Morgunblaðið - 20.12.1947, Side 9
Laugardagur 20. des. 1947
MORGUNBLAÐ IV
9
Vatnsveitnn þorf að M tekjur sam-
svarandi við aukin útgjöld og
endurbætur
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI
á íimtudaginn voru til umræðu
breytingartillögur borgarstjóra
við reglugerðina sem gilt hefur
undanfarin ár um niðurjöfnun
og innheimtu vatnsskat^s í
íteykjavík en tillögur þessar
yoru lagðar fyrir bæjarstjórn þ,
4. des. og voru nú til 2. um-
ræðu.
Borgarstjóri gerði grein fyrir
tillögum þessum. Honum fórust
m. a. orð á þessa leið:
Lágur vatnsskattur
Eins og kunnugt er, hefur
vatnsskattur verið mjög lágur
hjer í Reykjavík. Algengt hefur
það verið, að hann hafi ekki
verið meiri en 3,75 pro mille af
fasteignaverði húsanna, þegar
um íbúðarhús hefur verið að
ræða-Svo vatnsskatturinn hefur
ekki verið meiri en nokkrir tugir
króna á ári á hverja íbúð.
Hefur hann staðið óbreyttur í
10 ár, og vísitala engin áhrif á
hann haft.
Þegar Ijóst var orðið, að auka
þyrfti vatnsveituna að miklum
mun, hefði það verið ákjósanleg-
ast, að vatnsskatturinn hefði
verið hækkaður til þess að vatns
veitan hefði getað staðið undir
þeim nauðsynlegu framkvæmd-
um. En ekki var horfið að því
ráði m. a. vegna þess, að ekki
þótti fært að hækka skattinn á
meðan ýmsir bæjarbúar bjuggu
við vatnsskort og höfðu ekki
fengið nauðsynlega lagfæringu
á vatnsveitunni.
Tekjurnar altof Iitlar
En vegna þess hve vatnsskatt-
urinn hefur verið lágur hafa
tekjur vatnsveitunnar verið
langtum of litlar undanfarin ár,
svo þær hafa ekki nálægt því
getað staðið undir nauðsynleg-
um viðbótum, sem gerðar hafa
verið á veitukerfinu. Tekjur
vatnsveitunnar hafa samtals
ekki verið meiri árlega en um
% miljón króna. En viðbæturn-
ar einar á innanbæjarhverfinu
hafa síðustu tvö árin kostað
hátt í 900 þús. krónur á ári.
Nú er hinni ffýju aðalæð vatns
veitunnar að mestu leyti lokið.
En kostnaður þessa mannvirkis,
er gerður var upp um síðustu
mánaðamót, nam kr. 6,225 þús.
kr. Má gera ráð fyrir, að hann
hækki eitthvað lítilsháttar enn.
Skuldir vatnsveitunnar eru nú
þessar. Skuld við Landsbankann
kr. 5 milj. er vatnsveitan fjekk
að láni þar, til 10 ára, og kr.
2,225 þús., sem vatnsveitan
skuldar bæjarsjóði og framkv.-
sjóöi. Svo alls eru skuldir vatns
veitunnar um 7,2 milj. kr.
lltgjöld vatnsveitnnnar
Útgjöldum vatnsveltunnar má
skiíta í 4 þætti.
Árlegir vextir af lánum kr.
384 þús. Er þá reiknað með 5%
af Landsbankaláninu og 6% af
láninu í Framkvæmdasjóði.
Árlegar afborganir verða kr.
520 þúsund, 500 þús. til Lands-
bankans og 20 búsund af eldra
láni.
Samkvæmt reynslunni síðustu
2 árin, má gera ráð fyrir, að
nauðsynlegir viðaukar við inn-
anbæjarkerfið kosti árlega »800
þús. kr. Bæta þarf aðalæðum í
ýms bæjarhverfi, svo sem Lauga
nes-, Langholts- og Kaplaskjols-
hverfi og víðar, gera girðingu
Borgarstjóri gerir grein
íyrir hinum hækkaða
vatnsskatti
Ný kvæðabók eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi
Útgefandi Þorsfeinn M. Jénsson
um Gvendarbrunna o. s. frv.
Gera má ráð fyrir, að rekst-
urskostnaður verði 350—400
þús. kr. á ári.
