Morgunblaðið - 07.01.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.01.1948, Qupperneq 6
6 MORGV1S BL AÐIÐ Miðvikudagur 7. janúar 1948. Útf!.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Siðbót Þjóðviljans í ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGUM Þjóðviljans er birtust í blað- inu á sunnudaginn var, er komist þannig að orði: „Jeg hygg að við Þjóðviljamenn höfum framið miklar misgerðir og höfum ríka ástæðu til að hyggja á nýtt og betra líf“. Margir landsmenn munu líta svo á, að þar hafi þeim rit- stjóra blaðsins, sem festi þau orð á pappírinn, ratast satt á munn. En sagan er ekki öll sögð. Framhaldið í hugleiðingum ritstjórans er á þessa leið: Að hann og fjelagar hans hafi á hinu nýliðna ári verið „of vægir í dómum“ og „ekki nógu miskunnarlausir í afstöðu okkar“ segir kommúnista-ritstjór- inn. Menn veita því eftirtekt að ritstjórinn gleymir að geta þess nokkuð, hvert hann ætlar að beina „miskunnarleysi" sínu. Eða veit hann það kannski ekki fyllilega enn. ★ 1 öllum löndum eru allir kommúnistar undir sömu stjórn. Þeir skrifa það sem þeim er sagt. Og gera alt sem miðstjórn flokksins fyrirskipar, hvort sem hún er í Moskva eða Belgrad. Síðan kommúnistasambandið kom aftur í dagsljósið hefur fyrirskipunin verið þessi: Að herða baráttuna. Þetta hefur komið fram í verki í óeirðunum og ólátunum, sem komm- únistar efndu til í Frakklandi og verkföllunum í ítalíu og víðar. ,... Hvarvetna þar sem kommúnistar hafa ætlað sjer að vinna á með ofbeldi og óeirðum, síðan þeir í haust tóku upp þráð- inn aftur með allsherjar andblástur gegn Vestur-Evrópu, hafa þeir mist fylgi, lýðræðisþjóðir orðið þeim enn frá- hverfari. Því nú er það orðið augljóst, sem áður var í þoku hulið að stefna kommúnista, er enn hin sama, og hún var á dögum Lenins. Heimsbylting, til þess að kommúnistar nái völdunum um gervallan heiminn. Eftir því sem kunnugir menn hafa fullyrt, og enginn á- stæða er til að efast um að rjett sje, þá er það Kuusinen hinn finski landráðamaður, sem um árabil hefur haft yfir- umsjón með flokksdeildum kommúnista á Norðurlöndum. Hann er eftir því að dæma húsbóndi þeirra og ieiðtogi. Og eftir því sem skilið verður á áramótahugleiðingu Magnúsar Kjartanssonar í Þjóðviljanum, þá hefur Magnús þegar fengið íyrirskipun um það á hinu nýbyrjaða ári eigi hann að þjóna þessum húsbónda sínum með því að viðhafa „meira miskunn- arleysi í afstöðu sinni“. Þá sennilega gagnvart málefnum og hagsmunum þjóðar sinnar. Enginn andstæðingur kommúnista hjer á landi mun hafa nokkuð við þessa ,,línu“ kommúnistanna að athuga. Eftir því sem hið svonefnda „miskunnarleysi" kommúnistanna hjema verður meira, hatrið gegn heilbrigðri þróun eindregn- ara, skemdarstarfsemi þeirra augljósari, eftir því finnur og skilur öll alþýða manna betur að rjett er hermt, þegar sagt er með sanni, að kommúnistarnir hjer á landi, sem annars- staðar, eru ekkert annað en verkfæri í höndum erlendra manna sem láta sjer á sama standa um hagsmuni Islendinga, en vilja beita þessum talandi og skrifandi verkfærum sínum í þágu hinnar austrænu hugsjónar að allur heimurinn verði hneptur í þrældómsfjötra kommúnismans. Þó Þjóðviljamennimir hafi ekki enn fengið nákvæm- ar fyrirskipanir um það, með hverjum hætti þeir eigi á kom- andi ári að sýna sitt aukna „miskunnarleysi", þá kemur það á daginn. Og mun áreiðanlega, í hvaða mynd sem það birtist, verða til þess, að íslenska þjóðin