Morgunblaðið - 30.01.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 30.01.1948, Síða 8
MORGVNBLAÐIÐ Föstudjagur 30. janúar 1948. < 8 v í — Meðal annara orða... í ______ } Frh. af bls. 6. BRENNIR KIPPÓ IIEIM 'j Hann var orðinn kippó, þeg- ‘ ar hann sótti mig. en gaf bíln- um samt fullt gas og brenndi ; hejm til sín. Þegar við kom- um þangað, var þar vilt geim upp um alla veggi. Jeg hafði ; verið.hrædd um að þetta yrði hálf fúlt partý eða jafnvel I sveitó, en nú flaut þarna allt í sprútti og allir voru búnir að fá sjer nokkra litla og farnir að svinga. Kalli var þarna auðvitað, og hann er nú alveg knús, en svo var líka Stína, sem, eins og allir vita, er altaf jafn ó- : smart í sjer og tíkaleg. En mörg : um nöglum finnst víst voðaleg- i ur stæll á henni. e e 1 ÓKAMMÓ— FRATNAGLI Jeg var rjett byrjuð að kveikja, þegar Óli, sem annars er oftast ægilegur. fratnagli og i ókammó, stakk upp á því, að við skelltu.m okkur á ball. Óli sagðist hafa krít hjá einum þjóninum á sjoppunni og lofaði að spandera, svo við sögðum alright og tókum strætó niður á torg. . Jeg held jeg sjái ekki eftir því meðan jeg lifi. Það var al- veg draumgaman og ansi rómó, og Anna var alveg brandari hún var orðin svo slompuð. Selskab- ið var líka hreinasta knús, og þó Óli væri svæfður og allt virt- ist um tíma vera í hönk, lag- aðist dellan. KUNSTUG SKUTA Kalli dansaði heilmikið við mig., og Stína ætlaði þessvegna að fara að verða eitthvað kúnst ug og fornemuð, en þá fór jeg að tala um, hvað hún væri svakalega móðins klædd, og hún varð auðvitað eins og bráð ið smjer. Annars held jeg að strákunum finnist jhún óttaleg skúta og sjeu bara að blöffa, þegar þeir segja, að hun sje sæt; og jeg væri að minsta kosti bit á annað. Jæja, knallið fór þó annars ágætlega, og við fokkuðum ekki á búlunni lengur en til þrjú. Þá skutlaði Kalli mjer heim og flirtaði álveg agalega, þó hann væri orðinn skuggalega útúr“. • e ÓSMART Og þar líkur frásögninni. Það skal strax játað, að ekki veit jeg, hvort hægt er að halda því fram, að nokkur ein persóna sje uppi á íslandi, sem noti allar orðómyndirnar hjer á undan. En þær eru í umferð, svo mikið er víst, og jeg held að flestir sjeu mjer sammála um, að það sje agalega skugga- legt fyrir tunguna okkar — og iafnvel tíkó og púkó og ó- smart líka. Leyniher kommúnista RÓM —- Mikil vopnaleit var ný- lega gerð í ítölsku borginni Gra- vina í námunda við Bari, eftir að upplýsingar höfðu fengist um það að kommúnistar hefðu 3,000 manna leynihet á stajðnurrr. Fimtugsahnæli ÞANN 5. janúar 1948 átti ein af merkustu konum okkar lands, frú Rannveig Vigfúsdóttir, Aust- urgötu 40, Hafnarfirði, 50 ára af- mæli. Jeg kyntist frú Rannveigu fyrst, þegar Sjálfstæðiskvenna- fjelagið „Vorboðinn“, var stofn- að. Okkur vantað’ formann og kom okkur þá til hugar, að léita til Rannveigar og, biðja hana að taka að sjer formp.nnsstóðu fje- lagsins. I fyrstu var hún treg til þess, ekki af því, að hana vant aði vilja, en heilsa hennar var ekki sterk. Þó fóru svo leikar, að hún varð við bón okkar. Brátt komu í ljós hennar miklu stjórnarhæfileikar og þær mætu gáfur, að velja hinar ágætustu konur sjer til aðstoðar og fje- lagið blómgaðist og náði því tak- marki, sem það barðist