Morgunblaðið - 30.01.1948, Qupperneq 2
Föstudagur 30. janúar 1948« j
2 MORGVTSBLAÐIÐ
^Brennumennirnir“ voru dæmdir
9
í eins til úttu úru fungelsi
Bómar yfir sjö þeirra voru þyngdir í Hæstarjetti
Skaðbótagreiðslur nema
hundruðum þúsunda
í GÆRMORGUN var í Hæsta
rjetti kveðinn upp dómur í
máli þeirra manna, sem jafn-
an hafa verið nefndir „brennu
mennirnir“, en þeir eru átta.
Hæstirjettur dæmdi þá
Snorra Jónsson, heildsala,
Nönnugötu 8, og Jóhannes
Sæmund Pálsson, rafvirkja,
Furubrekku, Staðarsveit, í 8
ára fangelsi hvorn. Sigurður
Jónsson, kaupm., Þingholts-
stræti 26, var dæmdur í
þriggja ára og sex mánaða
fangelsi. Gísli Kristjánsson,
.sjómaður, sem er þeirra yngst
ur, um tvítugí, var dæmdui í
þriggja ára íangelsi. Ástráður
Proppé, Bárugötu 5, Akra-
nesi, f jekk tveggja ára og sex
mánaða fangelsi. Þórður Hall
dórsson, frá Dagverðará, á
Snæfellsnesi, nú til heimilis að
Hrísateig 1, var dæmdur í eins
árs og níu mánaða fangelsi,
en þeir Baldur Þorgilsson,
Grundarstíg 15B, hjer í bæ og
Þorgils Hólmfreð Georgsson,
bílstjóri, Háteigshverfi 1, voru
dæmdir í eins árs fangelsi.
Við dómsuppkvaðningu í hjer-
aði fengu hinir seku þessa dóma.
Snorri Jónsson og Jóhannes
Pólsson se:c ára fangelsi, Astráð-
ur Proppé og Sigurður Jónsson
3 ár og 6 mánuði. Gísli Kristjáns-
son tveggja ára fangelsi,. Þórður
Halldórsson 18 mánuði, Baldur
Þorgilsson 15 mánuði og Þorgils
H. Georgsson var dæmdur í eins
árs fangelsi.
Málskostnaðnr.
Til verjenda sinna fyrir hæsta-
rjetti voru hinir seku dæmdir til
að greiða samtals kr. 24.500. Þá
var þeim gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað, kr. 11 þús.,
greiði allir hinir ákærðu in
solidum að 1/5 hluta, en þeir
Snorri, Jóhannes, Sigurður, Gísli,
Astráður og Þórður in solidum
að 4/5 hlutum.
Allir voru þeir sviptir kosninga
rjetti og kjörgengi til opinberra
starfa og annara almennra kosn-
inga.
Skaðabætur.
Brennumennirnir voru dæmd-
ir til þess að greiða vátrygginga-
fjelögum samtals kr. 154.990 með
5—6% ársv. Þessar skaðabæt-
ur skiptast þannig, að þeir Snorri
Jónsson, Sæmundur PáJsson og
Gísli Kristjánsson, greiði Sjóvá-
tryggingafjelaginu kr. 21.936 með
<j% ársvöxtum frá 25. jan. 1946
óg Almennum tryggingum kr.
5Í.600 ásamt. 6% ársvöxtum frá
Í3. febr. 1946, til endurgreiðslu
á skaðabótum og kostnaði vegna
íkveikju í húsinu nr. 5 við Mið-
Stræti. Þá voru þeir Sigurður
Jónsson, Jóhannes Pálsson og
Snorri Jónsson dæmdir til að
greiða in solídum Sjóvátrygginga
ájelaginu kr. 86.954 ásamt 6% árs-
jyoxtum frá 6. apríl. Er það endur-
greiðsla á skaðabótum og kostn-
Jði vegna brennu á vörum í
geymsluskúr við húsið Miðstræti
f). Þá staðfesti Hæstirjettur á-
kvæði hjeraðsdóms, um að Jó-
hannes og Snorri greiði in solid-
■ým Sjóvátryggingafjelaginu kr.
