Morgunblaðið - 07.01.1948, Síða 2
2
MORGTJTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. janúar 1948.
j
Pelecopterixm til björgunorstarfa
Eftir Karl Eiríksson, ilugvirkja.
Helicopter-flugvjel
SENNILEGA er björgun og
björgunarstarfsemi í einhverri
mynd jafngömu! manninum,
enda þótt hún hafi verið fram-
•kvæmd á mjög mismunandi
bátt eftir því sem efni og kunn-
átta hafa staðið til á hverjum
tíma. Á síðari árum hefur þess-
ari starfsemi fleygt mjög fram
jafnt því sem öil tækni og vjela
menning hefur svo mjög full-
komnast, en ef til vill hefur ekk
ert tæki náð slíkri hæfni í björg
un sem Helecopter vjelin, sem
mig langar til að lýsa dálítið í
þessu greinarkorni.
Jeg var svo heppinn að njóta
gestrisni Bell flugvjelaverk-
smiðanna um nokkurra vikna
skeið s.l. sumar, en þeir eru ein
hverjir helstu framleiðendur
þessara vjela í heiminum. Mun
jeg leggja hjer til grundvallar
gerðina 47-B, sem er tveggja
sæta og algengasta gerð, sem
þeir framleiða.
Við skulum nú bregða okkur
dálítið aftu.r í tímann, og ger-
ist þetta dag einrí í sudda rign-
ingu og roki við Niagara Falls
verksmiðjur Bell. Mjer hafði
verið boðið að fara mína fyrstu
flugferð í Heleeopter vjel þenn-
an dag og var jeg einmitt á
leiðinnni út að vjelinni, þegar
þetta gerðist. Mjer var vísað út
um dyr sem lágu að flöt fyrir
•framan húsið um 12 metra á
tivern kant, en vaxin trjám á
alla vegu. Vindurinn gnauðaði
íhúsinu og rigningin hvolfdist
úr loftinu er við gengum út að
vjelinni, sem leit út eins og með
fylgjandi mynd. Jeg bretti upp
jakkahornunum og reyndi að
eýnast rólegur, þó flug í þessu
veðri bryti í bága við allt sem
jeg átti að venjast sem flug-
maður í smærri vjelum. — Við
settumst nú upp í þetta undra-
tæki hvor við hliðina á öðrum
og , flugmaðurinn fór að sýsla
við að koma vjelinni í gang og
brátt fyltist flugklefinn hinum
jaína og gangvissa tóni vjelar-
*nnar, sem situr fyrir aftan
sætin.
TJmhverfið í flugklefanum,
kom kunnuglega fyrir sjónir,
þessir venjulegu mælar og stýr
isirtbúnaður, fóta cg hliðarstýri
á þeim stöðum. sem jeg átti að
venjast o. s. frv. Jeg fór nú að
beita athyglinni að gjörðum
flugmannsins, sem stóð með
báðum fótum á hliðarstýrunum
í gólfinu, en hjelt hægri hendi
um stýrisstöngina á miðju
fiólfinu. Nú beygir hann sig nið
ur og tekur um stöng sem
etendur skáhalt upp með sæt-
inu vinstra megin við hann og
enýr hann nú upp á hana eins
og gert er á mótorhjólum og
eykst nú ganghraði vjelarinnar
jafnt og þjett, þar til fyrir hendi
er nægilegt afl til flugtaks, en
Jþá fer hann að smá toga í þessa
etöng aftur á við sem breytir
ekurði aðalskrúfunnar sem nú
var komin á fleygi ferð, og áð-
ur en varir finn jeg að við svíf-
um beint upp í loftið ein hundr-
að fet. en þá ýtir flugmaðurinn
aðalstönginni fram á við sem
hefur lík áhrif og í flugvjel,
þó þannig, að í staðinn fyrir að
fara niður á við, þá er það að-
eins nefið sem gerir það, en
vjelin þeytist áfrem með um
90 mílna hraðg á klukkustund.
