Morgunblaðið - 31.12.1947, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 31. des. 1947
H.f. Árvakur. Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Steránsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsiigar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók
Árið sem leið
ÁRIÐ, sem nú er að kveðja, hefir verið okkur Islendingum
hagstætt að öliu samanlögðu. Hin efnahagsl. velgengni, sem
þjóðin hefir átt við að búa, á undanförnum árum,hefir haldið
áfram. Menn urðu að vísu fyrvr vonbrigðum, er síldveiðar
brugðust fyrir Norðurlandi, þriðja sumarið í röð. En óvænt
uppbót fjekkst í Hvalfjarðarsíldinni í vetur.
Þetta er fyrsta árið, sem atvinnutæki nýsköpunarinnar
koma þjóðinni að verulegu gagni. Samtímis þvi, sem flestar
Evrópuþjóðir verða að láta sjer nægja mun mlnni fram-
leiðslugetu, en þær áttu við að búa fyrir nýafstaðna heims-
styrjöld, og margar þeirra líða tilfinnanlegan skört, sjáum
við Islendingar hvernig framleiðsla okkar getur margfaldast
að verðmæti, frá því fyrir stríð.
Að vísu er atvinnulíf landsmanna í yfirvofandi hættu,
vegna verðbólgunnar, sem farið hefur vaxandi. Er það inni-
leg ósk allra landsmanna, sem bera íslenska hagsmuni fyrir
brjósti, að sú tilraun, sem nú er gerð, til að stöðva verðbólg-
una, megi takast. Fái kommúnistar því framgengt að verð-
bólgan haldi áfram, og þjóðin komist fyrir þær sakir á von-
arvöl, stafar slíkur ófarnaður af því, að við Islendingar ætl-
um að verða mun seinni en allar aðrar Norðurálfuþjóðir,
til þess að átta okkur á stefnu og starfsemi kommúnista.
★
Samskipti okkar við aðrar þjóðir hafa á þessu ári orðio
ckkur á ýmsan hátt til ánægju og vegsauka.
Fyrir ötula forgöngu ríkisstjórnarinnar og þá fyrst og
fremst utanríkisráðherra og atbeina fulitrúa okkar erlendis
og samninganefnda, hefir tekist að opna okkur nýja og álit-
lega viðskiftamöguleika. En íslensku fulltrúarnir á þingi
Sameinuðu þjóðanna, hafa skapað okkur þar vaxandi álit.
Hin ánægjulega heimsókn Norðmanna hingað til lands í
sumar, mun leiða til aukinna menningarviðskifta milli þess»-
ara náskyldu þjóða, í framtíöinni. En heima og erlendis hafa
íslenskir iþróttamenn reynst fræknari, en almenningur hafði
gert sjer vonir um.
Háskóli okkar tekur upp ný verkefni í kennslu- og vísinda-
starfsemi og nýtur vaxandi álits. En ungir verkfræðingar,
sem koma heim að námi loknu víðsvegar um lönd, reynast
dugmiklir við þau verkefni, sem leysa þarf, við aukna tækni
í framleiðslu. — Jarðhitinn er rannsakaður og kemur að
auknum notum. Og innlend þekking er fyrir hendi til þess
að bæta afurðir okkar. En rafmagnið teygist víðar um land-
ið. Er undirbúningurinn að hinm miklu virkjun neðri fossa-
anna í Soginu nú að fá ákveðið form. En sú virkjun gerbreyt-
ir iðnmöguleikum hjer á Suðvesturlandi.
Allt þetta og fleira styrkir menn í þeirri trú, að þjóðin
verði þess megnug, að halda uppi þeim kjarabótum til handa
þeim bágstöddu, sem felst í hinum nýju alþýðutryggingum.
'k
Þegar við berum saman núverandi kjör okkar Islendinga
og annara þjóða, cg minnumst þess, hve skammt er liðið,
siðan við vorum eftirbátar annara um flest annað, en ljóða-
gerð og framtíðardauma, þá megum við sannarlega vel una
okkar hlutskifti.
Skuggar hinnar austrænu heimsvaldastefnu, með tilheyr-'
andi bollaleggingum um atomsprrengju — gereyðingastyrj-
öld, ná vitaskuld hingað til lands. Á þeim missirum, sem
liðin eru, síðan vopnaviðskiftum heimsstyrjaldarinnar síðari
lauk, hafa valdamennirnir fyrir austan Járntjaldið bælt
undir sig eitt hundrað milljónir manna, og svift almenningi
6—8 þjóðlanda hinum frumstæðustu mannrjettindum, Hafa
þeir í hverju landi af öðru notið aðstoöár flokksbræðra
sinna, hinna rauðu Kvislinga. ' ,
Má hiklaust telja það einn af mestum ávinningum þjóð-
arinnar á síðasta ári, að hinir íslensku kommúinstar hafa
svo greinilega auglýst stefnu sína og starfífcðferðir, að þeim
tekst ekki hjeðan í frá að dylja erindrekstur sinn og áforn
undir upploginni þjóðhollustu.
