Morgunblaðið - 20.12.1947, Page 14

Morgunblaðið - 20.12.1947, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. des. 1947 . AD AL SL d lclóaejci eptir J}ach cJÍondo n 8? dagur Það hafði verið talsverður kuldastrekfeingur uppi í hlíð- unum, en hjer var blæjalogn og loftið hlýtt og angandi af gróðri. Hjer var þjett skógar- kjarr og upp úr því stóðu nokk ur stór trje og þekkti Saxon ekki nema sum .þeirra. Billy tók í hönd henriar og svo leidd ust þau til þess að skoða um- hverfið. „Hjer getum við leikið Rob inson Crusoe“,’sagði Billy. „Þú ert hann og jeg er Frjádagur þjónn þinn. Hvað segirðu um það Robinson, eigum við ekki að setjast að hjerna? Þú ræð- ur auðvitað“. „En hvað segirðu þá um þennan sem hjer hefir gengið?“ sagði hún og benti á spor í sandinum. „Getur það ekki ver ið að hann sje mannæta?“ „Það getur varla verið. Hann hefir ekki verið berfættur. Hann hefir verið á leikfimis- skóm“, sagði Billy. „Getur ekki verið að mann- ætan hafi tekið skóna af ein- hverium sjómanni, sem hann hefir etið?“ sagði hún. „Sjómenn eru aldrei á leik- fimiskóm“, sagði Billy. „Þú veist of mikið — þú get- ur alls ekki leikið Frjádag“, sagði hún. „En hvað um það — við skulum setjast hjer. að ef þú vilt gera svo vel að sækja farangurinn. Annars skal jeg segja þjer það, að það þarf svo sem ekki að hafa verið sjó- maður, sem mannætan át, það gat hafa verið farþegi“. Eftir svo sem klukkustund höfðu þau komið sjer vel þarna. Þau höfðu breitt svefnvoðirnar á jörðina, kveikt bál við reka- við og nú var komið hitahljóð í kaffikönnuna yfir eldinum. Billy var að reyna að búa til borð úr rekafjölum. Þá kallaði Saxon og benti. Úti á klettun- um stóð maður í stuttuín sund buxum og glápti á þau. Hann lagði nú á stað í áttina til þeirra og Billy benti Saxon á að hann var á leikfimiskóm. Maðurinn hoppaði fram af há- um kletti niður í fjöruna og gekk svo rakleit.t til þeirra. „Líttu á hann, Saxon“, sagði Billy. „Hann er grindhoraður — en sjáðu þessa vöðva. Jeg fer að halda að hjer sjeu ein- tómir berserkir“. Þegar maðurinn kom svo nærri að Saxon sá framan í hann, minti hann hana á gömlu landnemana og hermenn frá þeim dögum. Maðurinn var á besta skeiði — vart meira en þrítugur. Hann var með hvast arnarnef, há kinnbein og þunn ar varir. En einkennilegust voru augun. Þau voru svo dökk- grá._ að þau sýndust nær svört og það var eins og þau horfðu langt út yfir tíma og rúm. Sax- on fannst endilega að hún hefði sjeð þennan mann áður. „Góðan daginn“, sagði hann. „Hjer hafið þið hreiðrað bæri- lega um ykkur“. Hann fleygði frá sjer poka, serri hann var með á bakinu. I pokanum voru skeljar. „Þetta er nú allur aflinn í dag“, sagði hann svo. „Það er ekki nógu lágsjávað“. Billy rak upp undrunaróp. „Nei, það var svei mjer gam- an að hitta yður“, sagði hann. „Leyfið mjer að taka í hendina á yður. Það er langt síðan jeg ákvað það að taka í höndina á yður ef fundum okkar bæri ein hvern tíma saman“. Og svo rak hann upp skelli- hlátur. « Okunni maðurinn rjetti fram höndina en horfði þó grunsam- lega á Billy. „Jeg bið yður' að afsaka fruntaskapinn“, sagði Billy og hló enn. „Jeg get ekki stilt mig um að hlæja. Oft hefi jeg vakn að á nóttunni við það að jeg var að hlæja að yður. Það <w alveg satt. Þekkirðu hann ekki, Saxon? Heyrið þjer vinur minn. Eigið þjer ekki met í hundrað metra spretthlaupi?“ Nú vissi Saxon hvar hún hefði sjeð þennan mann áð- ur. Það var hann sem var með Roy Blanchard, þegar hann hitti hann daginn sem hún vilt ist í’borginni, úrvinda af hungri, sorg og niðurlægingu. Og hún hafði sjeð hann fyr. „Munið þjer eftir samkomu múraranna í ^Wessel Park?