Morgunblaðið - 30.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNADALUR Sí áÍdiaqa eitir /daci cJdondon 117. dagur ,,Nei“, segi jeg. „Þetta er vín ræktardalur og hjer fæst ekki nóg fóður handa þeim hestum, sem fyrir eru. Maður verður að fá fóður handa þeim frá San Joaquin dalnum. Það er hægt að fá hestafóður ódýrara í San Francisko, komið í hús, heldur en hjer þar sem mað- ur verður að sækja það langa leið“. Þetta gátu þeir ekki hrakið. Þeir vissu að þetta var satt. En' ef þeir hefðu farið að tala um laun ökumannanna og kostn- að við að járna hestana, þá hefði jeg orðið að slaka til. Hjer eru engin stjettarfjelög, hvorki fyrir ökumenn nje járn smiði, og þess vegna verður þetta miklu ódýrara hjer en í Oakland. Jeg hefi þegar gert samning við járnsmiðinn. Hann ’hefir tekið að sjer að járna alla hestana fyrir 25 cents minna en venjulegt er — en á það skulum við ekki minn- ast, Og þeim datt ekki í hug að spyrja um þetta — þ.eir voru að hugsa um-múrstein- inn“. Billy dró nú stórt skjal upp úr vasa sínum og rjetti Saxon. „Þarna er það“, sagði hann. „Þetta er samningurinn með greiðsluupphæðum, viðurlög- um og öllu því er góðum samn- ingi tilheyrir. Jeg hitti hr. Hale og sýndi samninginn og hann sagði að hann væri ágætur. Og þá fór jeg nú á stúfana. Jeg fór um alla Glen Ellen, um Kenwood, Lawndale og víðs- vegar. Og nú byrja jeg í næstu viku að aka timbri til bygg- inganna, múrsteini í brenslu- ofnana og þess háttar. Og þeg- ar það er búið, þá byrjar aðal- vinnan, aksturinn á leirnum til verksmiðj unnar. En jeg hefi ekki enn sagt þjer frá því besta. Það er nú ótrúlegt. Til vonar og vara fór jeg að reikna alt aftur til þess að vita hvort mjer hefði nú hvergi skjöplast. Og þá kem- ur þetta upp úr kafinu að mjer hafði yfirsjest í samlagningu og hver heldurðu að verði af- leiðingin — að jeg hefi látið þá semja við m,ig um það að borga mjer 10 af hundraði meira heldur en jeg hafði ætl- ast til. Ef þetta er ekki fundið fje, þá veit jeg ekki hvað fund ið fje er. Og nú þarftu ekki að vera að kynoka þjer við að taka kaupamenn hvenær sem þjer sýnist. Að vísu verða eng in uppgrip fyrstu mánuðina, svo það er best að þú fáir þessa fjögur hundruð dollara að láni hjá Gow Yum. Segðu honum að við skulum borga honum átta af hundraði í vexti og getum endurgreitt lánið eftir fjóra eða fimm mánuði.“ Saxon faðmaði hann fast og lengi að sjer. En svo þurfti Billy að hugsa um hestinn. Hann sleit sig því af Saxon og fór að teyma hest- inn aftur á bak og áfram svo að svitinn ryki af honum. En svo stakk Billy skyndilega við fótum og þetta varð svo snögt, að hesturinn rakst á hann og fældist að nýju. Billy átti fullt í fangi með að stilla hann. Sax- on beið róleg á meðan, því að hún vissi að nú hafði Billy dottið eitthvað nýtt í hug. „Heyrðu“, sagði hann, „veistu nokkuð hvernig mað- ur hefir bankareikning og hvernig farið er að því að gefa út ávísanir?" XXI. KAFLI Það var einn góðviðrismorg un í júní að Billy kom til Sax- on og bað hana að fara í reið- fötirii sín, hún skyldi fá að koma á bak nýjum reiðhesti. „Jeg má ekki vera að því fyr en eftir klukkan tíu“. sagði hún. „Þá hefi jeg komið frá mjer vagninum í aðra ferð“. Þótt Saxon hefði mikið að gera og í mörgu að, snúast, gat hún þó gefið sjer tíma til að lyfta sjer upp við og við. Hún fór_þá venjnlega að heimsækja þau Hale hjópin, og ekki dró það úr skemtuninni að þau Hastingshjónin voru komin heim og Clara var oft gest- komandi hjá móðursystur sinni. Billy hafði enn meira að gera og átti færri frístundir vegna þess hvað hann þurfti í mörgu að snúast. Hann þóttist orðinn kaupsýslumaður, en bókhaldið var þó svo hjá honum að frú Mortimer fann þar ýmsar vill- ur, og þær Saxon urðu að leggja saman til að koma hon- um