470 ásamt 6 arsvoxtum fra 28.
júni og er það endurgreiðsla á
íjkaðabótum og kostnaði vegna
fkveikju í geymsluskúr í Vonar-
stræti 4. Þá var ákvæði hjeraðs-
dóms um að Jóhannes greiði
manni nokkrum kr. 440 sem öku-
gjald staðfest. Loks var þeim
Snorra, Jóhannesi, Sigurði Þórði
fcalldórssyni og Þorgils Hólmfreð
Georgssyni gert að greiða Bruna-
bótafjelagi Islands kr. 42.590 in
golidum.
Málavextir.
Eins og þegar hefir verið skýrt
frá hjer í blaðinu, er þetta mál
eitt hið umfangsmesta sem kom-
ið hefir fyrir ^Hæstarjett. Sem
dæmi má nefna það, að skjöl
hjeraðsdóms eru um 380 vjelrit-
aðar síður, en dómur Hæstarjett-
ar 25 síður.
Verður hjer aðeins stiklað á
stóru í frásögn af þessum mál-
um.
Fyrst er það í febr. 1944-þá var
kveikt í bátskrifli, Franc RE-159,
sem Snorri Jónsson hafði eign-
ast haustið 1943. Þennan bát hafði
hann tryggt fyrir 75 þús. krónur,
en Snorri hafði keypt bátinn fyr-
ir 18 þús. krónur.
Þegar eldurinn kom upp í bátn
um varð í honum mikil spreng-
ing. Ekki tókst Snorra að fá
vátryggingarupphæðina greidda.
Og vegna þess að Snorri varð
slðar uppvist að því að láta
kveikjaí húsum, þá bárust bönd-
in a honum. Þetta hefir þó ekki
fengist sannað og var honum þ'ví
ekki dæmd refsing fyrir þetta.
íkveikjan í Miðstræti 5.
Þann 6. janúa'r 1945 ' keypti
Snorri . Jónsson húsið Miðstræti
5, sem er stórt járnvarið timbur-
hús. Húsið var vátryggt á kr.
252.800 ásamt útihúsi. í húsinu
bjó fólk á öllum hæðum, alls
rúmlega 20 manns.
Snorri mun þegar seint á ár-
inu 1945 hafa ákveðið að brenna
húsið, í því skyni að afla bruna-
bótanna. Ekki vildi hann fram-
kvæma íkveikjuna sjálfur. Snorri
hvatti mjög Sigurð Jónsson, Þing
holtsstræti 26, til verksins, og
bauð honum fyrst 10 þús. fyrir
en síðar 15 þúsund. Sigurður
neitaði að fremja þetta illvirki.
I desember 1945 fer Snorri fram
á það við Jóhanhes Sæmund
Pálsson að hann kveiki í húsinu.
Bauð Snorri Jóhannesi fyrst 10
þús. og síðar 20 þús. fyrir. í beinu
framhaldi af þessu ræddu þeir
Snorri og Jóhannes Sæmundur
mjög rækilega um framkvæmd
íkveikjunnar. Lagði Snorri á ráð-
in um hvernig íkveikjunni skyldi
hagað. En það var að fara inn í
bólstraraverkstæði, sem .var í
kjallara hússins. Jóhannes skyldi
veita bólstrurunum vín, láta þá
síðan fara út en kveikja síðan í
viðarull og trjespónum sem
þar voru. Jóhannes var mjög rag-
ur við að hefja frarpkvæmdir og
kom að máli við kunningja sinn,
Gísla Kristjánsson, sjómann, sem
þá var tæpra 18 ára. Bauð hann
piltinum 6000 krónur fyrir að
kveikja í húsinu. Aðfaranótt þess
20. janúar láta þeir Jóhannes og
Gísli til skarar skríða. Þá komu
þeir af dansleik í Sandgerði og
voru undir áhrifum áfengis. Fóru
þcir báðir upp að húsinu og hentu
logandi eldspítu inn um glugga
bólstraraverkstæðisins. Húsgagna
bólstrararnir bjuggu báðir 1
kjallaranum og vöknuðu þeir von
bráðar við reyk. Slökkviliðið kom
skjótt á vettvang og rjeði niður-
lögum eldsins. Vegna þess hversu
þeim Gísla og Jóhannesi gekk
„illa“ þá bauð Snorri Þórði Hall-
dórssyni að brenna húsið gegn
50 þús. kr. þóknun. Þórður vildi
hvergi nærri koma.
