Morgunblaðið - 14.12.1947, Page 7
Sunnudagur 14. des. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
7
R E Y K
Síldarflulningarnir.
EFTIR að tryggt varð, að hin
stóru amerísku flutningaskip
fengjust til síldarflutninganna
norður, má segja, að áhyggjum
manna sje liett af því að aflinn
komist ekki nokkurnvegin jafn-
óðum áleiðis til vinnslu og hann
kemur í höfn, þó Iandburður
verði áfram.
Með þeim flutningaskipastól,
sem þá er fenginn, geta verið
á 2. hdr. mál síldar á floti í einu
frá veiðistöðvunum hjer og til
sílclarverksmiðjanna. Allir
menn, er vilja líta á það mál
með sanngirni, munu geta verið
ið sammála um það, að bæði
fljótt og vel hafi verið brugðið
við, frá hendi þeirra manna, sem
haft hafa þann vanda með hönd
um, að eiga að koma hinum ó-
vænta en mikla aflafeng til verk
smiðjanna.
Það hefði orðið lítið úi tekj-
um sjómanna og útgerðar-
manna af þessari nýstárlegu
vertíð, ef farið hefði verið eftir
„línu“ Þóroddar Guðmundsson
ar er var því fráhverfur í upp-
hafi, sem kunnugt er, að stjórn
síldarverksmiðja ríkisins skiftu
sjer nokkuð af þessum málum.
Hann vildi að hafður yrði sá
háttur á, einsog á sumarvertíð-
um við Norðurland, að veiði-
skipin yrðu sjálf að sjá fyrir
því, að koma aflanum upp að
bryggjum verksmiðjanna. Þar
fyrst tæki verksmiðjustjórnin
við síldinni til vinnslu. Þetta
er óneitanlega bæði þægilegra,
fyrirhafnar- og áhættuminna,
en að taka við síldinni hjer í
Reykjavíkurhöfn, ekki síst
vegna þess, að engum hafði til
hugar komið að svipaður afli
gæti borist hjer að landi, einsog
raun hefir á orðið.
ASfarir komma.
AFSKIPTI' kommúnista af
þessum síldveiðum, og hagnýt-
ing aflans, eru á margan hátt
skringileg. Þegar Þóroddur
var uppgefinn við að tefia að-
gerðir verksmiðjustjórnarinnar,
og farinn í einskonar sumarfrí
norður í land, tíl að hvíla sín
lúin bein, reyndu lagsmenn
hans hjer syðra enn að tefja
fyrir því, að síldin kæmist úr
• skipunum. Þá voru alt áð því
100 síldveiðiskip íullfermd hjer
í höfninni. Og gripið til þess
ráðs, að flytja síldina hjer á
land, þá, sem ekki gat komist
í flutningaskipin fyrr en eftir
langa bið. En síldin í Hvalfirði
þá svo mikil, að skipin er þang-
að komust fengu að jafnaði full
fermi á sólarhring eða styttri
tíma.
Þá var ekki um ar.nað að
gera fyrir mörg skipin, en ann-
aðhvort að verða af margra
daga veiði, eða leggja af stað
með aflann norður, einsog það
er fýsilegt um hávetur. Með
áróðri tókst kommúnistum að
tefja að byriað væri á uppskip-
un síldar til geymslu hjer í
Reykjavík. Þóktust þeir að vísu
vera að vinna í þágu sjómanna
og útgerðarmanna með því að
fá þá til að færast undan að
afhenda síldina En áform
kommanna var að tefja skipin
enn um stund.
Um allan heim eru þeirra
nótur hinar sömu. Að þykjast
vera að vinna að velferðarmál-
um þegar hægt er að telja ein-
hverjym trú um, að skemdar-
störf þeirra komi einhverjum
að gagni.
J A V í
Tillaga í þinginu.
BERASTA gerðu þeir sig að
loddaraskap þegar Aki og Lúð-
vík Jósepsson frjetta það útí
bæ, að nú hafi stjórn síldar-
verksmiðjanna ákveðið að koma
af stað pppskipun síldar í stór-
um stíl til geymslu hjer, hlaupa
uppí þing með skrifaða tillögu
um það. að slík uppskipun, sem
ákveðin var, yrði að hefjast.
Slíkur tilbúinn óhugi minnir
of mikið á kapphlaup barna í
saltabrauðsieik, til þess að hann
sje samboðinn þingmönnum.
Gerir það engan mismun þó
Þjóðviljinn eyði nokkrum dálk-
um eða síðum í það að hæla Áka
og Lúðvík fyrir slík „fremd-
arverk“.
Na>sta ár
OKKAR ágæti Bjarni Sæ-
mundsson segir í fræðibók
sinni um fiska á íslandsmiðum
að ,.við Suður- og Suðvestur
ströndina sjest síldin sjaldan
ofansjávar, enda þótt þjettar
torfur sjeu af henni niðri í
sjónum".