á lagið með að bóka rjett. Á hverju kvöldi var það regla, að þegar þau Saxon höfðu borð að kvöldverðinn, þá færðu þau inn í bækur sínar. Eftir það sátu þau oft lengi og töluðu saman um framtíðina, eða þá að Saxon settist á knje honum, ljek á ukulélé og söng undir. Eitt kvöldið sagði Billy: „Jeg er íarinn að skipta mjer af pólitík, Saxon. Það borgar sig. Þú mátt reiða þig á að það borgar sig. Og ef jeg verð ekki að vinna á vegunum með sex eða sjö eyki næsta ár fyrir hið opinbera, þá get jeg alveg eins farið heim til Oakland og beð- ið þann gamla að taka mig aft- ur í vinnu“. Einu sinni sagði Saxon við hann: „Það er nú ákveðið að byggja gistihús milli Caliente og Eld- ridge. Og nú er verið að tala um að reisa stórt hressingar- hæli lengra upp í fjöllunum“. Öðru sinni sagði hún: „Billy, fyrst þá hefir nú leitt vatn út á blettinn hjá Wild Water, þá er best að þú látir m,ig fá blettinn undir gfæn- metisrækt. Jeg skal borga þjer leigu eftir hann. Þú getur sagt mjer hvað hægt er að rækta mikið alfalfa þar og jeg skal borga þjer markaðsverð fyrir þá uppskeru að frádregnum þeim kostnaði sem til þess þarf að rækta það og koma því á markað“. „Jæja, það er best að þú fá- ir blettinn“, sagði Billy. „Jeg hefi svo mikið að gera að jeg má ekki.vera að því að hugsa um hann“. Þetta var nú ekki alvega satt, því að hann var búinn að ganga frá vatnshrútnum og leiðslun- um og þurfti ekki annað en sá í landið. „Það er lang skynsamlegast, Billy“, sagði hún. „Það borg- ar sig ekki fyrir þig að vera að fást við eina ekru. En við skulum eignast stærra land seinna. Við kaupum þessar hundrað og fjörutíú ekrur, þeg ar Chovan gamli hrekkur upp af, hvenær sem það verður. Þetta er upphaflega allt sama landiðj eitt heimilisrjettarland“. „Það sje fjarri mjer að óska þess að nokkur maður deyi“. sagði Billy. ,,En Chovan gamli hefir enga ánægju af lífinu nje heldur af landi sínu, þar sem hann notar það aðeins sem beiti land fyrir nokkrar kýrskjátur. Jeg hefi athugað landið. Þar eru að minsta kosti fjörutíu ekrur, sem hægt er að veita vatni á. Þú mundir verða hissa ef þú sæir hvað jeg get rækt- að þar rqikið af fóðri handa hestunum. Og svo eru að minsta kosti fimtíu ekrur, þar sem ieg gæti látið folaldsmer- arnar ganga. Þar er besti bit- hagi á grundunum og í skóg- arbrekkum. Og svo eru fimtíu ekrur eintómur skógur og þar eru íuglar og vejðidýr. Svo er það gamla hlaðan, ef maður setti nýtt þak á hana, þá má hýsa þar fjölda gripa. Nú verð jeg að leigja óræktar móa af Pink til þess að geta látið hest- ana mína kroppa þar þegar ekki er verið að nota þá. Ætli það væri munur fyrir þá að mega leika sjer á þessum fimtíu ekr- um? Skyldi Chovan ekki vera tilleiðanlegur að leigja land- ið?“ Stundum þurfti hann nú að hugsa um annað. „Jeg má til að fara til Peta- luna á morgun, Saxon. Þar á að verða uppboð og hver veit nema jeg geti komist að góð- um kaupum“. „Ætlarðu nú að fara aðkaupa fleiri hesta?“ „Ætli mjer veiti af. Hefi jeg máske ekkLlagt tvo vagna í að aka eldivið til nýja gistihúss- ins. Barney hefir meiðst á herðakambinum og verður að fá langa hvíld ef hann á að ná sjer. Og Bridget er búin að vera — það sje jeg á henni. Jeg hefi reynt allt sem mjer hefir dottið í hug til þess að lækna hana og dýralæknirinn hefir gert það sem hann hefur getað, en botnar ekkert í því hvað að henni gengur. Og sumir hinna hestanna þurfa að fá hvíld. Þeir gráu eru farnir að láta á sjá! Og Stóri Rauður horast niður. Þeir hjeldu fyrst að það væri vegna þess að hann sje tann- laus, en það er ekki rjett. Hann er geðveikur. Jeg segi þjer það satt, Saxon, að það borgar sig að fara vel með skepnurnar. Og hestar eru miklu . viðkvæmari en önnur húsdýr. Einhvern tíma ætla jeg að reyna að fá hingað múlasna frá Colosa County. Þeir eru stórir og sterk ir, og jeg er viss um að hjer er nógur markaður fyrir þá, ef jeg get fengið fleiri en jeg þarf sjálfur að nota“. Stundum gat Billy slegið upp á gaman. Einu sinni sagði hannj „Hvers virði heldurðu að Hazel og Hattie sjeu, svona með venjulegu markaðsverði?