Morgunblaðið - 30.01.1948, Side 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxafiói:
DÓMAR „BRENNUMANN -
Hægur austasi. Rigning öSru
hvoru.
ANNA“ eru á bls. 2.
24. tbl. — Föstudaginn 30. janúar 1948.
Frá setningu atomorkusýningarinnar
Hjer á myndinni sjest S»orbjörn Sigurgeirsson, atomfræðingur, skýra ýms atriðí atomorkusýningar-
innar fyrir gestum, sem viðstaddir voru opnun þe:.jarar nýsíárlegu sýningar. — Aðsókn hefur verið
góð, enda er þarna margt fróðlegt að sjá um undraaflið, sem háifur heimurinn virðist nú snúast um.
38 þúsund mál síldar
biðu losunar í gærkvöldi
Glfetteg veiði í HvatfirS!
GÍFURLEG síldveiði var á Hvalfirði í fyrrinótt og fram á kvöld
í gær. Hingað til Reykjavíkur hafa komið síðan í fyrrakvöld 28
síldveiðiskip með um 24000 mál síldar. í gærkvöldi voru eftir því
sem næst verður komist, um 45 skip, sem biðu löndunar og voru
þau með um 38 þúsund mál síldar innanborðs.
Á Hvalfirði.
Gott veiðiveður var á Hval-
firði í fyrrinótt og í gær, og
var síldin þá uppi á um 1Ó
faðma dýpi. Var sílain svo
þjett í torfunum, að enn sem
fyrr urðu sjómenn og gæta var-
uðar við að sprengja ekki næt-
ur sínar. Þrátt fyrir þetta urðu
skip fyrir þvi óhappi að
sprengja næturnar og sum
þeirra eyðilögðu þær með öllu.
Um klukkan 7 í gærkvöldi
tók veður að spillast, en þá
voru menn enn almennt í bát-
um og var talið að veiði hefði
þá enn verið sæmilegt þrátt
fyrir veðrið. Meðan bjart var í
gæj var síldin á svo miklu
dýpi, að ekki var kastað en um
ljósaskiftin kom hún upp og
kastaði þá flotinn. Allmörg
skip voru þar er síðast frjettist.
I höfn,'.nni. .
Nú liggja hjer í höfninni þrjú
stór síldarflutningaskip, og
Hvassafell og Súðin, sem taka
síld eingöngu úr skipum. True
Knot er einnig við skýpalöndun
en í eina lest skipsins er sett
sÉÖ <r söltunarst^ið S. í. F. við
Elliðaárvog og af Reykjavík-
urflugvelli. Þá er verið að lesta
Sindra.
28 sk'p.
Ingólfur GK með 1400 mál,
Keilir Ak 850, Jón Valgeir 1150,
Bjarni 700, Hilmir og Reykja-
röst 1100, Fagriklettur 1700, Ás
mundur AK 900, Fróði GK 500,
Garðar GK 550, Björgvin 800,
Ágúst Þórarinsson 1200, Bjarn
arev 200, Sævar 250, Auður EA
900, Illugi 1200, íslendingur
1050, Sævar og Hafdis 1700,
Gylfi EA 570, Fanney 1100,
Dagur 900, Björn GK 600, Jón
Þorláksson 700, Sædís EA 1200,
Hannes Hafstein 500, Huginn
III 800 mál, Vonin VE 400, Óð-
inn GK 500, og Mummi með
600 mál.
Sendiberra Bandaríkjanna í,
Indlandi
WASHINGTON: — Grady, sendi-
herra Bandaríkjanna í Indlandi,
er nú á leið þangað aftur eftir
mánaðar dvöl í Washington.
UM kl. 3 í gær kom bresk flug-
vjel af svokallaðri Tudor IV
gerð til Keflavíkurflugvallar.
Er það farþegaflugvjel af
nýrri gerð, sem Bretar hafa
smíðað eftir stríðið og gera sjer
miklar vonir um, en fáar Tudor
flugvjelar eru ennþá komnar í
fastar áætlunarferðir.
Flugvjelin var á leið til Ber-
muda frá London, með 26 far-
þega. Áhöfn flugvjelarinnar er
5 menn. Vjelin er eign British
South-American Airways.
Hvað fisfur Brynjólf-
ur gerf við pening-
ana!
í FYRRADAG var útbýtt á Al-
þingi fyrirspurn frá Jóna'si Jóns-
syni til ríkisstjórnarinnar varð-
andi tiltekna greiðslu úr bygg-
ingarsjóði þjóðleikhússins.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
„Hvað heíur verið gert með 60
þús. kr„ sem fyrverandi menta-
málaráðherra, Brynjólfur Bjarna
son, fjekk til annarra þarfa en
byggingar hússins, að óvilja þjóð
leikshúsnefndar?
Óskast sundurliðuð skýrsla um
notkun þessarar fjárhæðar.
Laugardagsskemm!
anir fi! kl, 2
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
tilkynnti í gærkvöldi, að það
hefði ákveðið að þær almennu
skemtanir, sem haldnar verða
á laugardagskvöldum, megi
standa yfir til kl. 2. eftir mið-
nætti.
Eins og kunnugt er tekur hin
nýja reglugerð um samkomu-
slit gildi Jþ>. 1. febrúar. En sam-
kværpt henni skal slíta þeim
samkomum, sem haldnar eru
virka daga vikunnar, að laug-
ardegi undanleknum, og sunnu
daga kl. 1 eftir miðnætti.