★
Að svo mætlu óskar Morgunblaðið öilum Islendingur.
árs og friðar.
\Jíbuerji iknjt
ar:
ÚR DAGLEGA LIFINU
Áramót.
GAMLA ÁRIÐ er að fjara út
og nýtt tekið við. Þannig hafa
aldirnar-liðið og þannig er líf-
ið, einn tekur við* af öðrum.
Á áramótum staldra menn við
ög hibrfa til baka og reyna
að skyggnast inn í framtíðina.
Þeir minnast þess, sem liðið
er, hvort sem það hefir verið
gott eða vont. Bölva eða blessa
eftir atvikum. Margir kveðja
árið, sem er að líða með trega
og þakka góðar stundir, aðrir
telja sig ekkert hafa að þakka
og eru því fegnastir að árið
skuli vera liðið og vona að hið
nýja ár verði þeim betra.
«
Gamli maðurinn
og barnið.
HJÁ MÖRGUM þjóðum er
gamla árið táknað með göml-
um manni, sem er kominn á
grafarbakkann, en n'ýja árið
með barni. Skeið gamla manns
ins er runnið. Um hann er
hægt að dæma. Hans eru eftir-
mælin og minningarnar. Saga
barnsins — hins nýja árs —
er óskrifað blað. — Við barn-
ið eru miklar vonir tengdar,
en framtíðin ein sker úr hvern
ig ævi þess verður.
0
Háiíðlegasía
stundin.
ÁRAMÓTIN eru hátíðlegasta
stund ársins í augum þeirra,
sem fiugsa. — Þau eru stund
þakklætis. eða trega yfir því
sem liðið er og þau eru stund
vonarinnar og góðra óska.
Á þeirri stund lofa margir
„vi^inu betrum og bót“. Menn
stíga á stokk og strengja heit.
Loforðin og ásetningurinn
stendur misjafnlega lengi. —
Stundum fram eftir árinu, eða
bá ekki nema fyrstu dagana í
janúar. — Það fer eftir festu
og þroska hvers og eins, sem
loforðin gefur, sjálfum sjer og
öðrum. —
En hversu langt, sem hinn.'
góðj ásetningur nær, þá er hann
gerður af heilum hug á hátíð- 1
legri stundu. •—
*
Margs er cð minnasí.
OG ÞEGAR gamla árið kveð!
ur er margs að minnast. Eitt:
ár ‘er ekki langur tími í lífi |
mannanna yfirleitt, en þó get- ■
ur sá tími verið heilt líf. •—'
Hjá einum hefir það liðið fljótt
og verið viðburðaríkt. hjá öðr-
um langt og ömurlegt.
En flestir minnast gleðistund
anna þegar horft er til baka, |
því maðurinn er gæddur þeim
dásamjega eiginleika, að muna
hið góða og gleðina, en gleyma
sorgum og erfiðleikum.
0
Goft ár.
FYRIR ÍSLENSKU þjóðina'
hefir_ árið 1947. sem nú er að,
kveðja. verið gott ár, ef það
er borið saman við flest önn- |
ur ár í rúmlega 1000 ára sögu'
hennar. Það er rjett að eríið-
leikar hafa steðjað að. — Þjóð
in, sem búin var að lifa í alls-
nægtum varð að herða ólina,
þótt ekki sje nema að nafninu
til. ■— Og lítilfjörlegir eru heir
erfiðleikar samanborið við það
sem margar nágrannaþjóðirnar
eiga við að stríða.
íslenska þjóðin hefir nóg'til
hnífs og skeiðar, fæði og klæði
og framtíðin er björt, þrátt fyr-
ir bliku og óveðursský, sem
bólstra út við sjóndeildar-
hringinn, —
0
Sinnar eigin gæfu
smiður.
ÍSLENSKA þjóðin á bjarta
framtíð fyrir höndum ef hún
skilur sinn vitjunartíma. Ef
hún notfærir sjer þau gæði,
sem forsjónin hefir fengið
henni og þau tækifæri, sem
við blasa.
,,Fáið okkur tækin og við
skulum vinna verkið“, sagði
einn af mestu stjórnmálaleið-
togum bresku. þjóðarinnar.
Winston - Churchill, þegar illa
leit út fyrir þjóð hans. —
Við höíum aflað okkur tækj
anna og getum unnið verkið
með beim, ef við stöndum sara
an og látum ekki flokkadrætti,
Öfund, illgirni og heimskan ríg
með valdagræðgi, villa okkur
sýn og sundra þjóðinni i and-
stæðar íylkingar. •—■
Islenska þjóðin er sinnar eig
in gæfu smiður. Og ekkert þarf
að verða Islands ó’namingju að
vopni. nema gerðir þjóðarinn-
ar sjálfrar. —
Velkomið 1948.