“ „Þú ætlar þó ekki að fara að selja þær?“ sagði Saxon. „Jeg spurði fyrst“, sagði hann. „Jæja, skyldu þær ekki vera jafn mikils virði og þegar þú keyptir þær — þrjú hundruð dollara“. Föstudagur 30. janúar 1948. ÓSKABRUNNURINN Eftir Itla Moore. 10. „Jeg held jeg hafi sjeð þig áður,“ sagði Stebbi og hallaði undir flatt. Hann kannaðist aftur við froskinn frá óskabrunn- inum. „Já, það varst þú, sem uppfyltir ósk mína hjerna um daginn“. Gamli froskurinn hló. „Já, jeg sendi Topsy og Flopsy til þess að leika við þig.“ „Jeg hefði gaman af að sjá geiturnar aftur,“ sagði Stebþi. „Þú munt fá það. Jeg á von á þeim hingað á hverri stundu. Jeg skildi þær eftir hinum megin við hæðina. Þær gátu ekki fylgt mjer eftir. Það fer enginn eins hratt og jeg á þessum slóðum.“ „Hlustaðu ekki á hann,“ sagði Bergmál. „Hann er bara svona montinn af því að hann er með nýjan flibba, sem er honum altof stór.“ Gulfótur hló. Hann gat líka hlegið að sjálfum sjer. „En það besta er nú samt,“ sagði hann, „að frændi minn er enn þá að leita um alt húsið heima að flibbanum, því að hann ætlar á ball. Og hjer sit jeg með flibbann og skemti mjer í góðum fjelagsskap, þó að það sje nú ekkert sjerlega þægilegt að vera með þennan skolla um hálsinn." Nú komu geiturnar hlaupandi. Þegar þær komu auga á Stebba, stukku þær beint upp í fangið á honum, og veltu bæði honum og Gulfót niður af girðingunni. Stebbi var himinlifandi yfir að sjá þær aftur og var alveg til í að tuskast svolítið við þær. En Gulfótur var öskureiður og kvakaði: „Hvenær ætli þið lærið að haga ykkur almenni- lega? Flvernig dirfist þið að hrinda mjer í götuna og sjáið þið hvernig þið hafið farið með flibbann minn, sem úar alveg tárhreinn! Hypjið þið ykkur hjeðan undir eins!“ Stebbi hjálpaði honum til þess að lagfæra flibbann, en geiturnar stukku lafhræddar inn í skóg. Gulfót rann þó brátt reiðin og hann deplaði augunum íraman í Stebba. „Jæja, vinir mínir,“ sagði hann. „Jeg verð víst að fara að koma mjer af stað. Jeg verð að opna óskabrunninn, svo að álfarnir komist á ballið.“ Hann sveiflaði lyklakippunni og hoppaði af stað. pp- 1 'lmui að um smit. ★ ■— Það er áberandi galli á því að vera miljónamæringur, að J)á geta menn ekki lengur óskað sjer að verða það. ★ Hanh: — Einu verðurðu að lofa, elskan mín, að hafa trú- lofunina ekki langa. Hún: — Þú skalt ekkert vera hræddur um það. Hingað til hefi jeg ekki verið trúlofuð nema í tvo mánuði í einu. ★ Stúlka, sem fór upp í sveit, rakst þar á ágæta tjörn, og á- kvað að baða sig í henni. Er hún var að fara út í kom mað- ur til hennar og segir: — Það er bannað að baða sig hjerna. Stúlkan: ■— En hversvegna sögðuð þjer mjer það ekki áð- ur en jeg fór úr fötunum: — Vegna þess að það er ekki bannað að afklæða sig hjer. ★ — Viltu ekki kaupa af mjer happdrættismiða. Hæsti vinn- ingyrínn er 50 krónur. — Hvenær verður dregið? •— 25. marz. — Það er of seint fyrir mig, jeg þarf að nota peningana á morgun. ★ Hlustað á jazzþátt. — ■— Flest af þessum lög- um qru stolin frá negrunum í frumskógum Afríku. — Ja, þeir me,iga sannarlega teljast heppnir að hafa losnað við þau. ★ Betlarinn: — Haldið þjer að húsbændurnir gætu ekki gefið mjer eina buxnaræfla. Vinnukonan: — Jeg skal spyrja frúna. Betlarinn: — Ja, jeg vildi nú heldur hafa það kai’lmanns- buxur. RAGNAR JÓNSSON 1 hæstarjettarlögmaður. | Laugavegi 8. Sími 7752. i Lögfræðistörf og eigna- i umsýsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.