Morgunblaðið - 28.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 28. des. 1947! Sýnishom af innlausnar- beiðni Landsbankans MORGUNBLAÐIÐ birtir hjer sýnishorn af innlausnarbeiðni, sem Landsbanki íslands hefur látið gera, vegna innlausn nú- gildandi peningaseðla. SJíka innlausnarbeiðni þarf hver ein asti maður að útfyila. er hann œtlar að fá peningum sínum fikipt. Fólk ætti að kynna sjer vel inlausnarbeiðnina áður en það fer með peninga sína til skipti stöðva Landsbankans, svo það geti útfyllt beiðnína á eigin fipítur, því'búast má við að mik il þröng verði. Innlausn peninganna fer fram dagana'31. til 9. janúar næstk. að báðum dögum með- töldum. Það skal sjerstaklega brýnt fy rir fólki að koma með nafn- skírt“ini sín og framvísa þeim til áritunar, er skiptin fara fram því að öðrum kosti fæst peningunum eigi skipt. Enn- fremur er sjerstök athygli vak in á því, að sama aðila er ó- heímilt að fá peninga inn- leysta oftar en í citt skipti. Er fólk kemur á skiptistað, Útfyliist í tvíriti. ætti það að vera búið að telja vandlega peninga þá. er það kemur með til skipta, og búnta þá eftir tegundum, því að bú- ast má við, að það valdi all- miklum örðugleikum og íöfum ef fólk fer fyrst að telja pen- inga sína í þörng þeirra er bú- ast má við, að verði á innlausn- arstaðnum. Nokkur misskilnings virðist gæta meðal fólks um það. hve- nær núgildandi peningaseðlar Landsbankans hætta að vera löglegur gjaldmiðill, en til að fyrirbyggja allan misskilning, skal það tekið fram, að það er frá og með 31. þ. m. Eftir þann tíma er því viðtaka og sjerhver önnur ráðstöfun á inn kölluðum peningaseðlum óheim il, nema afhending til inn- lausnar. Þó er heimilt að nota 5 oí 10 kr. seðla fyrstu 3 inn- lausnardagana til greiðslu á almennnum nauðsynjavörum og flutningsgjöldum. Viðtaka seðlanna þessa þrjá daga veit- ir þó viðtakanda eigi heimild til að skipta seðlum oftar en einu sinni. Innlausnarbeiðni Hjer með eru peningar að fjárhæð kr..................., sem jþskast innleystir með nýjum peningum. Eigandi peninganna: Fult nafn: .............................................. Heimili í árslok 1947: .................................. Fæðingardagur: ................ Fæðingarár: ............. Sjá , 6. leiðbein- Fult nafn eiginmanns: ingu Heimilísfang hans: . . . Sjá 4. leiðbein- Heimilisfang undirritaðs framfærslumanns: ingu. Jeg undirritaður lýsi því hjer með yfir, að viðlagðri refsingu Jögum samkvæmt, að jeg hef ekki áður fengið peninga innleysta, eg ennfremur staðfesti jeg, að ofangreindar upplýsingar eru rjettar. .......................hinn / 194 (Undirskrift) ILeiðbciningar: %. Einstaklingar, 16 ára eða eldri, sem æskja innlausnar á pen- ingum, skulu sjálfir undirrita innlausnarbeiðnina. 2. í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem innlausn fer fram, skulu einstaklingar, 16 ára og eldri, afhenda sjálfir peninga sína til innlausnar, sjeu þeir um það færir. Ef eigandi peninga á heima utan nefndra staða, eða sje hann ekki fær um að afhenda peninga sjálfur, má hann fela öðrum manni að innleysa peninga fyrir sína hönd, enda af- hendi hann honum nafnskírteini sitt til sýnis og stimpluar í innlausnarstofnun. 