Morgunblaðið - 25.01.1948, Page 6

Morgunblaðið - 25.01.1948, Page 6
6 MORGVTS BLAÐIÐ Sunnudagur 25. janúar 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Áml Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjálá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands, í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Skökk ályktun ÞJÓÐVILJINN leggur sig í gær mjög fram um að draga þær ályktanir af ræðu Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra, að það væri misskilningur að dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórn arinnar hefðu nokkur áhrif til lækkunar á útgjöldum Reykja víkurbæjar. Kommúnistum hefur að þessu sinni, eins og oft áður, farið töluvert öðru vísi en venjulegu fólki. Þeir hafa nefnilega d.regið alveg skakka ályktun af ummælum borgarstjóro. Menn kynnu að ætla, sagði hann, að fjárhagsáætlun bæjar- ins varðandi launagreiðslur, ætti nú að lækka i samræmi við lækkun vísitölunnar úr 328 stigum í 300 stig. Þetta, sagði borgarstjóri, að væri misskilningur, vegna þess að fjárhags- áætlun fyrir árið 1947 hefði verið miðuð við vísitöluna 310. Að þessu leyti gætu því útgjöld samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs ekki lækkað ne^ra um 3 af hundraði, það er, sem svarar lækkun vísitölunnar út 310 stigum í 300 stig. Þegar að ummæli borgarstjóra hafa verið athug- uð verður það augljóst, hversu gjörsamlega kommúnistar hafa mistúlkað þau. 1 þeim er fyrst og fremst á það bent að festing vísitölunnar við 300 stig hafi ekki eins mikil áhrif til lækkunar á útgjöld bæjarins og sumir ætla, vegna'þes*; að í siðustu fjárhagsáætlun var ekki miðað við vísitölu 328, heldur 310. Þetta liggur svo greinilega í augum uppi að það er öllum auðskiljanlegt, sem á annað borð vilja skilja það En kommúnistar vilja ekki skilja það. Þeir kjósa heldur að lemja höfðinu við steininn og reyna að telja almenningi trú um að borgarstjórinn í Reykjavík sje þeirrar skoðunar að dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar sjeu gagnslausar. En því fer svo fjarri, að ummæli hans hafi gefið minnstu ástæðu til þess að gera honum upp slíka skoðun. Þvert á móti benti hann á það, að útgjöld bæjarins, vegna launa- greiðslna myndu lækka um þrjá af hundraði, vegna festingar vísitölunnar við 300 stig. Þar fauk það hálmstrá kommúnista. En Alþýðublaðið hefur í sambandi við ræðu borgarstjóra um fjárhagsáætlunina, gerst sekt um síst fallegra athæfi en kommúnistablaðið. Það hefur beinlínis spunnið upp þá stað- hæfingu að borgarstjóri hafi boðað hækkun útsvaranna á gjaldendum bæjarins. Eins og þegar hefur verið tekið fram hjer í blaðinu er þetta.með öllu tilhæfulaust. Borgarstjóri sagði í ræðu sinni, að útsvarsstiginn myndi verða óbreyttur. Útsvörin á einstökum gjaldendum myndu því ekki hækka. Af fjölgun gjaldenda í bænum hlyti hinsvegar að leiða það, að heildarupphæð útsvaranna myndi sennilega verða nokkru hærri en s.l. ár. Fólksfjölgun í bænum varð á s.l. ári um 5 af hundraði. Ætti það að þýða það, að með sama útsvars- stiga og í fyrra, yrði heildarupphæð útsvaranna um það bil 5 af hundraði hærri nú en þá. Mundu útsvörin þannig geta hækkað vegna fjölgunar gjaldenda um 2,5 millj. kr., án þess að sjálfur útsvarsstiginn hækkaði. Á slíkri hækkun og þeirri, sem leiddi af hækkun útsvars- stigans er auðvitað meginmunur. Hún bitnar alls ekki á gjaldendum í mynd hækkandi útsvara. Hinir nýju gjaldend- ur bera þau einir. Ætlast Alþýðublaðið e.t.v. til þess að nýir gjaldendur í bænum verði útsvarsfrjálsir? Af skrifum þess undanfarna daga verður varla annað ráðið. Ef það ekki ætlast til þess hefur það hreinlega og vísvitandi falsað ummæli borgar- stjóra. En það er annað atriði í skrifum Alþýðublaðsins í sam- bandi við þetta mál, sem einnig má minna á. í fyrra skamm- aðist