Kommúnistar gnngn
feti frnmnr í fjnnd-
ilsipiiia vii síMof-
útveginn
Löndunarsföðvunin vekur ahnenna
MINNIHLUTASTJÓRN kommúnista í Ðagsbrún hefur nú gengið
feti framar í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart síldarútveginum
og sjómönnum. •— Til v-iðbótar löndunarbanninu frá' kl. 10 að
kvöldi til kl. 8 að morgni tiíkynnti stjórn Dagsbrúnar Lands-
sambandi íslenskra útvegsmanna í gær, brjeflega, að hún hefði
bannaö að hefja fermingu síldarflutningaskipa eftir kl. 8 að
kvöldi. Hefur hún þannig framlengt lönduriarbannið um tvær.
klukkustundir í þessum tilfellum.
Almenn óánægja ríkir meðal *
sjómanna út úr hinni einstæðu
frekju kommúnista í þessu máli.
Fjöldi verkamanna er einnig
mjög óánægður vegna löndunar-
bannsins.
10 þúsund mála tap
Venjulega hefur verið landað
um 8 þús. málum síldar á nóttu,
en stundum allt að 10 þúsund
málum. Næturvinnubannið veld-
ur því stórfelldum töfum við
löndun síldarinnar og hlýtur að
hafa hinar alvarlegustu afleið-
ingar fyrir útgerðarmenn og
sjómenn, auk þess, sem það veld
ur þjóðinni í heild gjaldeyris-
tapi.
Þjóðviljinn segir í gær að
stjórn Dagsbrúnar hafi ekki
bannað löndun í bing að nætur-
lagi.
En hvaða munur er á þeirri
vinnu og losun í skip, er það
ekki næturvinna lika og er það
ekki einmitt yfirlýstur tilgang-
ur stjórnarinnar, að koma í veg
fyrir slíka vinnu?
Þess er auk þess að geta í
þessu sambandi, að það var til-
ætlun Dagsbrúnarstjórnarinnar,
að banna alla losun síldar frá
kl. 10 að kvöldi til kl. 8 að
morgni. í fyrrinótt og s.l. nótt
var heldur alls ekki unnið að
löndun í bing.
„Þeir hefðu ekki þorað þetta
fyrir kosningar“
„Þeir hefðu ekki þorað þetta
fyrir kosningarnar í Dagsbrún",
varð einum verkamanni við höfn
ina að orði í gær um einræðis-
brölt Sigurðar Guðnasonar og
kommúnistanna í minnihluta-
stjórninni.
Svo almenna óánægju hefurj
þessi ráðstöfun vakið meðal
verkamanna og sjómanna.
Hvorki verkamenn nje sjó-
menn skilja það nefnilega, að
ekki hefði verið hægt að skipu-
leggja næturvinnu við síldar-
löndun hjer í Reykjavík, eins og
á Siglufirði og öðrum stöðum,
þar sem síld er landað, án þess
að ofþjaka þeim.
Ilvað segja bifreiðastjórarnir?
Og hvað segja vörubifreiða-
stjórarnir um löndunarbannið?
Þeir höfðu margir hverjir
sannarlega ekki haft of mikla
atvinnu áður en að síldarkeyrsl-
an byrjaði. Margir þeirra höfðu
lagt mikið f je í að eignast vöru-
bifreiðar, sem þeir síðan höfðu
lítla atvinnu fyrir. Finnst þeira
ekki kommúnistarnir í minni-
hlutastjóminni í Dagsbrún hafa
sjerstaklega glöggan skilning á
hagsmunum þeirra?
„Næturvinnubannið við síldar
löndunina bakar okkur'vörubif-
reiðastjórum stjórtjón“, sagði
bifreiðastjóri, sem átti tal við
blaðið í gær. '
En hverjum er þá þessi fyrir-
varalausa löndunarstöðvun í
hag?
Engum nema þeim, sem vilja
vinna hreina skemmdarstarf-
semi gagnvart atvinnu- og f jár-
málalífi þjóðarinnar, kommúnist
unum, sem nú hafa sýnt sitt
rjetta andlit.
Brjef Ðagsbrúnarstjórnar.
Stjórn Dagsbrúnar sendi blað
inu í gær afrit af brjefi því,
sem hún ritaði Landssambandi
íslenskra útvegsmanna og stað-
festir þá yfirlýsingu sína að öli
vinna við síldarlosun sje bönn-
uð á fyrrgreidum tíma sólar-
hringsins. Er brjef þetta nálægt
því að vera endurprentun a
grein Þjóðviljans um þessi mál
í gær. Kemur ekkert nýtt fram
í því annað en að losunarbann-
ið er Iengt upp í 12 klst. 1 því
tilfelli að hefja eigi fermingu
flutningaskipa eftir kl. 8 e. h.
eins og greint var frá í upphafi
þessarar greinar.
Tryggve Lie í London
London í gær.
TRYGVE LIE, aðalritari Sam
einuðu þjóðanna, kom hingað í
dag, til þess að ræða við HePtor
McNeil, innanríkirráðherra. Það
hefir ekki enn verið ákveðið,
hvar þing S. Þ. skuli haldið
næsta sumar, en til mála hafa
komið fjórar borgir: Haag,
Brussel, París og Genf.
FulSfrúaráð
Heimdaliar
FUNDUR ver'ður haltl-
inn í fulltrúaráffi' Heim-
clallar í Sjálfstæðishúsinu
í kvöld kl. 8,30,
Áríðandi er að allir full-
trúar mæti vel og stund-
víslega.