Morgunblaðið - 13.01.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.01.1948, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. janúar 1948 Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árr_, Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsiigar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Framtal frá Belgrad Á SUNNUDAGINN var, lýsti málgagn kommúnista undrun sinni og jafnvel hneykslun á því, að fslendingar hefðu með þátttöku sinni í Parísarfundinum, er haldinn var i sumar, til að undirbúa viðreisn Vestur-Evrópu-þjóða, sýnt umheimin- um, að fslendingar sjeu fráhverfir kúgun. Flokksdeild hins alþjóðlega kommúnistaflokks er starfar hjer á landi, er aftur á móti fylgjandi kúguninni, fagnar því í hvert skipti, sem hið austræna vald leggur ur.dir sig ná- granna þjóðir sínar. í skýrslu, sem nýlega var send út til flokksdeilda kommún- istaflokksins, frá hinni nýju miðstöð í Belgrad, er tekið sam- an, hve fjölmennir hinir eiginlegu kommúnistaflokkar eru í hverju landi fyrir sig. Þar er ekki átt við tölu þeirra, sem greitt hafa hinum kommúnistisku fulltrúum atkvæði. Þar eru að eins taldir þeir, sem hafa gengið undir hinn alþjóð- lega flokksaga, og miðstjórn flokksins telur, að sjeu boðnir og búnir, til að hlýða allsherjar fyrirskipunum, sem gefnar eru út, frá „Kominform11, eða stjórn hins endurlífgaða al- þjóðabandalags. í þessari allsherjarskýrslu er talið, að hjer á íslandi sjeu 1,000 flokksbundnir kommúnistar, er játast hafa til hlýðni við hina alþjóðlegu flokksstjórn. Hinir, sem fylgt hafa komm únistum við kosningar hjer á landi, eru taldir sem aukageta eða þæg verkfæri, er hið íslensk-rússneska úrvalslið á að geta stjómað eftir vild. 1 öllum löndum Vestur-Evrópu hefur kommúnistaflokkur ■ inn hlýðna liðsveit, mismunandi fjölmenna á sama hátt og Hitler hafði komið sjer upp til þess að vinna eftir forskrift- um hans. En kommúnistar voru með í hlutaf jelaginu Hitler & Co. árin 1939—41, eins og kunnugt er. — Meginatriðin í stefnuskrá kommúnista er að tefja og torvelda endurreisn- ina í fjármálum og atvinnumálum þjóðanna. Eftir því, sem þjóðirnar vestan við Járntjaldið eiga erfiðara uppdráttar, eftir því geta hinir austrænu gert sjer meiri vonii- um, að ná ítökum í málefnum þeirra og teygt áhrifavald sitt Ibngra vestur á bóginn. Baráttan, sem háð hefur verið i heiminum síðan í sumar, hefur fyrst og fremst staðið um það, sem kunnugt er, hvort Bandarikin eigi að eiga þess kost, að koma á hjálp sinni til handa Vestur-Evrópu-þjóðum, sem miðar að því, að þær geti orðið sjálfbjarga að nýju. Islendingar eru staðráðnir í þvi að vera þátttakendur í því samstarfi, sem að þessari endurreisn miðar. Enda þótt þeir hafi þar, ásamt tveim öðrum þjóðum, þá sjerstöðu, eins og greinilega hefur komið fram hjá upphafsmanni endurreisnar starfsins, Marshall, utanríkisráðherra. Hann hefur skýrt svo frá að Islendingar, ásamt Svisslendingum og Svíum hafi ekki gerst þátttakendur í þessu starfi, sem þiggjendur, heldur sem samstarfsþjóðir, er kynnu samt að fá ýmsar vörur frá Bandaríkjunum. Kommúnstamir íslensku em að sjálfsögðu eitraðir á móti því, að íslendingar taki þátt í þessu samstarfi hinna vestrænu þjóða. Alveg eins og flokksbræður þeirra í öðrum löndum vinna þeir gegn því eftir því sem þeir frekast geta. Islensku kommúnistarnir vilja að sjálfsögðu sporna gegn því, af lífs- og sálarkröfturn, að íslenskar afurðir komi ekki til greina, þegar unnið verður að því, að hungraðar þjóðir fái nauðsyn- leg matvæli. Keppikefli þeirra er það, að afurðir landsmanna seljist sem verst. Því með því glæðast vonir þeirra um það, að afkoma hinna vinnandi stjetta verði með þeim hætti, að þeir geti komið fram hinu maustræna áróðri sínum. En þó hjer á landi sjeu eitthvað um 1,000 menn, eins og talið er i ofahnefndri skýrslu, sem hinn alþjóðlega