Morgunblaðið - 08.01.1948, Page 7

Morgunblaðið - 08.01.1948, Page 7
Fimtudágur 8. janúar 1948 M O RC U NB L AÐ 1 Ð 7 EJNAR MUNKSGAARD DR. PHIL. Ejnar Munksgaard bókaútgefandi í Kaupmanna- höfn, andaðist á þrettánda dag jóla, eins og skýrt var frá hjer í blaðinu í gær. Hann hafði að vísu lengi verið heilsutæpur, og mjer var kunnugt um, að síð- ustu mánuðirnir, eftir Iát hinn- ar ágætu konu hans, 21. sept. s. 1., höfðu verið honum erfiðir. En eigi að síður kom þessi helfregn sviplega. Aldurinn var ekki hár Hann var fæddur 28. febr. 1890 ekki fullra 58 ára gamall. Og hann hafði í síðustu brjefum sín- um til mín sagt frá störfum sín- um og fyrirætlunum með sami áhuganum og jafnan fyrr. Hanr vann meðan dagurinn entist. Og sú spurning mun nú hvarfla af mörgum, hversu fyllt verði það skarð, sem orðið er eftir hann. ★ Einar Munksgaard var svo kunnur almenningi hjer á landi, að óþarft er að skýra nákvæm- lega frá starfsemi hans, enda hef jeg tvívegis áður ritað allræki- lega um hann (Lesb. Mbl. 5. febr. 1933 og Mbl. 28. febr. 1940) og get víssð til þess. Veit jeg og, að margir eiga enn eftir að rita um hann, og engin hætta er á, að nafn hans gleymist hjer á landi. Jeg minnist lítils atviks frá því .í hittiðfyrra. Konan mín kom inn í verslun hjer í bænum til þess að láta búa út dálitla send- ingu til hans. Ungur búðarsveinn var við afgreiðslu. Þegar hann sá, hvert böggullinn átti að fara, færðist bros yfir andlitið: „Já, það er hann, sem hefir gefið ís- lensku handritin svo fallega út'c. Honum var bersýnilega sjerstök ánægja að koma þeim böggli áleiðis. — En það tekur sinn tíma að átta sig á, hversu mikils er misst við fráfall slíks manns, jafnvel fyrir þá, sem kunnug- astir voru honum og störfum hans. ★ Saga Einars Munkgaards var ævintýri. Hann gerðist fyrir hjer um bil þrjátíu árum meðeigandi lítillar og lítt þekktrar fornbóka- verslunar, utarlega í Kaupmanna höfn, sjálfur fjelítill og nýkom- inn frá bóksalanámi erlendis. Hann færði smám saman út starfsviðið. Bókhlaðan fluttist inn í hjarta borgarinnar, á eitt af götuhornunum við Frúartorg, rjett við háskólann. Fornbóksal- an hjelt reyndar áfram og varð ein merkasta verslun Kaup- mannahafnar af því tagi. En hún var ekki nema ein deildin, — í kjallaranum. Uppi var stór bóka- verslun með miklu úrvali vísinda rita, námsbóka stúdenta cg nýj- ustu bókmennta erlendra. Og í skrifstofu Munksgaards sjálfs, inn af bókhlöðunni, var stjórnað útgáfustarfsemi, sem óx með hverju ári. Þegar Levin, hinn upphaflegi eigandi litlu forn- bókaverslunarinnar og fjelagi Munksgaards, fjell frá, keypti Munksgaard hans hlut í fyrir- tækinu og varð einkaeigandi þess. Bókaforlag hans varð ekki einungis víðfrægt um allar jarð- ir, heldur tvímælalaust eitt stærsta og umsvifamesta vísinda- legt útgáfufyrirtæki, sem nú er til, hvar sem leitað er. Hann færðist í fang ýmiss konar verk- efni, sem engan hafði dreymt um, að leyst yrðu af höndum annars staðar en með stórþjóð- unum. •A Þegar um það er spurt, hvernig og hversvegna Munksgaard hafi fengið öllu þess á orkað, er tor- velt að svara því til fullnustu. Miklu skipti þekking hans, ó- venju rækilegur undirbúningur til starfsins á æskuárum. Þá hafði hann vitanlega til að bera mikla hagsýni og skipulagsgáfu. Hann kunni