Morgunblaðið - 22.01.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur 17. tl>l. — Fimtudaginn 22. janúar 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f. Samningar Hitlers og Stalins birtir í Washington Landvinningaáiorm Rússa og möndölveldanna sönnuð -<$> Hlutskipti Breta London í gærkv. Einka- skeyti til Mbl. frá Reuter. BRETLAND og breska heims veldið kenaur mjög við sögu í þeim skjölu.m þýska utan- ríkisráðuneytisins, sem birt voru í Washington í dag. Verð ur ljóst á þeim, að viðræður fóru fram milli möndulveld- anna og Rússlands um skipt- ingu heimsveldisins milli sig- urvegaranna. „Skoríir gáfur“. I einu skjala þessara er þann ig skýrt orðrjett frá viðræðum, sem Hitler og Matsuoka, utan- ríkisráðherra Japan, áttu sam- an 27: mars 1941. Þar segir: ,,Hitler skýrði utanríkisráð- herranum því næst frá þeirri sannfæringu sinni, að Bretland hefði þégar tapað styrjöldinni. Breta skorti aðeins gáfurnar til að játa það“. Styrjöld gegn Rússum. Með skjali þessu er skýrsla frá einum af aðstoðarmönnum Ribbentrops, von Weizsacker barón, þar sem hann mælir gegn því, að Þjóðverjar ráðist á Rússa, en Hitler var um þess ar mundir byrjaður að undir- búa það. Hjelt Weizsaecker því fram, að slíkar aðgerðir mundu styrkia baráttukjark bresku þjóðarinnar og lengja styrjöld- ina. Weizsaecker segir orðrjett: Borgir og herskip. „Jeg get í einni setningu sett fram skoðanir mínar á þýsk rússneskri styrjöld: Ef hver einasta rússnesk borg, sem við legðum undir okkur, væri eins mikilsverð og eitt breskt her- skip, mundi jeg mæla með því, að hernaðaraðgerðir hæfust í sumar. En jeg lít svo á, að .við mundum sigra Rússa að- eins frá hernaðarlegu sjónar- miði, en tapa frá efnahagslegu sjónarmiði. Það var glatt á hjalla hjá Stalin og Ribbentrop, er þeir höfðu unöirritað þýsk-rússneska vmáttusamninginn. Nú hafa Bandaríkja- menn birt skjöl, sem sýna hvernig Rússar, Þjóðverjar, ítalir og Japanir ætluðu að skipta með sjer heiminum. Hafa þúsund verið drepnir! _ Jerúsalem í gærkvöldi. AÐ SÖGN Gyðinga í Palestínu, hafa nú meir en 1,000 menn verið drepnir í landinu síðan Sameinuðu þjóðirnar 1. desem- ber síðastliðinn ákváðu skipt- ingu landsins. Gyðingar halda því fram, að 383 Gyðingar hafi alls verið drepnir, en opinberar stjórnar- stofnanir segja hinsvegar, að drepnir hafi verið 383 Arabar, 355 Gyðingar, 36 Bretar og 21 borgari annara landa. — Reuter, etif ætk ii r Ili iiii frægustu heiskip sín Helson eg Rodney meðal þeirra. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRETAR hafa ákveðið að rífa nokkur af frægustu herskipum sínum, en meðal þeirra eru skip, sem mjög hafa komið við sögu heimsstyrjaldanna beggja. Breska flotamálaráðuneytið tilkynti þetta í dag, og gat þess jafnframt, að rekstur skipa þessara væri of dýr, en ómögulegt að breyta þeim svo, að þau jöfnuðust á við nýtísku herskip. Víðfræg skip Meðal skipa þeirra, sem rifin verða, eru orustuskipin Valiant, Nelson, Rodney og Queen Eliza- beth. Öll eru skipin víðfræg, en þess má geta, að uppgjafaskil- málar þýska flotans í fyrri heimsstyrjöld voru undirritaðir um borð í Queen Elizabeth, en vopnahljeð við ítali í síðari styrj öldinni um borð í Nelson. Atomstyrjöld í sambandi við tilkynningu flotamálaráðuneytisins um nið- urrif ofangreindra skipa, spurðu frjettamenn einn af talsmönnum ráðuneytisins, hvort það áliti, að herskip mundu reynast lítilsverð í atomstyrjöld. Svaraði hann því til, að Bretar ættu enn nægileg- an f jölda oi’ustuskipa, enda álitu þeir þau hin mikilsverðustu i hverskonar stríði. Fornleifarannsóknir í Tyrklandi