Eftir því sem mjer hefir skil-
ist, hefir sú sííd, sem verið hef-
ir í Hvalfirði undanfarnar vik-
ur, ekki breytt teljandi útaf
þessari venju, haldið sig niðri
í sjónum, en svo nálægt yfir-
borði með köflum, að til hennar
næst ai5 nokkru 'leyti með hin-
um breiðu hérpinótum.
Það verða, og hafa sjálfsagt
verið, áraskipti að því, hve
mikil síldarganga er inni í Hval
firði. En ákaflega er ólíklegt,
að síldin sje ekki mikil hjer í
nánd á hverju ávi, úr því svo
mikil mérgð getur verið af
henni inni í þröngum firði, og
það af síld, sem er á mismun-
andi aldri.
Fæ jeg ekki belur sjeð, en
menn verði að leggja hina mestu
áhersiu á, að hraða því, að koma
hjer upp fyrir næstu vertíð
beim útbúnaði sem tryggja
kann, að síldarafli hjer syðra
á þessum árstíma komi að sem
bestum notum. En vegna þess
hve undirbúningstíminn er
naumur, þyrfti að leggja aðal-
áherslu á, að koma upp örugg-
um geymsluplássum þannig út-
búnum, að síldin skemmist
ekki, þó hún þyrfti að bíða all-
lehei eftir vinnslu.
Eftir því sem mjer skilst, eru
síldveiðar Norðmar.na á vetrum
að ýmsu leyti svipaðar og veið-
in hefir verið í Hvalfirði nú.
En þar birta dagblöðin spádóma
um það, á hvaða tíma sje von
á því, að sildin komi upp að
ströndinni og síldveiðar hefjist,
og’ hvar hana muhi helst bera
upp að landi. En á því er nokk-
ur mismunur frá ári til árs.
Það væri í meira lagi fróðlegt
að vita, hvaða rannsóknir eða
athuganir norskra fiskifræð-
inga lægju til grundvallar fyr-
’r slíkum spádómum. Eitthvað
kynnum við að geta af þeim
lært er snerti veiðarnar hjer.
Þar er von á síldinni í ár, eftir
spádómum fiskiffaeðinga uppúr
miðjum janúar,
5 iómannasto fa
Á SÍÐASTA bæjarstjórnar-
fundi kom fram uppástunga um
það, að sýningarskáli lista-
manna, sem reistur var við
Kirkjustræti fyrir nokkrum ár-
um, yrði tekin fyrir sjómánna-
stofu, á meðan á síldveiðunum
stendur hjer.
Vissulega er það eitt af þeim
málum, sem skyndilega þarfn-
ast úrlausnar, að hinn mikli
K U R B
fjöldi sjómanna, sem safnast
hjer saman í bænum víðsveg-
ar að af landinu, geti haft ein-
hvern vistlegan stað. En það er
með þetta nauðsynjamál, eins
og önnur, sem upn hafa komið
í sambandi við hina miklu síld-
veiði, að enginn tími hefir ver-
ið til þess að undirbúa það til
úrlausnar.
En heldur fannst mjer það
óviðfeldið einsog, það kom fram
hjá tillögumanni á bæjarstjórn
arfundinum, að þessi húskynni
ættiHyrst að taka einskonar
traustataki, þegar á þyrfti að
halda, fyrir annað en sýning-
arskálanum er ætlað.
Fjelag ísl. listamanna kom af
eigin rammleik upp þessum
'skála, Fjekk að vísu lóðina
leigða hjá hinu háttvirta Al-
þingi eða ríkisstjórn. Og er það
góðra gjalda vert.
En vel ættu menn að muna,
að með bvgging skála þessa
hafa fjelitlir listamenn okkar
leyst úr vanda fyrir bæjarfjelag
ið, með því að koma upp sýn-
ingarhúsi, hinu besta, sem hjer
hefir verið völ á, þó ekki sje
nema til bráðabi”gða. Og vita
menn nú betur en áður, hve
mikill þáttur myr.diistin er orð-
in í menningu þióðarinnar og
líkleg til þess að auka hróður
okkar með erlendum þjóðum,
ef rjett er á halaið.
Til bráðabirgða mætti t. d.
hugsa sjer að fá fyrir sam-
komustað sjómanna, salar-
kynni þau, sem eru í hinni nýju,
og enn ónotuðu mjótkurstöð,
þar sem fara fram dansleikir og
skröll, með litlum menningar-
brag á stundum. Staður þessi,
sem meðal bæjarbúa er stund-
um nefndur Brúsastaðir, senni-
lega með tilliti til þess að þang-
að er von mjólkurbrúsa, er tím-
ar líða, er að vísu spölkorn frá
hðfninni. En þangað eru tíðar
strætisvagnaferðir.