þá list að láta sjer verða sem mest úr því pundi, sem honum var veitt, hvort sem það var starfskraftar og tími lieilsuveils manns eða upphafleg ur höfuðstóll fjelítils manns. En ekkert af þéssu hefði hrokkið til að yrkja ævintýrið. Munksgaard IN MEMORiA stað Munksgaards-fjölskyldunn- ar, og þá tókst þar vinátta, sem jeg og allir mínir höfum síðan notið fjeira góðs af en hjer er staður til að telja. Oft hef jeg haft ástæðu til að dást að því, hvað þessi önnum kafni fram- kvæmdamaður gat verið hugul- samur, hugkvæmur i srnáum hlutum eigi siður en stórum. Eíns og nærri má geta, litum við oft á ýmisleg't frá ólíkum sjónarmið- um og fórum aldrei leynt með það nje ljetum það liggja í þagn-’ argildi, sem á milli bar. En fyr- ir það verða kynnin líka fjöl- breyttari og lærdómsríkari'. Og jeg finn það glöggvast nú, þeg- ar jeg lít yfir þau öll saman, dð Ejnar Munksgaard var einn af óvenjulegustu og mikilhæfustu Rúmlega 60 miljónir kr. af nýjum seðlum í umferð Fresfíir Innslæðuyfflrlýstofiar fil febrúar- loka. Á MORGUN er síðasti dagur seðlainnköllunarinnar. Svanbjörn rímannsson aðalbókari Landsbanka íslands, skýrði MorgunblaS- ir.u svo frá í gær, að á þriðjudagskvöld, hafi seðlávelta hinna nýju seðla Landsbankans verið komin upp í 64 miljónir. Skiptist hún jannig, að í Rpykjavík hefur gömlum seðlum verið skipt fyrir nýja, að upphæð 42 miljónir, en út um land fyrir 22 miljónir. Ejnar Munksgaard. mönnum, sem jeg hef þekkt á sjgg Reykjavíkur og nágrennis. lífsleiðinni. var einmitt, fyrir utan hagsýni sína og raunsæi, hugsjónamaður og draumamaður. Efalaust hafa gleði hans af starfinu, áhugi, stórhugur og yndi af djarflegum framtökum haldið við og styrkt orku hans til vinnu. Bækur voru honum ekki aðeins verslunar- vara. Hann unni þeim og bar lotningu fyrir þeim. Hann var meðal annars svo fundvís á fá- gætar bækur og handrit, að lík- ara var því sem hann hefði sjer- stakt skilningarvit að leiðbeina sjer. Og höfundar voru honum ekki aðeins viðskiftamenn, held- ur urðu persónulegir vinir hans, sem hann bljes nýjum áhuga í brjóst. Honum var ekki nóg að semja við þá á skrifstofunni. — Hann hafði yndi af að skrafa og skeggræða við þá um heima og geima yfir dýrlegum borðum, hvort sem það var um hádegis- bilið á bestu gildaskálum borg- arinnar eða síðla dags á heimili sínu. Það var alltaf stórbrotinn rausnarbragur á hugsun hans og athöfnum. ★ Ejnar Munksgaard veitti því þegar athygli sem ungur bók- salij að íslenskar fornbókmennt- ir voru gjaldgengar víðar um lönd en aðrar bókmenntir á nor- rænum tungum. Og hann var S fljótur að skilja með innsæi sínu, að þær voru heimsbókmenntirn- ar meðal norrænna bókmennta. Arið 1930 gaf hann út ljósprent- un Flateyjarbókar, sem var fyrsta bindið af hinu mikla ritsafni, Corpus codicum Islandicorum medii ævi. Þótt hann færðist síð- ar önnur svipuð fyrirtæki í fang, — útgáfur sænskra, byzantískra og persneskra handrita m. m., — var útgáfa íslensku skinnbókanna alltaf mesta eftirlæti hans. Og ! hann sýndi hug sinn til Islands I og íslendinga með mörgu móti. Bókagjafir hans til Landsbóka- safns, Háskóla Islands, fleiri bókasafna og stofnana og margra einstaklinga voru miklar og höfðinglegar. Hann átti og upp- tök að ýmsu öðru, sem íslandi var vel gert, t. d. því, er