Kveikt í skúrmim.
Við Miðstræti 5, stóð geymslu-
skúr, eins og áður er sagt. T hon-
um voru vörur, sem vátryggðar
voru fyrir 124 þús. kr. Þessar
vörur hafði Snorri selt Sigurði
Jónssyni, en auk þess átti Jó-
hannes þar einnig vörur. Snorri
hvatti Sigurð til þess að kveikja
í skúrnum og fellst Sigurður á
það. Hið sema gerði Jóhannes.
Sigurður kveikti svo í- skúrnum
að kvöldi 4. febrúar. Hafði hann
þá helt olíu í rusl á gólfinu og
bar síðan eld að. Það hefur og
orðið upplýst að Jóhannes hafði
beðið Gísla Kristjánsson að
kveikja í skúrnum gegn borgun.
Miklar skemdir Urðu á vörun-
um íkveikjutilraunina.
Vonarstrætisbruninn.
A baklóð hússins Vonarstræti
4, er geymsluskúr sem geymdar
voru vörur í senv Snorri Jóns-
son átti hlutdeild í. Vörurnar
voru vátrvggðar fyrir 170 þús.
krónur.
Jóhannes hefur játað að Snorri
hafi lagt á ráðin um íkveikjuna,
það hefur Snorri einnig játað.
Að kvöldi þess 18. febr. 1946
kveikti Jóhannes í skúrnum, en
slökkviliðinu tókst fljótlega að
ráðá niðurlögum eldsins og var
tjónið lítið.
Fyrirætlanir um brennur.
Ibúðarhúsið Baldursgata 12,
sem er einlyft timburhús, keypti
Snorri Jónsson árið 1945. Þar bjó
kona með þrem börnum sínum.
A öndverðu ári 1946 leitaðist
Snorri við að fá þá Jóhannes
Særaund Pálsson og Þórð Hall-
dórsson til þess að kveikja í hús-
inu og loíaði þeim fje í því skyni.
Ekki varð neitt úr því að þetta
illvirki yrði framkvæmt.
Einnig höfðu þeir Jóhannes S.
Pálsson og Þórður Halldórsson
róðgert að brenna tvo sumarbú-
staði. Annar þeirra var upp við
Grafarholt, en hann vildi Þórður
ekki brenna því í öðrum enda
hans var tbúð. Þá keyptu þeir
sumarbústað í Kringlumýri, sem
átti að kveikja í. Settu þeir vör-
ur, sem þeir áttu í bústaðinn,
sumar þeirra höfðu þeir keypt
af Snorra. Sigurður Jónsson tók
að sjer að annast íkveikjuna gegn
11 þús. kióna þóknun. Þórður
ber að Snorri hafi hvatt tii brenn
unnar, en Snorri hefur borið á
móti því. Ekkert varð úr því að
sumarbústaðurinn yrði brendur,
því rannsókn þessa máls var þá
hafin.
Fleiri brennur höfðu þeir
Snorri Jónsson og Jóhannes á
prjónunum. T. d. þá að kaupa
hús í Grundarfirði og brenna
það. Einnig voru fyrirætlanir um
að taka á leigu vjelbát, fylla hann
af vörum og sökkva honum. Að
þessu stóðu Snorri, Jóhannes, Sig
urður og Þórður.
