Morgunblaðið - 07.01.1948, Side 7
Miðvikudagur 7. janúar 1948.
MORGUPiBLAÐlÐ
7
Ðregur Sil styrjaldar i Sandinu helga
Jég éfeíi kyl I Paleslínu segir Abdullah koaangail
Shuneh í Transjórdaníu
í des.
MARGT b'endir til þess, að Bret-
ar og stjórn Transjórdaníu haldi
þráðum Palestínumálsins í sinni
hendi í framtíðinni.
Fjarri fer því, að Transjórdan
ía sje stærst þeirra sjö Araba-
ríkja, sem í sambandinu eru. En
þar er vel æfður og vel vopnum
búinn her 12—10.000 manns,
sem tekur mjög fram herjum
hinna Araba-ríkjanna. Breskir
liðsforingjar hafa æft her þenna.
Sumir þeirra eru í herstjórninni
enn. Þessir bresku liðsforingjar
líta svo á, að her þessi standi
fullkomlega jafntfætis hvaða
her sem er, af tilsvarandi stærð.
Auk þess er stjórn Abdullah kon
ungs í Transjórdaníu hin styrk-
asta í öllum Arabaríkjunum m.
a. vegna þess að hún hefur mest
fylgi meðal alþýðunnar, er frjáls
lyndust, og lýðræðislegust, og
vegna þess að hún nýtur mests
stuðnings frá London.
Stjórnin er fjárhagslega háð
Bretum. Því hún þarf á styrk
þeim að halda, sem hún fær frá
Englandi, samkvæmt sáttmála
þeim, sem gerður var milli þjóð-
anna, þegar gengið var frá
bandalaginu þeirra í milli. Svo
Abdullah konungur verður að
aka seglum eftir því sem Bret-
um þykir vel. Taki hann ekki
þátt í samblæstrinum gegn Gyð-
ingunum í Palestínu, þá er tví-
sýnt hverju hin Arabaríkin fá
áorkað án aðstoðar Abdullah.
Hvað þá. ef konungur snýst önd-
verður gegn árásinni á hendur
Gyðingunum.
Sjeistaða Transjórdaníu í
þessu máli meðal Arabaríkjanna
stafar m. a. af því, hve dugleg-
ur og velútbúinn herinn er þar.
En að öðru leyti af því, að
Transjórdanía liggur á löngu
svæði að Palestínu. Og enn er
það, að tveir þriðju hlutar af
hinum velæfðu og duglegu her-
mönnum Abdullah konungs, eru
einmitt nú í Palestínu, samkv.
bandalagssáttmálanum, sem
gerður var milli Breta og Trans-
jórdaníu. Spurningin er sú hvort
Abdullah konungur muni beita
herafla sínum er til kemur, sem
samherji hinna Arabaríkjanna,
gegn Gyðingum í Palestínu?
Ellegar konungur velur sjer að
fara einhverja aðra Ieið.
Jeg hef spurt bæði Abdullah
konung og forsætisráðherra
hans um það, hvernig hann muni
snúa sjer í þessu máli, er á reyn-
ir. Áður en jeg kem að svari
þeirra, við spumingu minni, kýs
jeg að gera nokkra grein fyrir
afstöðu Abdullah konungs til
hinna Arabaríkjanna.
Fjandskapnrinn
á milli Abdullah konungs
og Ibn Saud.
Árið 1924 rak Ibn Saud föður
Abdullah konungs frá konungs-
ríkinu Hedjaz. Síðan ínnlimaði
hann Hedjaz í ríki sitt. Upp frá
því hefur ríkt hinn mesti f jand-
skapur á milli Abdullah og Saudi
yfirdrotnara Araba.
Feisal bróðir Abdullah andað-
ist sem konungur í írak. En
hann hafði verið rekinn frá Sýr-
landi.
Abdullah er nú fyrirmaður
þeirrar ættar, sem ríkir bæði í
Transjórdaníu og Irak. Það er
hugsjón hans, að sameina Trans •
jórdariíu, írak, Sýrland, Libanon
og Palestínu í eitt ríki, er þá
yrði hið mesta og voldugast
allra Arabaríkja.
