Morgunblaðið - 08.01.1948, Page 10

Morgunblaðið - 08.01.1948, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 8. janúar 1948 MÁNADALUR si dídóa^a eptir ^aclt cJdondon SILFURDEPILLINN Eftir ANNETTE BARLEE 12 T; sem var hálf argur yfir því að vera vakinn svona snemma. Fálkinn flaug á brott til að koma öðrum brjefum til skila, og Ugla lokaði hurðinni og skreiddist aftur upp í rúmið sitt. Þar opnaði hann brjefið og las eftirfarandi: „Kæri herra. Húsið, sem þjer ráðlögðuð mjer að leigja yfir sumarmán- uðina, er alveg ófært. Það hriplekur, gólfin eru fyrir neðan allar hellur, og af þessum ástæðum höfum við mist eina son okkar. Gerið mjer þann greiða að rannsaka þetta strax og þjer fáið brjef mitt. A. Önd (sign).“ Herra Ugla fór aftur fram úr rúmi sínu, og í þetta skipti brá hann fyrir sig betri fætinum, því að andarættin var stór og voldug og ágætis viðskiptavinir. En þó fjell honum ekki sem best við tóninn í brjefinu. Hann lagði af stað yfir engið, og hjelt sjer undir trjánum, og kom að lokum að mýrinni í námunda við fljótið. Á vorin var þetta unaðslegur staður, alþakinn sóleyjum og fíflum, en nú var þarna ekki fallegt um að litast. Vegna þess að rignt hafði í viku, hafði komið mikill vöxtur í fljótið og það flætt yfir bakka sína. Mýrin var því alþakin óhreinu vatni. Herra Önd beið eftir aumingja herra Uglu niður á fljóts- bakkanum. „Sjáðu hvað hefur skeð“, sagði hann. „Þú sagðir mjer að írárennslið væri gott og nóg af vatni, þegar maður þyrfti á því að halda. Nú kemur í ljós, að það er hreint ekkert frá- rennsli, og við erum á kafi í köldu vatni, hvort sem .við not- um það eða ekki“. „Nú, nú, góði minn“, sagði vesalings, syfjaða Úglan, „þú baðst um heimili eins nálægt fljótinu og mögulegt væri. Er það mjer að kenna, að þessi haugarigning skyldi koma og áin flæða yfir bakka sína?“ „Þú sagðir að frárennslið væri gott. Ef svo væri, hefði vatnið runnið burtu jafnóðum, í stað þess að allt skyldi stíflast svona“. 98. dagur um við áfram ferðalaginu og líður altaf jafn vel eins og okk ur hefir liðið, síðan við fórum frá Oakland. Billy. við skulum lofa hvort öðru því að útslíta okkur ekki á vinnu“. „Já, því vil jeg gjarnan lofa“, sagði hann hálf önuglega. . Þau komu gangandi inn í Black Diamond með föggur sín ar á bakinu. Þetta var strjál- bygt þorp. Þar voru lítil og lje leg hús og aðeins ein gata og hún mátti heita ófær af for þeg ar blautt var. Gangstjettirnar voru í stöllum eða þrepum Það var enginn amerískur blær á neinu þar. Nöfnin á verslunun- um voru öll útlend og ólæsileg. Þarna var þó sæmilegur gistí- staður og eigandi hans var Grikki. Grikkir voru þarna alls staðar — svipdökkir karlmenn í sjóstígvjelum og með sjó- mannahúfur, berhöfðaðar kon- ur í skræpóttum flíkum og urmull af háværum og hraust- legum börnum. „Þetta er ekki Bandaríkin", sagði Billy. Niðurhjá höfninni var fisk- niðursuða og aspargesniður- suða og þar var alt í fullum gangi, því að nú var aðal anna- tíminn þar. Verkamennirnir voru allir af framandi kyn- stofni, Grikkir, ítalir eða Kín- verjar. Grískir bátar, málaðir með skærum og sterkum litum, lögðu að bryggju og skipuðu farmi sínum á land. Það var lax. Að því búnu fóru þeir aft- ur. Þarna var leirvogur, en fram undan mikið vatn, þar sem árnar Sacramento og San Joaquin mættust. Hinum megih við bryggjuna var hár bakki í stöllum og þar þurkuðu menn net sín. Þarna var kyrð og friður og þar hvíldu þau Billy sig. Fram undan þeim var lítil landbryggja, en beggja megin við hana óx þjett sef fyrir framan bakkann. Langt úti var flöt eyja og þar báru nokkur trje við himin. „Þetta er alveg eins og mynd in frá Hollandi, sem er heima hjá Mark Hall“, sagði SaXon. Billy benti henni út yfir leir voginn. Þar sá í fjarska á nokk ur hvít hús og bak við þau hylti Montezuma fjöllin eins og langa bláa keðju. „Þetta eru húsin í Collins- ville“, sagði hann. „Þar er ós- inn á Sacramento og upp eftir henni er siglt til Rio Vista, Isleton og Walnut Grove og allra hinna annara staða, sem Gunston var að segja okkur frá. Þar er fult af eyjum og leirvogum“. „Sjáðu þvað sólin er falleg“, sagði Saxon „Og hvílík kyrð svona rjett hjá útlendingun- um. Er ekki hastarlegt að hugsa til þess að einmitt á þess ari stundu berjast rhenn í borg jjnum upp á líf og dauða út af atvinnu?