Akraness-bi ennan.
Jóhannes S. Pálsson átti hug-
myndina að því að flytja vörur
í hús á Akranesi, vátryggja þær
hátt en kveikja síðan í öllu sam-
an. Um þetta átti hann tal«aúð
Astráð Proppé, Bárugötu 15,
Akranesi, en hann útvegaði hús-
ið, sláturhús Bjarna Ólafssonar
& Co. Jóhannes skýrði Snorra
Jónssyni frá þessari íkveikjuhug-
mynd og er sagt að Snorri „hafi
talið hana mjög skynsamlega".
Síðar fengu þeir Sigurð Jónsson
í lið með sjer. Síðan voru vörur,
sem þessir menn áttu, fluttar í
Frh. á bls. 11.
Erlendir skátar taka þátt
í landsmóti skáta á Þing-
völlum næsta sumar
Á SUMRI komandi verður haldið Landsmót skáta á Þingvöllurrt
og ijiunu sækja það skátar frá ýmsum löndum Evrópu. Undirbún-
ingur að mótinu er þegar hafinn og hefur nú öllum skátadeild-
um um landt allt verið tilkynnt um skipulag mótsins.
Vernd barna og ung-
menna — Ný
úbvarslög
GUNNAR Thoroddsen flytur í
neðri deild frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 20 9.
apríl 1947, um vernd barna og
ungmenna, svohljóðandi:
Um greiðslur fyrir börn og
ungmenni á hælum þessum og
öðrum hælum og stofnunum
handa börnum og ungmennum,
sem í 35. og 36. gr. getur, fer
samkv. lögum nr. 78 1936. Þeg-
ar leitað er samninga um vist á
slíkum hælum, skal það gert í
samráði við barnaverndarráð.
í greinargerð segir m. a.:
í núgildandi lögum um vernd
barna og ungmenna er yfirleitt
fylgt þeirri reglu að láta for-
eldra eða forráðamenn þeirra
barna, sem barnaverndarnefnd-
ir eða barnaverndarráð verða að
ráðstafa, bera sem minstar f jár-
hagslegar byrðar af þeim ráð-
stöfunum. Eru til þess þær eðli-
legu ástæður, að þessir aðilar
taka aldrei börn eða ungmenni
af heimilum þeirra nema af
mjög brýnni nauðsyn, og stund-
um án samþykkis eða jafnvel
gegn vilja aðstandenda þeirra.
Þessar framkvæmdir eru ákaf-
lega erfiðar og óvinsælar og
mundu verða næstum ófram-
kvæmanlegar í sumum tilfellum,
ef þeim fylgdu miklar fjárhags-
legar byrðar fyrir aðstandend-
urna.
Mestur kostnaður af slíkum
ráðstöfunum er venjulega sá,
þegar barni er komið fyrir til
langdvalar á opinberu barna-
hæli. Fer þá um greiðslu kostn-
aðarins eftir lögum um ríkis-
framfærslu sjúkra manna og ör-
kumla, þ. e. að ríkissjóður greið-
ir % kostnaðarins, en sveitar-
eða bæjarsjóður y5 hluta, sbr.,
37. gr. laganna. En um greiðslu
kostnaðar við dvöl barns eða
ungmennis á athugunarstöð eða
upptökuheimili eru engin sjer-
ákvæði í lögunum, og er því all-
ur sá kostnaður endurkræfur
frá lögskyldum ' framfærslu-
manni þess, — Mun ákvæði um
þetta hafa fallið niður af van-
gá, og er frv. þetta flutt til að
bæta úr því.
★
NÝ ÚTSVARSLÖG
Ríkisstjórnin ber fram í efri
deild frumvarp um útsvör.
