Morgunblaðið - 31.12.1947, Side 14

Morgunblaðið - 31.12.1947, Side 14
14 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. des. 1947/ ADALUR SL áldiaya eftir J}ach cjdondon, S* 93. dagur Oft tók hann sjer byssu í hönd snemma á morgnana og lagði á stað í veiðiferð. Hall var stundum með honum, og hann var þaulvanur veiðimað- ur og hafði farið með byssu síðan hann var 'smáhnokki. Hann þekti allar kenjar veiði- dýranna og var svo naskur að finna þau, að Billy stórfurðaði á því. Vegna þess að bygð hafði verið þarna lengi voru öll stór dýr flúin. En Billy færði Sax- on oft heim íkorna, hjera, and- ir og aðra fugla. Hún læfði að matbúa þetta allt á sama hátt og landnemarnir höfðu gert. En þetta allt varð til þess að Billy bætti við einni kröfunni enn um landkosti hins væntan lega búgarðs þeirra — þar yrði að vera veiðidýr, sagði hann. Allir kunningjar þeirra Sax ons og Billy unnu. af kappi. Sumir unnu vissan tíma á dag, annað hvort á morgnana eða kvöldin. Aðrir unnu í skorp- um, eins og til dæmis írskur leikritahöfundur. Hann lokaði sig inni í heila viku og kom svo þreyttur og úttaugaður, en vildi þá ólmur skemta sjer þang að til hann lokaði sig inni næst. Þarna var einnig ungur fjöl- skyldufaðir. sem samdi gaman leika. sorgarleika og sonnettur. Hann lokaði sig inni í kjallara herbgrgi með þriggja feta þykk um veggjum og við innganginn hafði hann vatnspípu og þeytti svo köldum vatnsstrók á hvern sem ætlaði að ónáða hann. Ann ars v.ar það ekki venja að menn ónáðuðú hver annan. Menn virtu friðhelgi vinnutímans hver sem í hlut átti. Þeir fóru þó þráfaldlega í heimsóknir, en hittu þeir svo á að húsbónd inn væri að vinna þá fóru þeir orðalaust aftur. Allir urðu að vinna til þess að hafa ofan af fyrir sjer og sínum — allir nema Mark Hall. Og hann var vís til að klifra upp í trje og fela sig þar, ef hann kærði sig ekki úm heimsóknir. Annars var þarna fyrirmynd ar samkomulag hjá öllum. En þeir höfðu mjög lítið samneyti við hina reglulegu íbúa Qarm elþorpsins. Þorpsbúar drógu dár að listamannanýlendunni og þeim fjellu alls ekki í geð lifnaðarhættirnir þar. Þess vegna skiftist fólkið í tvo ólíka flokka og þau Billy og Saxon lentu auðvitað í listamanna- flokknum. Billy datt því aldrei í hug að leita sjer atvinnu hjá þorpsbúum. Heimili Halls var aðalsam- komustaður nýlendunnar. Þar voru rúm húsakynni og dýr- indis húsgögn. Þar var stórt bókasafn og nóg af blöðum og tímáritum. Allir voru velkomn ir þangað. Þau Billy og Saxon ekki síður en aðrir og þau kunnu fljótt vel við sig þar. 'Þegar ekki voru kappræður um allt milli himins og jarðar, var spilað og tók Billy altaf * þátt í því. Saxon hafði eignast marga vini meðal kvenþjóðar- innar og hún kenndi þeim kon unum 'að sauma og lærði svo ýmislegt af þeim í staðinn. Þegar^þau höfðu verið þarna heila viku kom Billy hálf vand ræðalegur til Saxon og sagði: „Jeg sakna þess að þú skul- . ir ekki hafa bestu fötin þín hjerna. Skrifaðu Tom og bidduj hann að senda þau. Við getum! sent þau til hans aftur þegar við förum hjeðan“. Enginn getur trúað því hvað Saxon þótti vænt um þetta. Hún fann að þetta var vottur þess að hönum þótti jafn inni- lega vænt um hana og áður. Og hún sá nú að nýju þá birtu í augum hans, sem verkfalls- stríðið hafði slökkt. Hún skrif- aði því Tom samstundis. „Þær eru margar í falleg- um fötum hjerna, en jeg er viss um að þú tekur þeim öllum fram“, sagði hann einu sinni. Og öðru sinni sagði hann: „Þú veist að jeg elska þig, hvern- ig sem gengur, en ef Tom fer ekki að senda fallegu fötin þín, þá verð jeg vitiaus.“ Hall og kona hans áttu reið- hesta og þeir voru geymdir í hesthúsi hjá manni þeim, sem leigði hestvagna. Það var því ofur eðlilegt að Billy kæmist í kunningsskap við hann. Þessi maðUr átti líka vagninn sem flutti póst milli Carmél og Montery og hanp leigði sterka vagna til ferðalaga upp í fjöll- in. Þeir voru svo stórir að níu farþegar gátu setið í hverjum vagni. Stundum vantaði öku- menn og þá var .