Vatnsskattar 1%
af fasteignamatsverðl
Eftir þessu að dæma er hægt
að gera sjer nokkurnveginn
grein fyrir því, hve tekjur vatns
veitunnar þurfa að vera miklar
á næstu árum. Þessvegna lagði
vatnsveitustjóri fyrir bæjarráð
tillögur um breytingar á gjald-
skránni. Voru þær ræddar þar
og mismunandi sjónarmið komu
fram. Eftir þær umræður lagði
jeg fram tillögur þær, sem bæj-
arfulltrúarnir nú hafa fengið.
Þær eru í aðalatriðum þessar.
Að af venjulegum íbúðarhúsum
verði greiddur vatnsskattur sem
nemi 1% af fasteignamatsverði
húsanna. En aukavatnsskatt
skuli greiða fyrir hreyfivjelar,
gosbrunna, verksmiðjur, baðhús,
hverskonar þvottastöðvar, eína-
laugar, veitingahús, sláturhús
og iðnfyrirtæki, eða hverskonar
vatnsnotkun sem fer fram úr
venjulegri heimilisnotkun, með
40 aurum fyrir tonnið. Vatn sje
á þessum stöðum selt eftir mæli.
En ef mælar eru ekki til, þá á-
kveði vatnsveitan aukavatns-
skattinn. Sætti menn sig ekki við
þá ákvörðun, verði skatturinn á-
kveðinn hlutfallslega eftir því
hvernig notkunin reynist eftir
mælingu.
Með vatnsskatti sem nemur
1% aí fasteignamatsverði húsa
nemur sá skattur um 1,5 milj.
kr. á ári. En erfitt er eða óger-
legt að gera sjer ljósa grein fyr-
ir því, hve miklu aukavatns-
skatturinp muni nema. Hingað
til hefur hann verið óhæfilega
lágur, á þeim fyrirtækjum, sem
mesta vatnsnotkun hafa. Vatns-
veitustjóri áætlar að hann muni
nema á ári úm 20 þús. kr.
Vatnsskattur skipa hefur á síö
ustu árum verið rúmlega 70 þús.
á ári. Fyrir stríð var hann um
35 þús.
Gjöldin verða 2 miljónir.
Af þessu verður sjeð, að til
þess að tekjur vatnsveitunnar
geti staðist á við nauðsynleg út-
gjöld er ekki hægt að hafa vatns
skattinn lægri en hjer er farið
fram á, því hin árlegu gjöld
hljóta að verða um eða yfir 2
miljónir króna á ári
Afborganir lánanna er ekki
þægt að lækka. Vextina ekki
heldur. Jeg sje ekki að fært
verði að minka við sig árlega
viðauka og endurbætur á innan-
bæjarlierfinu. Þá er eftir rekst-
urskostnaðurinn. Unnið er að
því að fá hann lækkaðan. En
þar eð hann er ekki nema fimt-
ungur af hinum árlega kostnaði
skiftir það ekki miklu máli fyr-
ir niðurstöðuna, þó eitthvað sje
hægt að lækka þann kostnað.
Eins og sjeð verður af því sem
jeg hjer hef sagt, sagði borg-
arstjóri, þá getur vel fario svo,
að á næstu árum takist ekki að
láta tekjur og gjöld standast á,
þó skatturinn verði ákveðinn
þetta hár. En það tel jeg illa
farið ef slíkt ætti að haldast ár-
um saman. Jeg tel sjálfsagt að
haga tekjum vatnsveitunnar
þannig, að hún geti staðið undir
sjer sjálf.
Skatturinn
ekki tilíinnanlegur
Jeg hef látið athuga nokkuð-'
hve tilfinnanlegur þessi vatns-!
skattur verður sem hjer er stung
ið upp á og get eltki sjeð að
hann verði ósanngjarn, þegar til
lit er tekið til þess, hve mikil1
hlunnindi það eru, að hafa nægi
legt af góðu vatni í heimilunum. ■
í bæjarhúsunum á Melunum j
t. d. er fasteignamat á þriggja
herbergja íbúðunum kr. 14.600,'
svo vatnsskatturinn yrði á þeim I
íbúðum 146 krónur á ári, eða'
rúml. 10 kr. á mánuði og 115
krónur á 2ia herbergja íbúðun-j
um eðá tæplega 10 kr. á mán- í
uði. Verður vatnsskattur þessi
ákaflega lítill liður í útgjöldum
heimilanna.