Aðalbreyting frá núgildandi
lögum er sú að skiftíngu útsvar-
anna milli heimilissveitar og at-
vinnusveitar verði breytt þann-
ig að aðallega verði lagt á hlut-
aðeigandi menn í heimilissveit
hans, en verði með vissum skil-
yrðum hægt að leggja á menn
útsvör í atvinnusveit þeirra.
Mál þetta var á dagskrá í gær
og fór forsætisráðherra um það
nokkrum orðum.
Nokkrir þingmenn gerðu at-
hugasemdir við frumvarpíð en
ráðherra svaraði .
Málið fór síðan til allsherjar-
nefndar.
* Skátafjel. Reykjavíkur skýrði
Morgunblaðinu frá þessu í gær-
morgun. Verður mjög til alls
vandað á mótinu, enda er talið
víst að þátttaka íslenskra skáta
verði mjög almenn. Um erlenda
skáta er ekki vitað með vissu,
en nokkrum Evrópulöndum hef-
ur verið boðið að senda sveitir
kvenskáta og drengja.
Á Leirunum
Mótsstaður verður á Leirun-
um suður af Hvannagjá. Á aðal-
samkomusvæðinu, Miðgarði,
verða fánar þeirra þjóða, sem
þátt taka í mótinu. Þar verður
og aðalsýningarsvæði mótsins.
Langeldarnir verða í Hvanna-
gjá, sömuleiðis kirkjan.
Á mótinu
Á sýningunni fará fram hvers
konar leikir og skátaíþróttir, en
einnig verður lögð mikil áhersla
á að auka þekkingu skátanna á
landinu, kostum þess, sögu og
fegurð. Svo og öllum greinum
skátahreyfingarinnar. — Verður
reynt að bregða ljósi yfir þróurt
skátahreyfingarinnar á íslandl
hin síðari ár. Þá mun fara fram
í sambandi við almennar sýning-
ar á aðalsvæðinu kynningarstarf
semi fyrir skátahreyfinguna. Ep
til l>ess ætlast að eýihverja daga
mótsins geti allur almenningur
komið þangað til þess að skemta
sjer við að horfa á skátaleiki og
annað.
40 meðlimir í Fjeiagi
ísL myndiisiar-
manna
AÐALF UNDUR var haldinn
í Fjelagi ísl. myndlistarmanna
fimmtudaginn 22 ian. 1948.
_ Formaður fjelagsins, Sígurjón
Olafsson myndhöggvari, gaf
skýrslu um starf fjelagsins á
liðnu starfsári, m. a. um sýning-
ar og þátttöku fjelagsins í sýn-
ingu Nordisk Kunstforbund í
Stokkhólmi á síðastliðnu vori.
Fjelagið sendi 2 menn með sýn-
ingu þessa, þá Jón Þorleifssora
og Jón Engilberts, er einnig
mættu á aðalfundi Nordisk
Kunstforbunds.
Tveir nýir fjelagar voru tekra
ir í fjelagið, þeir málaramir
Kristján Davíðsson og Kristinra
Gunnsteinsson.
Stjórn fjelagsins var endur-
kosin: Sigurjón Ólafsson, for-
maður, Jón Engilberts, ritari og
Jón Þorleifsson, gjaldkeri. í sýn
inganefnd voru kosnir 5 málar-
ar og 1 myndhöggvari: Jóra
Stefánsson, formaður, Jón Þor-
leifsson, Kristín .Tónsdóttir, Sig
urjón Ólafsson, Sveinn Þórarins
son, Þorvaldur Skúlason.
í fulltrúaráð Bandalags ísl.
listamanna voru kosnir: Halldór
Pjetursson, Jón Þorleif.sson.
Kristín Jónsdóttir, Kjartara
Guðjónsson, Nína Tryggva-
dóttir.
Fundurinn samþykkti að'
halda árlegar samsýningar. I
fjelaginu cru nú 40 meðlimir
og var fundur þessi fjölsóttur;