það yfir því að útgjöld ársins 1946 hefðu farið fram úr áætlun, sem m.a. var afleiðing óvenjulega mikilla fram- kvæmda við. gatnagerð í bænum. Nú þegar útgjöldin standast nokkurnvegin áætlun, og eru að meira segja nokkru lægri en áætlað var, hefur það alit á hornum sjer, vegna hins mikla rekstrarhagnaðar og hinnar góðu afkomu bæjarsjóðs. Það má segja um þennan málflutning Alþýðublaðsins, að þar rekur sig eitt á annars horn. En þessar aðfinnslur þess sýna greinilega, hversu bláfátækt það er orðíð af ádeilu- efni á borgárstjóra og meirihluta bæjarstjórnarinnar. \Jilverji óbrifc ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ferðamenn frá Bretlandi. ÞAÐ er skýrt frá því í frjettum, að breskir ferðamenn hafi áhuga á að koma til íglands í stórhóp- um á þessu ári. Ástæðan er sú, að bresk stjórnarvöld hafa gefið þegnum sínum leyfi til að eyða hjer peningum eins og þeir hafa getu og þol til. Það er út af fyrir sig gleði- legt, að eiga von á erlendum ferðamönnum hingað til lands. Það ætti að auka innstæður okk ar í breskum bönkum, og veitir víst ekki af. En við erum illa undir það búin, að taka á móti ferðafólki frá útlöndum. Það vantar gisti- hús og ýms þægindi, sem nauð- synleg eru talin til þess, að veita skemmtiferðafólki beina. Við erum, með öðrum orðum, ekki tilbúin, að taka á móti þessu einstæða tækifæri og þess vegna verðum við að fara varlega í sakirnar. • Ófyrirsjáanlegar afleiðingar. ÞAÐ gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef við lokkuðum hingað til lands stóra hópa af ferðafólki, sem við gætum svo ekki hýst sómasamlega, eða það fengi ekki hjer þau þægindi, sem ferðafólk ætlast til. Það myndi meðal annars hafa þær af leiðingar, að slæmt orð kæmist á landið, sem ferðamannaland og eins og alkunnugt er, þá er auðveldara að koma slæmu orði k' en að hreinsa sig af ósóman- um. Hversu hugleikið, sem okkur kann annars að vera, að fá hing- að erlenda ferðamenn verðum við því að fara mjög varlega. Og ætti að mega treysta því, að þau yfirvöld og stofnanir, sem með þessi mál fara hafi það í huga, að það er heppilegra að fá úerri ferðamenn til að byrja með, sem hægt er að gera eitt- hvað fyrir, en að fá hingar stór hópa, sem, við lendum í erfið- leikum með. Eskimóaorðið. ÞRÁTT fyrir allan þann fjölda breskra manna, sem hjer dvald ist styrjaldarárin er Eskimóa- orðið á okkur ennþá í Bretlandi. Fyrir nokkrum árum birti breskt blað mynd af Eskimóa og var sagt að þetta væri Is- lendingur. Myndin var endur- prentuð hjer í Morgunblaðinu, og blaðlesendur fyltust heilagri vandlætingu og Bretinn var skammaður fyrir tiltækið og fá viskuna. En nú fyrir skömmu sendir íslensk kona, sem gift er í Bret- landi, myndablað (svokallað hasarblað). Þar er heil opna í teikningum um tvo litla Eski- móa, sem koma til Bretlands. Þeir eru kallaðir þar íslending- ar og rata þeir í mörg ævintýri með jafnöldrum sínum, bresk- um. Konan íslenska og maður hennar Bretinn, lýsa því með mörgum orðum í brjefi, hve þetta hafi komið illa við þau. En svona er þetta nú einu sinni. Og það tekur langan tíma að koma því orði af. • Vilja hafa nætur- klúbbana. TVEIR ,,gæjar“ skrifa um ráð- stöfun dómsmálaráðuneytisins, að banna samkomur og dans- leiki eftir klukkan 1 að nóttu til og eru æfir. En rökin eru fá hjá þeim, önn ur en þau, að þeir vilji fá leyfi til að ráðstafa nóttinni eins og þeim sýnist á meðan þeir lifi í frjálsu þjóðfjelagi. Það komi engum við þótt þeir dansi og skemmti sjer á meðan þeir hafa frí. • Tilgangslaust nöldur. ÞAÐ er tilgangslaust að vera að nöldra um þetta mál. Það er á- byggilega allur almenningur með því, að næturklúbbafyrir- komulagið sje afnumið og hugs- andi menn fagna því, að eitt- hvað vit skuli nú vera komið í þessi mál. Eins og margoft hefir verið bent á í þessum dólkum, þá