Morgunblaðið - 28.12.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1947, Blaðsíða 1
34. árganp. 300. tbl. Sunnudagur 28. desember 1947 laaloldarprentsmiSja h.l, Kommúnistaflokkurinn bannaður í Grikklandi láta lífið andarík R Ofvíð i y n y iii Aþena í gærkvöldi. Einkaskeyti til MorgunblaSsins frá Reuter. EFTIR ákafar orustur bæði í gær og í nótt hröktu stjórnarher- irnir skæruherina, sem gerðu áhlaup á borgina Konitza nálægt albönsku landamærunum, á brottu í dag. Var mikið mannfall þegar stjórnarherinn gerði gagnáhlaup sitt, og voru notaöar sprengjuflugvjeiar til þess að eyðileggja stöður skæruherjanna. Stjórnarherirnir hröktu líka til baka stóran hóp af skæruliðum, sem voru að verja flótta aðalskæruliðahersins til albönsku landa- mæranna. Kommúnistaflokkurinn bannaður með íögum Stjórnin endursamþykti í da lögin frá 1929 um bann á komm únistafiokknum í Grikklandi og var um leið hafinn allsherjar- brottrekstur á öllum opinberum starfsmönnum stjórnarinnar og kunnir eru af því að hafa sain- úð með kommúnistum. Lög þessi gengu þegar í gildi. Kommúnistar sleppa úr haldi Tveir aðalleiðtogar kommún ista voru sa'gðir hafa sloppið af Icariaeyjunni í Aegeanflóanum, en þeir voru Dimtrios Partsaled- es aðalritari EAM fjelagsskap- arins og Yárnis Paparicas aðal- ritari verkamannasambandsins gríska. -— Einn aðalmeðlimur skæruliðanna Stringos slapp frá sömu eyju í fyrrasumar og hefur nú tekið sjer nafnið „Birgða- málaráðherra", meðal skæru- liða. ®------------------------ fkíðamciiiiimir æfa meðan birta endisi Akureyri, miðvikudag. SKÍÐANÁMSKEIÐ Olympíu- ' nefndar stendur r.ú yfir hjer 1 svo sem áður hefir verið skýrt , frá. Æft er meðan birta endist í Snæhólum í Hlíðarfjalli, um 600 metra yfir sjó. Skíðamennirnir halda á fjall ið frá Útgarði snemma á morgn ana og koma á áfangastað í birt ingu. Á kvöldin er svo brunað niður í Útgarð. Skíðafæri er fyrsta flokks. Björgvin Júníusson, núvér- andi svigmeistari Islands, æfir ekki með skíðamönnnunum vegna þess, að hann fekk ekki frí frá starfi sínu. —H. Vald. Doliaralán Breta að ganga til þurðar Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EMBÆTTISMENN hjer í Washington skýrðu frjettamönnum frá því í dag, að alt útlit væri fyrir því, að lánsfje Breta í Bandaríkj- unum mundi ganga til þurðar innan 90 daga. Upphæð sú, sem Bretar tóku að láni hjá Bandaríkjamönnum, nam als 3,750 miljón áollurum. Á fundum Starfsmenn fjármálaráðuneyta Bretlands og Bandaríkjanna vinna nú að því í sameiningu, að reyna að finna eitthvað ráð til að „halda bresku þjóðarskútunni á floti“ þar til aðstoð samkvæmt Marshalláætluninni verður fyrir hendi. Forsetakosningar Ýmsir stjórnmálamenn hjer í Washington hafa látið þá skoð- un í ljós, að stjórnmálaviðhorfið í Bandaríkjunum og forsetakosn ingarnar næsta ár kunni að hafa það í för með sjer, að Banda- ríkjaþing sjái sjer ekki fært að svo stöddu að samþykkja frek- ari fjárveitingar til handa Ev- rópu, en þegar er orðið. <s>--------------------------- Sex Arabar drepnir Jerúsalem í gærkvöldi. I DAG voru sex Arabar drepnir og nokkrir særðir í Silwan borp inu nálægt Jerúsalem. Varð að kalla á lögregluna bresku, og svo herinn, til þess að skirra vandræðum, þegar slóst í bar- daga milli Araba og Gyðinga, suður af Tulkran borginni. Sló herinn hring um bæði Arab- ana og Gyðingana til þess, að hvorugum bærist liðsauki. — Síðustu frjettir herma, að þar. hafi fjórir særst en ekki er vitáð um afdrif annara fjög'ra manna sem í bardaganum voru. •—Reuter. í París Þúsundir bifreiða ,týnast‘ New York líkust eyðiborg New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. AÐ MINSTA kosti þrjátíu manns ljetu lífið í austurríkjum Banda- ríkjanna í gærkvöldi og nótt, þegar versta hríðarveður sem sögur fara af geysaði þar. New York borg var öll þakin snjó, og var borgin líkust því sem hún væri í eyði. Flestir þeir, sem fórust, dóu af hjartaslagi við áreynsluna af að