það venjan að senda til Billy og hann varð á þann hátt nokkurs konar vara-J ekill hjá þessum manni. Hann! fjekk þrjá dollara í kaup á dag og hann fór margar ferðir eftir hinni seytján kílómetra löngu akbraut, sem liggur fram Carm eldalinn og síðan niður að sjón um og meðfram ströndinni. Eru ýmsir fallegir staðir á þeirri leið, sem ferðamenn vilja skoða. „Þetta eru allt saman þraut leiðinlegir stórbokkar“, sagði hánn við Saxon. „Þeir segja altaf herra Roberts — aðeins til þess að minna mig á það að þeir standi mjer langt of- ar. Jeg er einhvers staðar mitt á milli þess að vera daglauna- i maður óg bílstjóri í þeirra aug j um. Þegar þeir borða, þá skamta þeir mjer svo að jeg geti etið út af fyrir mig. Það er ólíkt því fólki, sem hjer á heima. Þeir, sem jeg ók með í dag. lietu mig meira að segja ekki fá neinn mat., svo það er best að þú látir mig hafa nesti með mjer framvegis. Jeg kæri mig ekki um að þiggja neitt af þessum grasösnum. Einn af þeim ætlaði að gefa mjer pen- inga. Jeg sagði ekkert, en jeg leit á hann eins og jeg hefði aldrei sjeð hann fyr og svo gekk jeg þegjandi frá honum. Þú hefðir átt að sjá hvað hann var skömmustulegur. Þjer hefði verið skemmt að horfa á það“. Þrátt fyrir þetta hafði Billy mjög gaman að þessum ökuferð um. Sjerstaklega vegna þess að hann fjekk góða og fjöruga hesta. Þá gerði hann það stund um að gampi sínu að aka í sprettinum þar sem voru krapp ar þeygjur, eða þar sem veg- urinn lá tæpast á gljúfra og giljabrúnum. Þá æptu farþeg- arnir af hræðslu og þá var honum skemmt. „J§g get fengið fasta vinnu við akstur hvenær sem et“, sagði hann við Saxon. „Jeg er hissa á því hve margir vegir eru hjer til þess að komast á- fram ef maður vill sjálfur. Jeg er viss um það, að ef jeg færi nú til karlsins og byðist til að vinna hjá honum fyrir fast kaup þá mundi hann gleypa við því. Hann hefir meira að segja ymprað á því. Hefirðu gert þjer það Ijóst, góða mín, að jeg er nú færari en jeg áður var? Nú gæti jeg tekið að mjer að aka póstvögnum og lysti- vögsum hvar sem er. Lengra inni í landi hafa þeir sex hesta fyrir vögnunum. Þegar við kom um þangað ætla jeg að koma mjer í kuningsskap við ein- hvern ökumann og fá að reyna að stýra vagni með sex hest- um fyrir. Og þá skaltu fá að sitja í ökusætinu hjá mjer. Þá skulu nú klárarnií- látnir brokka“. Ekki hafði Billy gaman að kappræðum þeim, sem fóru fram heima hjá Hall. Honum fannst illa farið með tímann á þann hátt og væri miklu nær að spila, synda eða æfa aðrar íþróttir. En Saxon þótti mjög gaman að þessum samræðum og bótt hún skildi ekki nema sumt, þá komst hún að ýmsu, sem hún vissi ekki áður. Eitt var henni þó jafnan ó- skiljanlegt og það var sú svart sýni, sem gætti í tali þeirra allra. Irski leikritahöfundur- inn var stundum *í illu skapi og sá sem lokaði sig inni í kjall arapum var óbetranlegur böl- sýnismaður. Einn var stjórn- leysingi og þótti ekki neitt koma til neins nema Nietzsche. Mason listmálari hjelt að sömu atburðirnir gerðust aftur og aftur og þess vegna væri heim urinn svo óþolandi leiðinlegur. Og þótt Hall væri venjulega mjög kátur var hann þó verst- ur af öllum þegar honum tókst upp í bölsýninni, því að þá gekk hann fram af öllum. Þetta1 hrygði Saxon mjög mikið. Henni fannst það grátlegt, að þessi listarinnar börn skyldu vera svo svartsýn á lífið og til- ( veruna. Eitt kvöld sem oftar hafði Billy ekki lagt eyrun við því, sem sagt var. Hann hafði að- eins heyrt að þeir voru að tala um bað að lífið væri tilgangs- laust og ekki annað en mæða og böl. Þá snjeri Hall sjer alt í einu að honum og sagði: „Þier þarna heiðingi, sem virðist njóta lífsins og hraust- leika yðar. Hvað segið þjer um þetta?