Kirk verkfræðingur keypti Haukadal handa Skógrækt ríkisins, svo að eitthvað sje nefnt. Gestrisni hans og greiðvikni við fjölda Islend- inga er alkunn. Þetta var vissu- lega vel metið. Honum var ýmiss konar sómi sýndur hjeðan, sem honum þótti vænt um, framar öllu vafalaust, er háskólinn kjöri ! hann heiðursdoktor á 25 ára af- ! mæli sínu, 1936.' En fullmetið mun það, eins og gengur, varla verða, fyrr en reynt er, hver munur verður á ýmsum menn- ingarlegum samskiftum vorum við Danmörku, er vjer eigum þar eltki slíkan hauk í horni. ★ Jeg get ekki lokið þessum minningarorðum án þess að vikja stuttlega að kynnum mín- ! um við Ejnar Munksgaard. Fund- i um okkar bar fyrst saman haust- ið 1930, en sumarið 1932 vildi svo | til, að við hjónin dvöldumst 1 I Rungsted, skammt frá sumarbú- Sigurður Nordal. Miklar bygiinya- á Akureyri FRJETTARITARI Morgunbl. a Akureyri, hefir símað blaðinu viðtal, er hann hefir átt við byggingarfulltrúa Akureyrar, um byggingaframkvæmdir bænum á árinu 1947. Þar voru bygð 45 íbúðarhús, sem öll voru að mestu fullgerð í árslok. í þessum húsum eru 86 íbúðir. Bygt var eitt versl- unarhús og eitt samkomuhús. Viðbótarbyggingar voru fram- kvæmdar við 4 verksmiðjur, verkstæði og geymslur. Þá voru bygðir 11 bílskúrar. Komin voru undir þak 29 hús og í þeim eru 48 íbúðir. Hús sem veitt var byggingarleyfi. til og hafin var smíði á, eru 21. í þeim verða 31 íbúð. Þá eru í smíðum nokkur stór- hýsi á Akureyri. Ber þá fyrst að telja sjúkrahús Norðlend- ingafjórðungs, þá heimavistar- hús Mentaskólans og viðbótar- byggingu við Barnaskólann. Þá er verið að byggja ullarþvotta stöð við Klæðaverksmiðjuna Gefjun. II. Vald. Ekkerl samkomulag um Trlestelandstjóra Innstæðuyfirlýsingar < Undanfarna daga hefur verið mjög mikið að gera í sparisjóðs deild Landsbankans og mun svo vera við hina bankana og Spari- Mest alt þetta fólk kemur til 3ess að gefa innstæðuyíirlýsingu sem eins og kunnugt er, er einn liðurinn í lögunum um eigna- könnun. Bókanir þær, er fram fara í þessu sambandi, hafa kom ist alt upp í 1000 á dag í Lands- bankanum. Má af þessu sjá, að mikil þröng er oft við afgreiðslu borð sparisjóðsdeildarinnar. — Fólk hefur yfirleitt tekið því með þögn og þolinmæði að þurfa að standa í biðröðum um lengri tíma. Frestur til febrúarloka Það virðist gæta nokkurs misskilnings hjá fólki um hve- nær því beri að koma í bankann og gefa innstæðuyfirlýsingu sína. Margir halda, að ljúka beri því af fyrir 9. þ. m., en svo er ekki. Fresturinn er til febrúar loka, fyrir þá sem eru hjer á landi, en fyrir íslendinga er-endl is, er hánn sex mánuðir. Fyrsta bindi af safai komlð úf FYRSTA bindi af „Austur- landi“, safni austfirskra fræða, er komið út fyrir nokkru, en ritstjórar þess eru Halldór Stefánsson, fyrrv. alþm. og Þor- steinn M. Jónsson skólastjóri. Ritið hefst á kvæði eftir Sig- urð Baldvinsson, en þá er for- máli eftir Halldór Stefánsson og grein eftir hann er nefnist Aust urland. Annað efni þessa fyrsta bindis er sem hjer segir: Ágrip af sögu Austfirðinga, eftir Jón New York í gærkvöldi. I prófast Jónsson í Bjarnarnesi, FRESTUR sá, sem ítölum og I Austfjarðalýsing, eftir Guttorm Júgóslöfum var gefinn til að i Pshson, prófast í Vallanesi, koma sjer saman um landstjóra Austfirðingar, eftir