Abdullah konungur ber sama
Hann er andvígur frændríkjum sínum
og fer sínar leiðir með Bretum
3. grein
að yfrum Jórdan, og tjáð okk-
ur hvaða skoðanir þeir hafi á
þessum málum, og flutt mála-
leitanir sínar fyrir okkur. Jeg
mun vissulega ekki láta mitt
eftir liggja, til þess að verða
þeim að liði, er leita liðsinnis hjá
mjer. Æskulýður Palestínu skal
komast að raun um það, að hann
getur snúið sjer til mín, þegar
um það er að ræða, að vernda
Palestínu. Þeir sem leita til mín
í þeim erindum skulu vera vel-
komnir.
Konungurinn bætti því við, að
Gyðingarnir í Palestínu myndu
geta lifað í nábýli við Arabaríki
ef þeir vildu halda friði.
Bretai munu líka hafa gagn
af þessu. Með því mnti geta þeir
haldið áíram að hafa varðsveitir
í nokkrum hjeruðum Palestinu
samkvæmt samningnum við Ab-
dullah. Því samkvæmt samningn
Abdullah.
hug til stjórnanda Sýrlands og
Libanon og til Múftans í Pal-
estínu,. eins og til Ibn Saud og
ættar hans.
Ritari Araba sambandsins
Azzan Pasha og flestir stuðn-
ingsmenn að „frelsun Palestínu"
hafa síðustu mánuði gert ein-
dregnar tilraunir til þess, að
telja Abdullah konung á, að
taka þátt í hinu „heilaga stríði"
sem miði að því, að sett verði á
fót sjálfstætt Arabaríki í Pal-
estínu, undir stjórn Múftans, eða
ættmanna hans Husseinanna.
um þeirra í milli mega Bretar
hafa varðsveitir í transjórdansk-
um hjeruðum.
Gyðingur einn sem jeg hitti
að máli í Jerúsalem komst þann-
ig að orði:
Þjer getið verið vissir um, að
þegar Bretar fara hjeðan út um
aðaldyrnar, þá koma þeir gegn-
um bakdyrnar Transjórdaníu-
megin.
Richard Mowrer.
(Eftirprentun bönnUð).
Afmællskveðja fíl
sonar
Abdullah:
Pólitík Múftans
er samfeld röð af mistökum
Til þess að komast til botns í
þessum málum, óskaði jeg eftir
að mega ganga á fund Abdullah
konungs. I dag veitti hann mjer
viðtöku í vetrarhöll sinni í Jór-
dan dalnum, en hjeðan og til
landamæra Palestínu er ekki
nema 10 mínútna akstur.
Velferð Palestínu liggur okk-
ur mjög á hjarta, sagði konung-
urinn. Her okkar er í Palestínu.
Og hann mun verða þar áfram, j
þegar breski herinn er farinn
þaðan, til þess að geta orðið
þjóðinni að liði. Það er sannfær-
ing mín, að þjóðin muni styðja
hann og vera í samvinnu við
hann.
Abdullah konungur bætti því
við, að ef Sameinuðu þjóðirnar
íyndu upp á því, að hafa heri
ýmsra þjóða í landinu, eftir að
breska herliðið væri farið það-
an, og þessi aðkomuherir myndu
vera hættulegir fyrir öryggi
Transjórdaníu, þá myndi hann
ekki geta látið slíkt afskifta-
laust.
Konungurinn benti síðan í átt-
ina til Beyrut og sagði:
Orðrómur hefur heyrst um
þaS, að vissar persónur hafi í
huga að setja á laggirnar arab-
iska útlagastjórn fyrir Pales-
tínu. Slíku uppátæki myndi
verða e-ytt. Æskulýð Palestínu
verður með hverjum degi betur1
Ijóst, að núverandi stjórn Araba
í Palestínu (stjórnarneínd Múft-
ans) hefur rekið pólitík, sem
verið hefur samfeld röð af mis-
tökum. Fjöldi Palestínu Araba
hafa upp á síðkastið komið hing
Breskur yfirhershöfffingi
yfir Transjórdaníu-her
Jeg hef leitast við að fá aðra
til þess að gefa mjer umsagnir
um sama efni, og það sem jeg
ræddi við Abdullah konung. M,
a. forsætisráðherra Transjórdan
íu Sanir Pasha Rifal. Hann var
varkár í orðum, sagði m. a.: Við
ráðum því sjálfir, hvort her okk
ar verður áfram í Palestínu,
þegar herlið Breta fer þaðan.
