Morgunblaðið - 31.01.1948, Side 1
35. árgangur
25. tljl. — Laugardagimi 31. janúar 1948.
Isafoldarprentsmiðja h.f,
MAHATMA GANDHIMYRTUR
og 11 alra, iaiisr af
London í gærkv.
FLUGVJELAR þeirrar, sem
lagði af stað frá London áleið
is 'til Bermuda er enn saknað
og er talin lítil von um að hún
komi fram. Tutt.ugu og níu
farþegar eru um borð og er
einn þeirra Sir Arthur Cunn-
ingham, sem stjórnaði loftherj
um Breta í Lybíu og síðar í Ev
rópu síðast. í styrjöldinm.
— Reuter.
Mew Deihi í gærkv.
ÞÚSUNDIR manna standa
fyrir utan hús það sem lík
Gandhis liggur á börum sveip-
að hvítum baðmullardúk, og
veit andlit hans mót austri. Á
morgun verður iikið flutt að
ánni Jumna og er búist við að
geysi mannfjöldi fylgi. Verða
þar viðhafðir hinir margbrotnu
jarðarfararsiðir Hindúa og lík-
ami hins látna brendur. Ösk-
unni verður síðan stráð yfir
Jumnafljótið er það er heilagt
í augum Indverja.
— Reuter.
Franska þingið sam-
þykkir gjaídmiðils-
frumvarpið
París í gærkv.
BÁÐAR DEILDIR franska
þingsins hafa nú samþykkt
frumvarpið um frjálsa verslun
með gull og erlendan gjaldeyri
(dollara) og innköllun 5000
franka seðla.
— Reuter.
Vefrar-Olymíu-
leikamir
VETRAR-ÓLYMPÍU-
LEIKARNIR hófust í St.
Moritz í Svlss í gær, og
voru settir með hátíðlegri
viðhöfn.
Mesta athygli í sam-
handi við leikana til þessa
hefir vakið sú ákvörðun
Alþjóða-Ólympíunefndar-
innar að afnema íshockey
sem Olympíuíþrótt, en
deila reis upphaflega um
þessa íþróttagrein vegna
ágreinings milli tveggja
íshockey sambanda í
Bandaríkjunum, sem hæði
vildu koma fram fyrir
hönd lands síns á leikun-
um.
Sjá nánar um leikana á
bls. 2.
Gðiiii o§ Islii
TVEIR INDVERSKIR leiðtogar, sem ötulast börðust fyrir sjálf-
stæði Indlands, Pandit Nehru og Mahatma Gandhi, sem myrtur
var í gær.
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
BÚIST er við að Bretar samþykki stofnun öryggisherdeildar Gyð-
inga og Araba til þess að halda við friði í landinu þegar þeir
lara þaðan 15. maí. — Nýlendu- og utanríkisráðuneyti Breta og
Sir Allan Cunningham, landstjóri Palestínu tóku þessa ákvörðun
ef tir að tilkynning frá Palestínunefnd skýrði frá því að hún mýhdi
styðja slíka hugmynd. Arabar hafa aftur á móti mótmælt þessu
harðlega og hótað gagnráðstöfunum.
Aðeins varnarlið.
Brear hafa tekið það fram
að slíkt lið myndi þó einungis
brúkað sem varnarlið og til
þess að halda reglu í landinu.
Arabav hafa lýst því yfir að
sjé þetta raunveruiega ákvörð-
un bresku stjórnarinnar þá sje
þetta brot á yfiriýstri stefnu
hennar, þar sem hún hafi oft
lýst því yfir að hún muni ekki
skipta sjer af málefnum lands-
ins þegar hún lári af yfirráð-
úm þess.
Loforð Breta einskisvirði.
Segja þeir að stofnun Gyð-
ingaherdeildar sje aðeins til
þes að búa í haginn fyrir þeim
áður en skiptingin fari fram.
Loforð Breta gagnvart Aröbum
er því ekkert annað en fagur-
gali, sem ekki eigi við neitt
raunverulegt að stvðjast.
—-----------------------
Skip irá Panama
springur í ’off upp
— 18 farasf
París í gærkvöld.
ÞRETTÁN menn björguðust
af tankskipinu Panchito, 4015
tonn, frá Panama, sem sprakk
í loft upp rjett fyrir utan Lori-
ent í gær. Var þeim bjargað af
franskri fiskiduggu. Skipsbrots
menn skýrðu frá að 18 hefðu
farist ív sprengingunni eða
druknað og er það minna en
ráð hafði verið fyrir gert í
fyrstu. Var skipstjórinn meðal
þeirra sem fórust. Sk,ipið var'
á leið til Antwerpen. — Reuter.