Flugmaðurinn tók nú að gera
ýmsar beygjur og kúnstir og gat
hann gert það á ýmsa vegu, til
dæmis gat hann látið vjelina
shúast alveg um cxul sinn, þar
sém hún stóð grafkyr í loftinu,
en það var gert með fótastýr-
uhum fyrir áhrif litlu skrúf-
urmar aftan á stjelinu. Eftir að
mjer hafði verið sýndar nokkr-
ar lendingar og ieyft að full-
vissa rnig á því, hvað auðvelt
væri að stjórna þessu tæki, jafn
vel í svona veðri, færði jeg það
í tal hvað mundi verða um okk-
ur, ef vjelin mundi nú bila, en
hann svaraði mjer með því, að
snúa báðum rofnnum af raf-
kveikjunum og stoppa mótor-
inn, en svifum við talsvert hratt
niður á við og jók nú aðalspað-
inn við ferð sína eins og hægt
er að hugsa sjer vindmyllu, en
þennan hraða notaði flugmað-
urinn sjer til að rjetta vjelina
af rjett fyrir ofan skógarrjóður
og settumst við þar ósköp ró-
lega, eins og ekkert hefði í skor
ist. En þar var sett í gang aft-
ur og haldið beint upp í himin-
geiminn. Síðan lentum við aft-
ur og var þar með lokið fyrstu
ferð minni í Helecopter, og er
það atvik sem mjer mun aldrei
úr minni líða.
Þennan vetur og vor höfðu
komið fyrir tvö tilfelli, sem upp
haflega komu mjer til að langa
að kynnast þessum undratækj-
um nánar, og mun jeg nú lýsa
þeim atvikum eins og þau
standa mjer fyrir sjónum. Það
tíðkast mjög sem spoi’t þarna
í kringum vötnin stóru að menn
fara út á ísinn sem venjulega
myndar nokkura kílómetra
kraga út frá ströndunum allt í
kringum vötnin að bora gat á
ísinn og veiða í gegnum hann
ýmsan vatnafisk, Þennan dag
sem þetta atvik átti sjer stað,
voru nokkrir menn að veiðum
úti á Ontario-vatninu, en þegar
líða tók af degi tók að hvessa
af landi og við það skapaðist
töluverð aldra sem braut ísinn
við land og tók hann að reka
frá landi. Flestir veiðimennirnir
björguðu sjer í land í tæka tíð
og ýmsir við illan leik, en einn
þessara manna hafði verið of
ákafur við starf sitt til að veita
þessari hættu athygli og var
spöngin sem hann stóð á rekin
töluvert langt út á vatnið, þeg-
ar hann tók eftir hættunni.
Reynt var að fá bát, en þeir
voru allir frosnir inni og jafn-
vel ísbrjótnum tókst ekki að
ryðja sjer braut. Nú var lagt af
stað með smábát yfirísinn, en
róið á milli spanga, bersýnilegt
þótti, þó að sú björgun kæmi
of seint þar sem jakinn smá
minkaði er hann færðist jafnt
og Þjett út á vatnið, þar sem
bylgjurnar voru krappari og
hættulegri. Á meðan á þessu
hafði gengið, hafði einhver
tilkynt þessa atburði til Bell-
verksmiðjanna og sendu þeir
tvo menn í Helecopter vjel, og
höfðu þeir meðferðis langan kað
al, en í honum var stóll, líkur
því, sem tíðkast við björgun
skipbrotsmanna úr strandi. Var
nú björninn unninn, þar sem
þeir flugu yfir manninum á
jakanum, ijetu stólinn síga nið-
ur við hliðina á manninum, en
hann settist þar í og var nú
flogið til lands með hann sitj-
andi í stólnum fvrir neðan, en
tvö smábönd voru höfð til að
verja hann við að snúast.
