Morgunblaðið - 14.12.1947, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. des. 1947
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Utanríkis verslun
*
Islendinga
ÞEGAR síðari heimsstyrjöldin skall á sköpuðust algerlega
ný viðhorf í utanríkisVerslun okkar Islendinga. Mjög veru-
legur hluti markaða okkar, löndin á meginlandi Evrópu, lok-
uðust algerlega.
Árið 1938 seldu Islendingar 85% útflutningsframleiðslu
sinnar til Evrópu landa. Af því útflutningsmagni voru aðeins
rúm 20% flutt til Bretlands. Voru þannig um 65% framleiðsl-
unnar seld til meginlandsríkjanna, sem styrjöldin lokaði. Má
af þessari staðreynd marka, hversu gífurleg áhrif styrjöldin
hafði á utanríkisverslun okkar.
En ef athugaður er útflutningur okkar nú kemur í ljós,
að þótt aðeins sjeu liðin rúm tvö ár síðan styrjöldinni lauk
hafa utanríkisviðskipti þjóðarinnar færst mjög í áttina til
fyrri hátta.
Árið 1946 seldu Islendingar rúm 86% útflutningsfram-
ieiðslu sinnar til Evrópulanda, þar af 36% til Bretlands en
um 50% til meginlandsríkja. 10 fyrstu mánuði þessa árs
höfum við svo selt 33% framleiðslunnar til Bretlands en 60%
til meginlandsins.
Rúmur helmingur útflutningsframleiðslu okkar er þannig
seldur til meginlands Evrópu það sem af er þessu ári.
Það er af þessu auðsætt að meginlandið er orðið aðal-
markaðurinn fyrir íslenska framleiðslu. Óhætt er að fullyrða
að þessi markaður hefði getað tekið við töluvert meira vöru-
magni frá Islandi en vegna þess að mörg meginlandsríkjanna
hafa orðið að byggja viðskiptin við okkur á jafnvirðiskaup-
um hefur þótt hagkvæmara að selja framleiðsluna, þar sem
hægt hefur verið að fá fyrir hana frjálsan gjaldeyri. Sum
þessara land hafa heldur ekki haft þær vörur á boðstólum,
sem okkur vanhagaði um og í öðrum voru þær of dýrar til
þess að ráðlegt þætti að kaupa þær þar.
En þótt táröfurnar um jafnvirðiskaup hafi á þessum tíma
dregið nokkuð úr hugsanlegum viðskiptum við þessar þjóðir
eru þó þau viðskiptasambönd, sem tekist hafa við þær hin
þýðingarmestu og engum blandast hugur um að sjálfsagt sje
að gera það, sem unt er til þess að styrkja þau. Margar af
þjóðum meginlandsins framleiða ágætar iðnaðarvörur og
nauðsynj avarning ,sem við Islendingar verðum að kaupa og
miklar líkur benda til þess að þær muni einnig í framtíðinni
þarfnast matvæla þeirra, sem við Islendingar framleiðum.
Ríkisstjórnin tilkynti fyrir nokkrum dögum að samningar
stæðu nú yfir í London um sölu á íslenskum afurðum til
bresk-ameríska hernámssvæðisins í Þýskalandi. Mun bráð-
lega mega vænta fregna um niðurstöðu þeirra samninga.
Það er mjög þýðingarmikið fyrir utanríkisverslun okkar
að samningar takist um sölu islenskra afurða til Þýskalands.
Þjóðverjar voru fyrir stríð önnur stærsta viðskiptaþjóð okk-
ar. Árið 1938 voru rúm 16% af útflutningsframleiðslu okkar
seld til Þýskalands og töluverður hluti hennar við mjög góðu
verði. Viðskipti þau, sem nú er verið að semja um í London
fara að vísu um hendur bresku hemámsstjórnarinnar. En
þau eru engu að síður þýðingarmikil. Þýskalandi verður ekki
um allan aldur haldið hemumdu. Endurreisn Evrópu er að
verulegu leyti háð því að það rísi úr þeim fjárhagslegu rúst-
um, sem atvinnulíf þess nú er í. Það er þessvegna ekki aðeins
i þágu þýsku þjóðarinnar að hún geti tekið upp eðlileg störf
ög viðskipti við urnheiminn. öll Evrópa á mikið undir þvi að
efnahagsleg viðreisn Þýskalands hefjist sem allra fyrst. Það
er þessvegna einnig mikils virði fyrir okkur Islendinga að við
getum nú selt framleiðslu okkar þangað. Um það þarf ekki
að fara í neinar grafgötur að það myndi hafa góð áhrif á
framtíðarviðskipti landanna.
Hinn hái framleiðslukostnaður okkar hefur að vísu valdið
okkur verulegum óþægindum í baráttunni um markaði meg-
mlandsins. En þrátt fyrir hann hefur okkur orðið mikið
ágengt. Við verðum þessvegna jafnhliða þ1rí, að við gerum
alt, sem unt er til þess að treysta þessa markaði og vinna
nýja, að gera okkar ítrasta til þess að gera framleiðslu okk-
ár samkeppnisfæra.