fyrir, við þingkosningar, sem þá fóru í hönd. Rannveig hefur einnig verið formaðui* í slysavarnafjeiaginu í Hafnarfirði og hefir verið mjög ötul við að koma siysavörnunum í sem best horf. Rannveig er ein á meðal þeirra bestu kvenna, sem jeg hef þekkt og tel jeg það einh ,af happadög- um lífsins, þegar forsjónin leiddi mig að hennar húsi og jeg eign- aðist hana fyrir vinkonu. Oft hefi jeg hugsað, þegar jeg heyri talað um auðuga menn og konur, að þá er jafnan miðað við pen- ingaauð, en dýrmætara slíkum auði er þítt hjartalag og þín ís- lenska tröllatrygð, Rannveig. Og ætti jeg ósk, þá myndi jeg óska þjóð minni, að hún ætti altaf margar húsfreyjur sem þig, því þá myndi búsæld batna og hróð- ur okkar- aukást, — því góð og dugandi kona er bústólpi þjóðar sinnar. Rannveig er gift Sigurjóni Einarssyni skipstjóra í Hafnar- firði, hinum ágætasta manni og hafa þau nión verið mikið sam- hent í sínu lífsstarfi. Vil jeg óska þeim hjónum og þeirra góðu börnum alls hins besta og vona að við vinir þeirra megum njóta þeirra sem lengst. Stödd í Kaupmannahöfn, 11. janúar 1948. Guðrún Eiríksdóttir. Rccas vill náða smáglæpamenn MANILLA , — Rocas, forseti Philipseyja, hefur komið fram með tillögu um það, að um 20— 30 prósent af þeim eyjaskeggjum, sem sakaðir eru um smáglæpi í sambandi við hernám Japana, verði gefnar upp sakir. — Rocas undanskilur þá, sem sakaðir hafa verið um jafn alvarleg afbrot og njósnir og víðtækt samstarf við Japani. BIST 4Ð AUGLÝSA i MORGUMIL4ÐIMJ AÐALFUNDUR Knattspyrnu fjelags Reykjavíkur var hald- inn á miðvikudagskvöidið kl. 9 í Tjarnarcafé. A fundinum mættu stjórnin og fulltrúar hinna ýmsu íþróttadeilda fjel- agsins, auk margra annara fjel- agsmanna. Fundarstjóri var. kosinn Sigurjón Pjetursson, forstjóri og fundarritari Harald ur Gíslason framkvstj. Stjórn fjelagsins gaf fram- haldsskýrsiu um starf og fjár- hag fjelagsins frá síðasta aðal- fundi. Einnig var lögð fram fullnaðarteikning af hinu vænt- anlega íþróttahúsi við Melatorg, gerð af Gísla Halldórssvni arki tekt. Vaktj. teikr.ingin mikla ánægju fundarmanna, Hef’ir fjelagið mikinn hug á að byrja á húsbyggingunni að vori kom- andi. Þá fór fram stjórnarkosning. Formaður var endurkosinn í einu hljóði, Erlendur Pjeturs- son. Meðstjórnendur voru. kosn ir, Einar Sæmundsson, vara- form., Sigurlaugur Þorkelsson, ritari, Björn Björgvinsson, gjald keri, Gísli Halldórsson form. húsnefndár. Endurskoðendur voru kosnir: Sigurjón Pjeturs- son og Eyjólfur Leós. Að lokum voru ýms mál rædd þar á meða! 50 ára afmæli fjel- agsins, sem er næsta ár. Formenn hinna vmsu íþrótta- deilda eru sem hjer segir: Fimleikadeild: Guðmundur Guðjónsson. Frjálsíþróttadeild: Brynjólfur Ingólfsson. Glímu- deild: Helgi Tómasson. Hand- knattleiksdoild: Ásgeir Einars- son. Hnefaleikadeild: Ingólfur Ólafsson. Knattspyrnudeild: Haraldur Gíslason. Skíðadeild: Haraldur Björnsson. Sunddeild: Magnús Thorvaldsen. Vopnainnflutningur' WASHINGTON: — Javit, þing- maður republikana á Bandaríkja- þingi, hefur gert það áð tillögu sinni, að leyfður verði ótakmark- aður vopnainnflutningur til Pale- stínu. Gæfa fylgir trúlofunar Iiringun um frá SlGURÞQll Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar ger'öir. Sendír