“ spurði Billy. „Munið þjer eft- ir kapphlaupinu? Jeg skyldi hafa þekkt nefið á yður aftur hvar sem jeg hefði sjeð það. Þótt þjer væruð innan um þús- undir manna. Það voruð þjer, sem brugðuð stafprikinu fyrir fæturnar á Timothy MacManus og urðuð þar með valdur að því stærsta upphlaupi, sem nokkru sinni hefir orðið á úti- skemtun“. Nú fór ókunni maðurinn að hlæja og hann hló svo dátt að j hann stóð á öndinni og tvísteig og varð seinast að setjast á trje drumb. „Voruð þjer þar?“ stundi hann að lokum upp. „Sáuð þjer það? Og þjer líka?“ spurði hann Saxon. Hún kinkaði kolli. „Nú megið þjer til með að segja mjer frá þvf hvers vegna . þjer gerðuð þetta", sagði Billy. j „Hvers vegna gerðuð þjer það? Um það hefi jeg verið að brjóta heilann oft og tíðum síðan“. J „Jeg hefi líka oft verið að brjóta heilann um það“, svaraði hann. | „Höfðuð þjer nokkurn tíma sjeð Timothy MacManus fyr?“ ( spurði Billy. „Aldrei á ævi minni, og jeg hefi ekki heldur sjeð hann síð- an“. „En hvers vegna gerðuð þjer þetta?“ sagði Billy enn. Maðurinn hló enn og sagði svo: „Þótt jeg ætti lífið að leysa þá get jeg ekki svarað þeirri spurningu. Einn af vinum mín- um, rithöfundur og vísindamað ur, segir að sig bráðlangi til þess oft, þegar hann er í veit- ingahúsi, að fleygja eggi í raf- magnsloftsnælduna, aðeins til þess að vita hvað þá muni ske. Ef til vill var það samskonar löngun, sem greip mig, og jeg gerði það að algjörlega óyfir- lögðu ráði. Þegar jeg sá fæt- urnar á stráknum trítla þarna rjett hjá mjer, þá brá jeg stafn- um fyrir hann. Jeg hafði ekki ætlað mjer að gera það. Það varð alveg ósjálfrátt, og það kom mjer sjálfum engu síður á óvart heldur en stráknum11. „Náðu þeir yður?“ sagði Billy. j „Onei, en jeg varð reglulega smeikur. Jeg hljóp svo hratt að Timothy MacManus hefði ekki getað náð í mig. En hvað gerð- ist svo upp úr þessu? Mjer hef- j ir verið sagt að allt hafi lent | í uppnámi, en jeg hafði ekki ! tíma til að horfa á það“.. Billý lýsti nú fyrir honum uppjþotinu sem þarna varð og það varð.löng saga. Fyrst að henni lokinni kynti hinn ókunni mað'^r sig. Hann hjet Mark Hgll og hann átti heima í sum- arbústað hjá Carmel. „Hvernig datt ykkur í hug að j fara hingað til Bierces víkur?“ spurði hann. „Þótt menn fari veginn fara þeir altaf fram hjá i víkinni“. j „Ekki vissi jeg fyr hvað vík- in heitir“, sagði Saxon. j „Það er nú ekki víst að hún heiti þetta, en við köllum hana svo. Við skírðum hana í höfuð- ið á einum fjelaga okkar, sem var hjer í fyrra. Ósköp þætti mjer vænt um ef þjer gætuð gefið mjer kaffi. Á eftir skal jeg svo sýna ykkur landslagið hjerna“. Saxon bar fram kaffi og á meðan þau voru að drekka það sagði Billy: „Varla hafiðð þjer nú fengið þessa stæltu vöðva af því að flýja undan Timothy Mac Man- us?“ „Nei, nudd og spenna“, svar aði hann og Billy var engu nær. „Einmitt", sagði hann ráða- ,leysislega. „Er það eitthvað sem tekið er inn í teskeiðum?“ Hall hló. „Jeg skal sýna yður það. Þjer þurfið ekki ananð en spenna einhvern vöðva og nudda hann svo með fingrunum þannig og þannig“. „Er það allur galdurinn?“ spurði Billy tortryggnislega. „Já, það er allur galdurinn“, svaraði Mall. „Á móti hverjum vöðva, sem er sýnilegur, hefir maður.fimm vöðva, sem eru ó- sýnilegir, en þó er hægt að ná til þeirra. Drepið þjer fingri einhvers staðar í mig og þá skuluð þjer finna að þetta er rjett“. , Billy drap fingri á hægra brjóstið á honum. „Nú, þjer þekkið eitthvað í líkamsfræði“, sagði Hall. „Þjer veljið einmitt þann staðinn þar sem engir vöðvar eru“. Billy brosti drýgindalega, en svo hrökk hann við, því að hann fann að vöðvi drógst saman undir fingurgómnum, harður og stæltur vöðvi. „Nudd og spenna“, sagði Hall. „Þjer meaið gjarna þreifa um mig allan“, Og hvar sem Billy þreifaði á honum komu fram spentir vöðv ar, stærri og smærri. Þeir titr- uðu undir fingrum hans ofur- litla stund og svo var eins og þeir hjöðnuðu niður aftur. All- ur líkami