LONDON: — Breska fornleyfa- rannsóknarfjelagið hefur nú feng ið mikinn ríkisstyrk til þess að senda leiðangur til Tyrklands í vísindaerindum. Úþensla Rússlands átti aðallega að vera suður á bóginn Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið birti hjer í dag ýmis skjól þýska utanríkisráðuneytisins um samvinnu Þjóðverja og Rússa frá 1939, þar til innrásin var gerð í Rússland tveimur árum seinna. Fjalla skjöl þessi meðal amiars um viðræður Hitlers og Molotovs, þar sem þeir Iögðu á ráðin um að skipta veröld- inni í rússnesk, þýsk, ítölsk og japönsk áhrifasvæði. Er þarna skjallega sannað, að um tíma var um það algjört sam- komulag milli Hitlers og Stalins, að landvinningastefna Rússa lægi „í suður frá Sovjetríkjunum í áttina að Ind- landshafi“. Síðar kröfðust Rússar þess svo (enda þóct samkomulag um það væri aldrei undirritað), að Þjóð- verjar viðurkenndu að landssvæðið fyrir sunnan Batum og Baku — „í áttina að Persaflóa — væri rússneskt áhrifa- svæði. ' ^Stjórnmálaástæður. Veður hamlar veið- um VEÐUR hamla'ði veiðum í fyrri nótt, en í gærmorgun köstuðu nokkur skip og náðu þau sæmi- legum köstum, eftir því, sem frjest hefur. Mikill fjöldi skipa var í Hvalfirði, en aðeins fá komu inn með síld í fyrrinótt. í gærdag komu aðeins tvö skip og töldu menn víst að þar hafi verið alda í gær. í gær var verið að setja síld í eitt flutningaskip, Ólaf Bjarna son og var lokið við lestun skips ins. Fjallfoss var ekki tilbúinn í gær, en byrjað verður á að setja síld í hann í dag. Sex síld- veiðiskip losu,ðu farma sína til geymslu á Framvellinum. Sam- tals voru það um 4000 mál. S.l. sólarhring hafa komið 8 skip með um 3700' mál síldar. Skipin eru þessi: Súlan með 350 mál, Gunnbjörn 300, Hólmaborg 300, Ásbjörn 300. Björn Jóns- son 800, Björgvir 400, Dagur RE 800 og Gylfi 500. Sandhi ællar til Pak- istan New Delhi í gær. BANATILRÆÐIÐ við Gandhi í gær hefur engin áhrif haft á hann, eftir því sem kunnugir skýra frá hjer í New Delhi, og er hann staðráðinn í að halda fast við þá fyrirætlun sína að fara í heimsókn til Pakistan. Hindúapiltur sá, sem talinn er vera bendlaður við banatilræðið er í gæsluvarðhaldi. — Reuter. Bandaríska utanríkisráðu- neytið gefur enga ástæðu fyrir birtingu ofangreindra skjala, en frjettamenn álíta, að mikil- vægar stjórnmálalegar ástæður liggi á bak við, sjerstaklega þar sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa dregið það við sig að birta ýms af skjölum nasista, þar sem Rússar myndu taka því illa. Landamærin. Meðal samninga Rússa og Þjóðverja, sem bandaríska ut- anríkisráðuneytið birti í dag, er samkomulag, sem gert var í_ ágúst 1939, og sem kveður svo á, að norðurlandamæri Lett Iands skuli skifta áhrifasvæð- um Rússlands og Þýskalands. I sama samningi er gert ráð fyrir því, að stjómir Hitlers og Stalins komi sjer saman um framtíð PóIIands auk þess sem Þjóðverjar fyrir sína hönd lýsa því yfir, að þeir muni engin stjórnmálaleg afskifti hafa af Suðaustur Evrópu. Litháen og Pólland, I öðrum leynisamningi, sem Rússar og, Þjóðverjar gerðu með sjer í sambandi við vináttu sáttmálann 1939, er ákveðið, að Litháen skuli falla undir áhrifa svæði Stalins, auk þess, sem báðar þjóðir lofa því, að brjóta á bak aftur alla mótstöðu Pól- verja á sínu yfirráðasvæði. Landvinningaáformin. Meðal skjala þeirra, sem nú hafa verið birt, eru og viðtöl þau, sem Hitler átti við fulltrúa Ítalíu og Japan, og sem að ein- hverju leyti snert.a þýsk-rúss- neska samvinnu. Er ljóst á sam tölum þessum, að. utan Evrópu, Frh. á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.