flokks- stjóm kommúnista telur vera sjer auðsveipna, þá hefur til- vera þessa fólks meðal íslendinga engin áhrif á afstöðu al- mennings til hins austræna einræðis. Nema ef vera skyldi að því leyti, að þess mun skammt að bíða, að allir islend- ingar, að undanteknum þessum þúsund eiðsvörnu sálum, snúist, gn kúgunartilraunum kommúnista, og skipti sjer í einhuga vraðsveit, um frelsi landsins. \Jiiuerji ibri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þurfum að læra átið. ÞAÐ ER langt því frá, að menn hjer á landi kunni að borða nýjasta ávöxtinn, sem hjer hefir verið á boðstólum og kominn er flugleiðis alla leið frá Suður-Ameríku. En það eru bananar. Bananar eru holl og góð fæða og vitamínauðugur ávöxt ur, en það er svo langt um liðið síðan að hann sást hjer í ve.rslunum, að fólk hefir ekki lært átið á ný. Bananar þurfa sjerstaka með ferð. Þeir verða að þroskast eftir að þeir eru teknir af trján um J hita, áður en þeir eru ætir. Allsstaðar þar sem um bananinnflutning er að ræða, eru sjerstök hús eða klefar, þar sem bananar eru geymdir, þar til þeir éru orðnir ætir og góð- ir. Þetta þurfum við að læra og munu þá bananar verða jafn eftirsóttur ávöxtur og t. d. epli og appelsínur. • Vildi fá aurana aftur. ÞAÐ BAR við hjer í bæn- um fyrir nokkrum dögum, að kona nokkur keypti sjer ban- ana. Hún var allshugar fegin að fá þarna nýjan ávöxt. En daginn eftir kom hún í verslunina með ræfla af banön- um, sem hún hafði keypt og sagði við kaupmanninn: „Guðmundur. Jeg vil fá pen ingana mína aftur. Þetta er ó- ætur fjandi sem jeg keypti af þjer í gær. Fyrst reyndi jeg að láta þá liggja í bleyti yfir nótt ina, en svo í morgun þegar jeg ætlaði að fara að skera þá út í pottinn, bragðaði jeg á einu stykki og það er ekki hægt að bjóða manni svona ó- þverra!“ • „Á bak við“. SÖGUR GANGA um það, einkum eftir að skömtun ýmsra nauðsynja var tekin upp, að sumt fólk geti fengið ýmislegt góðgæti, bæið skamtað og ó- skamtað, fyrir kunningsskap hjá afgreiðslufólki. Menn segja að það sje ýmislegt til „á bak við“. En ef trúa á sögu í ensku blaði um heiðarleik íslendinga í þessum efnum, þá ætti ástand ið ekki að vera verra hjer á landi en annarsstaðar, þar sem skortur er á vörum. I Bretlandi er mikið rætt um þessar niundir um það, að af- greiðslufólk í verslunum þiggi mútur af viðskiptavinum. For maður Landsráðs kvenna í Bretlandi, ungfrú M’Farlane að nafni, sagði frá því í fyrir- lestri á dögunum, að því mið- ur væri þetta mjög útbreitt og hvatti breskar konur til að berjast gegn þeirri óhæfu. íslenska konan undantekning. UNGFRÚ M’Farlane sagði þesa sögu í fyrirlestri sínum: „í Edinborg'býr íslensk kona (hún var ekki nafngreind), sem fjekk þau meðmæli hjá tveim ur afgreiðslustúlkum í búð, „að hún væri nærri því eini við- skiftavinurinn, sem þar kæmi, er reyndi ekk til að múta af- greiðslufólkinu til að fá eitt- hvað, sem væri til ,,á bak við“. „Afleiðingin af þesu varð sú, að begar eithvað var til í versl uninni, sem fengur þótti í, var íslensku konunni boðið að kaunji .það, vegna þess, að hún hafði aldrei farið fram á nein sjerrjettindi“. Þeir. sem þekkja til í Bret- landi um þesar mundir, skjlja best, hye þessi kona hefir gert þjóð sinni mikið gagn með góðri framkomu sinni. Það væri gam an, ef allir Islendingar, sem er lendis eru, kæmu þannig fram, að til fyrirmyndar væri. Kalt stríð. ÁTÖKIN MILLI vesturveld- anna og slavnesku þjóðanna hafa stunduni verið kölluð ,,hið kalda stríð“. En það er ekki svo alvarleg átck, sem jeg ætla að segja ykkur frá að þessu sinpi, heldur kuldaleg fram- kcma bifreiðastjóra á sjerleyf- isleiðinni Keykjavík—Hafnar- fjörður. Það er föst regla, að síðasti ,,strætó“ frá Hafnarfirði fer þaðan kl. 12% eftir miðnætti. Þetta vilja menn mega reiða sig á, og Reykvíkingar, sem fara í heimsókn til kunningja í Firðinum, telja sjer óhætt