ÚR DAGLEGA LlFINU
Peningar
á gamlárskvöld.
ÓLEIK gera yfirvöldin með þvi
að kalla inn alla peninga á gaml
ársdag. Hafa margir áhyggjur
af þessu tiltæki og eru hræddir
um, að þeir verði blankir fyrir
bragðið þetta kvöld.
En svo slæmt er það nú ekki.
Fyrir það fyrsta geta menn skift
peningum sínum á gamlársdag
á meðan bankar eru opnir og
einnig er heimilt að hafa í sín-
um fórum gamla fimm og tíu
króna seðla og er trúlegt að
margir noti sjer af því.
Apnars vildi jeg ráðleggja
fólki, að fara vel eftir ráðlegg-
ingum, sem gefnar eru í sam-
bandi við eignakönnunina. Það
borgar sig.
•
Leiðinleg' seðlastærð.
S S SKRIFAR í sambandi við
eignakönnunina og innlausn
gömlu peningaseðlanna:
„Mjer til undrunar sje jeg að
stærð seðlanna væri svipuð og
stærð þeirra, sem nú eru í um-
ferð. Þar sem mjög kostnaðar-
samt mun vera að kalla inn
seðla, bæði prentunarkostnaður
og óþægindin við skiftin auk
mannahalds, taldi jeg víst að
sjeð yrði um breytingar á seðl-
unum eitthvað til batnaðar.
Fimmtíu-, hundrað- og fimm
hundruðkrónu seðlarnir eru alt
of stórir um sig, þar eð hvergí
er hægt að geyma þá í veskjum
án þess að brjóta þá saman og
verða þeir þar af leiðandi altof
snjáðir. Nei, breiddin á seðlun-
um mætti vera lík og á fimm- og
tíukrónu seðlunum, en að hafa
hundrað- og fimmhundruðkrónu
seðlana þriðjungi lengri.
Ef að pemngainnköllun skyldi
fara fram seinna meir, væri
æskilegt að forráðamenn seðla-
útga funnar gerðu einhverja
breytingu á þeim til batnaðar.
Vona að jeg hugsi fyrir hönd
fleiri. — S.S.“ Vafalaust.
•
Ritsafn kvenna.
BLESSAÐ kvenfólkið hefur ein-
hverja minnimáttarkend gagn-
vart körlunum. — Þetta kemur
fram í ýmsu. En þær þurfa
hreint ekki að skammast sín fyr-
ir neitt. Kvenrjettindakonur hjer
á landi eiga allerfitt uppdráttar
vegna þess, að það er ekkert að,
berjast fyrir. Þær hafa sama'
rjett til alls sem karlarnir og
þannig á það líka að vera.
En samt er það svo, að þær
skera sig út úr stundum og þyk-
ir gaman að og eins og einhver
upphefð.
Þessar hugleiðingar komu að
mjer er jeg sá nýtt og myndar-
legt ritsafn, sem heitir „Ritsafn
kvenna“.
•
Skemtileg útgáfa.
í ÞESSU safni eru þrjár bækur:
„ída Elisabet" eftir Sigrid Und-
set, í þýðingu Aðalbjargar Sig-
urðardóttur, „Ævisaga Helenar
Keller“ í þýðingu Kristínar Ól-
afsdóttur og Heimilishandbókin
eftir Jónínu Sigurðardóttur Lin-
dal. k
Úr því að kvenfólkið vill endi-
lega merkja sjer sjerstakt út-
gáfusafn, þá var varla hægt að
velja öllu betur í safnið og trú-
legt þykir mjer að kvenfólkinu
þyki fengur að þessu safni.
•
Klaufaskapur.
FURÐULEGT er hve menn geta
verið sinkir á að setja upp skilti
og leiðbeiningar fyrir almenn-
ing. í stórum byggingum, þar
sem fjöldi skrifstofa er, kemur
það oft fyrir að menn erU í vand
ræðum að finna þann stað, sem
þeir eiga erindi á.
Þannig er það t. d. um skrif-
stofur bæjarins, sem eru í Aust-
urstræti 10.
Það er erfitt fyrir ókunnuga,
að átta sig á húsunum 10 og 12
í Austurstræti og daglega kemur
það fyrir, að fólk villist upp á
efsta loft í nr. 12, er það er að
leita að skömtunarskrifstofu
Reykjavíkurbæjar, eða öðrum
skrifstofum, sem eru í nr. 10.
Það er klaufaskapur, að hafa
ekki skilti sem sjást af götunni
' um hvaða skrifstofur eru í þess-
um húsum.
Þetta kostar lítið, en er til
stórþæginda.
•
Um hundahald.