berjast gegn veðrinu. t New York City fórust tólf og var alger umferðastöðvun í borginni og tugir þúsunda urðu að hýrast á skrifstofum sínUm til morguns. Þúsundir verkamanna vinna að því að ryðja götur borgarinnar og er hætta á að matar- og kolaskof'tur geri brátt vart við sig. Dulles, einn af aðalaðstoSar- mönnum Marshalls, kom nýlega til Frakk)., þar sem hann með al annars ræddi við de Gaulle og Bidault utanríkisráðherra. Hjer sjest Dullas við komuna til Par- italíuiorseti undir- ritar nýja sfjórnar- skrá Rómaborg í gærkvöldi. ENRICO De Nocola Italíufor- seti, undirritaði í dag hina nýju stjórnarskrá ítalíu sem ganga mun í gildi um áramótin. Sam- kvæmt stjórnarskrá þessari verð ur þingið í tveimur deildum - — öldungádeild, sem í eiga sæti 280 meðlimir, og fulltrúadeild skipaðri 600 þingmönnum. — Reuter. Vlðskittasamningur Breta og Rússa London í gærkvöldi. í KVÖLD voru undirritaðir við- skiptasamningar milli Breta og Rússa, og voru þeir aðallega um að Rússar senda Bretum korn en Bretar þeim vjelar og slíkt. Er búist við að Rússar sendi Bret- um 750 þús. tonn af korni á ári. Þó er þetta aðeins þriðjungur í sambanburði við kornkaup Breta frá Ástralíu en þaðan fá þeir fjórar milljónir tonna. 17 nýjar flugvjela- fegundir Washington í gærkv. SAMKVÆMT skýrslu, sem birt var hjer í Washington í dag, tók bandaríski flugherinn 17 nýjar flugvjelategundir í notkun á árinu, sem nú er að líða. — Reuter. * Hreinsun borgarinnar kostar þrjár milijónir Strætisvagnar og bílar svo þúsundum skiptir hafa ,,tapast“ og búist er við að kostnaður við hreinsun boorgarinnar nemi alt að þremur miljónum dollara. — Kvikmyndahús og leikhús eru svo til tóm og alt samkvæmislíf borgarinnar er í rústum. Skip leggjast á Neir York höfn Tugir þúsunda komast ekki til vinnu sinnar og var hríðin svo dimm að átján skip urðu að leggjast við akkeri á New York höfn. Bæjarstjórnin kom saman á sjerstakan fund til þess að ræða um bót á þessum vand- ræðum og lögreglulið og herlið hafa verið kölluð út til þess að hjálpa nauðstöddu fólki. Verður Síldarverksmiðjan í Örfirisey eða inn við Sund? SVO SEM kunnugt er, hefur nefnd manna undanfarið starfað að undirbúningi að bygging síldarverksmiðju hjer í bænum eða nágrenni hans. Nú hefur þessi nefnd bent á tvo staði, sem hún telur heppilega, en þeir eru í Örfirisey eða inni við Sund. í bæjarráði * Um þessi mál var rætt á fundi bæjarráðsins, er haldinn var á Þorláksmessu. Nefndin, sem vinnur að undir- búningi málsins, hefur einkum í huga, að verksmiðjan verði reist annaðhvort í Örfirisey eða inni við Sund, og spyrst fyrir um, hvort bæjarráð myndi sam- þykkja þá staði, ef til kæmi. Bæjarráð svarar þeirri fyrir- spurn játandi, það muni sam- þykkja hvorn staðinn, sem val- inn yrði, með ráðum kunnáttu- manna, enda verði gerðar sjer- stakar og fullnægjandi ráðstaf anir til að íorðast ólykt og ó- þrifnað. Danski blað kvariar yfir fisksölu íslend- inga III Þýskalands Khöfn 23. des. KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ „Informotion11 skýrir frá því, að íslendingar hafi sam ið um sölu á 70,000 smálestum af fiski til hernámssvæða Breta og Bandaríkjamanna í Þýskalandi og segir að þetta sje ögrun við Dani, sem hafi í 3% ár verið meinað að versla við sína gömlu viðskiftaþjóð, Þjóð- verja. Síendurteknar tilraunir Dana til að vinna sína gömlu markaði í Þýskalandi, hafi strandað á leyfum frá hernáms- yfirvöldum Breta og Banda»- ríkjamanna um að fá leyfi til að versla við Þjóðverja. Fiskimálaráðuneyti Dana hef- ir farið fram á það við yfirvöld Breta og Bandaríkjamanna, að þau staðfesti að þessir samning- ar hafi verið gerðir við íslend- inga, segir „Information11. Ekki er vitað til hvaða ráða danska stjórnin kann að grípa, þar á eftir, bætir blaðið við, „en Danir geta ekki setið að- gerðalausir hjá og Rorft á Is- lendinga vinna gamla danska markaði úr höndum þeirra“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.