að dvelja framundir þann tíma er síðasti bíll fer inn eftir, ef svo ber undir. En í fyrrakvöld skeði það, að bifreiðin þaut farþegalaus fram hjá hópum af fólki, sem beið á áfangastöðum éftir að komast til Reykjavíkúr með síðasta vagninum. Heimildarmaður minn fyrir þessu var svo heppinn, að hann náði í leigubíl og komst til bæj arins með sitt fólk en margir munu hafa orðið að ganga. Óverjandi. IIJER ER um alveg óverj- andi framkomu að ræða, sem ekki má endurtaka sig. Almenningsvagnar verða að halda áætlun og nema staðar á fyrirfram og merktum áfanga stöðum hvernig sem á stendur. Það er ekkert nema vegbann vegna veðurs, eða bilun á far- artækjunum, sem afsakar, að strætisvagn haldi ekki áætlun. Sje eithvað að hjá bifreiðastj'óra verður hann að fá annan fyrir sig. Virðingarleysið fyrir rjetti almennings á þessu sviði sem svo mörgum öðrum verður'ekki þolað og á ekki að þola. -----------------------------, I MEÐAL ANNARA ORÐA ----1 Eftir G. J. A. Breska stjórnin óttast, að lávarðarnir kunni með frest- unarvaldi sínu að koma í veg fyrir ýmsar framkvæmdir, sem hún vill hafa lokið fyrir næstu kosningar. Stjórnar- völdin hafa því lagt fram frumvarp þess efnis að frest unarvald lávarðadeildarinn- ar verði aðeins tólf mánuðir. ÞEGAR breska stjórnin lagði fram frumvarp sitt um skerð- ingu á frestunarvaldi lávarða- deildarinnar, þófust átök milli íhaldsflokksins og jafn- aðarmanna, sem ýmsir telja að Ijúka kunni með þingrofi og nýjum kosningum. Lávarða- deildin hefur eins og er völd til að tefja fyrir öllum frum- vörpum nema fjárlagafrum- vörnum, í tvö ár. Verklýðsstjórn in breska, sem nú á minna en brjú ár eftir af núverandi þingtímabili sínu, vill fá þessu breytt, þannig að frestunar- vald lávarðadeildarinnar verði aðeins tólf mánuðir. c c Æðsti lávarðurinn. Jov/itt lávarður, sem verk- lýðsstjórnin gerði að lávarði og æðsta manni lávarðadeild- arinnar, hefur fengið það erfiða hlutverk í hendur að reyna að telja starfsbræður sína á að standa ekki gegn þessari breyt ingu. Og þetta verður enginn hægðarleikur. íhaldsmenn eru í yf'.rgnæfandi meirihluta í lá- varðadeildinni, og þeir sjá sjer þarna leik á borði að koma ónotalega við stjórnina. Ef þeir halda þessu til streitu, g':ta þeir komið í veg fyrir það að frestunarvaldi cytidarinnar verði breytt fvrr en eirshvern- tíma á árinu 1942, en það kann aftur að hafa það í för með sjer að sum af þjóðnýtingar- áformum stjórnaririhar fari út um búfur — að þjóðnýtingu stáliðnpðarins 1i1 dæmis verði ekki komið á fyrir næstu kosn- ingar. *■ • 799 íávrrðar. Siö hundruð niutíu og níu menn eiga í dag sæti í lávarða deildinni bresku. Af þeim eru aðeins 45 skráðir meðlimir verklýðsflokksins, en að minsta kosti 420 eru yfirlýstir fylgis- men, íhaldsflokksins. Hinir 334 eru flestir andvígir núverandi stjórn. Fresíunarvald. Lávarðadeildin gat, áður en Stjórnarskránni bresku var breytt, fellt öll þau frumvörp sem henni sýndist. Stjórnarvöld in höfðu hvað eftir annað reynt að fá þessu breytt, en lávarð- arnir hieldu sem fastast í þessi rjettindi sín. Þeir gáfu sig loks 191 i eftir að stjórnin hefði hót- að því, að útnefna það marga nýja lávarða að hún fengi meiri hluta í lávarðadeildinr.i. Hinu algera neitunarvaldi var þann 'ig brevtt í tveggja ára frest- unarvald. @ c 12 mámiðir. Þhssu vill breska verklýðs- stjórnin tá breytt*, þannig, að frestunavaldið verði aðeins 12 mánvi5:n T ^varðadeildin hefur að vísu ekki enn beitt valdi sínu til að tefja fyrir frum- vörpum '■♦iórnarinnar, en verk lýðsflokkurinn óttast, að til þess kunni að koma, sjer- staklega ér þjóðnýting stál- iðnaðarins kemur fyrir þingið. Og v°r*i það reyndin, kunna lávg"ý"rnir að ónýta megnið af þeim áformum stjórnarinnar, sem þún hefur hugsað sjer að koma í framkvæmd fyrir næstu þingkosningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.