skilur þá og þekkir betur, eftir að þetta nýbyrjaða ár er liðið. En hin aukna þekking manna á hinu alþjóðlega starfi kommúnistanna, er vísasti vegurinn til þess, að áhrif þeirra þurkist út í opin- beru lífi og stjórnmálum Islendinga. ' Og líklegt væri, að einhverjir þeirra, læri á þessu ári að kominn sje tírni til þess fyrir þá, að fara að ráðum Magnúsar ritstjóra, „að hyggja á nýtt og betra líf“, þ. e. í venjulegri og , islenskri merking þeirra orða. ÚR DAGLEGA Saga tveggja sendibrjefa. í FYRRADAG kom til mín maður með sendibrjef. Það var póstkröfubrjef, sem hann hafði sent til Keflavíkur 2. júní í suma.r. Hann fjekk brjefið end- ursent frá pósthúsinu í Reykja- vík og er það stimplað þar 19. desember. Brjefið hefir því verið 170 daga á leiðinni til Keflavíkur og aftur til baka tli Reykja- víkur. Hitt brjefið, sem jeg ætla að segja ykkur frá kemur frá Tientsin 1 Kína og var sett þar í póst á aðfangadag og hef ir því verið 12 daga á leiðinni. Það er hlýtur að vera munur á samgöngum milli Kína og Reykjavíkur og Keflavíkur og Reykjavíkur. „Ekki batnar Birni enn . . .“ ÞAÐ ER HÆGT að afsaka margt vegna erfiðleika hjá póst inum. Húsnæðisskortur, of fáa starfsmenn illan aðbúnað. En þegar brjef er 170 daga, háft ár á leiðinni milli Keflavíkur og Reykjavíkur, þá er eitthvað al- varlegt að, sem þarf lagfæring- ar við. „Ekki batnar Birni enn .... o. s. frv. var einhverntíma sung ið og það er orð að sönnu um póstþjónustuna íslensku. Það er eins gott að leggja það fyrir- tæki niður með öllu, eins og að vera að bauka við póstþjón- ustu, sem ekki stendur sig betur. Og það er ekki eins og þetta sje eina tilfellið, heldur hefir annar hver maður þessa sömu sögu að segja. • Víða pottur brotinn. MÖNNUM HEFIR orðið tíð- rætt um skrílslætin hjer á göt- um bæjarins á gamlárskvöld sem von er. En það er víðar pottur brotinn í þessum efnum en í höfuðstaðnum. í blaðinu Víðir, sem gefið er út í Vestmannaeyjum er þess getið skömmu fyrir jólin, að lúðrasveitin í Eyjum muni leika fyrir almenning á jóla- dag., en því miður sjái lúðra- sveitin sjer ekki fært að leika úti á gamlársdag, eins og venja hafi verið vegna skrílsláta stráka við sama tækifæri á gamlársdag 1 fyrra. „Það, sem höfðingjarnir haf ast að hinir telja sjer leyfist það“. • Að gera hreint fyrir sínum dyrum. EINKENNILEGT er það hve fólk hjer í bænum er trassa- fenmð um að moka snjó af gangstjettum við hús sín. Það er hrein undantekning ef það sjest, jafnvel í þeim íbúðar- hverfum bæjarins, sem hrein- legust eiga að teljast. Og hitt virðist alveg hafa lagst niður, að kaupmenn láti moka snjó af gangstjettum fyrir framan verslanir sínar. Nú er það bæði sóðalegt og auk bess hættulegt að láta snjó festa á tröppum og gangstjett- um. Hjer áður fyr var það fyrsta verk flestra að morgni er snjóað hafði um nóttina að gera hreint fyrir sínum dyrum og þannig er víðast hvar erlend- is. — Það hefir einhverntíma verið að því vikið á þessum vettvangi og hað oftar en einu sinni, að það ætti að skylda menn til að gera hreint fyrir framan hús sín og það virðist tímabært, að taka það mál upp einmitt nú. • Bilastæðin í bænum. EITT ERFIÐASTA vandamál bæjaryfirvaldanna og lögregl- unnar í bænum er að fá nægj- anlega mörg bílastæði. Nokk- uð hefir ræst úr, en er þó eng- anveginn nægjanlegt, eða lausn vandamálsins. Umferðardómstóllinn hefir nóg að gera allan daginn að ávíta áminna og sekta bílaeig- endur, sem hafa