En á hinn bóginn alveg áreið-
anlegt, að Reykvíkingum dettur
ekki í hug að fá vatn til heim-
ila sinna undir kostnaðarverði.
Er ekki nema eðlilegt, að kostn
aðurinn aukist, þegar vatnsveit-
an er aukin eins mikið, og hjer
hefur verið gert.
Áður runnu til bæjarins sem
svaraði 400 lítrar á sólarhring á
■mann. En nú koma hingað á
sama tíma 000 lítrar á hvert
mannsbarn.
Frá umræíunum.
Auk borgarstjóra tóku þeir til
máls Sigíús Sigurhjartarson og
Jón A.*Pjetursson.
Sigfús bar fram tillögu um
það, að vatnsskatturinn yrði
%% af fasteignamatsverði í
staðinn fyrir 1%. En annars var
hann í aðalatriðum sammála
borgarrtjóra. Hann gat ekki
hrakið þær röksemdir borgar-
stjóra, að vatnsveitan þyrfti svo
miklar tekjur, sc-m bcrgarstjóri
ætlaðist til, og greiddi ekki at-
kvæði gegn tillögum borgarstj.
þegar breytingartillaga hans
hafði verið íeld.
Jón A. Pjetursson fylgdi því
eindregið að vatnsskatturinn
yrði sá, sem borgarstjóri Iegði
til í tillögum sínum. Ekki ríst
vegna þess, hve nauðsynlegt það
er að auka og bæta innanbæjar-
kerfið á næstu árum. En ófært,
að láta útgjöldin af þeim umbót-
urn koma á útsvör bæjarmanna.
Tillögur borgarstjóra voru sem
fyrr segir samþyktar með sam-
hljóða atkvæoum og afgreiddar
í bæjarstjórninni.
Konungurinn hjá Atílee.
LONDON — George Bretakon-
ungur snæddi nýlega kvöldverð
hjá Attlee forsætisráðherra í
Downingstreet 10.
ÞETTA er í sjöunda sinn, sem
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi gefur út ljóð fyrir jólin.
,,Ný kvæðabók", sem nú kom
út eftir hann, er sjöunda Ijóða-
bók hans. Öllum hefur þeim ver-
ið vel fagnað, og það að verð-
leikum. »
„Svartar fjaðrir“ var fyrsta
bók hans. Um leið og hún kom
út, var honum búinn sess á
bekk með vinsælustu ljóðskáld-
um okkar. Síðan eru liðin 28
ár. — • Sex af ljóðabókum hans
Icomu út á næstu 17 árum. Síðan
eru liðin 11 ár. í millitíð hefur
Davíð sent frá sjer skáldsöguna
miklu um Sölva Ilelgason,
Gullna hliðið o. fl. En það leik-
rit hcfur, sem kunnugt er, aukið
hróður hans fyrir utan land-
steinana. Og á eftir að gera bet-
ur.
Öllum vinum hans og velunn-
urum ljek forvitni á að heyra
og sjá hvernig kvæði hans væru
nú. Því fátt eitt hefur sjest og
heyrst af því, sem hann hefur
orkt á þessum 11 árum, nema
ávarpið á Snorrahátíðinn í súm-
ar og nokkur smálcvæði, sem
gefa ekki heildarsvip af ljóða-
gerð hans þessi ár. ‘
Mönnum ljek að sjálfsögðu
hugur á að heyra hvort í kvæð-
um þeim, sem hann yrkir, þegar
árin færast yfir, sjeu sömu töfr-
ar er heilluðu lesendur hans um
jólin árið 1919. En svo mikillar
hylli njóta'kvæði Davíðs með
þjóðinni, að ekkert verður betra
um nýju kvæðin hans sagt með
sanni, en það, að enn hljóma
sömu strengir á hörpu hans sern
fyrr, með sömu blæbrigðum,
sama yndisþokka og áður.