Seinna atvikið skeði í leys-
ingum þetta vor, og voru þá
tveir litlir strákar að leika sjer
á ís töluvert fyrir ofan Niagara
fossana, þegar spöngin sem þeir
tóðu á brast frá og rak nú litlu
snðana niður ána í áttina að
fossunum, og var ekkert að gert
fyr en þeir voru komnir á flúð-
irnar fyrir ofan fossana, þá náð
ist í Helecopter sem var að æf-
ingum þarna rjett hjá og lækk-
aði hún sig við jakanum og sett
ust strákarnir í sitthvert hjólið,
en hjeldu sjer í stoðirnar frá
þeim. Jeg er nú búinn að lýsa
noktunargildi þessara vjela í
neyð, og trú mín er sú, að í
tilfellum eins og vestur á Látra
bjargi núna fyrir skömmu
mundi Helecopterinn að eins
vera að inna af höndum starf
sem hann er gerður fyrir við
björgun þessara manna, hefði
hann verið fyrir hendi, en
þessir vösku björgunarmenn
hefðu ekki þurft að leggja líf
sitt í stór hættu við þau störf.
Ekki tel jeg okkur hafa ráð á
neinum smásálarskap, þegar um
þessi mál er fengist og áreið-
anlega er ekki hægt að tala um
krónur eða aura þegar um
mannslíf er að ræða. Því heiti
jeg á alla góða landsmenn, að
þeir leggi eitthvert fje af hendi
til þess að þjóðin mætti nú eign
ast slíka vjel sem Slysavarna-
fjelag Islands fengi til umráða,
og vona jeg að eigi standi á
stjórnarvöldum þessa lands sem
á alla sína framtíð undir sjó-
mönnunum, til að tryggja ör-
yggi þeirra á þennan hátt.
Herbergi „Mallhild-
ar á Smáhömrum"
gefið Hallveigar-
stcðum
NÁNUSTU ættingjar Matt-
hildar á Smáhömrum hafa gef-
ið kr. 10.000 í herbergi á Hall-
veigarstöðum í tilefni af aldar-
afmæli hennar.
Það skilyroi fylgir gjöf þess-
ari, að herbergi í húsi kvenna-
heimilisins beri nafnið „Matt-
hildur á Smáhömrum“.
Einnig fylgja þau tilmæli, að
jafnan skuli stúlka úr Stein-
grímsfirði eða Strandasýslu
njóta forgangsrjettar um dvöl í
því herbergi, sem kennt verður
við Matthildi.
Fjársöfnunarnefnd Hallveig-
arstaða þakkar þessa höfðing-
legu gjöf og sendir Matthildi á
Smáhömrum innilegustu ára-
mótakveðjur.
L. V.
ísfisksalan í Breilandi 1947
Landað var fæplega 58
þús. smáL
Self var fyrir 64 milj.
Júpíter frá Hafnarfirði „Aflakóngur"
MORGUNBLAÐINU barst 1 gær skyrsla um ísfisksölu togara-
flotans í Englandi á árinu 1947. Samkvæmt henni nemur sölu-
verð á isvörðum fiski þangað kr. 64.797.097. Á árinu lögðu 40
togarar afla sinn þar upp, en samanlagt lönduðu þeir 57.800 smá-
lestum af fiski.
Eins og skýrt hefur verið frá
hjer í blaðinu fóru togararnir
306 söluferðir alls til Englands.
„Aflakóngur ársins 1947“ varð
Bjarni Ingimarsson skipstjóri á
b.v. Júpíter frá Hafnarfirði. —
Skip hans varð hvorttveggja í
senn afla- og söluhæst. Flestar
ferðir til Englands fór Júní, sem
einnig er Hafnarfiarðartogari,
15. Hæsta meðalsölu og mestan
meðalafla hafði Vestmannaeyja-
togarinn Elliðaey, en hann fór
þó ekki nema þrjár ferðir til
Englands.
Við allar þessar togarasölur
ber þess að gæta að hinn breski
í.0% innflutningstollur er ófrá-
dreginn, en hann var felldur nið
ur öll stríðsárin. Þegar þessa er
gætt og svo hins að þessa árs
sölur togaranna eru í raun
rjettri aðeins rúmur helmingur
þess, sem þær voru sum stríðs-
árin, en allur tilkostnaður farið
ört hækkandi, þá er síst að
undra, þó þungt sje orðið undir
fæti hjá flestum togurunum.
