Morgunblaðið - 09.01.1948, Síða 12

Morgunblaðið - 09.01.1948, Síða 12
rEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói; AUSTAN og suð-a»stan kaldi. — Lítilsháttar skúrir eða jel. — SKÝRSLA atvinnumálancfml ar Reykjavíkur — Sjá bls. 7. Keppfu um þáftföku í Olympíuleikunum Þessi mynd er tekin á Akureyri af skíðamönnunum, sem tóku þátt í keppninni um þáttíöku í Olympíuleikunum. Talið frá vinstri tii bægri: Guðni Sigfússon, Rvík, Ásgeir Eyjólfsson, Rvík, Jón Vii- lijálmsson, Ak, Ásgrímur Stefánsson, Sf., Guðm. Guðmundsson, Ak. Hermann Stefánsson, íþróttakennari, þjálfari keppenda, Jónas Ás- geirsson, Sf., Hclgi Sveinsson, íþróttakennari, fararstjóri Siglfirð- inga, Hafsteinn Þorgeirsson, Rvík, Magnús Brynjólfsson, Ak. og Ilaraldur Pálsson, Sf. (Ljósm.: E. Sigurgeirsson). Kisiiia ¥ill stofna ör- ðryggisher Palesfínunefndin fresfar för sinní vegna öryggisleysis Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Ottawa í gær. TALSMAÐUR utanríkisráðuneytisins sagði í dag að Kanada myndi leggja fram þá tillögu við S. Þ. að stofnaður skyldi þegar öryggisher sem samanstæði af sjálfboðaliðum frá öllum löndum heimsins. — Skyldi her þessum stjórnað sem líkast útlend- ingahersveitinni frönsku. Fulltrúi Kanada verður forseti Örygg- isráðsins í febrúar og er álitið að það muni verða fyrsta verk Kanada að bera fram tillögur um að þessi her verði stofnaöur. ------------------------ „FurðuSjós4* vii Látrabjary í GÆRKVELDI var Slysa- varnafjeláginú tilkynrtt frá Látrum, að sjest hefði einkenni leg ljós, líkt og rakettum væri skotið, við Látrabjarg. Slysavarnafjelagið fór fram á það við skip, er kynntr að vera á þessum slóðum. að at- huga hvert þarna gæti verið um skipsstrand að ræða og að ljósin hefðu stafað frá því. Síðar í gærkveldi frjetti Slysavarnafjelagið frá ' varð- bátnum Finnbirni og frystiskip inu Foldin, sem voru á þessum slóðum og höfðu þau ekki orð- ið vör við neitt óvenjulegt. — Foldin lýsti upp bjargið með ljóskastara, en skipverjar urðu einskis varir, en um tiltölulega lítinn blett var að ræða, þar sem Ijósin sáust aðeins út einni átt. — SÍÐUSTU FRJETTIR Um míðnætti í nótt kom skevti frá skipstjóranum á „Foldin“ að hann hefði komið aug.a á Ijós til hafsins og er hann gætti betur að kom í Ijós, að betta var friðsamur togari, en ljósín voru ljóskastarar á þilfari skipsins. Söfiiun í Land- grædslusjóð LANDGRÆÐSLUSJÓÐI hefir áskotnast í söfnun þeirri sem nú stendur yfir, tæplega 30,000 krónur. Af því eru um 10 þús. kr. árstillög manna, sem hafa Jofað að gefa í sjóðinn ákveðna upphæð á ári. Af þesari upphæð eru tíu þúsundir frá manni, sem kærir sig ekki um að láta nafns síns getið- Samskotafie í Landgræðslu- sjóðinn er veitt móttaka í dag á Klapparstig 29, þar sem Skóg ræktarfjelagið hefír haft skrif- stofur sínar. Menn ættu að byrjá árið með því að huga einhverju að þess- um sjóði, sem stofnaður var um leið og lýðveldið 1944 og á að styðja að því að landið verði skógivaxið i framtíðirfni. Verður ein herdeild, í fyrstu. Talsmaður utanríkisráðuneyt isins sagði einnig að fyrsta verk slíks hers myndi verða að gæta öryggis meðlima Palestínu- nefndarinnar sem eiga að semja einstök atriði um framkvæmd skiftingu Palestínu. Var talið líklegt að her þessi myndi verða að minsta kosti ein herdeild til þess að byrja með. _______ Öryggisleysi meðlima Palestínu nefndarinnar. Þegar hann var spurður hvern- ig fara myndi ef heil herdeild Rússa, Araba eða Gyðinga, myndi bjóða sig fram, kvað hann inntaka í herinn yrði veitt á landfræðilegum grundvelli, af því ráði sem stjórnaði hern- um. Palestínunefnd sameinuðu þjóðanna hefur frestað för sinni þangað vegna persónulegs ör- yggisleysis meðlima hennar. Þórarinn Kr. Eldjárn formaður KEA Akureyri, miðvikudag. , STJÓRNARFUNDUR Kaup- fjelags Eyfirginga, er lauk í gærkveldi hefir kjörið Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn í Svarfaðar dal, formann KEA í stað Einars Árnasonar á Eyrarlandi. Þórarinn Eldjárn hefir átt sæti í stjórn KEA síðan 1938. Frægur þýskur fiðlu- leikari kemur hingað í þessum mánuði Akureyri, fimtudag. TÓNLISTARFJELAG Akureyr ar hefur ráðið til sín mjög róm aðan fiðluleikara, ungfrú Ruth Hermanns frá Hamborg, sem er 29 ára gömul og byrjaði mjög ung að leika opinberlega. Hún hefir farið í hljómleika- ferðir um allar borgir Þýska- lands, og auk þess um Dan- mörku, Pólland og Rússland ár ið 1939. Auk þess, sem ungfrúin mun kenna við Tónlistarskóla Ak- ureyrar, fer hún