Frá öndverðu hefur Davíð
verið skáld alþýðu íslenskra
sveita. Yrkisefni og form hefur
hann öðrum þræði sótt í gamlar
sögur og sagnir. Lífssko’ðun
hans hefur frá öndverðu verið
mótuð af þeirri jafnrjettiskend,
og þeirri kröfu til frelsis og
mannrjettinda, sem íslensk al-
þýða hefur alið við brjóst sjer
og styrkt hefur'íslenska menn-
ing frá fyrstu tíð. Fjölmörg
kvæði hans eru óour til sveit
anna, til bóndans, sem ræktar
jörðina, til sveitabarnanna, hús-
dýranna, vorsins, að ógleymd-
um ástaljóðum hans, sem ylað
hafa mörgum um hjartarætur í
28 ár og munu gera meðan ís-
lensk tunga er töluð.
Plin nýju kvæði Davíðs eru
níeð sömu mýkt í formi og máli
og hin fyrri, þar er sama lit-
auðgin og hin skýra mynd-
gerð, sami innileildnn í túlkun
áhugamála hans og baráttuhug-
urinn óbilandi gegn öllum ójafn-
aði og misrjetti í viðskiptum
manna.
Ógnirnar í viðureign afvega-
leiddra valdhafa og þjóð’a, geta
ekki verið honum óviðkomandi,
eins og meðal annars kem-
ur fram í kvæðinu Sendiboð-
inn, þar sem „samviska him-
ins og jaröar“ heimsækir hann,
miskunnarlaus í orðum s^gir
þjóðinni til syndanna, þjóðinni,
sem allan aldur sinn hefir lif-
að við kröpp kjör en þekkir ekkj
sinn vitjunartíma, skilur ekki
köilun sína, þegar hlutirnir hafa
snúist við. Erlendis borða menn
ugga og roð, á íslandi steiktar
gæsir. Þjóðin er í hans r.úgum
svifasein til að átta sig. En hver
sem ekki gegn bölinu berst hef-
ir bróður sinn myrt og svikið,
segir Davíð.
Rjettlætistilfinmngu sina
kúlkar Davíð áður einkum með
lýsingum á viðbinðum daglega
lífsins. En nú hefiv athygli hans
um skeið beinst til hinna örlaga
þrungnu heimsviðburða einsog
m. a. kemur fram í kvæðinu
„Vjer skipuleggjum“, þar sem
hann hirtir harðstjóra heims,
hverju nafni sem nefnast og alt
hyski þeirra.
Davíð Stefánsson
Hjer eru varnaðarorð Davíðs
til þjóðarinnar á hættulegustu
tímum sem yfir heiminn hafa
komið. 1 hinni nýju bók eru
líka kvæði, sem segja frá ýmsu
því, sem hann sá og hugsaði
meðan á styrjöldinni stóð, eins
og hið þróttmikla kvæði um
Norðmanninn, frelsishetjuna ó-
skelfdu er var ímynd . norsku
þjóðarinnar á reynslu og erfið-
lei'katímum hennar.
En þó Davíð hafi tekiö hin
stórbrotnustu #yrkisefni í þess-
um ljóðum sínum, hefir
hann ekki gleymt, eða látið hjá
líða, að láta sína fyrrj. strengi
óma. Hann yrkir erm um börn-
in í sveitinni um vorið og gró-
andann um burstabæinn og
„fegursta kvæðið um fræíð í
moldinni“.
Hann gleymir ekki heldur að
áminna fasteignasalann sem
safnar gulli, sálu sinnar til for-
tíjörfunar og bregður á leik í
kvæðinu um Jöríagleði eða gljá-
andi bíla sem verða að emskon-
ar ævintýrapersónum.
Hann dregur upþ mynd af
gistingu við Sellandafjall svo
skýra, að hún geymist í huga
manns eins og málverk og aðra
mvnd af skáldinu í Bólu sem
skar skáldadrauma sína í tóm-
an ask.
Ollu þessu og mörgu öðru
kynnast menn um jólin er þeir
lesa þessa nýju ljóðabók Pavíðs.
En upphaf hennar er gullfallegt
kvæði um Jónas Hallgrímsson
á dauðastundinni. er „maðurinn
á þeim bleika“ kemur til að
sækja hann, eða fylgja honum
heim, að fósturjarðarströndum.
Það er trú mín og von, að
Davíð eigi mörg mikil og góð
kvæði óorkt um ókomin ár og
að hann megi verða „samviska
hirnins og jarðar“. bersögull um
afbrot og undanlátsemi, djarf-
huga beinskeittur boðberi
frelsis, frjálshugar, friðar og
rjettlætis fjær og nær.
V. St.