er það ekkert hóf, að byrja dans- leiki undir miðnætti og halda þeim áfram undir morgun. „Gæjarnir“ fyrnefndu benda á í brjefi sínu, að í stað dans- leikjanna muni rísa upp nætur- klúbbar á laun. Það er ólíklegt í ekki stærra bæjarfjelagi, því það myndi fljótt komast upp. En ef gæjarnir eiga bágt með svefn á nóttunni, af gömlum vana, verða þeir að láta sjer nægja, að telja rollur, eða fá sjer góða bók til að lesa í, á meðan þeii eru að venjast að sofa á nóttunni og vaka á dag- inn. Hálka á götunum. ÞAÐ heyrast við og við radd- ir um hálkuna á götunum og að eitthvað þurfi að gera til að losna við hana. Nú er það ekk- ert undarlegt, þótt einhverstað- ar sje hált á Islandi, svona rjett á Þorranum. Og bæjar- yfirvöldin láta strá sandi á gangstjettir eftir því sem hægt er að koma því við. En verra er þegar menn fara að reyna að losna við hálkuna með því að strá salti á svellið. Það er einkum þrent, sem menn hafa á móti saltinu til þessara hluta. 1) Það er eyðslusemi á erlendum gjaldeyri. 2) Það eyði leggur skófatnað manna, sem ekki er of auðvelt að afla sjer um þessar mund'r og 3) Það spænir upp hjólbarða á bílum, sem aftur kosta gjaldeyri og eru auk þess skamtaðir. Það hlýtur að vera auðveld- ara að nota sand, en salt í þessu skyni. rnvjEÐÁrANNARA^ORÐATTTT [ |_____; — - --j~____________,_____ j \±tarj’ h §*» ■ Bandalag lýðræðisríkja Vesfur-Evrópu BANDARÍSKA kommúnistay blaðið The Daily Worker birti fregnina um leynisamninga Rússa og Þjóðverja á þriðju síðu í blaði sínu. Línan var eitthvað á þessa leið: Með birt- ingu skjalanna er Marshall að reyna að draga athygli frá á- formum sínum í Evrópu. Hann stefnir að atomstyrjöld, og skjölin eiga að egna almenn- ing til reiði og styrkja aðstöðu bandaríska utanríkisráðherr- ans. Um sannleiksgildi leyni- skjalanna sagði kommúnista- blaðið hinsvegár ekkert, enda 3nnþá óvist hvaða afstöðu Krem in-menn taka — hvort þeir ■eyna að þegja skjölin í hel, jða freista þess að halda því "ram að þau sjeu fölsuð. • • RÆÐA BEVINS. Afstaða kommúnistablaða um illan heim var eins athyglis- /erð hvað ræðu Bevins viðvík- rr. Viðkvæðið var yfirleitt það, ið breski utanríkisráðherrann íefði enn einu sinni sýnt þjónk jn sína v-ið ,,heimsveldisstefnu“ 3ándaríkjanna. En í sjálfu 'andi öreiganna, Rússlandi, höfðu þegnarnir — sem komm- ar segja að njóti blessunar rit- frelsisins í fyllri máta en nokk ursstaðar annarsstaðar — í gær J ekkj heyrt sneíil af því, sem Bevin sagði í ræðu sinni. • • BANDALAG. Enginn vafi er þó á því, að ræða Bevins síðastliðinn fimtu- dag er einhver sú merkasta, sem flutt hefir verið um langt skeið. Breski utanríkisráðherr- ann gaf í raun og veru loforð um það, að Bretar mundu beita sjer fyrir bandalagi lýðræðis- þjóða. Vestur-Evrópu •—• að Ræða Bevins hefir vakið alheimsathygli varnarbandalag Frakka og Eng lendinga mundi, ef þess væri nokkur kostur, verða látið ná til Hollands, Belgíu, Luxem- burgh og jafnvel Ítalíu einnig. • • VALDAHUNGUR. Það er ekkert leýndarmál, að bandalagshugmynd þessari er beint. gegn Rússum og Ieppríkj um þeirra. Stjórnmálamenn lýð ræðisríkjanna eru farnir að hafa orð á því, að ástandið sje að færast í sama horf og á valdatímum Hitlers: að ein krafan fylgi annari frá Stalin og fylgifiskum hans og svo sje helst að sjá sem valdahungur þeirra fjelaga sje ómettanlegt. Bandalagshugmynd BevinS er því fyrst og fremst sett fram sem aðvörun; það má segja að mevinkjarni hennar sje fjögur orð: „Hingað en ekki lpngra“. a © * RAUNSÆISMENN. Hvernig Rússr svara þessu, verður ekkert um sagt að svo stöddu. Leiðtogar þeirra erU raunsæismenn, og leiðtogar þeirra eru þeir einu í víðri ver- öld, sem hafa nokkuð yfirlit yf ir mátt rússnesku þjóðarinnar. Fullvíst er að minsta kosti. að Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.