostæti mikið,
enda selt á dýrustu veitingahús
um sem herramannsmatur.
Fyrir nokkru sá jeg reykta
Hvalfjarðarsíld, sem reykt er á
Akranesi. Það er nú matur, sem
kitlar bragðlaukana.
En hvergi er slíka vöru að sjá
í verslunum hjer.
Það væri fróðlegt að vita
hvað hægt væri að gera marg-
ár tegundir matar úr síldinni,
sem nóg er af. Þær skifta
ábyggilega tugum, en verst er
að það virðist ekki vera neinn
áhugi fyrir að kenna almenn-
ingi að borða þenna góða mat.
•
„íslands þúsund ár“.
ÞAÐ HEFIR ekki verið
verja, að skrifa mikið um bæk
ur í þessa dálka, enda mætti
það æra óstöðugan, að skrifa
um alt, sem kemur út og það
er líka gert á öðrum vettvangi.
En stöku sinnum hefi jeg ekki
staðist freistinguna, að minnast
á góða bók, sem jeg hefi rekist
á. —
Ein er sú útgáfa, sem nýlega
er komin út, sein jeg tel mikinn
feng að, en það er „Islands þús-
und. ár“, kvæðasafnið mikla í
þremur bindum, sem Helgafell
gefur út.
Vafalaust má deila um það,
hvort í safnið hafa verið tekin
öll bestu kvæði, sem ort hafa
verið á íslandi í þúsund ár.
Smeþkur manna á skáldskap er
'svo misjafn eins og í öðru.
En um hitt er ekki hægt að
deila, að bestu menn, sem völ
var á hafa valið kvæðin í bók-
ina. Betur var ekki hægt að
gera.
•
Vandasamt verk.
ÞAÐ ER vandasamt verk, að
velja ljóð frá gullöldinni til
vorra daga. Það er af miklu að
ausa úr þeim gnægtabrunni. En
trúlegt er að mönnum finnist
yfirleitt, að það hafi tekist vel
í „íslands þúsund ár“.
Um útgáfuna er það annars
að segja, að allur frágangur
hennar er hinn besti. Brotið er
hæfilega stórt og pappír og
band eins og það gerist best.
Útgefendur eiga þakkir skyld-
ar fyrir þann myndarskap, sem
þeir hafa sýnt með útgáfu þessa
verks.
MEDAL ANNARA ORÐA ....
• ■»J Eftir G. J. Á. í•"—"—"—“—•»— —», —-—■+
Nýja Chaplin er misjafólega tekið.
CHARLIE CHAPLIN,
kvikmyndaframleið-
Ckgjjpv andinn og leikarinn
frægi, hefir enn einu
sinni tekist að vekja á
Mjjl sjer alheimsathygli. —
SjlY Ekki eru það kvenna-
málin hans í þetta
Jfcjpzji' skifti, heldur nýjasta
kvikmynd hans, Mon-
seur Verdoux.
I Monseur Verdoux sýnir
Chaplin þá dirfsku, að skifta
á sjötugsaldri algerlega um
gerfi — hann hefir fleygt frá
sjer stafnum gamalkunna, jakk
anum þrönga og snjáða, hatt-
in.um og skónum geysistóru,
sem flækst hafa fyrir fót-
unum á honum og vakið hlátur
kvikmyndaunnenda um hart-
nær fjörutíu ára skeið.
• •
Kvennamorðingi.
I Monseur Verdoux er Chap-
lin velklæddur herramaður,
sem lifir á því að stúta eigin-
konum sínum. Þeir, sem sjeð
hafa myndina, ségja mjer, að
hann hafi lagt niður með öllu
flest skrípabrögð sín, enda þótt
stöku sinnum örli á því, að
hann geti ekki alveg sleppt
hendinni af uppáhalds leikein-
kennum sínum, eins og auga-
brúnunum dansandi og fleiru.
En þetta er engu að síður nýr
Chaplin, og kvikmyndagagnrýn
enduy og þeir aðrir, sem mest
vit þykjast hafa á kvikmynd-
_um, deila nú mikið um það,
hvort gerfið sje betra: fátæki
og umkomulausi flækingurinn;
eða heflaði kvennamorðinginn.
© o
Óánægðir.
Bandarísk blöð bera það yfir
leitt með sjer, að aðdáendur
Nú er hann heflaður kvenna-
morðingi
Chaplins þar í landi sjeu breyt-
ingunni mótfallnir. Yngri kyn-
slóðinni, sem mikið hefir heyrt
um afrek þessa vinsælasta
skonleikara veraldarinnar, þyk
ir hún hafa verið svikin — þyk
ist eiga heimtingu á því, að
Chaplin haldi sjer við gömlu,
margreyndu hlutverkin, sem
þeir eldri tala um enn þann
dag í dag, líkt og sá dagurinn
hafi verið þeim minnisstæðast-
ur, er þeir fylgdust með ævin-
týrum Charlies í Gullgrafarinn
og öðrum víðfrægum kvikmynd
um. Árangurinn af þessu er sá,
að Monseur Verdoux var frem-
ur fálega tekið í Bandaríkjun-
um, iafnvel svo fálega, að Chap
lin tók myndina af markaðnum
um tíma, og gerði á henni
nokkrar breytingar.
® ©
Tilhlökkunarefni.
Hvort myndin hefir fengið
sömu viðtökur í Evrópu, er
mjer ókunnugt um, enda mun
hún ennþá óvíða hafa komið
fram á Ijereftið þar, og aðeins
skamt er síðan sýningar hóf-
ust á henni í Bretlandi. En öll-
um hlýtur það þó að vera til-
hlökkunarefni og fá að sjá þessa
umdeildu mynd, þó ekki væri
Frh. á bls. 12.