5. Gift kona, sem afhendir peninga til innlausnar, skal tilgreina nafn og heimilisfang eiginmanns síns, ef hún er skattlögð með honum. Sje hún hns vegar sjálfstæður skattgreiðandi, þá skal nafn eiginmannsins ekki tilgreint í innlausnarbeiðninni. 4 Innlausnarbeiðni fyrir barn, yngra en 16 ára, skal undirritað af framfærslumanni þess. 6. Innlausnarbeiðni ópersónulegra aðila (fjelaga, stofnana o. s. frv.) skal undirrituð af þeim stjórnarmönnum viðkomandi aðila, sem hafa rjett til að skuldbinda hann. ■(ítíyllist áf ......'..................■..................... ímnlausnar- (Nafn innlausnarstofnunar) (Einkennisbókstafir (fitofhuninni afgreiðslumanns) Auglýsingaslarf- semi kaupfjelag- anna FYRIR JÓLIN var „Tíminn“ að reyna að bera blak af kaupfje- lögum, sem auglýstu í Ríkisút- varpinu- eftir eplastofnaukunum gegn tilteknum fríðindum, s'’o sem úthlutun niðursoðinna á- vaxta til þeirra, sem kæmu með stofnaukana. Vörn Tímans, ef vörn skyldi kalla, var ósköp aum. Hún var eingöngu í því fólgin að einhverjir kaupmenn hefðu hagað sjer enn ver en þó var ekkert sagt um í hverju þetta mikla ódæði, sem kaup- mennirnir áttu að hafa framið, var fólgið. Tíminn’er sýnilega í vandræðum enda er það óhrekj- andi að það var kaupf jelag, sem reið á vaðið með að stofna til seðlakapphlaups og auglýsti í Ríkisútvarpinu eins og áður er sagt. Þetta er aðalatriðið, hitt skiftir svo minna máli, þótt ein- stöku kaupmenn hafi svo þar á eftir stoínað til einhverrar svip- aðrar auglýsingastarfsemi til andsvars við áróðri kaupfjelag- anna. Sá veldur miklu sem upphaf- inu veldur — það eru kaupf jelög in, sem valda upphafinu í kapp- hlaupinu um stofnaukana af á- byrgðarleysi og í bága við laga- reglur, sem gilda um lögmæta verslunarhætti. Tíminn og Þjóðvíljinn þrástag ast á ,,milliliðagróðanum“ í sam- bandi við dýrtíðarlögin nýju. — Hjer skal ekki farið ýtarlega út í þetta mál að sinni en minna má á það að á s.l. vori var verslunarálagning lœkkuö að verulegum mun og kjör versl- unarstjettarinnar þar með skert. Hún hafði því tekið á sig nokk- urn hluta af sínum dýrtíðar- bagga mörgum mánuðum áður en dýrtíðarlög stjórnarinnar voru samþykt. Hitt er svo annað mál að almenningur mun ekki hafa orðið svo mjög var við þessa lækkun álagningar því á svipuðu tímabili var verðtollur hækkaður um 65% og vöru- magnstollur um 200%, með nokkrum undantekningum. Það má einnig hafa það í huga að hin stórfelda minnkun á innflutningnum, sem er einn liður í fjármálastefnu stjórnar- innar til stöðvunar verðbólgu, hefur komið hart niður á versl- unarstjettinni. Þessi stjett hef- ur því fyrir löngu tekið á sig all- mikla bagga. Hugleiðingar Þjóðviljans um ,,milliliðagróða“ sem fást eigi vegna dýrtíðarlaganna eru í svo lausu lofti að ómögulegt er að henda reiður á slíku. Blaðið seg ir í öðru orðinu að verslunar- gróðinn muni aukast en í hinu orðinu segir blaðið að kaupgeta almennings fari þverrandi. En hvernig á að koma því saman, að verslunargróðinn aukist við minkandi verslun ? JÞað er augljóst að þeir Þjóð- viljamenn vita hvorki upp nje niður um það hvernig þeir eiga að taka hinum nýju dýrtíðarráð- stöfunum nema hvað ljóst er af