Hættuleg innilokun
AF öllum þeim takmörkunum
á innflutningi, sem settar hafa
verið á, til gjaldeyrissparnaðar,
tel jeg eina þeirra einna óvið-
feldnasta, og jafnvel hættuleg-
asta, er til lengdar ljeti. — Að
hindra eða banna innflutrdng á
erlendum bókum.
,Við kunnum að mega vera
státnir af sjálfstæðri íslenskri
menningu o. s. frv. En þá hefur
hún best blómgast, þegar hún
hefur haft lífrænt samband við
það, sem er að gerast í umheim-
inum. Menn kunna að telja að
til uppbótar komi blöðin og út-
varpið, og allur sá sægur er-
lendra bóka, sem þýddur er. En
með allri virðingu fyrir blöðum
og útvarpi og íslenskri bókaút-
gáfu, þá getur fróðleikur sá
aldrei átt skylt við þá fræðslu,
sem menntamenn sækja sjer í
erlend rit, m.a. til þess að fylgj-
ast með nýjungum í fræðigrein-
um sínum. Engin vísindastarf-
semi getur hjer átt sjer stað,
nema menn eigi sæmilega greið-
an aðgang að öflun erlendra
fræðibóka.
Hjer er um að ræða menning-
armál, sem ekki er hægt að
skella við skolleyrum. ,
íslendingum bo'&inn
fulltrúi í Palestínu-
nefnd.
ÞEGAR kjósa fjkvldi fulltrúa
frá Sameinuðu þjóðunum, til
þess áð vera í stjórnarnefnd
Palestínu var íslendingum boðið
að tilnefna einn fuiltrúa í nefnd
R JEF
þessa. Nefndin á að hafa ábyrgð l
á yfirstjórn landsins, á tímabil-
inu frá því að Bretar láta þar af
stjórn þ. 1. ágúst n.k. og þar til
skifting landsins á að vera kom-
in í kring þ. 1. okt.
Tilboð þetta sýnir, að þeir
fultrúar Islands, sem hafa átt
sæti á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, hafa áunnið þjóðinni
trausts. Og er það öllum lands-
mönnum að sjálfsögðu gleðiefni.
En ríkisstjórnin taldi, að ís-
lendingum væri hentugast að
hafa ekki svo mikil og bein af-
skifti af viðkvæmu deilumáli, og
afþakkaði því hið góða boð. —
Eins gerðu Norðmenn. En þeir
áttu þess líka kost, að hafa full-
trúa í þessari væntanlegu stjórn-
arnefnd. Var þeim boðið það
samtímis Islendingum. En að
þessum þjóðum tveim frágengn-
um var Dönum boðið að hafa
?ar fulltrúa frá sjer. Þáðu þeir
boðið.
J árnsmiðadeilan
JÁRNSMÍÐADEILUNNI lauk
í vikunni, með því að járnsmið-
irnir fengu þá grunnkaupshækk
un, sem þeir fóru fram á. En í
staðinn fengu járnsmíðameistar
ar nokkrar þær breytingar á
fyrri samningum, sem þeim
þótti miða til hagsbóta fyrir sig.
M.a. það að nú er leyfilegt að
smiðirnir taki verk í ákvæðis-
vinnu. Með því er talið að vinna
kunni með köflum að ganga
greiðara, en áður var. Er ein-
kennilegt að járnsmiðirnir
skuli hafa viljað banna þá til-
högun.
Kommúnistar hrósuðu . sigri
að aflokinni deilunni. Þeir hafa
að vissu leyti ástæðu til þess.
Því þeir berjast hjer sem ann-
arsstaðar fyrir því að dýrtið
aukist. Þeir menn, sem lögðu á
móti grunnkaupshækkun í þessu
tilfelli, gerðu það ekki vegna
þess að þeir teldu, að 12 króna
grunnkaupshækkun járnsmiða á
viku skifti í sjálfu sjer miklu
máli. En margir líta svo á, sem
kunnugt er, áð það sje jafnt
þjóðfjelaginu sem eínstökum
sjettum og einstaklingum fyrir
bestu, að ekki verði aukið á dýr-
tíðina í landinu með kauphækk-
unum úr því sem komið er.
Stefna kommúnista
EINS og kemur að heita dag-
lega fram í skrifum Þjóðviljans,
eru kommúnistar þar á öðru
máli. Þeir vilja auka dýrtíðina.
