Morgunblaðið - 14.12.1947, Blaðsíða 1
7
24 sáður
287. tbl. — Sunnudagur 14. desember 1947 jgyu Ísaíoldarprentsmiðja h.l.
\
Bandaríkin lofa Ítalíu vernd sinni
Strandið við Látrabjarg
Flytja allan her sinn
<r
L.jósmyndari blaðsins fór í gærmorgun með flugvjel vestur að Látrabjargi, þar sem breski togarinn
Dlioon strandaði. Skyggni var vont og því erfitt um myndatöku. Myndin að ofan er frá strandstaðn-
um. Má greina skipið í hringnum, en örin vísar i það. Bjargið fyrir ofan sjest greinilega og getá
menn vel gert sjer í hugarlund hvílíkum erfiðleikum björgunarstarfið er bundið.
(Sjá grein á bis. 12). (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon).
Mótmæli Rússa
ósvífin
JRorgistsblaítíft
er 24 síður í dag, blað nr.
I. og II. Engin Lesbók fylg-
ir blaðinu í dag. -
Ekhi „handteknlr" — vísað úr landi
París í gærkv. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
t DAG skýrði utanríkismálaráðuneyti Frakka frá því að
það hefði ^svarað mótmælum Rússa um „handtökur" sovjet-
borgara í Frákklandi. En sendiherra Rússa mótmælti í dag
og í gær „handtökum“ þessum og krafðist fyrir hönd stjórnar
sinnar að þeir yrðu þegar látnir lausir. 1 svari Frakka getur
þess að mótmæli Rússa hafi á köflum verið svo ósvífin, að þau
rjettlæti því meir gjörðir stjórnarinnar.
Ekki „handtcknii“ en vísað®’—
úr landi.
í fyrsta lagi, segir í svarinu,
voru þessir rússnesku borgarar
ekki handteknir heldur var
þeim vísað úr landi, þar sem
þeim hafi verið skipað það 9.
desember, ásamt Fiiatov ofursta
formanni ftóttamnnnanefndar-
innar. Hefði stjórn Frakklands
þá tilkynt bæði sendiráði Rússa
og rússnesku stjórninni um
brottreksturinn.
Óhlýðnuðust sinni eigin stjórn.
Ekki aðeins hefðu þessir
menn brotið frönsk lög, heldur
einnig skipanir rússnesku
stjórnarinnar um að leggja af
stað strax heimleiðis, þegar
Rússar skipuðu* flóttamanna-
þefnd sinni að hætta störfum
og koma þeim.
KÉiar c| Ungverjar
semja nsa skaða-
fíæhir
Rudapest í gærkv.
RÚSSAR og Ungverjar hafa
ákveðið, sín á milli, hve mik-
ið Ungverjalandi beri að borga
Rússum í stríðsskaðabætur. Er
ákveðið að Rúsland fái 45 milj.
dollara í skaðabætur, og verð'-
ur 30 miljónum varið í rúss-
nesk-ungversk fyrirtæki, en 15
miliónir/ ber Ungverjum að
borg? í vörum á næstu fiórum
árum. í London var því haldið
fram að Rússar hefðu átt að
kalla^ hin stórveldin til þess að
laka þátt í þessum ákvörðun-
um og ræðu um stríðsskaða-
bótakröfur annarra þjóða.
Utanríkisráðherrar
alhuga skpslur
London í gærkvöldi.
UTANRÍKISMÁLARÁÐHERR-
AR fjórveldanna hjeldu engan
fund með sjer í dag og álitu
frjettaritarar hjer að ráðherr-
arnir myndu athuga ýms skjöl
um helgina, en byrja aftur fundi
sína á mánudaginn. — Eins og
menn muna, þá greip Molotov
mikið æði á fundinum síðastlið-
inn föstudag og hefur komið til
tals að fundinum verði frestað
um nokkra mánuði, éf ráðherr-
arnir verða að sitja undir óvið-
eigandi skömmum'og svívirðing-
um. — Reuter.