“ Við og við heyrðu þau hvin í farþegalest í fjarska, en hljóð ið endurkastaðist margfalt frá Diablo fjallinu, sem reis þar ‘voldugt á bak við og teygði tvo "tinda sína upp í himinblárp- ann. Svo varð alt kyrt á milli, nema ef einhver báturinn kom blásandi inn í höfnina, eða ein- hver kallaði hátt á framandi máli. Skamt undan landi lá hvít og falleg skemtisnekkja fyrir festum. Reyk lagði upp úr reyk háf fremst í stafni. Á skutnum var s.pjald og letrað á það með gullnu letri: ,,Veiðihaukur“. Maður og kona sátu á þilfari og hafði konan slegið ljósrauðu sjali um herðai* sjer. Hún var að 5?uma en maðurinn las upp hátt fyrir hana. Fyrir fótum hans lá snöggur hundur. „Ekki þurfa þau að sækja hamingju til borganna“, sagði Billy. Nú kom Japani upp á þiljur. Hann gekk fram í stafn, settist þar og fór að reyta hænu og fjaðrirnar fuku í stóri dreif út yfir leirugt vatnið. „Nei, sjáðu“, sagði Saxon og tókst á loft. „Hann er að veiða. Sjerðu ekki að hann hefir bund ið færið við fótinn á sjer?“ í sama bili lagði maðurinn bókina frá sjer og greip færið. Konan hætti að sauma og hund urinn fór að gelta. Maðurinn dró færið rösklega með báðum höndum og innbyrti stóran sein bít. Svo beitti hann öngulinn að nýju og kastaði honum og fór að lesa. Japani kom niður á land- bryggjuna og kallaði,um borð. Hann var með fult fangið af bögglum og annar jakkavasinn var úttroðinn af brjefum og hinp af blöðum. Japaninn um borg hætti við hænuna. Hvíti maðurinn sagði eitthvað við hann og gekk svo. á bát, sern bundinn var við skipshlið og reri í land. Um leið og hann rendi að bryggjunni kastaði hann vingjarnlega kveðju á „Nei, jeg þekki yður“, hróp- aði Saxon; „Þjer eruð------ Hún þagnaði því að hún sá að Billy ylgdi sig. „Segið þjer það bara“, sagði maðurinn vingjarnlega og brosti. „Þjer eruð Jack Hastings - — það skal jeg ábyrgjast. Jeg sá oft myndir af yður í blöðunum hjerna um árið þegar þjer vor- uð frjettaritari í stríðinu milli Japana og Rússa. Og þjer hafið skrifað margar bækur, en því miður hefi eg ekki lesið þær“. „Þjer eigið kollgátyna11, sagði hann. ,,En hver eruð þið?“ Saxon sagði honum það. Hann gaf farangri þeirra horn auga og þegar hún sá það, sagði hún honum frá því að þau væri að leita sjer að fyrir- heitnu landi. Svo sagði hún horíum frá því að þau hefði seinast verið í Carmel og þá kom það upp úr kafinu að hann þekti Mark Hall og flesta kunn ing.ia hans. Svo sagði Saxon frá því að þau væri á leið til Rio Vista og þá bauð hann þeim að koma um borS til sín. „Við erum einmitt á leið þangað og leggjum á stað eftir svo sem klukkustund, þegar straumnum er lokið“, sagði hann. „Jeg ímynda mjer að^þið hafið gaman að því. Við verð- um komin þangað klukkan fjögur, ef nokkur byr verður. Komið þið nú. Konan mín er um borð. Hún er besta vinkona frú Hall. Við erum nýkomin heim frá Suður-Ameríku. Ann ars munduð þið hafa hitt okkur í Carmel. Hall mintist á ykkur í brjefi, sem hann skrifaði okk ur“. Þetta var í annað skifti að Saxopí steig upp í róðrarbát, og „Veiðihaukurinn“ var fyrsta skipið, sem hún kom um borð í. Clara, kona rithöfundarins, bauð þau velkomin og það var auðsjeð að þeim Saxon leist mæta vel hvorri á aðra. Og það var einkennilegt hvað þær voru líkar útlits. Hastings tók þegar eftir þessu og hafði orð á því. Hann Ijet þær standa hlið við hlið og svo bar hann saman augun, munn, eyru, hendur, hár og ökla og sagði