DAGLEGA lífinu hefur borist
fyrirspurn um það, hvort ekki
sje bannað að hafa hunda hjerna
í höfuðborginni. Telur brjefrit-
arinn sig hafa orðið varan við
grunsamlega hunda, sem spáss-
era hjer um göturnar og span-
góla um nætur, líkt og þeir
hefðu fengið einhverja undan-
þágu hjá bæjaryfirvöldunum og
gefi ekki hund í það, þótt lög-
regluþjónarnir sendi sjer óblítt
auga. „Hundar þessir munu að
vísu vera mestu sakleysingjar",
segir höfundur brjefsins, „en
hjer er lýðræði og eitt ætti því
jafnt yfir alla að ganga“.
Það mun vera rjett, að hundar
sjeu útlagar hjer í Reykjavík.
Þessu er að vísu misjafnlega tek
ið, en þó eru margir þeirrar skoð
unar. að rjett hafi verið að far-
ið í þessum efnum. Óvíða erlend-
is, þar sem þetta bann er ekki í
gildi, er hundaþvargið orðið svo
mikið, að aðkomumenn reka upp
stór augu. Það er engu líkara
þarna en stórvafamál sje, hvor-
ir sjeu rjetthærri, hundagreyin,
eða mannfólkið, sem teymir þá
á eftir sjer.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
• ° —■— | Eftir G. /. A. j——————————... .
Starfsaðferðir Rússa í Frakkiand! og London
RIJSSAR lögðu spilin á borð-
ið í Frakklandi í vikunni sem
leið. Þeir sögðu Frökkum við-
skifta- og taugastríð á hendur
— hófu aðgerðir á nýjum víg-
stöðvum, eftir að verkfall
franskra kommúnista hafði far
ið út um þúfur. Rússar höfðu
þannig tapað fyrstu orustunni,
en beir áttu önnur tæki en verk
fallsvopnið í fórum sínum, og
þá fyrst og fremst þau tæki,
sem stórvirk gátu orðið í árás-
inni á matarlitla og hálflam-
aða þjóð.
Frakka skorti matvæli, og
þeir höfðu farið fram á kaup
á þeim í Rússlandi. Rússneska
uppskeran var mikil og góð, og
þeir vildu selja .... með viss-
um skilyrðum þó. Eitt megin-
skilyrðið var afneitun Mar-
shalláætlunarinnar og aukin
völd kommúnista.
• •
Ef þeir hefðu sigrað.
Verkfallssigur kommúnista
hefði undirstrikað þessi skilyrði.
Baráttan milli þeirra og
stjórnarinnar gát vart farið
fram á öðrum vettvangi, og ef
verkfallsforsprakkarnir sigr-
uðu, gátu þeir ekki aðeins veif-
að rússneska hveitinu framan í
frönsku þjóðina, heldur einn-
ig þeirri staðreynd, að þeir j
máttu sín meir en hin lögskip-;
uðu stjórnarvöld landsins.
Fn verkfallið mistókst og
fyrsta orustan tapaðist — og
rússnesku valdamennirnir í
Moskva svöruðu strax á'þriðju
d,ag með því að neita að taka
á móti franskri viðskiftanefnd
og reka úr landi flóttamanna-
nefnd Frakka.
• •
Ráðherrafundurinn.
En starfsaðferðir Rússa urðu
augljósar á fleiri stöðum en í
Frakklandi. í London vakti
Molotov á sjer athygli, með því
að flytja hverja æsingaræðuna
á fætur annari á fundum utan
Á skurðarborðinu
ríkisráðherranna. . Fáar voru
þær sakir, sem vesturveldun-
um var ekki núið um nasir.
Þau voru andvíg sameiningu
Þýskalands, þau keyptu upp
þýsk fyrirtæki hundruðum sam
an, þau neituðu rússneskum
flóttamönnum um leyfi til að
hverfa til heimkynna sinna.
• •
Áróður.
En ýmsir voru það þó, sem
sáu í gegnum þessgr ræður rúss
neska utanríkisráðherrans. ■—
Hann notaði fundarsali utan-
ríkisráðherranna sem áróðurs-
stöð y hvert einasta orð, sem
hann. sagði, var sent til heims-
blaðanna. Hann hafði sjaldan
eða aldrei haft betra tækifæri
til að túlka skoðanir rússnesku
stjórnarvaldanna. Og ástæðan
var sú ein að blaðam. vestur-
veldanna bjuggu við það rit-
frelsi, sem Starísbræður þeirra
í Rússlandi aldrei höfðu þekkt:
Þeir gátu skrifað það, sem þeim
i sýndist — og þeir hikuðu ekki
við að gera það, jafnvel þótt
áróðursskeytum Molotovs væri
beint gegn þeirra eigin þjóðum.
• •
Meðan sjúklingnum
blæðir út.
Utanríkisráðherrar vestur-
veldanna voru þó orðnir þreytt
ir á þessum málavaðli rúss-
Frh. á bls. 8.