Morgunblaðið - 31.01.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 31.01.1948, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. janúar 1948, Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árr_ Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Mikilmenni fallið EITT af mikilmennum veraldarsögunnar, Hindúinn Mahatma Gandhi, er fallið í valinft. Byssukúla eins af trúbræðrum hans varð honum að aldurtila. Við hið óvænta lát hans er þjóð hans lostin þungum harmi. En tíðindin um fall þessa merki- lega og sjerstæða manns hafa ekki aðeins vakið hrygð í ættlandi hans, heldur og um víða veröld. ★ Mahatma Gandhi var tvímælalaust mikilmenni, sem gnæfði hátt yfir samtíð sína. Veraldarsagan hafði löngu fyrir andlát hans skipað honum hinn æðsta sess meðal þjóðarleið- toga allra alda. Líf hans var jafnframt því að vera raunhæft dæmi um hina snjöllustu stjórnvisku, furðulegt æfintýri. I persónu hans sameinaðist stjórnmálamaður, sem hafði undra verð áhrif á sundurleitustu þjóð heimsins, og dularfullur spekingur og mannvinur. Við lát Mahatma Gandhis stóð land hans, Indland, á vega- mótum. Þetta mikla land var að öðlast sjálfstæði. Enginn maður átti stærri þátt í þeim sigri en einmitt hann. Því tak- marki hafði hann helgað alt lífsstarf sitt. Morð hans á þess- um tímamótum er þessvegna ægilegur harmleikur. ★ Hverjar afleiðingarnar verða af falli Gandhis er ennþá óvíst. Hin fjölmenna indverska þjóð er sjálfri sjer sundur- þykk og hinir tveir aðaltmflokkar hennar eiga í hatrömmum deilum. Meðan Gandhi lifði var hann hið sameinandi afl, sem bar friðarorð á milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna. Virð- ingin fyrir hinni glæsilegu og fórnfúsu forystu hans, friðar- ást og framsýni, lægði öldurnar í hinni stöðugu baráttu hinna andstæðu trúflokko þessarar miklu en frumstæðu þjóðar. Indverska þjóðin hefur mist ástsælasta og mesta leiðtoga sinn. Mannkynið alt á á bak að sjá áhrifamiklum mannvini og spekingi. Frumhlaup kommúnista NIÐURSTAÐAN af því furðulega frumhlaupi kommúnista i minnihlutastjórn Dagsbrúnar, að banna alla næturvinr.u við losun síldarinnar úr síldveiðiskipunum, sem stunda veið- ar í Hvalfirði, varð eins og vænta mátti sú, að sjómenn á veiðiskipunum hrundu algerlega þessari árás á hagsmuni þeirra og útgerðarinnar. Þeir neituðu að láta vinna að losun skipa sinna meðan að Dagsbrúnarstjórnin hjeldi fast við bann sitt. við næturvinnu. Sjómenn sáu fram á að tafir þær, sem óhjákvæmilega hlutu að verða á losun síldveiðiskipanna mundi valda þeim stórtjóni og auk þess þjóðinni verulegu gjaldeyristapi. Þessi einarða afstaða sjómanna varð svo til þess að komm- únistar þorðu ekki að halda til streytu nætundnnubanni sínu. ★ Samningur sá, sem Landssamband íslenskra útvegsmanna gerði í gær við Dagsbrún um áframhaldandi næturvinnu, sýnir greinilega, hversu gjörsamlega ástæðulaust nætur- vinnubann kommúnista var. Landssambandið hefur aldrei verið því mótfallið að næturvinna verkamanna væri skipu- lögð þannig, að sömu mennirnir ynnu ekki marga sólar- hringa samfleytt. Enginn hefur nokkurn tíma ætlast til þess að verkamenn ynnu lengur við síldarlosun en þeir sjálfir vildu. ★ . En kommúnistarnir í stjórn Dagsbrúnar töldu það ekki ómaksins vert að hefja samninga um þessi mál áður en þeir fyrirskipuðu stöðvun allrar næturvinnu. Þeir gerðu það ekki, vegna þess að þeir vildu ekkert samkomulag. Það var fyrst eftir að þeir sáu hvaða afleiðingar frumhlaup þeirra hafði haft, sem þeir buðú upp á samningaviðræður. Það eru'sjömennirnir, sem hafa sigrað í þessu máli. Sam- eiginleg afstaðia þeirra og Landssambandsins