Pál bónda í Trieste. var útrunninn fyrir ; Vigfússon á Hallormsstað, Lýs- meir en 24 klukkustundum síð- Hofsskógar í Vopnafirði an. Hafði ekkert samkomulag 1840, eftir Guttorm prófast náðst, að því best verður sjeð: Þorsteinsson, Hofi, Lýsing Hall- ítalir visuðu á bug fimm til- ormsstaðarskógar 1874, eftir lögum frá Júgóslöfum og ekk- Sigurð prófast Gunnarsson á ert svar hefur enn borist frá Hallormsstað, Lýsing Hólma- Belgrad við tveimur ítölskum shógar i Reyðarfirði 1843, eftir tillögum. | Hallgrim Jónsson prófast og __ Reuter. ! Jökuldalsheiðin og byggðin þar, ______ , t______ ; eftir Hahdór Stefánsson. Þá er nafnaskrá og myndaskrá og loks eftirmáli eftir Þorstein M. Jónsson. Þetta fyrstá bindi af ..Aust- urlandi“ er yfir 300 bls. að stærð. mörku hyggja á pólifísk verkföll Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. HEDTOFT, forsætisráðherra, ljet svo ummælt í áramótaræðu, sem hann hjelt á nýársdag, að 1948 yrði að vera vinnunnar ár fyrir Dani, ef viðreisnin ætti að heppnast. „Við getum ekki flutt inn nema hráefni og hálfunnar vörur á þessu ári, fyrir þá upp- hæð, sem svarár til þess, sem við flytjum út. Viðreisnin verð- ur að bvggjast á framleiðslu- aukningu og á neyslu takmörk- un. Önnur ráð eru ekki fyrir hendi“. „Þjóðleg og fjelagsleg eining og samvinna er nauðsynleg“, sagði forsætisráðherrann. Kommúnistar hyggja á vinnudeilur Hedtoft minntist á, að svo gæti farið að til vinnudeila kæmi í vor, en hann bætti því við, að Danir hefðu ekki efni á vinnudeilum, sem myndu eyði- leggja viðreisn lands og þjóðar. Verkamenn og vinnuveitend- ur verða að sýna gagnkvæma sanngirni. Framleiðsluaukning ein getur aukið fjelagslega vel- megun og framfarir. Politiken segir, að sennilegt sje að formaður alþýðusam- bandsins reyni að koma í veg fvrir vinnudeilur, en að komin- únistar hafi í hyggju að stofna til alvarlegra vinnudeilna af pólitískum ástæðum og að þeir muni gera það, sem í þeirra valdi stendur til að æsa verka- menn upp og koma á eins mikl- um glundroða og þeim er unnt. Það sje svo einkennilegt, að danskir kommúnistar skuli nota verkfallsvopnið í stjórnmálabar- áttunni, þótt verkföll sjeu bönn- uð í hinni rússnesku paradís kommúnistanna. — Páll. Trygve Lie fer fii Evrópis New York í gær. TRYGVE LIE, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, mun næst- komandi föstudag leggja af stað hjeðan frá Nev/ York áleiðis til Evrópu. Ætlar hann að heim sælcja ýmsar borgir, svo sem Genf og Bern, með það fyrir augum að velja samkomustað það bil 32.500,000 dollurum á fyrir Allsherjarþingið, þegar fyrsta rekstucsári sinu. Er tapið það kemur næst saman. aðallega vegna )jelegra flug- •— Reuter. vjelategunda. — Reuter. m BRESKA flugfjelajAð,' British Overseas Airlines, tapaði um Gengur enn á bresfea dollaralániS Longon í gærkvöldi. BRETAR hafa nú enn eytt 100 miljónum af dollaraláni sínu í Bandaríkjunum og eiga eftir um 200 miljónir dollara. Var sagt frá þessu hjer í Lcndon í dag, og þess jaínframt. getið, að gripið 5’rði til margvíslegra sparnaðarráðstafana. Verður starfsfólki meðal annars fækk- að hjá bresku upplýsingaþjón- ustunni í Bandaríkjunum, en upplýsingaþjónustan er ein um fangsmesta stofnun Breta þar í landi. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.