gegn póstkröfu bver* á land Bcm er. *— Sendilí nákvœmt mál — lónieikar í Dóm- ' kirkjunni TENÓRSONGVARINN Sigurður Skagfield hjelt hljómleika í Dómkirkjunni á föstudagínn var, með aðstoð Páls Isólfssonar. Að- sókn var mjög góð, enda mun marga hafa fýst að hlusta á Sig- urð aftur eítir 12 ára útivist. — Söngskráin var ekki af verri endanum. Þar voru lög eftir Bach, Beethoven, Hándel, Men- delssohn, Rossini, Reger, Wolf og Brahms. En að lokum söng Sig- urður „Ó, guð vors lands“. Auðheyrt var að söngvarinn hefur aflað sjer mikillar reynslu á s.l. árum. Mun hann hafa sung- ið mikið í óperum víða í Þýska- landi og hefur farið mikið orð af honum sem óperusöngvara og bíða menn þess r.ú, að heyra hann syngja óperuhiutverk hjer, því þar mun hin glæsilega rödd njóta sín best. Það.er meiri stíll yfir söng Skagfields nú en áður. Kojn það ef til vell best fram í aríunni úr kantötu eftir Bach, sem var mjög vandsungin, en tókst mjög vel og var sungin af öryggi og festu. Aðstoðaði And- rjes Kolbeinsson hjer með óbó- leik og fórst það vel úr hendi. Það væri freistandi að t-ala um öll viðfangsefnin, en geta vil jeg sjerstaklega, auk Bach-aríunn- ar, á aríuna úr „Messiasi“ eftir Handel, Beethoyens-lögin og ekki síst hin þýðu og yndislegu lög eftir Regen og Wolf, sem nutu sín mjóg prýðilega. Eins og áður segir þá söng Sigurður þjóðsöng- inn í lok hljómleikanna, en á- heyrendur risu úr sætum. Heils- 1 aði söngvarinn þannig fósturjörð- inni aftur eftir hina löngu úti- vist. Naut þjóðsongurinn sín einnig prýðilega í meðferð hans. Er ástæða til að bjóða þennan ágæta söngvara velkominn heim. Vikar. iiiiiiiiiHiiiiiiiiiMiniiimiiiniMiifiiiuimiMiiiMittiHi Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugna rerept og gerum við gler- augu. * Augun þjer hvilíð með gleraugum frá TÝLI H.F. Austurstræti 20. 9iiiiiiiicet)iiiiiiiiimiiimimiiimmiiiiiiiiiiliiiiii*iu»*Ð § Lipur piltur eða ungur malur óskast. umn | Isskápaeigendur Er kaupandi að nýjum ísskáp, ekki minni en 7 kúbikfet. — Tilboð er greini verð og tegund sendist afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi laugardag merkt: -,ís- skápur". X-9 ík & Eftir Hoberl Storm ^ UNLE$S...l)NL£££, 2HE WA4 'ALREAPV /V1ARRIEP WHEKII PROPOSED TO HER1 MAVgE . TViAT'E» WHV 4HE WALKED \ . 0UT 0P AíS LIFEJ - JSJ ■ UNDA CAN'T 8E THE /M0THER OP THAT CHlLDÍ HE'£ AT LEA$>T TWO VEAgf OLPÍ 1 As PHILTAVIE5 FR0M RHS’ F0P/HER j FlAN CEé'6 ho m —• i AÍEANWHlLg I1" WELL, T0NI6HT I ^ AND ,]HAND£" BR0WNWELL HER HU$0AND'l THE VERV MAN I $U$-PECT OF $PRIN6!N6 y "QPAPE'EVEE-" FgOM JTU } 60 TO E'AT F0K 4AM' HSj?E'6 H0PIN6 THAT m. 0ROWNWELL POEg 60 FCR . blond.es/w Phil hugsar á leiðinni í leigubílnum: Linda getur ekki verið móðir þessa barns — það er minst tveggja ára gamalt, nema að hún hafi þegar verið gift þegar jeg bað hennar. Kannski það sje þessvegna að hún stakk mig af, og Fingrc-.:; ugUr er maíTuirin'hennar, einmitt maðurinn sern mig grunar aö hafa hjálpað Gullaldin. Á meðan á þessu stendur hugsar Wilda: Jæja, í kvöld verð jeg að standa mig, jeg vona bara að hr. Brownwell sje hrifinn af ljóshærðum stúlkum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniinimii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.