skrifum blaðsins að það reynir að villa almenningi sýn með því að gera þessi mál flóknari en þau raunverulega eru. Ennfrem- ur er það áberandi að þegar blað ið ritar um dýrtíðarlögin þá er aðeins rætt um byrðarnar en ekki um þær reglur laganna, sem miða til þess að ljetta undir, nje um tilgang þeirra alment. Þjóðviljanum þykir söluskattur ■ inn 2y2% mjög afleitur, en held ur því þó ekki fram að leggja hefði átt slíkan skatt á þá, sem dreyfa vörunni. Þetta er vegna Frh á bls. b. Mlnningarorð um Jón Hermannsson úrsmíðameistara A MORGUN verður til moldar borinn hjer í bæ Jón Hermanns- son, úrsmíðameistari. Gmall Austfirðingur, er lengi hafði átt heima hjer í Reykjavik, sagði mjer að austurþrá sin væri svo sterk, að hann dveldi meira og minna hverja nótt í draumum sinum heima á Austurlandi. — Sennilegt að svip- að hafi gilt um sálarlif Jóns Her mannssonar. Átthagatryggðin var lionum svo i blóð borin að aldrei bar út af. Sennilega arfur frá gömlu kvn- slóðunum austfirsku, er minnst sam neyti höfðu í aðra landsfjórðunga og sist hvörfluðu frá æskuslóðum vegna staðháttanna. >— Mætti þá til þessara ástæðna rekja frumkvæði Jóns að samkomum Austfirðinga hjer í höfuð staðnum, Austfirðingamótunum; til viðhalds kynningu, ættarböndum og átthagarækni. — Jón var af gömlu og traustu austfirsku bergi brotinn. — Fæddur á Bárðsnesi i Norðfjarðar hreppi hinn 11. nóvember 1868. Son ur Hermanns, bónda þar, Vilhjálms- sonar og konu hans, Guðnýjar Jóns- dóttur. Hermann faðir Jóns, var af Viðfjarðarætt. Voru þar á meðal merkir gáfumenn, svo sem dr. Björn og sumir forfeðra alkunnir, s. s. Her- mann gamli í Firði, er margt er frá sagt og „Mjófirðingar éru' frá konln ir“, eins og einhver fræðimaður mun hafa komist að orði. Jón var ungur við verslunarstörf á Nórðfirði, en árið 1890 hóf hann úrsmíðanám hjá Stefáni Th. Jónssyni á Seyðisfirði. Fór þaðan til Kaup- mannahgfnar og slundaði þar fram- haldsnám um éins árs skeið. — Stofn aði sjálfstæða úrsmíðastofu og versl- un, á Eskifirði árið 1896, Fluttist til Reykjavíkur 1903 og stofnaði hjer úrsmiðastofu og verslun, er hann sið an stundaði til æfiloka. — Vandvirkni og áreiðanleiki voru jafnan starfs-' einkenni Jóns i viðskiftum ölluin og atvinnurekstri, en góðvilji og glað- værð r hvívetna. Gerðist virkur þátt taki i fjelagssamtökum iðnaðarmanna og var kjörinn heiðursfjelagi Iðnað armannafjelagsins. — Hann var og einn af stofnendur úrsmíðafjelagsins. Jón kvæntist ekki en eignaðist eina dóttir, Lóru, konu Sigurðar Giims- sonar lögfræðings. Dvaldi í ógætu sambýli við þau hjón fró- giftingu þeirra’ í gagnkvæmri óstúð og um- hyggju þar til hann andaðist hinn 19. þ. m. Jeg vjek hjer að ofan að átthaga- raikni Jóns Hermannssonar og vil ljúka máli minu hjer með fáum orðum um það efni. — Hann átti frumkvæði, sem fyr getur, að fyrsta Austfirðingamótinu, sem haldið var hjer i Reykjavik á árinu 1904 vel studdur af — og í samstarfi við — Jón Ólafsson skáld Og ritstjóra o. fl. merka Austfirðinga. M. a. mun Þor- steinn skáld Gislason hafa þar snemma veitt lið sitt til og þeir Jón Ólafsson sett frumblæ á mótin með þótttöku sinni, ræðum og kvæðum. Hefir sá háttur mjög tíðkast