Hann kvaðst sjálfur fara til
London í þessum mánuði til þess
að ræða þar um ýms þau mál,
sem báðar þjóðirnar varða í sam
bandi við væntanlega brottför
breska herliðsins frá Palestínu.
Yfirhershöfðinginn Glubb
Pasha og allir Engendingar sem
hjer eru, neituðu mjer um við-
tal. Komst jeg á snoðir um að
þeir hefðu fengið fyrirmæli um,
að „sneiða hjá blaðamönnum"
fyrst um sinn.
Fjekk jeg að vita að meðal
þeirra Palestínu-Araba sem
heimsótt höfðu Abdullah, væri
forystumaður æskulýðsfjelag-
anna í Palestínu Nimer el Haw-
ari, svo og Akhmed Hilmi Pasha
sem er í stjórnarnefnd Múftans,
en sagt að hann sje stefnu Múft-
ans andvígur. Á fund Abdullah
hafa komið Auni Bey Abdul
Hadi, sem er foringi fyrir stjórn
málaflokki Araba í Palestínu og
borgarstjórinn í Jaffa Sheik
Muzzafir.
í GÆR kom út afmælisrit Hall-
dórs Hermannssonar bókavarð-
ar og prófessors, í tilefni af sjö-
tugsafmæli hans.
Er Landsbókasafn íslands út
gefandinn. í upphafi eru svo-
hljóðandi ávarpsorð:
Dr. phil. Halldór Hermanns-
son bókavörður og prófessor,
sem um nærfelt hálfrar aldar
skeið hefir unnið ómetanlegt
starf í þágu íslenskra fræða,
fornra og nýrra, og framar öllu
íslenskrar bókfræði, er þessi af-
mæliskveðja send sjötugum, í
þakklætis- og virðingarskyni.
Undir ávarp þetta rita 142
menn, bæði karlar og konur.
I bókinni eru 10 ritgerðir. —
Eru það þessar: Sálmar Kol-
beins Grímssonar undir Jökli,
eftir Björn Sigfússon bókavörð,
I Guðbrandur Jónsson ritar um
íslensk -bókasöfn fyrir siðbylt-
inguna, Hallbjörn Halldórsson
um leturval í prentsmiðjum á
fyrstu öld prentlistarinnar á Is-
landi. Jakob Benediktsson ritar
um íslenskar heimildir í Saxo
skýringum Stephaniusar, Jón
Helgason um bókasafn Brynj-
ólfs biskups. Ritgerð eftir Sig-
fús Blöndal fjallar um franska
skáldsögu um íslenskt bysant-
iskt efni. Sigurður Nordal rit-
ar um meistarapróf Gríms
Thomsen. Stefán Einarsson um
safn Nikulásar Ottenson í John
Hopkins háskólanum í Balti-
more. Steingrímur J. Þorsteins-
son ritar um þýðing Einars
Benediktssonar á Pjetri Gaut
og Þórhallur Þorgilsson um
þýðingar og endursagnir á ít-
ölskum miðaldaritum. Bókin er
10 arkir í. stóru broti og hin
vandaðasta.
Koma Bretarnir aftur
inn um bakdyrnar?
Það er skoðun mín, að Ab-
dullah konungur hafi í hyggju,
að innlima arabisku hjeruðin í
Palestínu í Transjórdaníu, og að
hann hafi til þess stuðning eða
þegjandi samþykki Breta. Að
hann hugsi sjer að koma þessu
i kring, um leið og Bretar eru
farnir með herlið sitt úr Palest-
ínu. Konungur sje jafnframt
reiðubúinn til þess að bjóða Gyð
ingum í Palestínu friðsamlegt
samstarf, jafnvel stuðning.