Hjer fer á eftir yfirlit um
fjölda söluferða, heildarsölu, í
ísl. kr., um meðalsölu skipanna,
heildarafla þeirra í kg., hæstan
afla í ferð, miðað er við kits og
yfirlit um hæsta sölu í ferð.
Hæstur Hæst
Heildarsala Meðal- Heildarafli afli í sala í
Skip Ferðir í ísl. kr. sala kg. í ferð íferið
Askur 1 300.895.97 11.533 292.735 4.610 11.533
Akurey 5 1.517.655.30 11.634 1.299.337 4.400 13.913
Baldur 13 2.484.837.69 7.327 2.263.902 3.166 9.665
Belgaum 12 2.421.047.64 7.733 1.880.489 2.840 9.139
Bjarni Ólafsson 5 1.415.069.42 10.848 1.207.262 4.169 12.274
Bjarni Riddari .. 4 1.031.415.97 9.883 1.054.100 4.671 12.724
Drangey 5 857.917.47 6.577 722.821 2.570 7.675
Egill Rauði .... 5 1.328.554.98 10.184 1.189.800 4.681 12.339
Egill Skallagr. .. 6 1.637.956.29 10.464 1.418.654 4.670 13.056
Elliðaey 3 946.597.38 12.094 881.444 5.063 12.742
Elliði 2 404.968.98 7.761 363.157 3.572 9.912
Faxi 10 1.868.591.89 7.162 1.567.371 2.880 8.823
Forseti 12 2.330.490.30 7.473. 2.176.018 3.363 10.340
Geir 2 596.417.40 11.430 486.728 4.431 13.929
Gylfi (eldri) .. 1 205.119.58 7.862 170.307 2.682 7.862
Gylfi 10 2.595.746.28 9.949 2.426.272 4.413 11.949
Gyllir 9 1.910.648.97 8.137 1.619.949 3.300 10.916
Haukanes 12 1.963.768.21 6.272 1.688.973 2.800 8.765
Helgafell V .... 9 1.636.416.98 6.969 1.372.045 2.867 9.297
Helgafell R .... 10 2.575.787.43 9.873 2.061.909 4.287 12.788
Hvalfell 3 814.581.98 10.407 756.031 4.318 11.165
Ingólfur Arnars. 11 2.960.901.92 10.317 2.814.066 4.588 13,965
Júní 15 2.780.567.84 7.105 2.409.825 2.847 9.302
Júlí 1 290.329.52 11.128 251.397 3.959 11.128
Júpíter 14 3.309.229.51 9.060 2.934.843 3.854 12.604
Kaldbakur .... 9 2.625.958.50 11.183 2.351.024 4.541 12.113
Kári 6 1.166.796.98 7.454 1.293.813 4.136 10.361
Kópanes 2 245.819.98 4.711 247.142 2.135 6.240
Maí 10 1.864.208.77 7.145 1.616.202 2.800 8.730
Óli Garða 11 2.050.256.56 7.144 1.777.048 2.811 8.971
Skallagrímur .. 11 2.402.210.66 8.370 2.289.683 3.592 11.329
Skinfaxi 7 1.228.447.65 6.726 1.086.930 2.670 8.126
Skutull 6 1.014.640.10 6.482 863.981 2.602 7.973
Surprise 2 489.631.03 9.384 504.317 3.996 10.071
Tryggvi Gamli .. 10 1.744.351.31 6.686 1.457.833 2.663 8.290
Venus 10 2.706.106.98 10.372 2.369.630 4.065 12.408
Viðey 9 1.695.510.83 7.221 1.593.533 3.219 10.184
Vörður (eldri) .. 3 572.858.13 .7.319 511.683 2.889 8.297'
Vörður (nýi) .. 8 1.877.566.85 8.996 1.986.407 4.677 11.815
Þórólfur 13 2.918.270.86 8.604 2.618.867 3.835 11.018
306 64.797.097.91 57.877.520
Bcst að auglýsa í Morgunblaðinu