ÍSLENSKA þjóðin lítur nú
til baka yfir farinn veg á þess
um áramótum. Hún sjer að
margt liefir gengið vel og ann-
að miður. — Hún sjer að það
er ástæða til að lofa vitinu
betrun og bót í mörgu. — Hún
sjer, að nú þarf þjóðin á góð-
um ásetningi aif halda. — Hún
þarf að standa saman og mæta
erfiðleikunum. sem á •veginum
kunna að verða, með festu og
einurð. -—•
Þióðin veit að ef hún stend-
ur saman sem einn maður, þá
getur ekkert steðjað að henni.
Þióðin hefir tækin og getur
unið verkið, ef hún vill og þess
vegna bjóða íslendirf£ar hið
nýja ár velkomið. —
0
Gleðilegt ár. —
,SÁ SEM þessa dálka ritar,
vill nota tækifærið til að þakka
hinum fjölmörgu lesendum
samstarfið á liðnu ári. Þakka
þeim brjefin og leiðbeiningarn-
ar, þakka þeim velviljan, sem
hvað eftir annað heíir verið
látinn í ljósi. — Þakka ánægju
stundirnar við að rabba við
ykkur um daglega lífið og
vandamál þess. —
Bestu óskir um farsælt og
gleðiríkt nýtt ár til allra f jær og
nær. ■—
MEÐAL ANNARA ORÐA
--—— j EftirG. J.A. I — -—
ASterirnír mn ótalmargir
ÞEGAR kirkjuklukkurnar
hriogja inn nýja árið í kvöld
klukkan tólf, munu flestir
hverjir vafalaust of önnum
kafpjr til að gefa sjer tíma til
að líta til baka yfir hina 365
daga gamla ársins. Þó hafa
þetta verið viðburðaríkir dag-
ar, iafnt heima fyrir sem er-
lendis, dagar fullir stóryið-
bucða og átaka, harmasagna og
gleðifregna, framfara og aft-
urhalds og víga. — Þessir dag-
ar hafa verið áþekkastir ægi-
stóru málverki, þar sem skipt-
ast á skærir fletir og dökkir
bjartir dagar og dimmir.
M'ýiónir hafa öðlast frelsi og
sjálfstæði, aðrar miljónir hald-
ið dauðahaldi í þá frelsisögn
sem styrjaldarlokin veittu
þeim. — Og tugþúsundir hafa
fallið. ,
0 0
SJÁLFSTÆÐI, EN
GLUNDROÐI
Indlandi var í ágústmánuði
skipt í tvö sjálfstæð ríki. og
skipting Palestínu var endan-
lega ákveðir 29. nóvember. —
Síðan hefur vart sá dagur lið-
ið, að fjöldi manns^hafi ekki
verið veginn á báðum stöðum.
Kristján Danakonungur ljest
á árinu. og eins Victor Emanuel,
fyrverandi Ítalíukonungur, fyr
ir örfáum dögum síðan.
í rtjórnmálaheiminum hefur
gengið á ýmsu. Fundir utan-
ríkisráðherranna í Moskva og
London fóru báðir út um þúf-
'ir. rannsóknarneffid öryggis-
ráðsins var send til Ealkan-
lanua til að kynna sjer átökin
.har og gengil var frá friðar-
samhingum vi3_ fimm ríki. •—■
Hani Hfið fyrir fjelaga
sinn.
Kuldarnir og kolaleysið í Bret-
landi höfðu það í för með sjer
éftir áramótin, að allt komst
á. ringulreið: Tólfta febrúar
kcmst Morgunblaðið svo að
orði um ástantíið þar: „Ófriðar
ástand ríkir nú í Bretlandi. —
MiÞónir manna atvinnulausir
í myrkri og kulda“. — Um líkt
ieytj. gevsaði stórhríð í Evrópu
og Bandaríkjynum, og tugir
manna Ijetu lífið.
0 0
OG ENN
Og fleira skeði úti í löndum.
Rúss?r kröfðu.st herstöðva á
Svalbarða, en var hafnað. —
Fjörutíu alþýðuskólakennarar
í Danmörku kröfðust þess 31.
mars, að handritunum okkar
vrði skilað; blaðið Politiken
tók í sama* streng. Um þrem
_vikum seinna birtu blöðin fregn
ir af vorsókn grísku stjórnar-
hersveítanna á hendur skæru-
liðum. og 11. júlí var endan-
lega ákveðið að sextán ríki
kæmu saman á ráðstefnu í
París, til að ræða Marshalls-
áætlunina. Island var eitt
þeirra.
Sjcunda október stofna komm
únistar ný alþjóðasamtök. 20.
_____.. Frh á bls. 8.