skilið eftir bíla sína á stöðum, þar sem ekki er leyfilegt að geyma þá til lengd ar. En í sjálfu sjer er umferðar LÍFINU dómstóllinn einn útaf fyrir sig engin lausn á þessu máli, og í mörgum tilfellum er það alls ekki sanngjarnt að sekta menn fyrir að hafa lagt bifreiðum sínum á þenna eða hinn stað- inn, því einhvernstaðar verða vondir að vera og það er hart fyrir menn, sem greiða skatta af farartækjum sínum, að geta hvergi fengið að vera með þau í friði. Leið til úrbóta. ÞAÐ ER AUGLJÓST mál, að það verður að finna fleiri bíla- stæði í bænum með einhverj- um ráðum, en þangað til að þau eru fundin mætti bæta úr erfiðleikunum með því að nota betur en gert er það pláss, sem ætla er fyrir bílastæði. Víða hagar svo til, eins og t. d. við Austurvöll, að plássið notaðist betur, ef bifreiðarnar væri settar á ská upp að vell- inum. Þetta ætti lögreglan að at- huga hið fyrsta. Hönk nokkur á. ÞAÐ HEFIR VAKIÐ athygli þeirra, sem fylgst hafa með hrakningarsögu þeirra „Bjarg- ar“-manna, að er þeir voru loks komnir hingað í höfn kom ust þeir ekki í land fyr en seint og síðar meir vegna þess að hafnsögumenn og tollverðir þrjóskuðust við að sinna kalli skipstjórans á þýska togaran- um, að koma um borð og leyfa honum að hafa samband við land. Að sjálfsögðu vissu hafnsögu menn ekki, að skipbrotsmenn- irnir væru um borð í hinum þýska togara, því þá hefði þeir án efa brugðið við. En hjer er samt augsýnilega hönk nokk ur á. Skip, sem leita hjer hafn ar ggta verið með særða menn og siúka, sem þurfa að kom- ast undir læknishendur hið fyrsta. Og það er óverjandi, að láta skip bíða tímum saman á ytri höfninni þegar þau gefa til kynna, að þeim liggi á að ná sambandi við land. MEÐAL ANNARA ORÐA .... -----J Eftir G. J. A. 1 ---------------• Þeir sáu marga togara í iandhelgs ÞEGAR Sigurður Jónsson, formaður á Björgu frá Djúpa- vogi, var að því spurður í út- varpinu síðastliðið sunnudags- kvöld, hvort togarar þeir, sem sintu ekki neyðarmerkjum hans og fjelaga hans, hefðu verið í landhelgi, dró Sigurður enga lul á, að hann teldi að svo hefði verið. Að mig minnir, svaraði hann: „Já, vafalaust“. • o Margir saman. Hjer var ekki um einn togara að ræða, heldur marga. Að því best verður sjeð. hringsóluðu þeir þarna upp í landsteinum, óáreittir og rólegir og hvergi smeikir. Þetta munu hafa ver- ið erlend skip, og svo mikill var veiðihugurinn og svo hörð lundin, að hrakta íslenska sjó- menn virðast stjórnendur þeirra hafa ætlað að láta drukna fyrir augunum á sjer, ef svo varð að verða. íslendingar allir eiga erfitt mc* =tjiia þetta. Eða öllu fremur, við getum ekki skilið þetta. Og við því er sjálfsagt. ekkert að segja og lítið hægt að gera. • • Annað atriði. En það er annað, sem við get um skilið og verðum að fara að sinna og sem fram kemur svo skýrt í frásögn skipbrots-' mannanna af Björgu: íslenská landhelgin er að heita má ó- varin og erlend skip leita inn á hana, líkt og það sje sjálfsagð- ur hlutur og alt annað öllum orlendum veiðiskipum ósæm- mdi. íslendingar hafa sjálfir van- 'ð þá útlendu á þennan fjára. ^ram hafa að vísu komið Eokkrir áhugamenn, sem ódrep ndi hafa verið í baráttunni vrir aukinni og bættri land- elgisgæslu, en þeim hefir sára ítið verið sinnt, enda þótt lestir þeirra, ef ekki allir, hafi í"'rt þau rök fyrir máli sínu, sem óhrekjandi hafa reynst. Frh. á bls. 8. Þessum var skiiað aí'tur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.