“ „Jeg hefi nú reynt ýmislegt andstreymi um ævina“, svaraði Billy með sinni venjulegu ró. „Jeg hefi softið. Jeg hefi tekið þátt í verkfalli, sem mishepn- aðist. Jeg hefi orðið að veðsetja úrið mitt og þó hvorki getað greitt húsaleigu nje keypt mat. Jeg.hefi barið á verkfallsbrjót- um og jeg hefi lent í fangesli fyrir mína eiein heimsku. Fn ef jeg skyl ykkur rjett, þá hald- ið þið að betra sje að vera ali- svín, sem ekkert þarf að hugsa, heldur en að vera maður, og geta alls ekki komist að neinni niðurstöðu um það. hvernig heimurinn er skapaður nje til hvers hann er skapaður“. Ef Loftur getur það ekki — Þá hver? SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 8. Nú vildi svo til, að máfar komu oft við á enginu rjett hjá borg álfanna. Álfakóngnum datt þvi í hug, hvort þeir mundi ekki vilja gera nokkrum þegnum hans þann greiða að fljúga með þá niður til strandarinnar, því þetta var nokkuð löng leið að fljúga fyrir álfana sjálfa, og þó auðvitað sjerstaklega þar sem þeir ætluðu að hafa með sjer talsvert af farangri. Kvöld nokkurt tók álfakóngurinn eftir undurfögrum máfi, sem settst hafði skammt frá honum. Kóngurinn ávarpaði hann, og máfurinn varð auðvitað ákaflega undrandi yfir þessu. Hann var þó fús til að fljúga með ljósálfana hvenær sem þeir óskuðu, en sagði, að hann vildi helst að þeir æfðu sig svolítið, áður en þeir færu mjög langt. Niðurstaðan varð sú, að máfurinn kom á hverju kvöldi til álfaborgarinnar, og sjö fullorðnir álfar og um tíu ália- krakkar sátu á bakinu á honum og flugu með honum yfir engið og hæstu eikartrjein. Hjer um bil öllum þótti gaman að þessu. Aðeins öríá yngstu barnanna virtust í fyrstu vera hálfvegis hrædd. Þegar máfurinn þóttist þess fuliviss, að álfarnir gætu haldið sjer á bakinu á honum, aðstoðaði hann líki við undir- búing ferðarinnar. ,,Þið skuluð vera tiibúin klukkan fimm í fyrramálið“, sagði hann, ,,því þá er umferðin í loftinu einna minnst. Þið skuluð fá einhverja sterka álfa til að koma farangrinum íyrir á bakinu á mjer, og jeg skal sjá um, að honum verði komið fyrir við stóra steininn í fjörunni, þar sem engmn óviðkomandi getur teki4 hann“.' Og þetta var gert daginn eftir, og allur ljósálfarnir söfn- uðust saman til að sjá „matvælaskipið", eins og máfurinn í gamni kallaði sjálfan sig, fermt og fljúga burtu, ásamt tveimur litlum álfum, sem áttu að hjálpa til við að koma fararigrinum fyrir á leiðarenda. Eftir að máfurinn var floginn burtu, var mikið að gera í álfaborginni. öllum verslunum og fyrirtækjum, nema húsa- umboðssölu herra Uglu, var lokað, og mæðurnar klæddu álfabörnin sin og sögðu þeim að óhreinka sig nú ekki, áður en lagt væri af stað. i-tþs fct/p x7) Jeg gel hrósað mjer af því að vera sjálfmentaður og al- veg sjálfskapaður maður. — Fyrst svo er skil jeg ekk- ert í yður að hafa valið yður svona hræðilegt nef. ★ — Segðu mjer nú hreiriskiln ingslega: Hvað finnst þjer merkilegast við málverkin mín? — Að þú skulir geta selt þau. ★ Læknirinn: — Þjer segið að yður hafi versnað. Hafið þjer þá farið eftir ráðleggingu minni að reykja bara 2 sígar- ettur á dag? — Já, en jeg þoli þetta ekki lengur. Jeg hefi nefnilega aldrei reykt fyrr. ★ — Þekkirðu konuna í næsta húsi svo vel. að þú getir tal- að við hana. — Jeg þekki hana svo vel, að ieg get alls ekki talað við hana. ★ — Jeg læt konuna mína alt- af óska sjer, hvað hún vill fá í afmælisgjöf. — Hvers óskar hún sjer þá? — Síðustu tíu árin hefur hún óskað sjer að fá ísskáp. ★ Húsfreyjan (við betlarann): — í vikunni sem leið gaf jeg yður köku og síðan hafið þjer sent alla vini yðar til mín. — Nei, nei, það voru óvin- ir mínir. ★ — Hvenær varð"sund algengt í Skotlandi? — Þegar farið var að taka brúartolla. ★ — Kærastinn minn heldur því fram að hann sje lifandi eftirmynd Cæsars. Getur þetta verið byrjun á mikilmensku- brjálæði? — Jeg veit það ekki, en ef hánn fer að halda því fram, að þú sjert lík Kleopötru, þá skaltu tala við lækni. Lggert Claessen TÚstaf A. Sveinsson hæstarjettarlögmenn •ddfellowhúsift. — Sími 1371, 411skonar lösrfræðistöri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.