hræddi komm únista frá skemdarve. aáformum þeirra gagnvart útgerðinni og þjóðarhagsmunum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Umferðarslysin. ÞAÐ er sagt, að aðeins einn fjelagsskapur í Bretlandi hafi lýst yfir ánægju sinni yfir því að bensínskamturinn var tek- inn af einkabílum þar í landi, en það var „Fjelag fótgangandi manna“. Þessi fjelagsskapur gerði um það sjerstaka sam- þykt, að þetta hafi verið vel til fundið og aukið mjög öryggi almennings. En eins og kunn- ugt er fórust fleiri menn í Bret- landi af umferðaslysum styrj- aldarárin, en sem ljetu lífið vegna loftárása. Bifreiðin er stórhættulegt tæki og þessvegna verður að gæta allra varúðarráðstafana í meðferð hennar. Hjá okkur er dauðatalan í umferðarslysun- um orðin ískyggilega há. Og ekkert getur komið í veg fyrir fleiri slys nema fleiri öryggis- ráðstafanir. • Slysavarn'r á landi. HINN merki fjelagsskapur, Slysavarnafjelag íslands átti tvítugsafmæli núna í vikunni. Það varð tilefni til þess að rifja upp hve mörgum mannslífum hefir verið bjargað úr sjávar- háska fyr.ir atþeina fjelagsins. Á yegum SVFÍ starfar einnig deild til að koma í veg fyrir slys á landi. Hefir sú deild kom ið miklu góðu til leiðar, en hana mætti þó efla enn. Það væri einhver besta af- mælisgjöf, sem fjelagið gæti gefið sjálfu sjer, að efla þessa deild nú til muna og taka að sjer björgunarstarfsemi í landi samf.ara hjálpar og björgunar- starfseminni á sjónum. En öruggast er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann og þess- vegna ætti sú deild að snúa sjer fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir slysin á landi. • Mikið verkefni. ÞAÐ er mikið verkefni, serr slík sylsavarnadeild gæti haft. Það er svo margt ógert. Vegir eru illa merktir, umferðarregl- um" er illa fylgt. Ekki er nógu gott eftirþt og fræðsla um öryggisreglur farartækja. Kæruleysi ríkir á ýmsum sviðum, bæði hjá þeim, sem farartækjum stjórna og hinum, sem fótgangandi fara um land- ið. v Ur öllu þessu má bæta, en það verður ekki gert nema að öfiugur fjelagsskapur beiti sjer fyrir því. • Oryggismerkin. SLYSAVARNAFJELAGIÐ hefði getað byrjað með því, að láta gera öryggismerki fyrir bílstíóra, eins og einu sinni var stun^ð upp á í þessum dálk- um. Þar var lagt til, að bif- reiðastjórar fengju merki á bíla sína, ef þeir forðast slys ákveðinn tíma, t. d. í eitt ár. Síðan mætti hafa þessi merki þannig, að veitt væri ákveðið stig merkisins fyrir fleiri slysa laus ár. Það hefði verið fallegt af- mælismerki, ■ sem Slysavarna- fjela.dið hefði gert sjer með því að byrja á þessu núna á tvitugsafmælinu. Þetta er aðeins einn liður í þvi að örfa fólk til að fara varlega með þau hættulega tækj sem nútíminn hefir veitt manyinum. Oskubakkarnir eru þrír. UMSJÓNARMAÐUR Háskól ans. herra Óskar Bjarnason, segir í brjefi til mín, að það sje. ranghermi hjá. mjer að ekki sje nema einn öskubakki í and- dyri Háskólans. Þeir sjeu þrír. Ekki vill umsjónarmaðurinn viðurkenna, að anddyrið hafi nokkru sinni verið útataðí ösku og vindlingastubbum, eins og því var lýst hjer á dögunum. Umgengni sje þvert á móti eink ar góð. Það er sannarlega vel um gengjð á jafn stórum stað og anddyri háskólans er, þar sem tugir manna safnast saman oft á dag og stundum hundruð manna, ef þrír öskubakkar eru nægilegir, jafnvel þótt þeir sjeu á áberandi stöðum. * • Nafnavíxl. FLESTIR munu líta svo á, að skömtun og úthlutun sje nokkurnvegin það sama. Og rjett má það vera. En hitt er vís't. að skömtunarskrifstofa og úthlutunarskrifstofa eru tvær ólíkar stofnanir. Að 'þessu komst jeg í gær er skömtunarstjór.i ríkisins, Elís