íjö Rússar hand-
feknlr
París í gærkvöldi;
SAMKVÆMT opinberum
heimildum, hafa sjö rússnekir
borgarar verið handteknir í
París og Marseilles síðastliðinn
sólarhring. Eru menn þessir
sakaðir um að hafa unnið gegn
hagsmunum franska ríkisins.
Að minsta kosti einn hinna
handteknu, hafði komið vega-
brjefslaus til Frakklands,, og
starfað þar fyrir rússensku
ræðismannsskrifstofuna.
—Reuter.
þaðan
■■ i
i
Truman um broltflutninginn
■■1
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunhlaðsins frá Reuter
HARRY S. TRUMAN forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu í
dag að þó að Bandaríkin flyttu nú her sinn frá Ítlíu eins og
gert hafi verið ráð fyrir í friðarsamningunum þá þyrftu aðrar
þjóðir ekki að hugsa að Bandaríkin hefðu gleymt Ítalíu, enda
myndu þau þegar gera ráðstafanir ef önnur ríki hugsuðu sjer
til hreyfings og ætluðu að ógna frelsi og stjórnmálalegu sjálf-
stæði landsins. Ráðstafanir yrðu gerðar þegar í stað ef nokkur
þjóð hyggði á slíkt. Víst þykir að hann hafi átt við rúsneska
kommúnista, skemdarstarfsemi þeirra og valdabrölt í Vestur-
Evrópu og annars staðar.
Ameríski herinn fer.
Rússar og Tjekkar
gera verslunarsamn-
Prag í gær.
RÚSSAR hafa nýlega gert
verslunarsamninga við Tjekkó-
slóvakíu og munu Tjekkar fá
peningalán frá Rússum til þess
að byrja með. Eftir samningi
þessum munu P.ússar senda
Tjekkóslóvakíu korn og hveiti,
en Tjekkar fá í rtaðinn vjelar
og önnur verksmiðjutæki. —
Einnig hafa Rússar látið í Ijós
ósk um það við Rúmeníu, að
löndin hefji að nýju verslunar-
skifti sín á milli.
—Reuter.
Truman forseti hjelt ræðu
sína í tilefni af því að nú eru
1600 hermenn, allt sem eftir er
af nokkur hundruð þúsundum
hermönnum, sem voru þar í lok
stríðsins, að fara af stað heim-
leiðis á morgun með herflutn-
ingaskipinu Admiral frá Suð-
ur-ítalíu.
.i
Ofbefdi ekki þolað.
Forsetinn sagði ennfremur:
„...._ Ef viðburðirnir í Ítalíu
gefa til kynna, að minnihltua-
flokkar ætla að nota sjer tæki-
færi þetta og hrifsa völdin með
ofbeldi, þá komast þeir að því
að við sem aðili að friðarsamn-
ingunum og meðlimir Samein-
uðu þjóðanna, munum ekki
láta slíkt viðgangast“.
Palestína:
19 drepnir — 89 særðir
Arabar skipa berráS.
Jerúsalem í gærkv. Einkaskeyti til Mbl- frá Reuter.
I DAG voru tólf Arabar drepnir og margir særðir þegar
vopnaðir Gyðingar rjeðust á þor-pið A1 Jahuda. nálægt Lydda
flugvellinum með sprengjum og vjelbyssum og skutu á hvað
sem fyrir varð. Hafa þá nítján verið drepnir í allt í dag, en
um áttatíu særðir. 1 Gyðingaliverfi Haifa var komið á algjöru
umferðabanni nótt og dag en engin opinber skýring gefin.
Þar húa um 50 þús. Gyðingar.
Konur og börn særast
í Jerúsalem vorú tveir drepn-
ir, en f jöldi særður þar á meðal
konur og börn, þegar nokkrir
Gyðingar í leigubíl keyrðu á
fleygiferð gegnum Damaskus
hliðið og köstuðu sprengju á
mannfjöldan.
Arabar skipa herráð
I Cairo hjeldu leiðtcgar Araba
með sjer fund og ákváðrr„stríðs-
aðferðir“ sem nota skyldi til
þess að mæta skiptingu Palest-
ínu. Verður „stríðsaðferðúm'*
þessum stjórnað af herforingja-
ráði, sem þegar hefur verið leyni
lega skipað af æðsta ráði Araba,