Kemur þetta heim við það, að
Abdullah óskar naumast eftir að
sjá Múftann eða liðssveitir frá
Libanon. Sýrlandi eða Saud Ar-
öbum koma sjer fyrir í Palest-
ínu. En taki hann arabisk hjeruð
Palestínu á sitt vald, nálgast I loNDON:
hann það að láta draum sinn um
Stór-Sýrland rætast, þareð ríki
hans nær þá út til hafsins.
Fundur forsætisráð-
svæða vesturveld-
anna
Á MIÐVIKUDAGINN hefst
fundur forsætisráðherra bresk-
bandaríska hernámssvæðisins og
herforingjanna Sir Allan Ro-
bertson og Lucius D. Cley. —
Nokkur möguleiki er talinn á
því, að franskur fulltrúi verði
viðstaddur ráðstefnuna, sem er
talin vera mjög þýðingarmixil
vegna þess að fundur utanríkis-
ráðherranna fór út um þúfur.
Sjóður stofnaður við
M. h, til heiðurs Sig-
urði Guðmimdssyni
HAFLIÐI HELGASON forstj. í
Reykjavík, gagnfræðingur frá
M. A. 1925, hefur stofnað sjóð
til minningar um brottför Sig-
urðar Guðmundssonar frá skól-
anum. Stofnfje sjóðsins er kr.
5.000.00.
Skömmu áður en Sigurður
Guðmurdsson ljet af embætti,
barst honum svohljóðandi brjef
frá Haíliða Helgasyni:
„Kæri skólameistari. Þegar
þú nú kveður skólann, sem ver-
ið hefur þinn í meira en aldar-
fjórðung, vildi jeg mega verða
einn af mörgum gömlum læri-
sveinum til að tjá þjer virðingu
mína og þakkir fyrir það, sem
þú hefur þar fyrir mig gert. í
brjefi þínu til mín forðum, þeg-
ar jeg átti í erfiðleikum sakir
heilsubrests, veittir þú mjer
þrótt og áræði, er hjálpaði til
að vinna bug á erfiðleikunum.
Slíkar eru endurminningar, sem
nemendur þínir hafa um þig,
einn á þessu sviði, annar á hinu.
Allsstaðar varst þú oss andlegur
aflgjaíi, er á reyndi. Jeg vildi
mega leggja fram lítinn skerf
til þess að nemendur þeir, er
síðar koma að þessum skóla og
ekki fá að njóta handleiðslu
þinnar, minnist þín og með þökk
auk þess að vera vitandi þess,
hvað skólinn er fyrir þín verk.
Jeg læt því fylgja ávísun raeð
þessu brjefi og óska þess, ef þú
ert því samþykkur, að fjárhæð
sú, er þar greinir, verði horn-
steinn styrktarsjóðs fyrir fá-
tæka nemendur við Mentaskól-
ann.á Akureyri. Ber sjóðurinn
þitt nafn og setjir þú honum
stofnskrá að þínu skapi. Vænti
jeg þess að síðar verði þeir fleiri
er tjá vilja þjer þakkir sínar
með því að efla þennan sjóð, svo
mjór verði mikils vísir. Með
virðingu og þakklæti. Þinn ein-
lægur Hafliði Helgason.“
Sigurður Guðmundsson heíur
þakkað gefanda þennan hlýlega
og höfðinglega virðingarvott.
— H. Vald.
í húsabygginga-
áætlun Breta er g°rt ráð fyrir
húsum sem einungis nýgift hjón
nota.
Fintm hafa faris! í
fióðunum í Frakk-
tandi
TILKYNT var hjer í Frakklandi
í kvöld, að fimm manns hefðu
til þessa látið lífið í flóðunu.n
í Austur-Frakklandi, en þar
hafa vatnavextirnir verið hvað
verstir að undanförnu. Tjón
þarna af völdum flóðanna er
metið á 1,117 miljón fránka.
— Reuter,