hljómleika- ferðir um landið á végum Tón- listarfjelagsins, og verða fyrstu hljómleikar hennar haldnir í Reykjavík í þessum mánuði, en hún mun leggja af stað frá Ham borg um miðjan mánuðinn að afloknum kveðjuhljómleikum í Stóru músíkhöllinni með að- stoð hljómsveitar lO. janúar, og verður hljómleikunum útvarp- að yfir BFN-stöðina í Hamborg —H. Vald. Flugmaður Trumans hættir. WASHINGTON — Einkaf lugmað ur" Trumans forseta hefur nú sagt starfi sínu lausu. Mun hann bráðlega gerast starfsmaður við eitthvert amerískt flugfjelag. Rúmlega 46 þúsund mál síldar bíða löndunar í höfninni Síld landað í Reykjavík. MEIR EN helmingur síldveiðiflotans liggur nú í höfn. hjer ! Reykjavík. I gærkvöldi taldist mönnum svo til, að í höfninni væru 50 skip með um samtals 46.270 mál síldar. 1 gær var veiðin eitthvað minni uppi í Hvalfirði. 1 dag verður byrjað að landa síld til geymslu á Framvöllinn. í gær bárust 11,270 mál með 14 skipum. Flogaveikur maður slasasf UM HÁDEGI í gær fundu veg- farendur um Suðurlandsbraut mann liggjandi í blóði sínu á götunni og virtist hann vera meðvitundarlaus. Var þetta á móts við gatnamót Kringlumýr- arvegar og Suðurlandsbrautar. Manninum var tafarlaust ekið í Landsspítalann og var þar gert að sárum hans. Rannsóknarlögreglunni var til kynt um slys þetta. Hjeldu menn að þessi maður hefði orðið fyrir bíl, en sá er bílnum ók myndi ekki hafa orðið þess var, eða jafnvel ekið burtu. Eftir mikið umstang tókst rannsóknarlögreglunni að hafa uppi á hver maðurinn var. Kom í ljós að maður þessi er haldinn flogaveiki og hafði hann fengið kast og fallið í götuna. Við fall- ið skrámaðist hann talsvert í andliti. Maður þessi á heima fyr- ir innan bæ. Síldveiðar aS hefjasf við Noreg í ÚTVARPI frá Noregi í gær- kvöldi var skýrt frá því, að fiskimenn frá Bergen hefðu í gær veitt hámeri. og hafi hún komist í hafsíld, en það bendi til þess, að hafsíldin sje að koma upp undir norsku ströndina. Er því búist við að vetrarsíldveið- ar Norðmanna fari að hefjast innan skamms. Danir fá líllnn skamt Frá frjetaritara vorum í Kaupm.höfn. DANIR hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum út af skammti þeim, sem þeim er ætlaður sam kvæmt Marshalláætluninni. •— Fóru þeir fram á að fá um 500 dollaravirði af vörum, en fá ekki nema um 300 dollara. — Fóðurbætir sá, sem þeir fá, er er mjög takmarkaður en land- búnaðarvörur, járn, bensín og tóbafe eru tiltölulega miklar. • —Páll. Verkfall í Triesle Trieste í gærkvöldi. TUTTUGU og tvö þúsund verka menn gerðu verkfall hjer í dag vegna handtöku þrjátíu manna, sem tóku þátt í mótmælafundi vegna fundar þess sem komm- únistar hjeldu í þorpinu Opicina sem er skamt frá Trieste. — Reuter. í Hvalfirði Enn sem fyrr er mikil síld í Hvalfirði og sjómenn á bátum hjer úti á sviði hafa orðið varir við síld. í Hvalfirði mun síldin yfirleitt hafa staðið heldur diúpt í gær. Nokkur skipanna náðu þó góðum köstum og fengu full- fermi í 2 til þrem köstum. Þá sprengdu enn aðrir nætur sínag í of mikilli síld. f Reyltjavík Verið er að undirbúa ameríska leiguskipið Knob Knot tíl þess að taka á móti síld. Súðin kom í gær frá Seyðisfirði, en þangað, fór hún með hleðslu sína. í dag verður byrjað á að landa síld til geymslu á Framvéllinum við grjótnám bæjarins. Ekkii munu skipin alment losa farm sinn þannig. I gærkvöldi höfðu aðeirts fá skip tilkýnt að þau vildu landa síldinni á Framvöll- inn. Skipin sem komu Þessi skip komu í gær: Sævar með 900 mál, íslendingur meði 900 mál, íslendingur með 1200, Hafbjörg GK 800, Sædís 750, Svanur 650, Hafbjörg 550, Freyja RE 850, Victoría 550, Jökull 1700, Hannes Hafstein 570, Huginn in. 250, Stefnir 450, Vilborg 500, .Jón Finnssonf & Heimir 1500 mál. Frönsk flugvjel hrapar Algier í gærkv, í DAG rakst brennandi flugvjel á fjallshlíð um 40 mílur hjeðart og fórust níu manns, þar á með- al tvö börn. Flugvjel þessi vap frönsk og er ekki kunnugt urrt orsakir slyssins. — Reuter. Júgóslafía sæfeir um lán Belgrad í gærkvöldi. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Júgó slavíú héfur tilkynt áð stjórnirt hafi farið fram á 500 miljórí dollara lán frá alþjóðabankan- um. Ekki 'er enn vitað hvernig tekið verður undir beiðni þessa, — Reuter, Nýtt verslunarráð. LIMA — Fulltrúar 19 landa S.- Ameríku ætla að halda fund n. k. laugardag til að stofna nýtt versl unarráð til þess að keppa við al- þjóðaverslunarráðið sem þeir segja að sje kommúnistiskt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.