síðan, að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum, því að hann hefði altaf haldið að Clara ætti eng- an sinn líka. Svo var auðvitað farið að tala um ættir þeirra. Þær voru báðar komnar af fyrstu land- nemunum. Móðir Clöru hafði gengið yfir sljetturnar á eftir* uxakerru alveg eins og móðir Saxons, og hún hafði líka dval- ist vetrarlangt í Mormónaborg inni. Eins og áður er getið hafði faðir Saxons verið einn af þeim sem hófu bjarnafánann í Son- oma. En einmitt þar hafði fað- ir Clöru gengið í lið með upp- reisnarmönnum, og hann hafði verið orðinn borgarstjóri í Mor mónaborginni, þegar ófriður- inn við Mormóna hófst. En svo kom það allra besta. Frú Clara fór niður í káetu og sótti þangað ukulélé, alveg eins og bað sem Saxon átti, og svo fóru þær að syngja: „Honolulu Tomboy“. Hastings ákvað að þau skyldu snæða miðdegisverð áð ur en lagt væri á stað. Saxon varð undrandi, er hún kom niður í káetuna og sá hve mik- il þægindi þar voru í jafn þröng húsakynnum. Þar var ekki hærra undir loft en svo, að Billy gat aðeins staðið upp- rjettur. Borðið stóð á miðju gólfi. HVílurúm voru meðfram báðum hliðum og þau voru not uð sem setubekkir á daginn. Umhverfis eina hvíluna var ár- salur. Þar svaf frú Hastings. Gegnt henni voru hvílur. jap- önsku þjónanna og fyrir fram- an káetuna, alveg fram í stafni, var eldhúsið. Þar var svo þröngt og lágt undir loft að matreiðslumaður varð að vera hálfboginn við starf sitt. Hastings sagði konu sinni frá ferðalagi þeirra Billy og Sax- ons. „Þau eru að leita sjer að bú- stað í einhverjum undradal“, sagði hann. „Já, þú veist nú------“, tók hún til máls, en hann þaggaði niður í henni. „Þei“, sagði hann.. Og svo sneri hann sjer að geStum sín- um og sagði: „Það er ekki svo galin hug- mynd þetta með undradalinn, en j;eg má ekki ségja ykkur meira. Við eigum búgarð í So- nomadalnum ,svo sem átta míl- ur frá Sonoma þorpi, þar sem feðuh ykkar kvennanna fóru í stríð. Ef þið heimsækið okkur 'þar, þá skal jeg segja ykkur hvað jeg á við með undradaln- um, og það er skrítið. Er það ekki satt, fjelagi?“ Gamall bóndi kom á járn- brautarstöð í þorpi einu ásamt konu sinni. Hann gekk að op- inu þar sem farseðlar éru seld- ir og sagði við afgreiðslumann- inn: — Heyrið þjer, er þrjú- lestin farin?“ — Já, því miður, hún fór fyr ir stundarfjórðungi, var svar- ið. — — Og hvað er lagt þangað til að fjögur lestin kemur? — Hún kemur á rjettum tíma, klukkan fjögur. — Kemur engin farþegalest fyr? spyr bóndi. — Nei. engin. — Ekki heldur. vöruflutn- ingalest? — Nei. — Alls engin lest? — Nei. — Eruð þjer alveg vissir um það? — Já, ailðvitað er jeg viss um það, sagði afgreiðslumaður- inn, og var nú farið að síga í hann. — Jæja, Soffía mín, sagði karlinn, þá ætti okkur að vera óhætt að fara yfir teinana. ★ Frú nokkur mætti eitt sinn lávarði, gömlum manni, sem var ekkert nema kurteisin sjálf. — Æ, kæra frú. sagði lávarð urinn, þjer gleymduð því, sem þjer lofuðuð, þegar litla barnið var' á leiðinni, að jeg skyldi fá að vera guðfaðir þess. •— Ó, hvað það var leiðinlegt, sagði frúin. En í næsta skifti, herra lávarður, næsta skifti . . . Lávarðurinn: — En k^ra frú, þjer skuluð ekki ómaka jrð ur mín vegna. ★ Vinkonan: — Nei, hvernig getur þú látið þjer detta það í hug. að jeg hafi sagt að þú værir sónlaus og heyrnarlaus. ★ Afgreiðslumaðurinn: Hjerna er góður vindill. Hann getið þið boðið hverjum sem er. — Já, takk. Það ágætt. en jeg vildi gjarnan fá vindil, sem jeg gæti reykt sjálfur. ★ — Hljóð í rjettarsalnum, öskraði dómarinn, hljóð, seX menn hafa þegar verið dæmd- ir án þess að eitt einasta orð af framburði þeirra hafi heyrst. Höfum fyrirjiggjandi: 1 Sófasett 1 Radíógrammófón Útvörp Stóla, Borð Harmonikur . Banjó o. m. fl. • 5 . SÖLUSKÁLINN Klapparstíg 11. Sími 2926. ........................mmmii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.