•<S> —-------
Oístækisf ullur Hindui
skaut hann til bana
—
Hfrsii vsknr óhug um heim allan
ÞjéSarsorg I Indiandi
New Delhi í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MALIATMA MOHANDAS GANDHI, leiðtogi Brahmatrúarmanna
og frelsishetja Indlands var myrtur klukkan 11,30 í morgun.
j Banamaður hahs var ungur Hindúi, sem tilheyrir fámeitnum of •
l stækisfullum trúarfiokki. Gandhi, sem var 79 ára að aldri, var
j á leið í bænahús sitt til morgunbæna ásamt fylgdarliði sínu er
i tilræðismaðurinn Naturan Vinjak rjeðist að honum og skaut f jór-
I um skotum í brjóst hans. Gandhi ljest hálfum tíma síðar og las
prestur fyrir honum bænir Hindúa.
ALÞJÓÐARSORG
Þúsuudir Indverja voru viðstaddir þegar tilræðið skeði og
hóf mannfjöldinn þegar að syngja sorgarsöngva. Indverska
þjóðin er sem þrumu lostin og allsstaðar í heiminum hefur
atburður þessi vakið mikinn óhug.
Fyrir viku síðan hafði Gandhi lokið föstu sinni til þess að koma
á. friði í landinu og þá fanst honum sem æfilangt starf sitt, um
frið og sjálfstæði lands síns hefði byrjað að bera árangur. Hafði
hann þá sagt að sig langaði til þess að verða 125 ára til þess að
sjá árangur starfs síns í þágu þjóðar sinnar og mannkynsins.
Neliru hvetur til friðar
Pandit Nehru, lærisveinn
og samstarfsmaður Gand-
his og forsætisráðherra
Indlands, hefur ávarpað
þjóðina í útvarp og beðið
hana að fara að dæmi hins
látna leiðtoga og stofna
ekki til æsinga.
Þjóðarsorg í 13 daga.
í kvöld var lík Gandhis, klætt
baðmullarhjúp, lagt á börur fyr-
ir utan Birla House. — Nokkur
hundruð manna tókst að brjótast
gegnum hermanna og lögreglu-
vörð til þess að sjá lík hins aldna
leiðtoga í síðasta sinn. Öllum op-
inberum byggingum, skemtistöð-
um og slíku hefur verið lokað
og stjórnin skipað 13 daga þjóð-
arsorg og flögg skuli dregin í
hálfa stöng. Fólkið stendur þegj-
andi á götum borgarinnar eins
og ráðþrota og margir grátandi.
Enn verður ekki sjeð hvaða af-
leiðingar þetta morð mikilmenn-
isins og friðarpostulans kann að
hafa á innanlandsmál Indlands.
Ýmsir þjóðhöfðingjar votta
Indverjum samúð sína.
Truman Bandaríkjaforseti.
Strax og frjettist um dauða
Gandhis bárust ættingjum
hans, þinginu og þjóðinni í
heild fjölda samúðarskeyta frá
leiðtogum þjóða, stjói’nmála-
mönnum. Truman Bandaríkja-
forseti komst þannig að orði, er
hann minntist Gandhi. ,,Hann
var ekki einungis veraldlegur
leiðtogi fólksins heldur einnig
andlegur leiðtogi þess. Þótt
honum auðnaðist ekki að sjá
árangur §tarfs síns í þágu þjóð-
ar sinnar munu verk hans
Framh. á bls. 8
TiHaga m sáffanefnd
innan S.Þ.
Lake Succes í gærkveldi.
LEBANON hefur gert til-
lögu um að stofnuð verði sátta-
nefnd innan S. Þ. sem sje ó-
pólitísk og vinni að því að kóma
á sáttum í hinum ýmsu deilu-
málum, sem upp kunna að
koma meðal meðlima þingsins.
Tillaga þessi hefur verið sett í
nefnd sem mun ræða hana og
gera tillögur um hana þegar
þingið kemur saman næst.
Oetrðir í Bombay
Bombay í gærkveldi.
BBYNVARÐAR bifreið-
ar óku um götur Bombay
í dag, eftir að til óeírða
hafi komið í miðborginni,
þar sem 11 fjellu og um
50 særðust. Óeirðir þessar,
var sagt í tilkynningu,
voru vegna miisskilnings
um hvaða trúarflokki
morðingi Gandhis til-
heyrði. Algeru umferða-
banni hefir verið komið á
um miðbik borgarinnar og
strætisvagnar og almenn-
ings farartæki verið tekin
af götunum eftir að mann-
þyrpingin hafði gert til-
raunir til þess að ráðast á
þau. Herlið standa nú til-
búin til þess að skakka
leikinn ef til frekari upp-
þota kemur. — Reuter.