mannsins var fjaður- magnað vöðvakerfi, sem ljet að vilja hans. „Aldrei hefi jeg nú þekkt ann að eins“, sagði Billy undrandi. „Og hefi jeg þó sjeð margan íturvaxinn líkama um dagana“. mm JHnyKdMnf SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 4 húsaumboðsmaður, málari, stofuskreytari og svo framvegis. (Mjög rólegur og skapgóður, þótt eitthvað blási á móti. Kát- ur og skemtilegur, þegar best gengur). Undir spjaldinu hjekk langt, grænt pálmablað, og á það voru skráð öll þau hús, sem til voru og laus til íbúðar. Rjett við trje húsaumboðsmannsins var stór, flatur sveppur, og hjá honum stóð ljósálfur og seldi grænmeti og nýja ávexti. Upp á að bjóða hafði hann meðal annars hrúgu af jarðar- berjurn, nokkrar fötur af bláberjum og krækiberjum, gulræt- ur og tómata og rauðkál. Pósthúsið kom næst, og það var til húsa í holum trjástofni. Á miðjum stofninum var mjó rifa og það var póstkassinn. Á erlítinn miða, sem festur var á kassann, stóð ritað: „Brjef, sem sett eru í póst fyrir sólaruppkomu, eru borin út sam- dægurs, sje þess nokkur kostur. Ef ekki, skuluð þið ekki kenna okkur um, heldur fara fyr á fætur í nsfesta skipti“. Svo á þessu öllu geturðu sjeð, að þarna var hin myndar- legasta álfaborg, þar sem allir voru síkátir og ánægðir. Annar Tcafli ÁLFAVERSLANIR I flestum borgum eru götur, sem heita Aðalstræti eðá eitthvað svoleiðis, og þar er venjulega sægur af verslunum. 1 álfaborginni var besta verslunargatan í námunda við geysifagurt blómabeð. Meðfram beðinu var mjór gangstígur, en hann höfðu álfarnir ekki búið til, enda þótt þeir notuðu hann, þegr r þeir fóru út að versla. Gangstígurinn var eiginlega verk nokkurra barna, sem bjuggu skammt frá álfaborginni og gengu í röð eftir honum, þegar þau fóru í skólann. Börnin voru fjögur, og þú ræður hvort þú trúir því eða ekki, en þau höfðu ekki rninstu hug- rnynd um, að ljósálfar bjuggu þarna á enginu. Yngsta barnið var strákur, sem kallaður var Tommi. Hann átti oft erfitt með að fara um stíginn, því á einum stað var stór steinn, sem þurfti að stökkva yfir, og Tomma tókst þetta stundum svo illa, að hann steyptist á höfuðið. | Jeg þarf ekki að auglýsa. LISTVERSLUN I VALS NORÐDAHLS | Srnii 7172. — Sími 7172. ■MnftaNiaMMKjiiiimiiuiiiiiiMaisiiiiimiiaMininiiiiMiiii* I sumarfríi.nu * Maðurinn: — Gerum nú ráð fyrir, að jeg myndi skyndilega deyja, hvað yrði þá um þig? Konan: — Jeg yrði kyrr hjerna, en spurningin er, hvað yrði um þig? ★ Tvær frúr mætast á götu. — Það er svo langt síðan jeg hefi sjeð yður, að jeg ætlaði varla að þekkja yður. Þjer er- uð líka orðnar svo ellilegar, sagði önnur. — Nei, er það satt? Jeg hefði heldur ekki þekkt yður, ef þjer hefðuð ekki verið í sama kjóln- um og þegar jeg sá yður síð- ast. _ ★ — Við læknarnir eigum marga óvini í þessum heimi. — Jæja, jeg hjelt að þið ætt- uð þá fleiri í öðrum heimi. — Það er undarlegur ná- . .ungi þessi nýi skrifari, sem farinn er að vinna á skrifstof- uni hjá okkur. Hann bókstaf- lega langar í alt, sem hann sjer. Eiginkonan: — Heyrðu, viltu þá ekki bjóða honum til mið- degisverðar einhvern daginn svo hann geti sjeð dóttur okkar. ★ Jeg gekk með Jóni um Aust- urstræti í gær og við vorum að skoða í búðarglugga. Jeg fór að dáðst að hringum og háls- menum og sýndi honum bæði hendurnar á mjer og hálsinn. — Skildi hann það? — Nei, hann misskildi það hrapalega. Daginn eftir sendi hann mjer sápustykki. ★ í bankanum. — Er nokkur víxill á Jón Jónsson? — Er hann samþykkjandi? — Nei. t—- Er hann fallinn? — Nei, hann er í vegavinnu. ★ Tengdamóðir þín óskaði eftir því að fá bíl í afmælisgjöf. Hversvegna gafstu henni þá armband? — Það er ekki hægt að fá óekta bíl. Bílamiðlunin Bankastræti 7. Sími 7324. er miðstöð bifreiðakaupa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.