Guðmundsson, hitti mig að máli og sagði, að það kæmi ekki til, að saga sú, sem birt var um konuna, sem fjekk heldur kulda legar móttökur er hún ætlaði að sækja giftingarskamtinn sinn, væri frá skömtunarskrif- stofunni. Við nánari rannsókn kom það líka í ljós, að átt var við úthlutunarskrifstofuna. Og er sjálfsagt að hafa það, sem rjett- ara reyndist í þessu sem öðru. • Sanngjörn lagfæring. DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefir ákveðið, að skemtanir megi standa til klukkan 2 á laugardagskvöldum, en ekki nema til klukkan 1 aðra daga vikunnar. Það verður. ekki sagt annað en að þetta sje sanngjörn lag- færing. Það kemur ekki að sök þótt fólk skemti sjer eitthvað lengur frameftir á laugardög- um, þar sem frídagur fer í hönd. En með þessu mun vera geng ið eins langt og frekast er unt og ættj því ekki að koma ■ til neinnar undanþágu, nema ef vera skyldi eitt kvöld ársins — gamlárskvöld. f MEDÁ[ ÁNNARÁÁRDA Á . j -f ——- — "——| Eftir G. J. Á. .. ■■ --—"—'—'—"— —— ■■■ ■■» Listaverk og styrjaldir Aragrúi listaverka glötuð- ust af styrjaldarástáeðum. Onnur hafa skipt um eig- endur. FRJETT, sem Morgunblaðinu barst í fyrradag, gefur tilefni til þess, að rifjaðir sjeu upp atburðir, sem áttu sjer stað með an á stríðinu stóð, og raunar mun nokkuð hafa borið á allt frá styrjaldarlokum fram á þennan dag. Fregnin, sem upp- runalega kemur frá Dresden, er á þessa leið: „í frjettaskeyti til New York Times er skýrt frá bví, að rússneski herinn hafi flutt á brott 1,695 af bestu málverkum Zwinger-listasafns ins. Meðal málverkanna er ein af Madonnumyndum Rafales“. Þjóðverjar, með Göring í broddi fylkingar, áttu upptök- in. Marskálkurinn með allar orðurnar fjekk snemma þá smá skrítnu hugmynd í'höfuðið, að ef hann hengdj upp á veggi sala. sinna nógu naikýnn , ara- grúa af frægum listaverkum. gæti ekkj öðruvísi farið, en 'að heímurinn allur liti á sig sem forvígismann lista, vísínda og heimsmenningar. LEIKIÐ Á GÖRING Göring varð hált á þessu, eins og síðar kom í ljós. Hollenskur málari stældi einn eða tvo af gömlu meisturunum með svo miklum ágætum, að marskálk- urinn varði geysiháum fjárhæð um til að eignast „verk“ þeirra. Síðar átti þetta loks eftir að koma öðrum í koll, sjerstak- lega listfræðingunum, sem far- ið höfðu fögrum orðum um þessi „nýfundnu málverk“ TÖmlu meistaranna. Málarinn sjálfur, sem ljest íyrir skömmu i'dan eftir að hafa verið dæmd- í eins árs fangels.i fyrir til- tækið, fór að sjálfsögðu hinu.m háðulegustu orðum um listfræð ingana, sem aldrei höfðu viljað úðurkenna hans eigin list svo honum sjálfum líkaði. Göring var prettaður GREIP ÞÁ ÆÐI Annars er ekki annað að sjá en að æði hafi gripið nokkra nasistaleiðtoganna, þegar þeir komust í gullnámu evrópisku listasafnanna. Og þeir ljetu greipar sópa. Ýms af þekktustu listaverkum álfunnar hurfu inn í hallir þeirra, og þeim, sem ekki komust þar fyrir, var kom ið til geymslu á hinum ólíkleg- ustu stöðum. Þegar Þýskaland fjell, bárust fregnir af því, að bandamenn hefðu jafnvel rek- ist á listaverkafjársjóði í göml- um námum, og að minnsta kosti eitt eða tvö heimsþekkt málverk fundust í fórum fólks* sem verið hafði í þjónustu nas- istaleiðtoganna. « © EKKI ÞEIR EINU Þjóðverjar hafa raunar ekki haft einkarjett á því, að ,.gera upptæka“ ýmsa listmuni þeirra þjóða, sem sigraðar hafa verið; í Bandaríkjunum gefigu um; tíma sögur um það, að Frakk- ar hefðu sýnt slíkan dugnaé við gð endurheimta listaverkí sín, að töluvert af verkurn, sem um langan tíma höfðu verið í eigu þýskra safna, hefðu verið’ Frh. á'bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.