síðan. — En svo ötull og trúr reyndist Jón Hermannsson hugsjón sinni um viðhald kynningarinnar til eflingar átthaga- og frændrækni Austfirðinga að allt frani til órsins 1930 var hann jafnan forvigismaður, ósamt Halldóri Jónassyni og ýmsum aust firðingum, að Austfirðingamótum og munu framkvæmdastörf mótanna jafnan hafa hvílt að mestu á hans herðum. Jdfnan siðan og alt til s.l. órs var liann hinn öruggasti þátttaki í undirbúningi mótanna og ekki veit jeg betur en að hann sæti öll mót Austfirðinga lijer frá 1904—1947 og cfldi þar góðan fagnað af brennandi áhuga. Naumast mun mót hafa fallið niður nokkurt ár en sum ár haldin tvö auk annara skemtana og funda siðan á árinu 1931. Að þvi er jeg best veit, höfðu Aust firðingar haldið mót sin allmörg ár áður en annara fjóiðungamót hófust hjer í Reykjavik., Jón Hermannsson má því vafalaust teljast frumkvöðull og höfundur fjórðungamótanna og hjeraðsmótanna, sem nú liafa gerst mörg og tSð á síðari árum og hafa látið mörg mál og merk til sin taka, , sem alþióð er nú kunnugt. — Það j eru þvi í rauninni fleiri en Austfirð- i ingar, sem ber að þakkmJóni frum j kvæði hans, svo órangursríkt, sem J>að nú er orðið. Jón var útnefndur fyrsti heiðurs- fjelagi Austfirðingafjelagsins i Reykja vík á árinu 1934. — Austfirðingar sakna hans, virða og meta starf hans tryggð og mannkosti og árna honum heilla við för hans heim til hinna sameiginlegu átthaga allra góðra manna. Sigurbur Baldvinsson. Engin síldveiði ENGIN síldveiði hefir veriji síðan á jólum, og í gær hamlaði veður allri veiði. Byrjað er á að flytja síldina sem géymd hefir verið á Fram- vellinum við Grjótnám bæjar- ins í skip, er flytur svo síldina norður til bræðslu. Það er Fjgl). foss sem byrjaður er að taka á móti síldinni. Síldin er mjög sæmilega á sig komin. Hvassafell fór hjeðan í fyrra kvöld og lá í gær inni í Breiðu- vík og beið veðurs. Nýr flugsfjór! í Kef lavík ICELAND AIRPORT COR- PORATION, skýrii- frá því, að fjelagið hafi ráðið Francis B. Chalifoux frá Boston, sem flug stjóra fjelagsins á Keflavíkur- flugvelli, en hann kemur í stað Thomas E. Collins, sem gengt hefir þessari stöðu. Chalifoux fekk flugmanns- rjettindi 1935 og hefir starfað, sem flugmaður síðan. Hann er einkar kunnugur. Norður-At- lantshafsflugleiðinni og hefir sjálfur flogið 180 sinnum yfir Atlantshafið. Hann er kunnug- ur á Keflavíkurflugvelli og hef- ur fylgst með byggingu flug- vallarins frá því fyrsta. Þegar AOA hóf farþegaflug um Kefla víkurflugvöll 1945, var Chali- foux valinn til þess að leiðbeina flugmönnum fjelagsins. Undan- farið hefur hann starfað sein flugmaður hjá AOA, en mun nú stjórna Skymastervjel þeirri, er notuð er til björgunarstarfs á Keflavíkurflugvelli. — Kona hans og þrjú börn komu hing- að rjett fyrir jólin og mun fjöl- skylda hans búa í Keflavík. Leiðtogi franskra fasisfa fundlnn París í gærkvöldi, FRANSKA kvöldblaðið Lintran- sigeant skýrir frá því í dag, að frjettaritari þess í Rómaborg hafi eftir tve'ggja mánaða leit tekist að hafa upp á Mancel Deat, en hann var leiðtogt franskra fasista á stríðsárunum. Deat hefur verið leitað allt frá stríðslokum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.