Gera peningana með því sem
verðminnsta. En þegar dýrtíðin
í landinu er orðin svo mikil að
atvinnan brestur eða hverfur, þá
hugsa þeir sjer gott til glóðarinn
ar. I eymd þeirri og glundroða,
sém þeir þá eiga von á, að yfir
dynji, ætla þeir að ná þeim und-
irtökum í þjóðfjelaginu, sem
þeim ekki getur tekist með öðru
móti.
Þetta eru, sem kunnugt er,
engar getsakir í þeirra garð.
Þetta eru staðreyndir. Þannig
vinna komrnúnistar í öllum lönd
um Evrópu fyrir vestan Járn-
tjaldið. Þar sem þeir sjálfir
ráða lögum og lofum, þar er
verkalýðurinn hnepptur í þræl-
dóm. Engin verkföll, kaupkröf-
ur eða atkvæði um það, hvaða
kjör alþýða manna á cið að búa.
Eftir að kommúnistaflokkur-
inn endurreisti alþjóðabandalag
sitt í Varsjá í haust, og sú
stofnun tók til starfa í Belgrad,
lagði flokkúrinn megináherslu á,
að auka dýrtíðina í löndum
þeim, þar sem þeir hafa flokks-
deildir en ekki völd, og gera
kaupmátt peninganna sera
Laugardagur
13. desember
minnstan. I Frakklandi kom
það á daginn, að verkfallaaldan,
sem flokkurinn setti þar á stað,
átti að verða upphaf að allsherj-
arbyltingu.
Þetta mistókst, sem nú er
kunnugt orðið. En nú er röðin
komin að ítölum. Verið er að
reyna að koma því á þar, sem
ekki tókst í Frakklandi á dög-
unum.
IIjer og þar
MENN verða að gera sjer það
alveg ljóst, að kommúnistar,
hvar sem þeir eru í heiminum,
og af hvaða þjóð sem þeir eru,
þá eru þeir allir í einum og
sama flokki, hlýða sama flokks-
aga, og lúta sömu ílokksreglum.
Alþjóðabandalag kommúnista
var lagt niður árið 1943. — En
ekki nema í orði kveðnu, sem
nú er fullkunnugt orðið. Það
hvarf ekki út úr heiminum, frek
ar en þeir menn, sem fóru huldu
höfði á styrjaldarárunum í
heimalöndum sínum, vegna
þess að þeim var það hentugra
af einhverjum ástæðum, heldur
en að halda áfram að lifa í dags-
birtunni.
Þegar styrjöldin var þetta
langt komin, urðu Rússar að
koma sjer vel við Vesturveldin,
til þess að fá þaðan nægar
vopnabirgðir og aðrar lífsnauð-
sjmjar. Og þá var það óviðfeld-
ið, að hafa opinberlega starf-
andi stofnun, sem samkvæmt
lögum sínum og starfsreglum
átti að koma á heimsbyltingu,
og undiroka þær þjóðir, sem
voru samherjar Rússa í þáver-
andi stríði.
I lögum alþióðabandalagsins
segir m.a.: „I hverju landi getur
aðeins einn kommúnistaflokkur
starfað, en allir þessir flokkar
eru ekki annað en deildir í al-
þjóðaflokknum. Þessar flokks-
deildir lúta járnaga miðstjórnar
innar“.
Kuusinen yfirmaður
ER skipulag flokksins rakið í
tímaritinu Svensk Tidskrift, sem
nýlega kom út.
Þar segir m.a. að menn hafi
furðað sig á því, að flokksdeild-
ir kommúnista á Norðurlöndum
skuli ekki vera opinberlega
taldar með í þeim, sem eru þátt-
takendur í hinu endurreista al-
þjóðabandalagi. En skýringin á
því er auðfundin, segir í tíma-
ritinu. Því fyrir löngu síðan hef-
ur verið sjeð fyrir sambandinu á
milli Moskvastjórnarinnar og
kommúnista á Norðurlöndum á
annan hátt. Otto Ville Kuusinen
(menn kannast við nafið á Quisl
ingnum finnska), hafi fyrir ára
tugum síðan tekið að sjer for-
ystuna í Moskva yfir Norður-
landadeild flokksins, en hann
hafi nú að rpestu flutt bækistöð
sína til Helsingfors.
Þetta er nýung fyric íslenska
blaðalesendur. Viðkunnanlegra
að vita hvaða persóna það er,
sem hefur yfirstjórn á starfi
hinnar íslensku flokksdeildar og
þar með ákveður, í aðalatriðum,
gerðir 10 manna, sem sæti eiga
á Alþingi íslendinga.
Dýrtíð og
framleiðsla
MÁLTÆKIÐ segir: „Flýtur
á meðan ekki sekkur“. Á þessu
ári hefir tekist að koma útflutn-
ingsafurðum landsmanna í
verð. Sem að vísu var svo langt
fyrir neðan framleiðsluverðið,
Frh. á bls. 8.